Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002
DV
Mótmæli við kínverska sendiráðið.
Kína skammar
Suður-Kóreu
Kínverjar létu sendiherra Suður-
Kóreu í Peking heyra það en þeir
voru afar óhressir með framgöngu
sendiráðsstarfsmannanna. Þeir eru
með norður-kóreskan mann í sendi-
ráðinu sem hefur óskað pólitisks
hælis í Suður-Kóreu. Kínversku lög-
reglunni hefur verið skipað að
handtaka manninn en að lokum
þurfti lögreglan að brjótast inn i
sendiráðið til að koma höndum yfir
manninn.
í kjölfarið hafa sprottið upp mikil
mótmæli við sendiráð Kínverja í
Suður-Kóreu yfir framgöngu þeirra
fyrrnefndu í þessu máli en það hef-
ur mikið færst í aukana að íbúar
Norður-Kóreu reyni að sækja um
pólitískt hæli hjá erlendum sendi-
ráðum í Kína.
Skip vísinda-
manna í vanda
Skip hefur fest sig í ís þegar það
var á siglingu nálægt Suðurskauts-
landinu en í þvi eru um 100 manns,
þar af 79 rússneskir vísindamenn.
Yfirvöld i Suður-Afríku hafa boð-
að til björgunaraðgerða og munu
Argentínumenn leggja þeim lið.
Samkvæmt fréttum eru vísinda-
mennirnir við góða heilsu, þó svo
að öðru máli gegni um andlegu lið-
anina.
Þegar hávetur er á þessum slóð-
um getur hitastigið farið niður í allt
að 50 gráða frost.
Hamid Karza.
Karzai lofar
friði og öryggi
Hamid Karzai, nýkjörinn leiðtogi
Afganistans, hefur lofað að koma á
friði í landinu, sem og öryggi fyrir
samlanda sína. í þakkarræðu sinni
sagði hann að hann myndi vinna að
þvi „af hógværð og ötulsemi" að
koma Afgönum, sem eiga um sárt
að binda, til hjálpar.
Hann sagði einnig að hann myndi
reyna af fremsta megni að inn-
heimta fjárhæðir sem erlendir aðil-
ar hafa lofað til uppbyggingar í
landinu en hafa enn ekki borgað.
Hann þarf nú að koma saman
ráðuneyti sinu og mun mikið mæða
á honum þar að koma saman full-
trúum allra þeirra mörgu þjóðernis-
hópa sem búa í landinu.
^ 11 létust í sprengjutilræðinu í Karachi í morgun:
Oþekkt samtök á
bak við tilræðið
Óþekkt samtök hafa lýst yfir
ábyrgð á sprengjutilræðinu við
skrifstofu bandariska ræðismanns-
ins í pakistönsku borginni Karachi
í gærmorgun. Samtökin kalla sig Al-
Qanoon og í yfirlýsingu, sem barst
frá þeim síðla dags í gær, segja þeir
að að sprengjan hefði verið ætluð
Bandaríkjamönnum og bandamönn-
um þeirra, þar á meðal þeim pakist-
önsku „þrælum“ sem styðja Banda-
ríkjamenn.
Yfirvöld vestra hafa brugðist afar
illa við árásunum og í gær var
sendiráði Bandaríkjanna í höfuð-
borginni Islamabad lokað. Auk þess
hefur öllum stjórnmálalegum
tengslum verið slitið við landið.
„Atvikið minnir allt of vel á þá
staðreynd að þjóð okkar stendur í
striði gegn hryðjuverknaði þar sem
ráðist er með öllum tiltækum ráð-
um á Bandaríkjamenn og aðra,“
sagði Ari Fleischer, talsmaður
REUTERSMYND
Dregur dllk á eftir sér
Bandaríkjamenn hafa lokaö sendi-
ráðinu í Islamabad.
Hvíta hússins í Washington í gær.
Alls létust 11 í sprengingunni í
gær sem atvikaðist þannig að bíl
sem var fullur af sprengjuefni var
ekið inn í sjoppu sem var við skrif-
stofu ræðismannsins og sprakk bíll-
inn í loft upp. Tilræðismaðurinn
var meðal þeirra látnu en tala slas-
aðra var komin upp í 40. Þó voru
engir erlendir menn meðal þeirra
sem létust, þó svo að einn banda-
rískur hermaður hafi slasast, auk 5
pakistanskra starfsmanna skrifstof-
unnar.
Það var aðeins dagur liðinn frá
heimsókn Donalds Rumsfels, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna, til
Pakistans, þar sem hann reyndi að
þrýsta á stjórnvöld þar og á Ind-
landi að mætast á miðri leið í
Kasmírdeilunni. Tilræðið kom þvi
sem mikið reiðarslag fyrir yfirvöld í
Pakistan og skapar mikla óvissu á
þessu svæði.
REUTERSMYND
Konungur poppslns í Bretaveldl
Michael Jackson ræöir hér viö miöilinn Uri Geller (til vinstri) og töframanninn David Blaine viö komuna í iávaröadeiid
breska þingsins. Jackson er i stuttri heimsókn í Englandi þar sem hann tók, ásamt köppunum sem eru meö honum
á myndinni, þátt í fjáröfiunarskemmtun í Exeter sem fór fram í gær.
Frakkar ganga til þingkosninga á morgun:
Jacques Chirac býst við stórsigri
hægriflokkanna í kosningunum
Eftir 5 ára samveru með
vinstrisinnuðum þingmeirihluta
hugsar Jacques Chirac Frakklands-
forseti sér gott til glóðarinnar í ann-
arri umferð þingkosninganna á
morgun. Skoðanakannannir stað-
festa stórsigur hægriflokkanna í
fyrstu umferð og lítur út fyrir að
Chirac verði í góðra manna hópi
næstu 5 árin.
Flokkur Chiracs mun samkvæmt
könnunum vinna allt að 400 sæti á
þingi á meðan vinstrimenn gætu
glataö um helmingi af 200 sætum
sínum. Helsta von þeirra felst í því
að aldrei hafa færri kjósendur mætt
á kjörstað og í fyrstu umferðinni og
hafa þeir unnið hörðum höndum að
því alla undanfama viku að hvetja
kjósendur sína að láta hendur
standa fram úr ermum og mæta á
kjörstað á morgun.
Þjóðfylking öfgamannsins Jean-
REUTERSMYND
Jacques Chirac
Forsetinn er ánægöur meö frammi-
stööu manna sinna kosningunum.
Marie Le Pen getur í besta lagi vonast
eftir tveimur sætum í franska þinginu
en stuðningsmenn öfgamannsins voru
vongóðir um gott fylgi eftir árangur
hans í forsetakosningunum fyrir
skömmu.
Fari kosningamar á þennan veg
verður Jacques Chirac með valda-
mestu forsetum síðari tíma, aðeins
nokkram vikum eftir að hann fékk þð
minnsta fylgi í fyrstu umferð forseta-
kosninga sem sitjandi forseti hefur
fengið. Hægrisinnaðir eru í meirihluta
í öldungadeild þingsins og horfir
Chirac nú fram á að eiga meirihluta
fulltrúa í neðri deild þingsins.
Loforð hægriflokkanna um lækkun
á sköttum og hertari refsilög virðast
hafa lagst vel í kjósendur. Fram undan
era þó erfiðar ákvarðanir, sér í lagi
varðandi velferðarkerfið og lífeyris-
mál, og gæti það komið Chirac í koll
þegar líða tekur á kjörtímabilið.
Kosið í Tékklandi
Almennar kosn-
ingar fóra fram í
Tékklandi I gær en
mjótt var á munum
demókrata og sósí-
alista í skoðana-
könnunum.
Demókratinn
Vaclav Klaus, fyrr-
um forsætisráðherra landsins, von-
ast til að leiða Tékka inn í Evrópu-
sambandið ef allt gengur að óskum.
íraki ákærður um njósnir
Bcmdaríkjamenn hafa skipað
íröskum sendimanni hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York að fara úr
landi þar sem hann er grunaður um
njósnir. Búist er við að hann verði
farinn fyrir lok mánaðarins.
Eftir 15 ára leit hafa stjörnufræð-
ingar fundið sólkerfi líkt þvi sem
við búum í. ífyrsta sinn hafa þeir
fundið stóran gasbolta sem líkist
mikið Júpiter og snýst um stjömu
sem svipar mikið til sólarinnar.
Fræðimenn velta fyrir sér hvort
pláneta lík jörðinni leynist þar á
milli.
13 látnir í Kongó
8 skæruliðar og 5 almennir borg-
arar í Kongó voru drepnir í bænum
Brazzaville í gærmorgun þegar her-
inn varðist atlögum skæruliðanna.
100 manns voru handteknir í kjöl-
farið á átökunum.
Peres á í viðræðum
'mh Utanríkisráðherra
ísraels, Shimon Per-
'w es, sagði í gær að
ig _ M hann hefði undan-
i * * Wm farið átt í viðræðum
Jœ við palestínska ráða-
I - jKJ menn en taldi þó
| SB ekki að það mundi
Bk—leiða til viðræðna
við Yasser Arafat, forseta Palestínu.
Hann sagði enn fremur að friðarvið-
ræður mundu ekki eiga sér stað
fyrr en Palestínumenn hættu öllum
árásum á ísraela.
II þorpsbúar létust í Alsír
11 þorpsbúar í Alsír, þar af 2
böm, létust í árásum íslamskra
uppreisnarseggja i Alsír. Einn hóp-
ur er talinn hafa framið tvær árásir
nærri þorpinu Douera sem er um 20
kílómetra suður af Algeirsborg, höf-
uðborg landsins.
Winona fyrir rétt í ágúst
Leikkonunni
bandarísku,
Winonu Ryder, er
gert að mæta fyrir
rétt i New York þar
sem hún er kærð
fyrir búðahnupl 14.
ágúst. Hún átti að
mæta í síðustu viku
en brotnaði á hönd í viðskiptum við
einn af fjöldamörgum myndatöku-
mönmun sem voru á staðnum.
Ný lög gegn hryðjuverkum
Bandaríska öldungadeildin sam-
þykkti í gær ný lög sem kveða á um
að auðveldara verði að framselja
grunaða sprengjutilræðismenn. Þá
vom einnig samþykkt lög með mikl-
um meirihluta þingsins sem segja
að ólöglegt sé að styrkja með fjár-
framlögum samtök eða hvem þann
sem stendur í hryðjuverknaði.