Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 18
I s HelQarblað DV LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 Hættule viðhorf stjómvalda DV GEKK Á FUND RAGNARS á skrifstofu hans á Klapparstíg til þess að fræðast um það hvern mann þessi baráttumaður í líki lágvaxins lögfræðings á efri árum hefði að geyma. Ragnar hefur aðsetur sitt á þriðju hæð við Klapparstíginn og þar sýnist allt vera innanstokks með svipuðu sniði og búast hefði mátt við á sjöunda áratugnum með tekklitum innrétting- um, máluðum striga á veggjum og fáum húsgögnum. Það er hljótt í fordyrinu þar sem gestir bíða en ég heyri út undan mér Ragnar tala í símann. Það er und- arleg lítil lúga með harmoníkuhurð á miðjum veggn- um og er mér nokkur ráðgáta þar til upp kemst að hér voru fyrrum læknastofur og þá hefur líklega rit- arinn dregið harmoníkuhurðina frá, rekið nefið fram og kallað: Næstigjössovel. Mér finnst skrifstofa Ragnars laus við íburð, nán- ast spartönsk. Þar er eiginlega ekkert nema skrifborð eitt stórt og enn stærri bókaskápur. Meðan Ragnar tekur eitt símtal enn, við mann í lest á leið til Róm- ar, rýni ég á kili bókanna og sýnist þær allar fjalla um lögfræði en sé þó glitta í bók um Kára Stefánsson og afmælisrit til heiðurs Davíö Oddssyni fimmtugum. E'n Davíð er lögfræðingur. Við Ragnar hefjum samtal okkar með því að tala urn tímamót í ýmsum skilningi en þennan dag á Ragnar 67 ára afmæli og er því löggilt gamalmenni í hefðbundnum skilningi þess orðs og segist ekki vita nema hann fari að fá ávísanir frá því opinbera. Hann á annað afmæli sem ekki er minnst á í Lögfræðinga- talinu en 1. júní sl. voru 40 ár liðin síðan Ragnar hóf störf á lögmannsstofu þá nýútskrifaður lögfræðingur, árið 1962. Á ferð hjá Franltó Það er freistandi að fá að vita hvað það var sem gerði það að verkum að Ragnar ákvað að lesa lög- fræði og berjast fyrir málstað þeirra sem minna mega sín. Þaö kemur í ljós að margt hefur áhrif á starfsval ungra manna. Ragnar fór ungur maður eftir stúdents- próf við þriðja mann í ferðalag um Evrópu, sérstak- lega Spán. Þá réð Frankó hershöfðingi og einræðis- herra ríkjum á Spáni og Marokkó en ferð þeirra fé- laga lá suður Spán og Andalúsíu, allar götur til Atlas- fjalla i Marokkó. Ferðafélagi Ragnars var hár og Ijóshærður og því augljóslega útlendingur og var látinn afskiptalaus en Ragnar var þá lágvaxinn og dökkur yfirlitum og iðu- lega tóku lögreglumenn og eftirlitsmenn harðstjórans Frankós hann í misgripum fyrir heimamann, hentu honum út fyrir vegg undir gapandi byssukjöftum og heimtuðu skilriki. Þeim rann móðurinn þegar þeir sáu hið dýrmæta íslenska vegabréf sem þeir reyndar töldu yflrleitt að væri írskt, að sögn Ragnars, og báðu margfaldlega afsökunar. Þessi nánu kynni við ógnarstjómina og ýmsir at- burðir sem Ragnar varð vitni að á æskuárum, og nefnir hann þar sérstaklega 30. mars 1949 þegar lög- regla og varalið beittu kylfum og táragasi gegn al- menningi á Austurvelli þegar ísland gekk í Nato, urðu til þess að móta starfsval piltsins. „Svo var ég svo lánsamur ef það má oröa það þannig að liggja lítt veikur en rúmfastur í tjóra mán- uði á Landakoti þegar ég var 14 ára. Þetta var 10 manna stofa og ég las mjög mikið og kynntist alls konar snillingum og listamönnum sem þarna áttu leið um. Þetta mótaði mig sennilega nokkuð," segir Ragnar og bætir því reyndar við að þegar hann var ellefu ára hafi hann ætlaö sér að ganga í Heimdall þegar hann hefði aldur til. „Það þroskaðist af mér,“ segir hann og glottir. Andúð á yfirvöldum Þegar haldið er áfram að ræða félagsmótun og arf- gengi kemur í ljós aö afi Ragnars, Friðfinnur Guð- jónsson, stofnaði eitt af fyrstu verkalýðsfélögum á ís- landi, Leikfélag Reykjavíkur og KRON, og annar afi hans, Helgi Sveinsson, stofnaði mýmargar góðtempl- arastúkur. Ragnar hafði snemma andúö á afskiptum yfirvalda af einkalífi manna og riijar upp þegar hann var í sjötta bekk í MR og gegndi embætti varainspectors. Þá ætluðu skólayfirvöld að útbúa skírteini fyrir alla nemendur með nafni og mynd en það þótti Ragnari og félögum hans vera árás á persónuleg sérkenni ein- staklingsins og þeirra bekkur varðist lengst allra þessari breytingu sem þó varð að lokum. „Afskipti yfirvalda af einstaklingnum hafa aldrei fallið mér í geð.“ Hann viðurkennir að hafa upphaflega ætlað að leggja stund á félagsfræði við háskóla í Þýskalandi en aðstæður hindruðu það og þá varð lögfræðin í Há- skóla íslands fyrir valinu enda var þá úrval náms- greina ekki eins breitt og það er í dag. „Ég hafði mestan áhuga á manninum í samfélag- inu og mér fannst lögfræðin komast næst því að fræða mig um það.“ Ragnar vann alla tíð með námi og las mikið en sótti lítið tíma. Fyrir vikið varð hann fyrir minni áhrifum af prófessorum deildarinnar, frekar af lestri sínum á eigin spýtur. Ragnar hóf störf á stofu hjá þekktum lögmönnum, Ágústi Fjeldsted, Benedikt Sigurjónssyni og síðar Benedikt Blöndal og segir að það hafi verið mjög góð- ur skóli. „Þar þótti mönnum sjálfsagt að taka að sér mála- rekstur fyrir þá sem minna máttu sín án þess að eiga tryggt að fá eitthvað fyrir það.“ Lögfræði er bæði réttindi og skyldur Ragnar segir að áhugi sinn á mannréttindamálum snúist að hluta til um viðhorf sín til lögfræðinnar sem slíkrar. „Ég lít svo á að lögmenn hafi ekki aðeins réttindi til starfs síns heldur skyldur líka. Þær skyldur felast meðal annars í því aö sinna þeim sem hafa þörf fyrir aðstoð lögmanna án þess að hafa ráð á því að greiða fyrir það.“ Ragnar telur að möguleikum fólks á íslandi til þess að aíla sér upplýsinga um lagalegan rétt sinn án þess að greiða beinlínis fyrir það sé verulega áfátt. Lög- mannafélagið hefur leiðbeiningatíma einu sinni í viku og laganemar hafa símatíma. „Hér er hægt að sækja um gjafsókn eða gjafvörn í einkamálum en heimildum er afar sparlega beitt. Aðra þjónustu fær fólk ekki utan réttar. Við gerum mun minna af þessu en aðrar þjóðir. Sums staðar hef- ur verið komið upp opinberum lögmannskontórum. Það er augljóslega þörf fyrir hendi í samfélaginu fyr- ir slíka þjónustu." Ragnar segir að þegar hann var að hefja störf hafi gjaldskrá lögfræöinga verið byggð upp með öðrum hætti en nú er. Þá tíðkaðist að taka þóknun sem var tengd þeim hagsmunum sem voru í veði en nú til dags er tímagjald eingöngu notað. „Það er sama gjaldið fyrir hvern sem þú ert að vinna og hver aðstaða hans er. Áður tóku menn mik- ið af stórum málum en lítið af litlum málum en breyt- ingin hefur komið niður á þeim sem hafa minni efni. Þess vegna var gamla kerfið í rauninni réttlátara. Lögfræðingastéttin er að þróast frá því að verða sjálfstæð ráðgjafastétt yfir í að vera viöskiptaþjón- usta." Lengst af var svo háttað lögum á íslandi að ef lög- fræðingur vitnaði í stjómarskrána eða erlend lög fyr- ir dómi sögðu menn að hann hefði engan málstað. „Lengi vel var talað í sérstökum tón um „mannrétt- indakjaftæði" en svo fóru dómstólar að taka við sér og sérstaklega hefur Hæstiréttur leitast viö að til- einka sér nútimalegri hugsunarhátt en áður þótt ég sé auðvitað ekki alltaf sammála dómsniðurstöðum hans.“ Ragnar segir að undanfarin 20 ár hafi lögum um mannréttindi á íslandi fleygt fram og muni þar mest um mannréttindasáttmála Evrópu sem gerður var að bindandi lögum og nýja stjómarskrá sem tekin var upp 1995. „Svo hafa dómar frá dómstólum erlendis og almenn umræða smátt og smátt áhrif á vitund almennings og lögfræöinga. Dómar Evrópudómstólsins og jafnvel dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna hafi áhrif hér.“ Ragnar telur að íslendingar ættu að taka tvo helstu sáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í sín lög tO þess að standa í fremstu röð þjóða að þessu leyti. Þá myndum við geta sagst standa jafnfætis öðrum þjóðum. En hann segir að umfjöllun fjölmiðla hafi einnig áhrif. „Lengst af mínum ferli var aldrei minnst á dóms- mál í blööum nema einstök refsimál. Það var aldrei fjallað um skaðabótamál, skattamál eða réttindamál af neinu tagi. Það er stutt síðan fjölmiðlar fóru að fá áhuga á dómsmálum. Fjölmiðlar eru sennilega að miklu leyti vanbúnir til að sinna þessum málum vegna þess að sérfræði- kunnáttu skorti en þeir eru samt þarna í ákveðnu fræðsluhlutverki og hafa þannig mikil áhrif á réttar- vitund almennings.“ Samhengi milli laga og siðferðis Við ræðum svolítið um hlutverk laganna í samfé- laginu og Ragnar segir að íslendingar hafi lengi að- hyllst svokallaðan pósitívisma gagnvart lögunum sem þýði að allt sem stendur í lögum sé rétt og gott og þeim beri að hlýða skilyrðislaust. Augljóst er að Ragnar er ekki alls kostar sammála þessu og telur að rétt sé að horfa gagnrýnum augum á lögin. „Ef við aðhyllumst þessa stefnu er ekkert samhengi milli laga og siðferðis. Ef lögin eru réttilega sett og réttilega birt þá ber að hlýða þeim en þessar skoðan- ir hafa breyst mikið eftir síðari heimsstyrjöld og ég vona að áhrif þessarar stefnu fari að minnka hérlend- is eins og annars staðar. Ég sé lögin sem einn þátt af mörgum í samfélaginu en ekki einangrað fyrirbæri. Ég geri líklega meira úr áhrifum siðferðis á túlkun laga en margir aðrir lög- fræðingar.“ Ragnar telur að umræðu og vitund almennings um ýmis grundvallaratriði mannréttinda og friðhelgi einkalifsins sé öðruvísi varið á íslandi en annars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.