Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 53
Öflugastur á lítra Það er feykilegur kraftur 1 S2000 bílnum enda búið að kreista allt sem hægt er út úr tveggja lítra vélinni án þess þó að setja á hana forþjöppu. Þetta er reynd- ar öflugasti íjöldaframleiddi bíllinn í heiminum i dag með tveggja lítra vél án forþjöppu. Vélin er 240 hestöfl sem gerir 120 hesta á lítrann. Bíllinn er léttur, að- eins 1320 kíló, og þar af leiðandi komast þessir hestar vel til skila út í afturdrif- ið. Mest er þó gert úr krafti á toppsnúningi eins og Honda er lagið enda bætir hann við í krafti upp allt snúningssviðið. Vélin er frammi í bílnum og afturendi hans því léttur og með afturdrifi verður hann nokkuð mikið yfirstýrður, en þar sem að bensíngjöf er nákvæm og vélin öflug verður hann bara skemmtilegri fyr- ir vikið. Stýrið er geysilega nákvæmt og fljótvirkt enda ekki nema 2,43 hringir borð í borð og gerir aksturinn ekki síður skemmtilegan. Gírkassinn er sex gíra og því er stutt á milli gíra, enda minnir aksturinn meira á öflugt mótorhjól, sem einnig hafa sex gíra kassa og fara hátt á snúning. Honda S2000 er ekki svo dýr bíll, þótt 4.945.000 kr. hljómi mikið er það ekki hátt verð í þessum klassa. -NG DV-myndir GVA o Þaö er nóg afl í vélinni til aö gera hvaöa kúnstir sem er og minnsta mál aö láta bílinn „mökka“. © Stýriö er vel staösett þrátt fyrir engar stillingar og rauöi ræsihnappur- inn er vinstra megin viö þaö. ® Þaö fer ekkert á milli mála hvar vélin er ofan í vélarsalnum, eldrauð á aö líta. © Skottiö er ekki stórt en gæti kannski tekiö eina flugfreyjutösku eöa svo. Sex diska magasin er í skottinu. LAUGARDAGUR 15. JÚNf 2002 Helqa rblað 1ÖV Opel Meriva kemur að ári Litli bróðir Opel Zafira er á leið- inni - Opel Meriva verður sýndur á Parísarsýningunni í september í haust og kemur á meginlandsmark- aðinn snemma næsta árs. Meriva kemur i bilið milli Zafira og Agila sem hvor um sig er markaðsleið- andi í sínum stærðarflokki í Þýska- landi. í framhjáhlaupi er gaman að geta þess að Agila er ekki í boði hér en systurbíll hans er það, Suzuki Wagon R+, en sá er í fararbroddi í sínum stærðarflokki í Danmörku, svo dæmi sé tekið. Meriva er 27,5 sm styttri en Zafira og „aðeins" 5 sæta, meðan Zafira býður upp á 7 sæti með Flex7- kerfi sínu. Engu að síður hefur Meriva næstum sama hjólahaf og Zafira, 2630 móti 2694 mm - munur- inn er aðeins 6,4 sm. Miðsætið aft- urí dregur líka dám af Flex7-kerfinu þannig að ef aðeins er þörf fyrir tvö sæti afturí er hægt að renna mið- sætinu ofan í gólfið og hagræða hin- um þannig að sem best fari um þá sem þau nota. Ef þarf er hægt að leggja ytri sætin niður líka og fá flatt gólf aftur í og jafnvel leggja fram farþegasætið frammi í til að geta komið löngum flutningi fyrir. Meriva verður framleiddur á sömu botnplötu og Corsa og hefur aö þriðjungi sömu íhluti. Vélamar verða þær sömu og í Corsa, frá 1,6 upp i 1,8 1, bensín eða dísil. Ýmsir hlutir verða einnig sameiginlegir með Astra. Bíllinn verður fram- leiddur í verksmiðju General Motors Europe (Opel) i Saragoza á Spáni, en sams konar bill verður framleiddur undir merkjum Chevr- olet-verksmiðju GM í Sao Jose dos Campos í Brasilíu og kemur á mark- aðinn þar í ágúst á þessu ári. -SHH Hertar öryggisreglur um dekk gætu haft víðtæk áhrif Suzuki Vitara JLX, 3 d., bsk. Skr. 7/98, ek. 75 þús. Verð kr. 970 þús. ftGLS,; 3, ek. 25 _ bsk. Skr. 4/99, ek. 25 þús. Verð kr. 750 þus. Opel Astra GL, 5 d., sjsk. Skr. 7/97, ek. 52 þús. Verð kr. 650 þus. Hyundai Accent GLSi, 5d., bsk. Skr. 7/98, ek. 45 þús. Verð kr. 750 þús. Tilboð kr. 600 þús. Sjáðu fleiri á suzukibiiar.is $ SUZUKI ---////- SUZUKI BILAR Hr. Skeifunni 17, sími S h Baleno Wai 8/99. ek. 75 kr. 1140 þús. n 4x4 ús. Suzukí Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 55 þús. Verð kr. 1470 þús. Renault Mégane RT, 5 d., bsk. Skr. 3/99, ek. 47 þús. Focus Trend, 5 d., sjsk. okr. 1/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1890 þús. Bæði bíla- og dekkjafram- leiðendur mótmæla nú há- stöfum tillögum um hertar framleiðslureglur á dekkjum í Bandaríkjun- um og segja að þeir þurfi að breyta u.þ.b. 45% þeirra dekkja sem þeir selja i dag og að það muni kosta framleiðend- ur 1,5 milljarða dollara. Viðbrögðin komu vegna tillagna Umferðaröryggis- stofnunar Bandaríkjanna (NHTSA) um strangari prófanir eftir innköllun Firestone-dekkj- anna. Bandaríski dekkjamarkaður- inn er sá stærsti í heimi og því myndu hertar prófunarreglur þar hafa mikil áhrif annars staðar í heiminum, þar með á íslandi. 27 mannslífum bjargað Um 271 dauðaslys og meira en 800 slasaðir á síðustu árum var rakið til þess að munsturbaninn losnaði á Firestone-dekkjum, í flestum tilfell- um á Ford Explorer-jeppum. Þetta leiddi til þess að þingið vildi endur- skoða lög um öryggi dekkja sem ekki hefur verið gert i 35 ár, eða síð- an 1967. í Firestone-dekkjunum var framleiðslugalli sem gat haft þessar alvarlegu afleiðingar, sérstaklega við hátt hitastig. Samkvæmt útreikningum NHTSA myndu þær reglur sem lagt er til að taka upp hafa þau áhrif að um þriðjung þeirra 287 milljón dekkja sem árlega eru seld í Banda- ríkjunum þyrfti að hanna upp á nýtt. Það myndi bjarga 27 mannslíf- um og koma i veg fyrir meira en 660 alvarleg meiðsl á ári. NHTSA áætl- ar einnig að þetta muni kosta dekkjaframleiðendur 282 milljónir dollara árlega, eða rúmar 7 milljón- ir dollara á hvert mannslíf sem bjargast. Hefur líka áhrif á bíla Samtök 120 dekkja- framleiðenda segja hins vegar niðurstöð- ur NHTSA út í hött og að tillögurnar myndu kosta þá margfalt meira. Þeir segja að um 4% af fólksbíladekkjum og allt að 54% af jeppa- og vörubíladekkjum myndu ekki standast strangari prófanir og benda á að aðeins eitt dekk af milljón er skráð sem or- sök umferðarslyss, og þá venjulega vegna þess að dekk springur vegna slits eða utanaðkomandi þátta. Nýjar öryggisreglur hafa einnig áhrif á bílaframleiðendur og General Motors, stærsti bílaframleiðandi í heimi, segir að um 21% fólksbíla og 6% jeppa og vörubíla myndu ekki standast prófanir óbreyttir. Til þess að geta það segir GM að prófa þyrfti nýju dekkin, breyta kvörðunum á hemlalæsivörnum og álíka öryggis- búnaði og í sumum tilfellum að breyta hönnun bílanna sjálfra. Þeir benda einnig á að hertar öryggisregl- ur leiði til dekkja sem valda meiri bensíneyðslu vegna meira viðnáms í akstri. Samtök bilaframleiðenda segja að sumir bílaframleiðendur myndu einfaldlega frekar taka vissar gerðir bíla af markaði til að þurfa ekki að endurhanna þá. Bæði bíla- og dekkjaframleiðendur segja að NHTSA ætti frekar að koma með til- lögur sem hefðu ekki eins mikil áhrif. Þeir benda á að hægt sé að ná viðlíka árangri með því aö setja regl- ur um nákvæmari loftmæla og fjölg- un þeirra við vegi. NHTSA átti að koma reglunum i gildi 1. júní sl. en hefur nú frestað þeirri tímasetningu í tvigang og býst ekki við að endanleg útgáfa verði til- búin fyrr en í september. -NG Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 2/99, ek. 39 þús. Verð kr. 870 þus. Suzuki Jimny JLX, 4x4, bsk. Skr. 7/99, ek. 76 þús. Verð kr. 990 þus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.