Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Síða 40
A O HelQarblctö I>V LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 íslendingur siglir í strand Gunnar Marel Eqqertsson varð þjóðhetja þeqar hann siqldi víkinqaskipinu Islendinqi vestur um haf árið 2000. Siqlinqin vakti qríðarleqa athqqli víða um heim. íslendinq- ur hefur verið líf Gunnars Marels frá því 1994 þeqar hann hjó til fqrstu spqtuna í skipið. Nú, tveimur árum síðar, hefur Gunn- ari Marel enn ekki tekist að selja skipið oq situr skuldum vafinn á heimili sínu sem hann óttast að missa efekki rætist úr mál- um hans innan fárra vikna. GUNNAR MAREL EGGERTSSON er kraftalegur maður. Hann tekur á móti mér á heimili sínu í Breið- holti með fóstu handtaki, vísar mér niður á neðri hasðina þar sem útsýni er yfir Reykjavík og Faxaílóa. Við fáum okkur sæti. Enn eimir eftir af þreytu eftir erfiðan leiðangur vestur til Bandaríkjanna en ekki er síður íþyngjandi skuldabagginn sem hann hefur á herðunum; hann er vantrúaður um að hann rísi und- ir honum mikið lengur. „Þegar ég var tíu ára heyrði ég afa minn tala við annan mann um víkingaskip. Maðurinn spurði gamla manninn hvort hann tryði því að menn heföu ferðast milli landa á þessum skipum á tímum víkinganna. Afi leit stórum augum á hann og skildi ekki hvaða fáráð- ur maðurinn var. Hann hélt það nú! Þeir gerðu það, sagði hann, og það leikandi! Ég man að þegar ég hlust- aði á lýsingar afa fékk ég gæsahúð; þá kviknaði ein- hver neisti sem aldrei hefur slokknað." Gunnar Marel fór fyrst að hugsa um að smíða vík- ingaskip þegar hann tók þátt í Gaia-leiðangrinum sem farinn var árið 1991. Honum þótti ísland ekki fá þá at- hygli sem það átti skilið þegar sá leiðangur var far- inn. „Ég haföi hugsað frá tíu ára aldri um að smíða víkingaskip. Ég fékk síðan tækifæri árið 1994 þegar Árni Sigfússon, þáverandi borgarstjóri, lagði fyrstu tíu milljónirnar í íslending. Þær milljónir endurgalt ég síðan með því að sigla með skólabörn fram til árs- ins 2000. Ég var strax ákveðinn í því að sigla íslend- ingi til Ameríku og smíðaði hann með það í huga. Mér fannst það skylda min því ég væri líklega sá eini sem vissi hvernig ætti að smíða víkingaskip og sigla því. Mér fannst það skylda mín gagnvart landi og þjóð að ljúka því verkefni." Þú hefur komið að hverri spýtu í skipinu, þetta hef- ur verið starf þitt frá árinu 1994? „Já, ég hef dregið fram lífið með skipinu síðustu átta árin þótt það hafi oft verið mjög dapurt. Og aldrei jafn dapurt og nú þegar maður er bókstaflega að missa allt.“ Engin svik Skipið lagði upp frá Reykjavíkurhöfn 17. júní árið 2000. Þaðan var förinni heitiö til Grænlands með við- komu í Búðardal og Ólafsvík. 1 allt kom leiðangurinn við í 25 höfnum á leiðinni til Bandarikjanna. „Eftir því sem líður frá leiðangrinum sé ég betur og betur hversu mikið var færst í fang. Þetta var mikið átak. Það var gríðarleg keyrsla á mannskapnum og aldrei friður. Við reyndum að sofa og hvíla okkur á sjónum milli hafna. Það var eini timinn sem okkur gafst til að slaka á því þegar við vorum í höfn var aldrei friður. Ég er enn í dag að jafna mig. Þetta hefur verið eitt samfellt átak frá 1994, hefur legið á mér alla tíð siðan og enn hef ég ekki lokiö dæminu." Nú er leiðangurinn búinn og skipið hefur lokið hlut- verki sínu í augum margra. Nú situr fátt eftir nema sagan og skuldir? „Smíðaskuldirnar sitja eftir og þær skuldir sem urðu til í tengslum við leiðangurinn. Það á ég mjög erfitt með að sætta mig við. Ég á hins vegar mjög erfitt með að angra stjórnvöld með því, það er minn Akkilesar- hæll. Þetta eru um 12 milljónir og söluverð skipsins hækkar sem því nemur. Ef ég hefði ekki þessar skuld- ir á bakinu væri ég ekki í neinum vandræðum með að selja skipið. En ég verð að standa skil á þeim skuldum. Það er mitt verkefni þessa dagana." En það hefur enginn svikið þig? „Nei, nei. Samningurinn milli mín og Landafunda- nefndar var algjörlega naglfastur. Báðir stóðu við hann. Ég hallast æ meir að því að þetta verkefni hafi verið of stórt fyrir nefndina. Hún hafði 370 milljónir til að deila út til verkefna ársins 2000. Af þeim peningum runnu 57 milljónir króna til íslendings. Þegar skrifað var undir samninginn lá samt ljóst fyrir að þessi upp- hæð myndi ekki duga okkur alla leið. Ég fór fram á það að fá frjálsar hendur með það að fjármagna leiðangur- inn betur. Til þess að sjá eðlilega afkomu varð heildar- upphæðin að vera um 80 milljónir króna. Ég fór því út af örkinni til að reyna að ná saman meiri peningum hér heima og erlendis en það gekk ekki betur en svo að við stóðum uppi með 60 milljónir króna við brottför. Það hreinlega nægöi ekki.“ Þú ert fjölskyldumaður? „Já.“ Þetta var langur leiðangur og dýr. Er þetta ekki mik- ið álag á fjölskylduna? „Jú, ég á ekki minnst að þakka konunni minni. Hún hefur staðið við hlið mér allan tímann. Við vorum ný- lega byrjuö saman þegar ég byrjaði að smíða íslending þannig að það var ljóst frá byrjun. Og það hefði ekkert getað snúið mér við í þeirri ætlun minni að sigla hon- um til Ameríku. Ég var brjálæðislega ákveðinn að klára það verkefni." Þjóðhetja í fjóra mánuði Nú þarft þú um 40 milljónir til að komast yfir erfið- an hjalla jog á sama tíma stefnir ríkisstjórnin á að veita deCODE 20 milljarða ríkisábyrgð. Hvernig líður þér? „Ég hef fullan skilning á þessu. Það var Landafunda- nefnd sem stóð að verkefninu og ríkið á endanum. Auð- vitað á ríkið að klára þetta, koma skipinu heim og hætta þessu veseni. Skipið á hvergi annars staðar heima en hér á íslandi. Mér finnst ótrúlegt fálæti gagn- vart íslendingi en finn þó fyrir miklum áhuga hjá al- menningi. Þó ég segi sjálfur frá þá er íslendingur orð- inn einn af okkar hornsteinum. Árið 3000 mun verða minnst 2000 ára siglingarafmælis Leifs Eiríkssonar og Bjarna Herjólfssonar. Þá verður líka minnst 1000 ára siglingarafmælis Islendings. Það er alveg klárt. Þess vegna verður íslendings minnst allar þær aldir þar á milli. Ef ekkert hrikalegt kemur fyrir heiminn mun þessi sigling verða það sem fólk man eftir. Við flugum hvorki né flutum til íslands á bókum, við komum með víkingaskipum og það er ekki til sýnishorn af neinu slíku héj- á landi. Þetta voru ótrúlega fullkomin farar- tæki sem náöu 15-20 mílna hraða sem þykir mjög gott á nýtískú skipum.“ Árið 2000 varstu þjóðhetja í fjóra mánuði og ráða- menn minntust á þig í flestum hátíðarræðum sínum. Núna fer minna fyrir þér. „Þetta er alveg skiljanlegt. Það myndast alltaf tóm eftir svona merkilegt ár. Eftir því sem árin líða verður þessi sigling meira inni í vitund fólks. Þó að menn skilji það ekki núna þá uppgötvast það, kannski seint og um síðir, að þetta var merkilegur atburður í okkar sögu sem ber að hlúa að.“ Það hlýtur að vera óvenjulegt fyrir skipasmið úr Eyj- um að verða allt í einu augljós hluti af Islandssögunni og fá alla þá athygli sem almenningur og fjölmiðlar veittu þér í leiðangrinum. „Jú, auðvitað var það mjög sérkennilegt og mikiö upplifelsi. Þetta var einn af þeim hlutum sem ég hafði gert mér grein fyrir löngu áður. Þess vegna var ég mjög argur í baráttunni sem þurfti til að fá Landafundanefnd til að skilja að þetta væri mikiö mál sem myndi vekja heimsathygli. Mér þykir mjög vænt um Einar Bene- diktsson, formann Landafundanefndar. Hann stóð á bak viö siglinguna frá upphafi til enda. Ég fékk orku frá honum allan tímann og hann var minn bakhjarl og helsti stuðningsmaður í landi. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft hafi Landafundanefnd ekki ráðið við þetta. En athyglin, já. Viö vorum allir svipaðir í áhöfninni, ólumst upp saman í Eyjum og gengum i gegnum súrt og sætt. Það var auðvitað gaman í bland við ótrúlega erf- iðleika. Það var óneitanlega sérkennilegt fyrir peyjalubba úr Eyjum að sigla með Danadrottningu, prinsa og forseta. Þessu gleymir maður aldrei." Eitthvert spínat í Eyjum Það hlýtur aö hafa verið góð tilfinning að koma til Grænlands eftir siglinguna frá Islandi? „Já, við lentum í miklum erfiðleikum á leiðinni. Þá upplifði ég erfiðustu tíu tíma sem ég hef lifað, þessir tíu tímar í ísnum. Þegar við sigldum inn Eiríksfjörðinn fékk ég gæsahúð, vitandi það að fyrir þúsund árum sigldi Leifur Eiríksson og Eiríkur rauði á svipuðum skipum þar inn.“ Hvað hugsar maður í svona háska? „Maður hugsar bara um að komast út án þess að drepast. Ég veit ekki viö hvaö er hægt að líkja þessu. Þetta er versta andlega álag sem hægt er að verða fyr- ir. Ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að upplifa meiri pressu." „En athyglin, já. Við vorum allir svipaðir í áhöfninni, ól- umst upp saman í Eyjum og gengum í gegnum súrt og sœtt. Það var auðvitað gaman í bland við ótrúlega erjiðleiha. Það var óneitanlega sérkenni- legt jyrir peyjalubba úr Eyjum að sigla með Danadrottningu, prinsa ogforseta. Þessu gleym- ir maður aldrei. “ Þú barst auðvitað ábyrgð á þínum skipverjum. „Já, og oft þótti mér spurning hvort þetta myndi haf- ast eða ekki. En það ótrúlega gerðist að við náðum skipinu út án þess að það laskaðist." Nú myndi leiðangur eins og þessi væntanlega flokk- ast undir ævintýramennsku. Hefur slíkt loðað við þig lengi? Er það sprangið í Eyjum sem gerir þetta að verk- um? „Það er eitthvert spínat í Eyjum, hvort það eru fjöll- in eða eitthvað annað. Maður elst upp við það í Eyjum að storka örlögunum: vera utan í klettum sprangandi og prílandi. Þegar ég var að alast upp var lífið meira og minna ögrun; þeir sem voru hugaðir og djarfir voru bestu mennirnir. Mér finnst það hrós að vera kallaður ævintýramaður því þeir eru uppfinningasamir og djarf- ir og óhræddir við að kanna nýja hluti. Ég tel þó að ég tilheyri raunsæjum hópi ævintýramanna. Ég held að mikið sé til af ævintýramönnum og það þarf alltaf að vera til mikið af slíkum mönnum." „Þá er það bara hamarinn“ Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Ég hef í rauninni sáralítið getað gert. Ég hef ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.