Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 35
LAUGARDAOUR 15. JÚNÍ 2002 HeIqarblað I>"V" 35 Hinrik leggur áherslu á að vökvinn sem hlandaöur er við þeyttan rjómann sc vel kældur, annars er hætta á að ísinn skiljist. Ýmislegt sœtmeti er afar ljúffengt með ís, þar á meðal ávextir sem hafa fengið að liggja í sykursírópslegi í ísskápnum. Það er afar góð leið til að nýta ávexti sem ekki er útlit fyrir að verði borðaðir, mun skynsamlegri en sú leið sem liggur í ruslafötuna. Hinrik segir ís og ísrétti yfir- leitt hugsaða sem eftirrétti en í dag séu menn mun viljugri að gera ýmsar tilraunir með ís, hafa hann með aðalréttum og meira að segja forréttum. DV-myndir Hari Sérrí, sítrónulíkjör eða bolli af Svörtum Rúbín - kom í huga Sævars Más Sveinssonar á Sommelier „Það fer vel að drekka eitthvað sætt og áfengt með Isrétti Hinriks. ísinn er jú kaldur og deyfir bragðlaukana og því á sætt sérrí vel við. Ég mæli t.d. með Canasta Cream frá Jerez á Spáni en ef fólk hefur biðlund getur það haft samband við ÁTVR og sérpantað Gonzalez Byas sérrí eða Moscatel sem er eitt sætasta sérrí sem hægt er að fá,“ segir Sævar Már Sveinsson, yfirvínþjónn á Sommelier. Sérrí er eitt gömlu vínanna sem enn er fram- leitt. Rætur sérrís má rekja til Jerez á Spáni, það- an sem Canasta Cream er. Framleiðsla þar hófst um 1100 fyrir Krist. Vínpressur frá því um 800 f. Kr. hafa fundist nálægt Jerez sem rennir stoðum undir kenningar um að sérríframleiðsla sé ein elsta þekkta framleiðsluaðferðin á áfengum drykkjum. Canasta Cream er eins og önnur „Cream“ sérrí. Þau eru fyllt í bragði og einkennast af dökkum amberlit. Afar sæt á bragðið og fara vel með sæt- indum. Canasta Cream er frá William & Humbert á Spáni. Það var valið besta vínið í sínum flokki í alþjóðlegu áfengiskeppninni „Bacchus 96“ í Ma- drid. Þrúgumar Palomino og Pedro Ximenez eru tíndar afar þroskaðar og látnar þorna í 10-20 daga til að fá fram sætleikann. Canasta Cream hefur ávaxtailm (rúsínu), er sætt og rjómað og tilvalið sem fordrykkur, með kaffinu og með sætum eftir- réttum eins og ísrétti Hinriks. Þar sem ísréttir eru venjulega borðaðir í lok máltíðar og fólk orðið pakksatt getur einnig ver- ið frískandi að fá sér eitthvað eftir matinn. Þá mælir Sævar Már með Lemonello, sítrónulíkjör sem er í reynslusölu hjá ÁTVR. Lemonello er ítalskur líkjör, oft kynntur sem milli- réttavín. Lemonello er búinn til með því að láta sítrónur liggja í heitu áfengi til að draga úr þeim bragðið. Lemonello þykir tilvalinn drykkur milli rétta, til að fríska upp á bragðlaukana og setja meltinguna í gang, sérstaklega í stærri og þyngi máltíð- um, t.d. milli fiskrétta og kjötrétta. Þeir sem ekki vilja áfenga drykki meö ísn- um geta fengið sér kaffl en verða að fara var- lega þar sem mikill kuldi og mikill hiti getur farið illa með tennurnar. Má mæla með espresso-kaffl, hafi fólk tök á að laga það heima eða Svörtum Rúbín sem 0. Johnson & Kaaber selur. Svartur Rúbín er kaffi sem hefur bæði góða bragðfyllingu og langt eftir- bragð. Svartur Rúbín er að meirihluta kaffl frá Kólumbíu og Kenía en einnig er í því dá- lítið af kaffl frá Kosta Rika og Brasilíu. Allt hráefni í hæsta gæðaflokki. Umsjón Haukur Lárus Iiauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.