Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Qupperneq 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 DV Enld Blyton, afkastamestl barnabókahöfundur helms. Margir hafa þóst lesa miöur geöþekka hugmyndafræöi úr bókum hennar en þaö hefur engin áhrif á börn heims sem sækja enn sem fyrr í bækurnar. hans ákaflega. Hún var fjórtán ára þegar hún vann ljóðasamkeppni bama og þaö varð henni hvatning til að senda greinar, sögur og ljóð til ýmissa tímarita. Þeim var hafnað og seinna sagöi Enid útgefanda sín- um að hún hefði vegg- fóðrað herbergi sitt með neitunarbréfum. Enid þótti hæfileika- mikill píanóleikari en ákvaö að fara í kennara- nám svo hún gæti séð fyrir sér og skrifað í frí- tímum. Hún starfaði sem kennari í frnim ár og birti á þeim tíma ljóð og greinar fyrir fullorðna í hinum ýmsu tímaritum. Hún hafði mikla unun af starfi sínu með bömum og ákvaö að verða bama- bókahöfundur. Fyrsta bók hennar, ljóðabók fyr- ir börn, kom út árið 1922 og fékk góða dóma. Enid ákvað að einbeita sér að því að skrifa fyrir böm og smásögur eftir hana birtust í tímaritum. Þær nutu svo mikilla vin- sælda að henni bárust þúsundir aðdáunarbréfa á hverju ári og hún svar- aði slíkum bréfum alla tíð persónulega. Umdeildar barnabækur Árið 1930 giftist Enid útgáfustjóranum Hugh Pollock og þau eignuðust Afkastamesti barna- bókahöfundur heimsins Barnabókahöfundurinn Enid Blyton skrifaöi á ferli sínum rúmlega 700 bækur sem hafa veriö þýddar á yfir fjöutíu tungumál. Hún er meöal annars höfundur Dodda- bókanna, Ævintýrabókanna, Dularfullu bókanna og bókanna um Fimm fræknu. Enid Mary Blyton fæddist í London árið 1897, elst þriggja systkina. Faðir hennar var verslunar- maður og Enid, sem var eina dóttirin i systkina- hópnum, varð eftirlæti hans. Saman stunduðu þau plöntusöfnun og hann kenndi henni á píanó þegar hún var sex ára gömul. Enid átti ekki gott samband við móður sína sem ól hana upp til að verða hlýðin eiginkona. Hún var afar lítið hrifin af bóklestri dóttur sinnar sem faðirinn ýtti und- ir. Þegar Enid var þrettán ára flutti faðir hennar að heiman og til ástkonu sinnar og Enid saknaði Ljóð vikunnar Óráð - eftir Jóhann Gunnar Sigurösson Vindurinn þýtur og veggina ber. Komdu til hennar Hervarar kveðju frá mér. Segðu henni Hervöru, að hún sé stúlkan mín, og biddu hana að geyma vel barnagutlln sín. Segðu henni Hervðru, að ást mín lifi enn, en hjartað sé að þreytast og hœtti víst senn. Segðu henni Hervöru að hún haft það átf og heyri í stunum þínum þess síðasta siátt. Og segðu hennl Hervðru að signa mína gröf. það verðl mér látnum sú þœgasta gjöf. Ef Hervör mín var draumsjón og hún er ekki tll, kastaðu þá kveðju minni í kolsvartan hyl. Vindurinn þýtur og veggina ber. - Bráðum fœr hún Hervör mín boðln frá mér. Vlndurinn þýtur og vegglna ber. - Finnið þið ekki kuldann á fótunum á mér? Jóhann Gunnar Sigurðsson fæddist árið 1882 og lést úr berklum einungis 24 ára gamall. Hann orti í nýrómantiskum anda og i mörgum ljóöa hans má finna sterkan dauðabeyg. Flest verka hans komu fyrst út í Kvæðum og sögum, árið 1909, þremur árum eftir dauða hans. tvær dætur. Hjónin lifðu góðu lífi með bílstjóra, garðyrkjumann og þjóna. Enid þótti harðlyndur húsbóndi og rak þjónustufólkið miskunnarlaust ef því varð á mistök. Á árum seinni heimsstyrj- aldar slasaðist eiginmaður Enidar illa á sprengju- æfmgu. Þegar Enid var tilkynnt að eiginmaður hennar lægi slasaður á sjukrahúsi spurði hún ekki hversu iila hann væri slasaöur heldur tók skýrt fram að hún gæti ekki heimsótt hann á spít- alann, hún þyldi ekki þá staði en bað um að sér yrði tilkynnt hvemig honum myndi reiða af. Stuttu siðar kynntist Enid skurðlækninum Kenn- eth Waters, skildi við eiginmann sinn og giftist Waters. Enid var 45 ára þegr hún sendi frá sér fyrstu „Bókin sem skóp líf mitt var LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren, gamla ís- lenska þýðingin (ekki þessi nýlega sem gjörsam- lega missti marks). Ég varð Línu-aðdáandi þegar ég var rétt búinn að slíta bamsskónum, neitaði aö klippa á mér hárið af því að ég var að safna í flétt- ur eins og Lina var með. Það tókst næstum því. Uppáhaldskaflinn minn er þegar Lína mætir í kaffiboðið hjá öllum fmu konunum, og reytir af sér lygasögumar um hana Möllu vinnukonu sem var alveg ömurlegur starfskraftur. Þessi kafli er náttúrlega algjört pönk. Þegar Leikfélag MH setti svo upp söngleikinn Rocky Horror í Iðnó gerði ég mér grein fyrir því að Frank-n-Furter, Lína Langsokkur og Mary Poppins eiga mjög margt sameiginlegt. Þau eru allt sem okkur dreymir um að vera: sterk, klár, fyndin, rík, yfimáttúrleg og geta jafnvel flogið. Þau eru næstum því guðleg. Þau eiga það líka sameiginlegt að vera stillt upp við hliðina á mjög „streit" pörum: Brad og Janet, Tomma og Önnu, Jane og Michael. Vitaskuld breyta þau lífi þeirra allra, rétt eins og Lína og Frank breyttu lífi mínu. Án þeirra hefði ég ömgg- lega haldið áfram að vera einmana lúði með öm- urlegan húmor sem ég fékk enga svömn við. Þess- ar sögupersónur svöruðu mér til baka - og jafnvel bókina í bókaröðinni um hina Fimm fræknu. Síö- an komu svonefndar Ævintýrabækur og Dular- fullu bækur og sögumar um Dodda. Tilurð Dodda-bókanna var á þann veg að Enid sá teikn- ingar eftir hollenska listamanninn Van der Beek. Hún heillaðist af sakleysi myndanna og sagði: „Ég gæti skrifað í kringum þessar myndir.“ „Af hverju gerirðu það ekki?“ spurði útgáfustjóri hennar og hugmyndin var fædd. Dodda-bækurnar nutu gifurlegra vinsælda en árið 1958 skrifaöi bókmenntafræðingur nokkur grein þar sem hann gagnrýndi bækumar harð- lega og sagði þær fullar af fordómum og kynþátta- hatri. Á þessum tíma komust einnig á kreik sög- ur um að Enid hefði á sínum snæram aðstoðar- menn sem skrifuðu bækumar að mestu leyti. Þar sem Enid skrifaði að meðaltali fimmtán bækur á ári er ekki skrýtið að erfitt var að kveða slíkar sögur i kútinn. Reyndar hafa alls kyns ásakanir dunið á Enid Blyton og hún meðal annars sökuð um að hafa verið andsnúin konum, verið kyn- þáttahatari, snobbhænsn og afturhaldssöm. Þessi gagnrýni hefur ekki haft nein áhrif á vinsældir bókanna meðal barna. Bækur Enid Blyton em enn lesnar upp til agna. Enid hafði ákveðnar vinnureglur. Eftir að hafa borðað morgunmat vafði hún sjali um herðar sér og settist á harðan stól með tréplanka yfir hnján- um og hafði ritvélina á plankanum. Hún endur- skrifaði nær aldrei. I bréfi til eins aödáanda síns sagði hún: „Þegar ég byrja á nýrri bók með nýj- um persónum veit ég ekkert hvemig persónum- ar verða, hvar bókin gerist eða hvaða ævintýri og atburðir muni gerast. Ég loka augunum í nokkr- ar mínútur, með ritvélina á hnjánum, ég þurrka út allar hugsanir og bíð og sé þá persónurnar standa fyrir framan mig. Ég sé þær í smáatriðum; hárið, augun, fætuma, fotin, svipbrigðin - og ég veit alltaf skimamöfn þeirra en ekki eftimöfn, þau finn ég seinna í símaskránni." „Hugsaði eins og bam“ Enid var mjög ákveðin kona og taldi sig ætíð hafa á réttu að standa. Eftir skilnað við fyrri eig- inmann sinn meinaði hún honum að hitta dætur þeirra. Hún sýndi móður sinni sama miskunnar- leysi, en þeim hafði aldrei samið vel. Þegar móð- ir hennar lá fyrir dauðanum neitaði Enid að hitta hana. Dætur Enidar vissu ekki af ömmu sinni fyrr en nokkmm árum eftir dauða hennar. Það var alltaf látið eins og hún væri ekki til. Árið 1989 skrifaði yngri dóttir Enidar bók um móður sína þar sem hún sakaði hana um vanrækslu og kald- lyndi í sinn garð. Eldri dóttirin hefur hins vegar lýst móður sinni sem ástríkri og umhyggjusamri móður. Síðustu átta árin sem Enid Blyton lifði þjáðist hún af alzheimer. Eiginmaður hennar, sem lengi hafði verið heilsulaus, lést árið 1967 og Enid lést ári síðar á hjúkrunarheimlili. Sálfræðingurinn Michael Woods sagði um hana: „Hún var bam, hún hugsaði eins og bam og skrifaði eins og bam.“ Ekki löngu áður en Enid Blyton lést var vinur hennar í heimsókn hjá henni. Hún sagði honum að hún saknaði eiginmanns sins. Vinurinn sagði við hana að hún væri lánsöm að eiga dætur sín- ar. Enid benti á bókahillumar sem geymdu bæk- ur hennar og sagði: „Þetta em bömin mín.“ Páll Óskar „ Uppáhaldskaflinn minn er þegar Lína mætir í kaffiboöiö hjá ölium fínu konunum, og reytir afsér lygasögurnar um hana Möllu vinnukonu sem var alveg ömurlegur starfskraftur. Þessi kafli er náttúr- lega algjört pönk. “ þótt þær hafi ekki verið alveg af þessum heimi þá er ég ævinlega þakklátur sköpumm þeirra.“ Bókin sem skóp líf mitt Páll Óskar Hjálmtýsson söngvarí segirfrá bókinni sem hefur haft meirí áhrif á hann en allar aðrar bækur. Saga heim- spekinnar Ef þið eig- ið í vandræð- um með að skilja kenn- ingar fræg- ustu heim- spekinga sög- unnar (og hver ruglast ekki í riminu í þeim efn- um?) þá er þetta bókin sem skýrir málin. Einstaklega greinargóð og skemmtileg umfjöllun um helstu heimspekinga sögunnar og við- fangsefni þeirra eftir breska heim- spekiprófessorinn Bryan Magee. Ekki spillir að í allri uppsetningu er þetta einstaklega falleg bók og ríku- lega myndskreytt. Bók mánaðarins í Máli og menningu og kostar 4190 krónur. Karlmaður sem trúir engu þarf samt stúlku sem trúir á hann. Rosenstock-Huessy Bókalistinn Allar bækur 1. LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN ÞIG. Anna Valdimarsdóttir 2. KOPPURINN MINN. Lara Jones 3. UÓNIÐ, NORNIN OG SKÁPUR- INN. CS. Lewis 4. ÞINGVALLAVATN. Pétur M. Jónasson oq Páll Hersteinsson 5. PABBI - BÓK FYRIR VERÐANDI FEÐUR. Inqólfur Gíslason 6. BRÓÐIR MINN UÓNSHJARTA. Astrid Lindqren 7. FAÐMAÐU MIG. Lara Jones 8. SÖGUR OG ÆVINTÝRI. Astrid Lindqren 9. ÁTÖK OG ÓFRIÐUR VIÐ ÞJÓÐ- VEGINN. Jón R. Hjálmarsson 10. EYÐIMERKURBLÓMIÐ. Waris Dirie Skáldverk 1. SUNNAN VIÐ MÆRIN, vestur af sól. Haruki Murakami 2. STÚLKAN SEM ELSKAÐI TOM GORDON. Stephen Kinq 3. TÍU LITLIR NEGRASTRÁKAR. Aqatha Christie 4. BREKKUKOTSANNÁLL. Halldór Laxness 5. ÚNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ. Halldór Laxness 6. SMÁSÖGUR. Halldór Laxness 7. SALKA VALKA. Halldór Laxness 8. HERRA PALOMAR. Italo Calvino 9. TÚLKUR TREGANS. Jhumpa Lahiri 10. ISLANDSKLUKKAN. Halldór Laxness Metsölulisti Eymundsson 25.4. -1.5. Kiljur 1. ON THE STREET WHERE YOU LIVE. Mary Hiqqins Clark 2. THE VILLA- Nora Roberts 3. DUST TO DUST. Tami Hoaq 4. KENTUCKY RICH. Fern Michaels 5. COLD PARADISE. Stuart Woods Listinn er fré New York Times
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.