Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Side 11
11
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002
Skoðun
Skilningur íjölskyldu minnar á
beinverkjum, maga- og höfuðverk
var enginn að mínum dómi.
Einn og yfirgefinn
Ég lifði af nóttina og ætlaði í
vinnu strax næsta morgun, minnug-
ur fyrri skoðana á aumingjum sem
lágu lengur í rúmi en einn dag.
Heilsan leyfði hins vegar ekki stór-
ar ákvarðanir svo ég hringdi og lét
vita af einum fjarvistardegi til við-
bótar. Krakkamir fóru í skólann og
konan í vinnuna. Ég hafði ekki lyst
á neinu, lá einn og yfirgefinn í bæl-
inu og vorkenndi mér sárlega. Eftir
hádegið staulaðist ég fram úr til
þess að finna mér lesefni og eins og
eina parasetamól. Ég hafði áður les-
ið flestar bækur heimilisins en tók
þó nokkrar og fletti þeim án þess að
festa við þær hugann. Þá náði ég
mér í snjáð tímarit og skoðaði
myndimar. Fæst vom áhugaverð. í
algerri einsemd minni og tilgangs-
leysi sótti ég loks myndaalbúm fjöl-
skyldunnar og fletti. Við það setti að
mér aukna depurð. Þama vorum
við glöð og hress, ýmist í garðinum,
sumarbústaðnum eða í útlöndum.
Allir útiteknir. Hreystin skein úr
hverju andliti, líka mínu. Ó, hver
staða mín var önnur en á myndun-
um þar sem ég lá einn í bein- og
magaverknum. Örlög mín voru öm-
urleg. Ég fór fram úr og leit í speg-
il. Hryllingsmynd blasti við, folur
og fár maður, tekinn í andliti. Ég
lagðist á ný. Parasetamólið vann
sitt gagn svo ég sofnaði, bókarlaus.
Mig dreymdi undarlega.
„Ég verð að fá eitthvað að lesa,“
sagði ég við konuna þegar hún kom
heim um kvöldið. „Geturðu ekki
farið á bókasafnið? Mér flnnst það
lágmark fyrst enginn er hér til þess
að hugsa um mig og hjúkra.“ Hefði
vitund mín verið gleggri má vera að
ég hefði tekið eftir því að konan var
að því komin að hreyta í mig ónot-
um og krakkamir vom við það að
æpa á foður sinn og biðja hann að
hafa sig hægan. Þeir héldu þó aftur
af sér. Enn sannaðist hið forn-
kveðna að sá vægir sem vitið hefur
meira. Konan fór á bókasafnið og
kom hlaðin bókum, skáldsögum,
spennusögum og ævisögum. í góð-
mennsku sinni hafði hún fyrst og
fremst hugsað um mig en kippti þó
nokkrum með fyrir sig. Ég sætti
mig við örlög mín um stund.
Vill einhver elska...?
Ástand mitt var ekki betra næsta
morgun. Ég ákvað að hringja ekki í
vinnuna. Niðurlæging mín var al-
ger. Ég var aumingi. Vinnufélagi
hringdi um hádegið og spurði tíð-
inda. Ég lét illa af mér en fann ekki
teljandi samúð í gegnum símann.
Hennar var heldur ekki að
vænta heima. Þar var
enginn frekar en
endranær. í hug-
anum
hljómaði nokkurra ára gamail dæg-
urlagatexti: „Vill einhver elska 49
ára gamlan mann
...?“ Ég fékk ekki
svar við þeirri
áleitnu
spurningu.
Ég
las
spennu-, skáld- og ævisögumar all-
ar enda í koju fram að há-
degi fostudags. Þann
morgun sótti ég í
bækur sem konan
hafði náö sér f á
safninu og end-
manns, „Hjá Báru“. Með fullri virð-
ingu fyrir þeirri ágætu konu og
prýðilegri ævisögu hennar sá ég þá
að þetta gat ekki gengið lengur.
Hætta var á legusárum lægi ég leng-
ur og geðheilsan var í hættu. Meira
máli skipti að geðheilsa annarra
flölskyldumeðlima var orðin enn
verri. Þeir þoldu ekki sjúklinginn.
Ég ákvað að hunskast í vinnuna
áður en ég byrjaði á rauðu ástarsög-
unum, bókaflokknum 1 heild.
Upplýsingar eru eitt
sterkasta vopnið í hverju
stríði. Stríð vinnast
vissulega á tœkni og ýms-
um mcelanlegum stœrð-
um, en líka á sannfœr-
ingu. Og þar skipta upp-
lýsingar miklu og oft á
tíðum meginmáli.
Grundvallarþáttur í
stríði getur því veríð sá
að geta stýrt þessum upp-
lýsingum.
þennan sannleika við og freistað
þess að varpa einhvers konar heild-
armynd af stríðsátökum um allan
heim, hversu erfitt og kostnaðar-
samt sem það nú er, ef það er þá
nokkrun tíma hægt. Þekkt er sú að-
ferð og víðast hvar viðurkennd að
leita sjónarmiða beggja deilenda og
láta lesandanum eða áhorfandanum
eftir að dæma um það hvor hafi
meira til síns máls eða hreinlega
rétt fyrir sér.
Og þar komum við að vandanum;
glímu hvers flölmiðlamanns að
greina milli starfs og þjóðemis.
Hvar sleppir heilbrigðri þjóðrækni
og hlýhug til sinna líka og hvar
byrjar þjóðremban og þjóðblindan?
Það er nefnilega svo að upplýsingar
em eitt sterkasta vopnið í hverju
striði. Stríð vinnast vissulega á
tækni og ýmsum mælanlegum
stærðum, en líka á sannfæringu. Og
þar skipta upplýsingar miklu og oft
á tíðum meginmáli. Grundvallar-
þáttur i striði getur því verið sá að
geta stýrt þessum upplýsingum.
„Við“ og „þeir“
Og opinber fréttastýring þeirra
sem valdið hafa hefur vitaskuld ver-
ið reynd oftar en nokkur hefur tölu
á. Hún var reynd í Víetnamstríðinu,
en tíðarandinn hentaði ekki þeim
tilraunum. Þá vom tímar frjálsræð-
is og aukinnar fagmennsku í vest-
rænni fréttamennsku og ákaflr
blaða- og fréttamenn létu upplýsing-
unum rigna yfir landa sina um báð-
ar hliðar þess langa og skaðsama
stríðs. Og Víetnamstríðið tapaðist
ekki síst í fiölmiðlum. Eða getum
viö sagt tapaðist?
Jú, „við“ getum sagt tapaðist, því
ólíkt mörgum öðrum stríðum er Ví-
etnamstríð og saga þess ekki skrif-
uð af sigurvegurum í huga Vestur-
landabúa, heldur þeim sem töpuðu.
Og fáar sögm- af ófórum í stríði hafa
verið sagðar jafn oft og í jafn mörg-
um miðlum og einmitt þetta kunna
stríð sem „við“ töpuðum. Mann-
kynssögubækur eru fullar af sigur-
sögum, en þegar kemur að óforum
er enginn ósigur jafn rækilega rak-
inn í máli og myndum og einmitt
þetta ógurlega Víetnamstríð.
„Óvinir okkar“
Það segir sína sögu um „okkur“
að Víetanamstríðið er saga af ósigri.
Við lesum þá sögu frá þeim hluta
jarðarinnar sem tapaði. Hún er ekki
sigursaga. Með þessum augum horf-
um „við“ á heiminn og með þessum
augum dæmum „við“ gildi og skoð-
anir manna um allan heim. Þessi
augu eru flölmiðlar og þar vinnur
líka fólk sem er partur af þjóðfélagi,
partur af uppruna, partur af menn-
ingu og partur af samkennd. Enginn
lifandi maður getur verið hlutlaus í
lífi sínu - og enginn flölmiðiU.
Og hver hefur sína sýn. Þegar
Bandaríkjamenn undirbjuggu sókn
sína á greni myrkraverkamanna í
flallaskörðum Áfganistans í fyrra
kölluðu þeir aðgerð sína „óskorað
réttlæti". Það er æði afdráttarlaus
nafngift. Bandaríkjaforseti fór mik-
inn í ræðu sinni á þingi landsins á
þessum tíma og dró þar nýja víglínu
með eftirminnilegum hætti: Hér eft-
ir fylkja þjóðir sér annaðhvort með
„okkur“ eða þær verða flokkaðar
undir „óvini okkar“. Þetta var ný
pólitík. Og þarna var engin mála-
miðlun.
Farvegur dóma
Þessi afdráttarlausu skilaboð frá
Bandaríkjaforseta á síðasta ári
þóttu vera til vitnis um nýja heims-
sýn. Og reyndar nýja tegund af
stríði. í reynd hefur kannski minna
breyst en við höldum, núna þegar
við höfum náð áttum eftir áfallið i
september á síðasta ári. Sem fyrr
tökum við afstöðu í fréttaflutningi
og leyfum okkur að segja annan að-
ila deilna vera með viöurkenndar
skoðanir en hinn vera illmenni. Og
þarna á milli er oftast engin mála-
miðlun. Fjölmiðlar eru farvegur
þessara dóma.
Færa má reyndar fyrir þvf ákveð-
in rök að fiölmiðlar séu á þennan
hátt orðnir dómharðari en áður.
Það er eins og atburðimir ellefta
september hafi gefið þeim byssu-
leyfi á eilifðina. Það hnykluðu alt-
ént ekki margir brýnnar þegar
fimm helstu sjónvarpsfréttastofurn-
ar í Bandarikjunum gerðu með sér
samkomulag seint á síðasta ári um
að taka fyrir sjónarmið annars
stríösaðilans í baráttu al-Quada og
Bandaríkjastjórnar. Ástæðan var
þjóðaröryggi. Ástæðan var að á
„þá“ var ráðist.
Fjölmiðlar í stríðsrekstri
Á þennan hátt flækjast fiölmiölar
út í stríðsrekstur. Það gerðist hjá
Bretum og Þjóðverjum í seinni
heimsstyrjöld og það gerðist hjá ís-
lendingum í þorskastríðinu. Það
hlaut lfka að koma að því að banda-
rískir flölmiðlar færu í baklás þegar
að „þeim“ var vegið, „þeirra“ þjóð og
þjóðskipulagi. Þegar á hólminn er
komið skipta menn liði. Það gerist í
þessum efnum sem öðrum. Og báðir
lýsa hinum sem jafn ógeðslegum og á
að giska réttdræpum glæpamönnum
og tungiunálið megnar.
Stríð eru háð á öllum tímum - og
sömuleiðis ógeðfelld hryðjuverk, nú
síðast í flóttamannabúðunum í
Jenín þar sem fatlaður maður í
hjólastól veifaði hvítum fána fram-
an við skriðdreka sem ók yfir
manninn og kramdi. Vesturlanda-
búar hafa síðustu vikur reynt að
átta sig á því hvorir eru „þeir“ og
hvorir eru „við“ í því heiftúðuga
stríði. 1 þeim efnum hefur jafnvel
heimsskipting Bandaríkjaforseta
brugðist. Það er því ekkert tryggt í
þessum heimi. Jafnvel ekki skil-
greiningin á hinu illa.