Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 11 Skoðun áður en ólæknandi málgleði bar hann ofurliði og braut upp geð- vonsku hans. „Viltu færa þig, góði,“ sagði hún við manninn með svörtu buxumar. í huga hans birti til. Hún hafði tek- ið eftir honum sem var fyrsta skref- ið að árangri þess ef maður stóð í mótmælaaðgerðum. Hann svaraði auðvitað engu því aðalatriðið var að standa þögull og kyrr. Hún horfði á hann undrandi og hann las andlit konu sinnar eins og út mn glugga þar sem hann var kominn djúpt í eigið sjálf. „HQeyptu mér fram eins og skot,“ sagði konan og óþreyju gætti í rödd hennar. Hann var smeykur um að hún myndi ganga á hann og velta hon- um um koll og ákvað að 5 mínútur væru ábyggilega að baki. t snar- hasti gerði hann æfingarnar og varð eins og hann átti að sér. Stjarfanum sleppti og maðurinn lifhaði við og hann ítrekaði fyrri ósk. „Ætlarðu að stytta buxumar?" spurði hann og vonaðist eftir hlýj- um orðum og jafnvel ástaratlot- um. En hún svaraði pirruð að hún væri búin að svara því. Hann hætti við að frjósa aftur þótt fullt til- efni væri vissulega til. Tillitssemi Næstu dagana varð hann stjarfur á óliklegustu stöð- um og fann að konan náði hin- um þöglu skila- boðum. Hún var farin að sýna hon- um óvenjumikla til- litssemi og það vakti gleði í hjarta hans að sjá árangurinn. En eitt sinn mistókst honum. Þau voru komin upp í rúm þegar hún stuðaði hann svo hann fór i mót- mælaástand. Hann fylgdist hálfluktum augnalok- um með þegar kona hans slökkti á náttlampanum og teygði sig í hann og kyssti hann stjarfan góða nótt. Hann losaði um ástandið fimm mín- útum seinna en gekk illa að slaka á öllum vöðvum. Hann ákvað að ekki þýddi að beita þessu uppi í rúmi. Slíkt bæri engan árangur aðstæðna vegna. Um veturinn hafði fjölskyldan sammælst um að halda í sumarfrí til Portúgals. Tilviljun hagaði því þannig að sama dag Þegar fjölskyldan gekk inn í Leifsstöð duldist engum hver stjórnaði. Konan og bömin gengu í halarófu á eftir mannin- um og ef hann yrti á eitt- hvert þeirra var honum svarað blíðlega og allir kinkuðu ákaft kolli. Það mátti ekki gerast að hann yrði stjarfur í grennd við Kínverjana. héldu utan kom hinn umdeildi kín- verski forseti til íslands. Uppnámið sem rikti á landinu vegna kínverska leikfimihópsins fór ekki fram hjá neinum. Konan kallaði til fundar með bömunum og lýsti af því áhyggjum að til vand- ræða gæti komið í flugstöðinni ef maðurinn héldi þeim hætti sínum að fara í mótmælastöðu. „Portúgalar vilja ábyggilega ekki fá fólk eins og pabba ykkar í heim- sókn þannig að við verðum að tryggja að þessi árátta hans komist ekki upp,“ sagði konan og taldi allt eins víst að portúgalska lögreglan hefði viðbúnað i Leifsstöð. „Þið megið alls ekki særa hann i flugstöðinni. Þá verðum við kannski að hætta við Portúgalsferð- ina,“ ítrekaði hún með þunga við bömin eitt sinn þegar maðurinn stóð freðinn frammi í forstofu eftir að konan hafði ekki fallist á að bursta skóna hans. Undraverð breyting varð á heim- ilinu eftir þetta. Þetta varð síðasta mótmælastaðan hans í bili því allar hans óskir voru uppfylltar með bros á vor. „Já, pabbi“ eða „já, ástin mín“ voru stöðluð svör og strax var bragðist við óskum hans í tvo sólar- hringa áður en halda skyldi af landi brott. Hann var sigrihrósandi og naut valdsins, án þess þó að mis- beita því nema í smærri málum. Eiginlega var hann guðs lifandi feginn því stöðumar voru orðnar honum erflðar. Hann var orð- inn þreyttur á að spenna vöðvana og hverfa inn í sjálf- an sig. Erfiðast fannst honum að þegja. Þegar fjölskyldan gekk inn í Leifsstöð duldist engum hver stjómaði. Konan og bömin gengu í halarófu á eftir manninum og ef hann yrti á eitthvert þeirra var honum svarað blíðlega og allir kinkuðu ákaft kolli. Það mátti ekki gerast að hann yrði stjarfur í grennd við Kínverjana. Þegar leiðir hundraða manna fylgdarliðs kínverska forsetans og litlu íjölskyldunnar skárust gekk allt að óskum. Lífsmörk mannsins héldust óbreytt og ekki kom til vandræða. Fjölskyldunni var létt. í skýjunum Löngu áður en flugvélin hóf sig til lofts var hann í skýjunum. Valdatakan hafði að hans mati heppnast fullkomlega. Honum þótti svo óendanlega vænt um konuna og bömin, sem hlýddu hverri bendingu, að hann næstum svimaði. Portúgal með sól og sandi birt- ist fjölskyldunni. í fyrstu ferðinni á ströndina var allt eins og best varð á kosið. Allir fengu sólstóla og lífiö var fullkomið þegar þorsti sótti á húsbóndann. Hann leit brosandi á konu sina og sagöi hlýlega: „Farðu fyrir mig á barinn og náðu í appelsínusafa með klaka.“ Það hnussaði í konunni. „Þú getur bara sótt hann sjálfur og náð í eitt glas fyrir mig í leiðinni," sagði hún og brosti sínu breiðasta handan við portúgalskt landa- mæraeftirlit. Maðurinn var steinhissa á breyttu viðmóti. Hann íhugaði að fara i mótmælastöðu en hætti við. „Það er ekki hægt að vera fros- inn í sólskini," hugsaði hann og staulaðist á fætur til að kaupa appelsínusafa handa sjálfum sér og konunni. Forboðna landið 6Sigmundur Ernir Rúnarsson Ritstjórnarbréf í ágætri bók sinni, Forboðna borg- in, skrifar kanadíski fréttamaðurinn William Bell um örlagaríka vist sína i Peking, höfuðborg Kína, seint á síð- ustu öld. Þar starfaði hann um árabil sem fréttaritari hjá kanadískri sjón- varpsstöð og flutti reglulega fréttir af þjóðmálum í þessu sögufræga risa- veldi. William bjó ásamt ungum syni sínum skammt frá Torgi hins himneska friðar og þegar átökin brutust þar út á milli kinverskra námsmanna og stjórnvalda urðu feðgarnir innlyksa í blóðugri borg. Lýsingar feðganna á hrikalegri að- fór kínverskra ráðamanna að alþýðu manna örlagaárið 1989 era átakanleg- ar og sláandi. Enda þótt mikið hafi verið skrifað um blóðbaðið á torginu þar sem ráðamenn létu hermenn, gráa fyrir jámum, valta yfir vopn- lausa námsmenn, er óviða hægt að nálgast þennan myrka kafla i sögu Kína með jafn persónulegum hætti og í fyrrnefndri bók. Hún nær þvílík- um tökum á lesandanum að hann fær nýja sýn á mikilvægi tjáningar- frelsis og annarra mannréttinda. Maður gegn vígvél í þessari bók segir af veikri rödd sem náði samt athygli umheimsins um tíma, en galt fyrir þá athygli með lífi sinu og limum. Frægt er þegar mjósleginn námsmaðurinn stóð hreyfmgarlaus framan við vígalegan skriðdreka og hindraði fór hans á torginu um tíma. Sú mynd lifir í huga lesandans og þeirra sem séð hafa ljósmyndina af þeim atburði. Hún er táknmynd vonar í válegum heimi. Og hún sýnir betur en aðrar myndir hversu þrá fólks eftir frelsi getur verið sönn og einörð. Og lífinu sterkari. William Bell og sonur hans komust burt frá hildarleikanum á Torgi hins himneska friðar fyrir þrettán árum eftir að hafa ratað í miklar raunir og langvarandi að- skilnað. Þeir komust heim til Kanada og gátu um frjálst höfuð strokið. Þeir komust í meira návígi við nöturleika valdsins en flestir Vesturlandabúar hafa gert á seinni árum og kynntust meiri og ákafari grimmd en nokkur heilvita maður fær skilið. Þeir skrif- uðu sögu sína sem er sterk áminning um að stór hluti mannkyns nýtur ekki frelsis. Gleymda fólkið Bókin um forboðnu borgina í Kina kom út fyrir átta áram og enda þótt hún hafi vakið menn til umhugsunar var næsta auðvelt að leggja hana frá sér að lestri loknum og opna aðra bók um annað efni. Hugurinn vék smám saman frá Kína og fólkinu þar, missi þess, sorginni, óttanum og eymdinni. Jafnt lesendur sem heilu fréttastofurnar sem kenna sig við frelsi og fagmennsku gleymdu því fljótt að eftir sátu i Kína margar þús- undir lýðræðissinna sem voru fang- elsaðar fyrir andbyltingaráróður. Og þetta fólk vill gleymast. Stór hluti þessa fólks sem heimsbyggðin hreifst af fyrir óbilandi baráttuþrek sitt á sínum tíma situr enn í fangels- um í Kína eða er geymt í vinnubúð- um þar í landi. Amnesty International hefur ítrekað farið fram á það við kínversk yfirvöld að gerð verði grein fyrir afdrifum fóm- arlamba blóðbaðsins og þeir sem enn eru í haldi veröi látnir lausir án skil- yrða. Samtökin vilja að þeir ábyrgu verði látnir svara til saka, en vita- skuld fá þau engin svör. Kína er kúg- unarland. Kúgunin eykst Líklega er ekkert land í heiminum þar sem mannréttindi eru jafn fótum troðin og í Kína. Á síðustu árum hef- ur kúgun á pólitískum andstæðing- um Pekingvaldsins aukist mjög mik- ið að því er segir í nýrri skýrslu Am- nesty International sem byggð er á vönduðum og ítarlegum rannsókn- um. Margur hefði haldið að skömm- in sem Kínastjórnin fékk fyrir blóð- baðið fyrir þrettán árum hefði kennt henni einhverja lexíu, en svo er ekki. Alþýða manna i landinu er verr sett eftir það en áður. Ástæðan er vitaskuld sú að stjórn- völdum í Kína er nákvæmlega sama um orðspor sitt á meðal þeirra sem telja sig búa í frjálsum hluta jarðar- innar. Kínastjórn hefur í áratugi minnt á mátt sinn. Þar er styggur risi á ferð sem kemst upp með hvað sem er vegna stærðar sinnar og ægi- valds í sínum viðkvæma heimshluta. Því er það jafnan svo að leiðtogar Vesturlanda hafa talað í hálfum hljóðum við kínverska ráðamenn um kúgun þeirra á þjóð sinni. Enginn þeirra hefur byrst sig, hvað þá meir. Æ meiri þögn Á næstu áram mun þögn vest- rænna ráðamanna um ofríkið og of- beldisglæpina í Kína verða æ meira áberandi á meðan mannréttindabrot- um í landinu fjölgar. Ekkert bendir til þess að nokkurt lát verði á póli- tískum og trúarlegum ofsóknum í landinu á meðan ráðamenn á Vestur- löndum bjóða kollegum sínum í Kína til borðs og tala um veðrið og fossa og fjöll. Kínastjóm stafar engin hætta af þessum gestgjöfum sínum sem stjóma þeim í reynd eins og dapurleg dæmin sanna. Á nœstu árum mun þögn vestrœnna ráðamanna um ofríkið og ofbeldis- glœpina í Kína verða æ meira áberandi á meðan mannréttindabrotum í landinu fjölgar. Ekkert bendir til þess að nokkurt lát verði á pólitískum og trúarlegum ofsóknum í landinu á meðan ráða- menn á Vesturlöndum bjóða kollegum sínum í Kína til borðs og tala um veðrið og fossa og fjöll. Kínastjórn stafar engin hætta af þessum gestgjöf- um sínum sem stjórna þeim í reynd eins og dap- urleg dæmin sanna. Þetta er ekki síst dapurlegt í ljósi þess að voðaverk stjómvalda í Kína á hendur þegnum sínum era að verða æ verri en áður hefur tíðkast og verð- ur þó seint sagt um sögu Kína frá tím- um Maó formanns að hana vanti blóð, svita og tár. Nýjustu skýrslur Amnesty Intemational era til vitnis um þessa ömurlegu þróun. Þær eru vandlega geymdar ofan í skúffum vestrænna ráðamanna, svo sem uppi á íslandi. Og þola illa júníbirtuna þessa dagana þegar dekkuð era lang- borðin fyrir forsetann sjálfan. Alger villimennska Þessar skýrslur sýna algera villi- mennsku. Þær sýna valdsjúka ráða- menn sem beita dauðarefsingum að eigin geðþótta. í Kína geta um 60 ólík brot leitt til dauðadóms, þar á meðal er sala á skemmdum mat, en þar fyr- ir utan má nefna skattsvik, spillingu, mútur, hórmang, neyslu og sölu á eit- urlyflum og ofbeldisglæpi. Staðfest er að á síðasta ári hafi ríflega fjögur þúsund dauðadómar verið felldir í Kína og hálft þriðja þúsund manna verið tekið af lífi, margt án dóms og laga. Amnesty hefur einmitt sérstakar áhyggjur af auknum fjölda mála þar sem kínverskir þegnar eru dæmdir til margra ára fangelsisvistar án þess að njóta réttlátrar dómsmeðferðar. Þar fyrir utan benda skýrslur sam- takanna til þess að Kínastjórn noti mjög í auknum mæli gæsluvarðhald þar sem fólki er haldið jafnvel árum saman án ákæra og dóms, auk þess sem fjölmörg dæmi um pyndingar og aðra ómannúðlega meðferð á fóngum hafa borist samtökunum á síðustu árum og mánuðum. Líkamsmeiðingar Alkunna er að játningar fengnar með pyndingum eru samkvæmt al- þjóðalögum ekki heimilar sem sönn- unargögn í réttarhöldum. í Kfna eru slíkar játningar iðulega notaðar við réttarhöld eins og segir í bréfi Am- nesty á íslandi til forseta íslands á miðvikudag. Þar segir jafnframt að algengustu pyndingaraðferðirnar séu barsmíðar og spörk, raflost og aðfar- ir þar sem fólk er hengt upp á hönd- unum, það hlekkjað og fest í sárs- aukafullri líkamsstellingu og mein- aður svefn og matur. Þessi grimmdarverk eru unnin skipulega á kínverskum þegnum í Alþýðulýðveldinu Kína sem líklega er eitthvert mesta rangnefni þjóðar sem þekkist í seinni tíma sögu. Kína er aðili að samningi Sameinuðu þjóð- anna gegn pyndingum en heimilar ekki óháðri eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna að rannsaka ásakanir um pyndingar. Kínastjórn er reyndar að- ili að fjölda annarra alþjóðlegra samninga sem gerir hana virðulega og vandaða á pappimum en raun- veruleikinn er allt annar og ógeðsleg- ur. Ljótur blettur á sögunni Það er ábyrgðarhluti fyrir lýðræð- isþjóð að sælda saman við kaldrifjaða blóðhunda eins og ráðamenn í Kína era í reyndinni þegar þeir leggja frá sér munnþurrkuna. Enn meiri ábyrgðarhluti er að fara að kröfum þeirra og sveigja af leið mannréttinda og frelsis til að geðjast þeim sem gest- gjafar. Þau alvarlegu afglöp sem ís- lenskir ráðamenn hafa framið við undirbúning að komu Kínaforseta til landsins á síðustu dögum eru ljótur blettur á sögu íslenska lýðveldisins. Þau gleymast ekki. Þegar tímar liða fram verður þessa bjarta og heita júnímánaðar minnst í íslenskum sögubókum fyrir fyrstu fangabúðirnar sem íslensk stjómvöld hafa tekið í gagnið. Þar verður ekki skrifað um varið land, heldur lokað land. Þessara júnídaga verður minnst fyrir æði aumkunarverðan undirlægjuhátt gagnvart einum mestu mannréttindaböðlum sem enn ríkja i heiminum. Þessara daga verð- ur minnst fyrir íslenska ráðstjórn og ráðvillta menn, dagana þegar lýð- ræði vék fyrir einræði á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.