Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 Fréttir DV Jafnræði með stjórn og stjórnarandstöðu eftir þingkosningar í Færeyjum: Flóknari staða en nokkru sinni Þingmenn á færeyska lögþinginu hafa aldrei staöið frammi fyrir jafn- flókinni stööu og nú er upp komin í kjölfar kosninganna á þriðjudag, að mati Eðvarðs T. Jónssonar sem bjó lengi í Færeyjum og er gjörkunnug- ur færeyskum stjórnmálum. Fylk- ingar landstjórnarinnar og stjómar- andstöðunnar eru hnífjafnar, hvor um sig fékk sextán menn kjöma. Stjómarandstæðingar fengu þó ívið meira fylgi, eða 51,1 prósent at- kvæöa á móti 48,9 prósentum stjóm- arflokkanna þriggja. Jógvan Markore þjóðfélagsfræð- ingur segir í viðtali við færeyska blaðið Sosialurin að mjög erfítt sé að geta sér til um hvernig næsta samsteypustjóm verður saman sett. Síðustu fjögur árin hefur verið við völd í Færeyjum stjórn Fólkaflokks- ins, Þjóðveldisflokksins og Sjálf- stýriflokksins og hefur hún unnið að því hörðum höndum að undirbúa sjálfstæði eyjanna. Vill í áhrifastöðu Sigurvegari lögþingskosninganna að þessu sinni var Sambandsflokk- urinn, undir forsæti Lisbethar L. Petersen. Flokkurinn fékk flest at- kvæði og bætti við sig umtalsverðu fylgi. Eins og nafnið gefur til kynna er flokkurinn fylgjandi áframhald- andi sambandi við Danmörku. „Öll þessi atkvæði á að nota til að koma okkur í áhrifastöðu,“ sagði Lisbeth L. Petersen þegar úrslitin lágu fyrir. Aðspurð um hvort hún væri reiöubúin að taka að sér að leiða nýja ríkisstjóm, sagðist hún vera tilbúin að takast á við lög- mannsstarfið ef sú staða kæmi upp og flokkur hennar benti á hana. Ekki er þó víst að Lisbeth fái að spreyta sig að þessu sinni. Þeir Eð- varð T. Jónsson og Jógvan Morkare em nefnilega sammála um að An- fmn Kallsberg, lögmaður og leiðtogi Fólkaflokksins, muni reyna til þrautar að mynda starfhæfa stjóm áður en hann gefur stjómarmynd- unarumboðið frá sér. Hægar í sakirnar Eðvarð segir að túlka megi niður- stöðu kosninganna sem ákveðið áfall fyrir stjórnarflokkana sem hafa barist fyrir sjálfstæði Færeyja undanfariö kjörtímabil. Eðvarð segir enn fremur að ekki leiki vafi á því að skilaboð kjósenda hafi verið þau að stjómmálamenn- imir ættu að fara hægar í sakirnar í fullveldismálinu, ekki síst þegar niðurfelling árlegs ríkisstyrks frá Danmörku er annars vegar. „Það er nú líka færeyska lagið að taka þessu rólega," segir Eðvarð í samtali við DV og bendir á að mörg- um hafi þótt Hogni Hoydal, varalög- Anflnn Kallsberg Lögmaöur Færeyja hefur átt í viö- ræöum viö aöra stjórnmálaleið- toga undanfarna daga og víst er aö hann hefur ýmsa möguleika á aö mynda meirihlutastjórn. Frá Ólafsvöku í Færeyjum Jafnræöi er meö fylkingum stjórnar og stjórnarandstööu eftir lögþingskosningarnar í Færeyjum á þriöjudag. Túlka má úrslitin sem ákveöiö áfall fyrir sjálfstæöissinna en sigur fyrir stærsta flokk samþandssinna. maður, leiðtogi Þjóðveldisflokksins og ákafasti talsmaður sjálfstæðra Færeyja, fara heldur geyst í sakirn- ar í sjálfstæðismálinu. Ekki róttæk breyting Ýmsir stjómmálaskýrendur eru sama sinnis og Eðvarð og telja að niðurstöður færeysku kosninganna sýni að kjósendur vilji ekki fara of geyst í að slíta öll tengsl við Dan- Guölaugur Bergmundsson biaöamaöur mörku. Heldur vilji þeir að Færey- ingar taki smám saman yfir þá málaflokka sem enn er stjómað úr Kaupmannahöfn. „Ef maður á að túlka rödd þjóðar- innar er það svo að ekki er grund- völlur fyrir róttækri breytingu á sambandinu við Danmörku," segir Lise Lyck, lektor við verslunarhá- skólann í Kaupmannahöfn og einn helsti sérfræðingur Dana um fær- eysk efnahagsmál. Poul Nyrup Rasmussen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna og fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, segir að Hogni Hoydal Forkólfur sjálfstæöismála í Færeyj- um hlýtur aö hafa oröiö fyrir von- brigöum meö aö kjósendur veittu landstjórninni ekki skýrt umboö til aö halda áfram á sömu braut. niðurstöður kosninganna séu áhend- ing frá færeysku þjóðinni tfl stjórn- málamanna sinna um að þeir myndi breiða samstöðu framtíð Færeyja til heilla, merki um að nú ættu þeir „að klappa hestinum og taka það rólega", eins og hann orðar þaö. Nyrup, sem var landstjóm An- finns Kallsbergs oft óþægur ljár í þúfu í samningaviðræðum um sjálf- stæði Færeyja, segir erfitt að meta hvort niðurstöðumar þýði að bakslag sé komið í sjálfstæðisáform Færeyinga. „Færeyskir stjórnmálamenn verða að mynda meirihluta sem tek- ur mið af þessum ábendingum," seg- ir Poul Nyrup. Ánægður með kjörsóknina Anders Fogh Rasmussen, sem tók við forsætisráðherraembættinu af Poul Nyrup og leiðtogi hægriflokks- ins Venstre, vill ekkert tjá sig um úrslit kosninganna í Færeyjum fyrr en færeyskir stjómmálamenn hafa ráðið ráðum sínum um framhaldið. í samtali við dönsku fréttastofuna Ritzau segir Anders Fogh aö hann fagni góðu gengi Sambandsflokks- ins sem er systurflokkur Venstre. Þá lýsir hann yfir ánægju sinni með gríðarlega kjörsókn, eða 91,1 pró- sent sem hann segir vera til marks um að Færeyingar taki sjálfstæðis- málin alvarlega. Menn virðast sammála um að An- finn Kallsberg hafi marga mögu- Poul Nyrup Rasmussen Fyrrum forsætisráöherra Danmerk- ur telur aö færeyskir stjórnmála- menn veröi aö fara aö ábending- um kjósenda og mynda breiöa samstööu. leika til að mynda nýja stjóm. Nú- verandi landstjórn gæti haldið áfram sem minnihlutastjórn og reynt að afla sér fylgis úr röðum annarra flokka á þingi þegar koma þarf lagafrumvörpum í gegn. Ef Miðflokkurinn gengur til liðs við stjórnina hefur hún endurheimt fyrri meirihluta sinn á þinginu. Hugsanlegt er að Fólkaflokkur- inn, Jafnaðarflokkurinn og Þjóð- veldisflokkurinn geti myndað stjórn. Jógvan Morkare telur að jafnaðarmenn kunni að vera fylgj- andi slíku stjómarmynstri, svo og þjóðveldismenn. Þá er einnig mögu- leiki á að Fólkaflokkurinn, Sam- bandsflokkurinn og Jafnaðarflokk- urinn nái saman um myndun stjómar. Ekki er þó líklegt að slíkt stjómarsamstarf yrði farsælt vegna mismunandi stefnu Sambands- flokksins og Þjóðveldisflokksins í sjálfstæðismálinu. Óskastjórnin í Þórshöfn „Þaö væri pólitískt sjálfsmorð fyrir Kalisberg að ætia sér að reyna að leysa sjálfstæöismálið með Jafn- aðarflokknum og Sambandsflokkn- um,“ segir Jógvan Morkore. Eövarð T. Jónsson segir að sú staða sé komin upp að flokkamir sem eru andvigir sjálfstæði Færeyja hafi enga sérstaka möguleika á að ná saman. Sjálfur er Eðvarð ekki I nokkrum vafa um hvers konar stjómarmynstur yrði Færeyjum og færeysku þjóðinni fyrir bestu. „Besta stjórnin fyrir Færeyjar yrði samsteypustjóm Jafnaðar- flokksins, Þjóðveldisflokksins og Fólkaflokksins ef þeir geta náð saman um aö hægja á sjálfstæðis- ferlinu og tryggja að þjóðaratkvæða- greiðslan fari vel fram. Ég held að Hogni væri tilbúinn i það ef hann sæi fram á að Jafnaðarflokkurinn myndi í grundvallaratriðum ekki standa gegn því að Færeyingar fengju fullveldi innan tíu tii fimmt- án ára,“ segir Eðvarð T. Jónsson. Anfinn Kallsberg lögmaður lofaði þvi strax á miðvikudag að hafa hraðar hendur við að kanna grund- völl fyrir myndun nýrrar land- stjórnar. Hann sagði meira að segja í viðtali við færeyska útvarpið að það myndi kannski skýrast fyrir vikulokin. Viö bíðum spennt. Byggt á efni frá frá Sosialurin, Jyllands-Posten, Politiken o.fl. Færeyska stjórnin fallin? Sambandsflokkur Lisbeth Peter- sen er klár sigurvegari færeysku lögþingskosninganna sem fram fóru á þriðjudaginn en flokkurinn fékk 26 prósent atkvæða, átta prósentum meira en í kosningunum 1998. Þjóð- veldisflokkur Hogna Hoydal, varalög- manns og helsta talsmanns sjálf- stæðra Færeyja, fékk næstmest fylgi, eða 23,7 prósent, sem er 0,1 prósenti minna en 1998. Fólkaflokkur Kalls- bergs, lögmanns Færeyja, fékk 20,8 prósent, 0,5 prósentum minna en síð- ast og Jafnaðarflokkurinn 20,9 pró- sent, 1,1 prósenti minna en í síðustu kosningum. Stjórnarflokkarnir þrir, Fólkaflokk- urinn, Þjóðveldisflokkurinn og Sjáif- stjórnarflokkurinn hafa þar með misst meirihluta sinn þar sem fylk- ingar eru hnífjafnar og verða að treysta á stuðning Miðflokksins sem fékk 4,2%, til að tryggja áframhald- andi stjómarsetu. Þreifingar eru nú í gangi og gæti einnig hugsast að Sam- bandsflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn og Fólkaflokkurinn næðu saman. Arafat laus úr umsátrinu Yasser Arafat, leið- togi Palestinumanna, er laus úr umsátri ísraelsmanna í höfuð- stöðvum sínum í Ramaliah og hafa ísraelsmenn þegar á fimmtudaginn flutt allt herlið sitt frá borginni eftir að samkomuiag náðist um að sex meint- ir hryðjuverkamenn og grunaðir morðingjar harðlínuráðherrans Rehavams Zeevi yrðu fluttir úr höfuð- stöðvunum til gæslu í Vesturbakka- bænum Jerikó þar sem breskum og bandarískum hermönnum er ætlað að gæta þeirra. Sakaðir um stríðsglæpi Mannréttindasamtökin „Human Rigths Watch“ birtu í fyrradag skýrslu þar sem fram kemur að ekki hafi farið fram fjöldaaftökur á palest- ínskum borgurum í Jenin-flótta- mannabúðunum, eins og þeir höfðu verið sakaðir um af palestínskum yf- irvöldum, en aftur á móti hafi þeir gerst sekir um alvarlega stríðsglæpi. í skýrslu HRW segir að að minnsta kosti 52 hafi fallið í aðgerðum ísraels- manna í búðunum, þar af 22 óbreyttir borgarar, og hafi flestir þeirra verið skotnir að yfirlögðu ráði og á ólögleg- an hátt. Stórsigur Musharrafs Pervez Mushar- raf, forseti herfor- ingjastjómarinnar í Pakistan, vann stór- sigur í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í fyrradag um það hvort þjóðin vildi hann áfram sem for- seta landsins til næstu fimm ára. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 56%, sem er mun meira en áætl- að var og hlaut Musharraf um 42,8 miiljónir atkvæða eða rúmlega 97%. Lebed fórst í þyrsluslysi Rússneski hershöfðinginn Alexand- er Lebed, sem gegndi lykilhlutverki þegar komið var í veg fyrir að Gorbat- sjov yrði steypt af forsetastóli í Sovét- rikjunum 1991, lést í þyrluslysi í gær- morgun, 52 ára að aldri. Lebed, sem bauð sig fram gegn Borís Jeltsín í for- setakosningunum 1996, hafði gegnt starfi ríkisstjóra í Krasnojarsk í Sí- beríu um nokkurra ára skeið. Zidane gegn Le Pen Franski knattspymukappinn Ziné- dine Zidane, sem er af norður-afrísku bergi brotinn, hefur slegist í lið með öðru frægu fólki og hvatt landa sína til að greiða atkvæði gegn hægriöfga- manninum Jean-Marie Le Pen í for- setakosningunum á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.