Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2002 Helgarblað DV Lestrarhesturinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Held upp ljóð og stórar skáldsögur Ljóöabækur Sigfúsar Ingibjörg Sólrún hefur verið að grípa í Ijóöabækur Sigfúsar Daðasonar, Ljóð 1947-1951, Hendur og orð og Fá ein Ijóð, sem komu út á einni bók hjá Iðunni. Lestrarátak Pennans-Eymundssonar á afmælisári: Bækur skipta máli Bókaverslun Pennans-Eymunds- sonar hefur ýtt úr vör lestrarátakinu Bækur skipta máli. Með því er verið að vekja athygli á því hvaða gagn og gaman má hafa af lestri bóka. Til þess að bregða á leik og vekja athygli á átakinu hefur Eymundsson fengið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borg- arstjóra og borgarstjóraefni Reykja- víkurlistans, og Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, til þess að velja þær bækur sem þau langar til að lesa og þau telja að skipti máli. Bækurnar sem þau Björn og Ingibjörg Sólrún hafa valið eru kynnt- ar í verslunum Pennans-Eymundsson- ar á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir sem og rökstuðningur þeirra fyrb: valinu. Verða bækur Bjöms og Ingibjargar frammi í versluninni fram í miðjan maí. Átakið Bækur skipta máli er einn margra viðburða til að minnast 130 ára afmælis Eymundssonar. Bryndís Loftsdóttir verslunarstjóri segir mjög marga hafa komið í bókaverslanir Pennans-Eymundssonar í liðinni viku sem var Vika bókarinnar. „Það mynd- aðist mjög skemmtileg stemning og er útlit fyrir að hún haldi áfram vegna átaksins okkar,“ sagði hún við DV. Ýmsar fleiri uppákomur verða í til- efni afmælisársins. Þannig er dönsk bókasýning á leiðinni til landsins, svo eitthvað sé nefnt. -hlh „Ég verð að viðurkenna að ég les ekkert nema skýrslur, gröf og linu- rit um þessar mundir. Þó að þar sé margt áhugavert og upplýsandi þá er það ekki yndislestur, maður situr fastur í hinu daglega amstri í stað þess að hverfa inn í heim skáldskap- ar eða nýs fróðleiks. Það er einna helst að ég kíki í ljóöabækur mér til ánægju. Ljóðabækur eru aðgengi- legri en skáldsögur þegar maður er í miklum önnum vegna þess að maður getur lesið eitt og eitt ljóð og látið þar við sitja. Ég hef verið að grípa í ljóðabækur Sigfúsar Daða- sonar, Ljóð 1947-1951, Hendur og orð og Fá ein ljóð, sem komu út á einni bók hjá Iðunni 1980 sem ber þann hæverska titil - sem er mjög í stíl Sigfúsar - Ljóð. Ég hef líka grip- ið í það að lesa erlendar greinar um borgarfræði, um sögu og þróun borga í Evrópu og Bandaríkjunum, en ég hef gríðarlegan áhuga á borg- inni sem samfélagsgerð,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri og borgarstjóraefni Reykjavík- urlistans, í samtali við DV í tilefni af lestrarátaki Pennans-Eymunds- sonar, Bækur skipta máli. Ingibjörg segir allan gang á því hvað hún lesi mikið. „Ég les mikið í sumarfríi og jólafríi en minna þess á milli. Þegar ég á frí les ég aðallega skáldsögur vegna þess að það á ekki við mig að grípa í skáldverk. Ég vil helst sökkva mér ofan í þau og lesa í einum rykk - á morgnana, um miðjan dag og fram á nótt. Best er aö lesa á nóttunni. Þess á milli les ég tímaritsgreinar, greinar um nýj- ar hugmyndir í stjómmálum og borgarmálum, ljóðabækur og svo gríp ég gjaman í bækur um sagn- fræðileg efni.“ - Hver er uppáhaldshöfimdur „Ég er aðdáandi Halldórs Laxness eins og flestir íslendingar og get les- ið bækumar hans aftur og aftur. Ég er mjög hrifm af Stefan Zweig. Bók hans, Veröld sem var, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún opnaði mér nýja sýn á Evrópu þegar ég las hana í fyrsta sinn, er ein merkasta lýsing á evrópsku samfélagi og sögu á fyrri hluta siðustu aldar sem til er. Þessi bók ætti að vera skyldulesning í skólum. Hannes Pétursson er það ljóðskáld sem ég held mest upp á og get lesið aftur og aftur eins og Lax- ness. Af öðrum islenskum höfund- um get ég nefnt Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, Einar Má, Einar Kárason og Steinunni Sigurðardóttur. Ég held mikið upp á stórar skáldsögur með mikilli atburðarás og dramatík og þess vegna er ég hrifm af Isabel Allende og William Heinesen, svo ekki sé minnst á gömlu rússnesku rithöfundana. Ég gæti nefnt fleiri höfunda og skammast mín eiginlega fyrir að gera það ekki þvi að það eru svo margir góðir.“ - Hvað höfðar helst til þín í bóka- búðum? „Erlendu bækurnar höfða mest til mín en það er tiltölulega auðvelt að fylgjast með íslenska bókamarkaðn- „Ég hef nú lítið lesið af bókum undanfarið vegna anna í kosninga- baráttunni en aðallega gluggað í tímarit. En siðasta bókin sem ég las var smásagnasafn Einars Más Guð- mundssonar, Kaxmski er pósturinn svangur, sem kom út fyrir jól. Ég hafði mjög gaman af þessum smá- sögum. Þar segir m.a. frá Haraldi Jóhannessyni hagfræðingi sem er nýlátinn en setti svip á borgarlífíö. Svo hef ég verið aö lesa bækur um stöðu kristinna manna gagnvart múslímum en um það hefur mikið verið ritað,“ sagði Bjöm Bjamason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks- ins, þar sem DV hitti hann í versl- un Pennans-Eymundssonar í Aust- urstræti í tilefni viku bókarinnar, sem er nýliðin, og lestrarátaki Pennans-Eymundssonar, Bækur skipta máli. Björn segist allajafna lesa mikið. Hann er áskrifandi að tímaritum um alþjóðamál og ýmis önnur mál- efni og reynir eftir megni að fylgjast með skáldsagnamarkaðinum og markaði fyrir heimildabækur. Hann fagnar þeirri grósku sem er í útgáfu fræðirita fyrir almenning og nefnir m.a. til sögunnar nýlegar bækur um hálendi íslands og Þing- vallavatn. „Þessar bækur höfða til almennings ekki síður en sérfræð- inganna og i þeim má kynnast land- inu á skemmtilegan hátt án þess að vera á ferðalagi.“ - Hver er uppáhaldshöfundur þinn? „Ef ég á að nefna þann sem ég hef einna mestar mætur á af ungum skáldsagnahöfundum kemur Einar Már Guðmundsson í hugann, þá hafði ég gaman af bók Hallgrims Helgasonar, Höfundur íslands, og einnig Gæludýrunun eftir Braga Ólafsson, svo að ég nefni nýjar bæk- ur. Bækur Vigdísar Grímsdóttur vekja jafnan einnig áhuga hjá mér. Margir fleiri höfundar höfða til mín, ég hef mætur á Matthíasi Jo- hannessen og sömuleiðis þeim Guð- um í gegnum fjölmiðla. Það versta er að ég sé alltaf svo margt áhuga- vert sem mig langar til að kaupa en veit jafnframt að ég hef takmarkað- an tíma til að lesa.“ Þótt mikill tími Ingibjargar fari í lestur af ýmsu tagi segist hún ekki nota lestur sem slökun í kosninga- baráttuni: „Ég nota kvikmyndir bergi Bergssyni og Thor Vilhjálms- syni. Þá þóttu mér bækur Böðvars Guðmundssonar um Vestur-íslend- inga bregða góðu ljósi á örlög þess fólks." - Hvað höfðar helst til þín í bóka- búðum? „Þar sem íslenskar bækur eru yf- irleitt svo rækilega kynntar með auglýsingum og annarri umfjöllun leita ég oftast beint i erlendar bæk- ur, fari ég i bókabúð. Ég kaupi líka töluvert af bókum á ferðalögum er- lendis, bæði í flugstöðvum og bóka- búðum stórborganna. Það er gaman að sjá hvemig bókabúðir hafa þró- sem hvíld. Það gerir minni kröfur til mín en bóklestur. Að auki er það félagsleg athöfn að horfa á kvik- mynd með öðrum, svo er hægt að liggja upp í loft og úða í sig ein- hverri óhollustu. Allt er þetta bráð- hollt í hófi - ekki sist fyrir sálina.“ -hlh ast og breyst víða. Þær eru orðnar mjög stórar og bjóða víðtæka þjón- ustu, er oft gott að setjast þar niður og fá sér tesopa og glugga í það sem er á boöstólum. Þetta er heimur út af fyrir sig og maður getur gleymt sér þar ekki síður en á söfhum,“ segir Bjöm. í önnum kosningabaráttunnar segir Björn afar slakandi að setjast með bók þótt tíminn til þess sé ekki mikill. „Maður er einn með sjálfum sér og bóklestur hvilir hugann. Mér líður alltaf mjög vel með bók í hendi eða innan um bækur enda al- inn upp á miklu bókaheimili." -hlh þinn? "'T- * UTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: „Viðgerð röravarmaskipta". Verkið felst í endurnýjun röra í þremur ryðfríum varmaskiptum Nesjavallavirkjunar. Fjöldi röra í hverjum varmaskipti er 1030. Rörin eru 25,4 mm í þvermál og um 4,2 m að lengd. Fyrsta varmaskiptinn skal afhenda fullfrágenginn og prófaðan fyrir 10.11. 2002. Verkinu skal lokið fyrir 1.6. 2003, sjá nánar í útboðsgögnum. Útboðsgögn, sem eru á ensku, fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 8. maí 2002. Opnun tilboða: 4. júní 2002, kl. 11.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar. UTBOÐ F.h. Gatnamálastofu Reykjavfkur og Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Kirkjutún - 3. áfangi. Mánatún og Borgartún, gatnagerð og lagnir Helstu magntölur eru þessar: Gröftur 3.600 m3 Fyllingar 3.500 m3 Púkk * 1.700 m3 Mulningur 800 m2 Gangstéttar 1.200 m2 Holræsalagnir 220m Vatnslagnir 150m Rafstrengir 300m Skiladagur verksins er 15. september 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Frfkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 7. maí 2002, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 16. mai 2002, kl. 14.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar. GAT 53/2 Lestrarhesturinn Björn Bjarnason: Líður alltaf vel með bók í hendi DV-MYND POK Gluggar í Megas Björn Bjarnason gluggar í Megas, bók meö textum og öðru efni höfundar, í Bókaverslun Pennans-Eymundssonar í Austurstræti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.