Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 DV Helgarblað einungis vera venjuleg, hamingjusöm, atkvæða- lítil kona sem hefði einhvem til að sjá um sig. Dóttir hennar, sem ólst upp hjá fóður sínum, sagði hins vegar: „Mamma mín lét mig frá sér af því ritstörfm skiptu hana mestu.“ Jean Rhys skrifaði mikið um bamæsku sína í Dominica, lif sitt sem dansmey og vonbrigði sín i ástarmálum. Kvenpersónur hennar eru venjulega sviknar af mönnum sem þær elska og lifa án vonar og gleði. Ofbeldisfull og drykkfelld Hún giftist umboðsmanninum Leslie Tilden Smith. Jean fannst að Leslie væri enn ástfanginn af fyrri eiginkonu sinni og sjálf hafði hún aðeins elskað einn mann, Lancelot. Þau bjuggu við lítil efni og hún þráði þægindi og fegurð. Fortíðin þjakaði hana svo að hún varð að skrifa um hana en skriftirnar kvöldu hana og hún fór að drekka til að geta skrifað. Eiginmaður hennar sá um hana og heimilið, eldaði, hreinsaði og þvoði þvotta. Þegar hún drakk of mikið réðst hún á eig- inmann sinn og barði hann eða reif handrit hans. Einu sinni henti hún ritvél hans út um gluggann. Eiginmaður hennar lést árið 1945. Frændi hans, Max Hamer, kom þá Jean til hjálpar. Jean var 55 ára, Max 63 ára, giftur og átti fullorðna dóttur. Max skildi við konu sína til að kvænást Jean. Max elskaði hana heitt og innilega. Hann var skáld og þýðandi, greindur, örlátur og blíð- lyndur en hafði enn minna vit á peningamálum en Jean. Hún sagði seinna, á gamals aldri, að þetta hjónaband sitt hefði verið það hamingju- samasta. En það gat aldrei orðið afar hamingju- ríkt vegna óreglu Jean. Ekki tók betra við þegar Max varð uppvís að þjófnaði og var dæmdur í þriggja ára fangelsi og sat inni í tvö ár. Hann lifði í tjórtán ár enn, en var þrotinn að heilsu. Þau voru svo fátæk að síðustu tvö jólin sem þau áttu saman höfðu vinir og ættingjar þurft að senda þeim mat. Frægð sem kom of seint Árið 1957 var leikrit eftir skáldsögu Jean, Good Morning Midnight, flutt í útvarpi. Viku áður hafði birst grein í Radio Times um Jean með fyr- irsögninni „Leit að týndum höfundi". Eftir þá grein fékk Jean bréf frá ritstjóranum Francis Wyndham. Hann hafði lesið bækur Jean Rhys en talið hana látna. Hann samþykkti að gefa út næstu skáldsögu hennar, Wide Sargasso Sea, sem var eins konar tilbrigði við Jane Eyre og sagði sögu Bertu, hinnar geðveiku eiginkonu Rochesters. Það tók Jean langan tíma að skrifa bókina sem kom loks út árið 1966 þegar hún var 76 ára. Bókin fékk frábærar móttökur. Sama ár lést eiginmaður hennar. Bækur Jean voru nú endurútgefnar og verðlaunum hlaðið á hana. Hún var ekki rík en heldur ekki fátæk og gat leyft sér þægindi sem hún hafði áður verið án. En frægð- in kom of seint. Hún átti ekki lengur eiginmann til að deila velgengninni með. Hún hafði ætið þráð að vera falleg og hafði verið lagleg á yngri árum en nú var hún gömul. Hún setti á sig hár- kollu og farðaði sig vandlega fyrir myndatökur en féll í þunglyndi þegar hún sá myndimar. Hún var enn jafn drykkfelld og nærðist litið. Hún lést árið 1979 og eftir dauða hennar kom út áhrifamik- il sjálfsævisaga hennar, Smile please. smáhlutverk og fékk síð- an vinnu sem dansari og söngvari en átti í erfið- leikum með aö lifa af launum sínum. Hún eignaðist fyrsta elskhug- ann þegar hún var tví- tug. Hann hét Lancelot og var fertugur verð- bréfasali. í honum fannst henni hún finna föður, vin og elskhuga. En hann var ofumæmur og taugabilaður og þeg- ar hann fann hversu hún var háð honum fylltist hann skelflngu. Hann sleit ástarsam- bandinu eftir tvö ár en hélt áfram að senda henni peninga og sá að mestu fyrir henni næstu sjö árin. Jean Rhys. Hún sagði eitt sinn að hún hefði aldrei viljað vera rithöfundur, bara venjuleg kona sem hefði einhvern til að sjá um sig. Þrautaganga Jean Rhys í rúma fjóra áratugi skrifaöi skáldkonan Jean Rhys án þess aö hljóta veröuga viðurkenningu. Þegar hún var loksins „uppgötvuð" kom frægöin of seint fyrir þessa vansælu skáldkonu. Jean Rhys fæddist árið 1890 í Dominica, lítilli eyju í Karíbahafi og var skírð Ella Williams. Hún fann fyrir einangrun sem hvít stúlka í svörtu samfélagi og fór til Englands árið 1907. Hún stundaði nám i Cambridge og fór síðan í leiklistarskóla. „Þar lærði ég ekkert um leiklist annað en nákvæma merkingu orðsins snobb,“ sagði hún áratugum seinna. Hún fékk einhver Hjónaband án ást- ar Árið 1917 kynntist Jean ungum manni, Jean Lenglet. Hann var örlátur og rómantískur. Hún var ekki ástfangin af honum en kunni vel við hann og þegar hann bað hennar eftir nokk- urra vikna kynni tók hún bónorðinu. Hún skrifaði Lancelot og sagðist ekki lengur þurfa á peningum hans að halda þar sem hún væri að fara að gifta sig. Hann varaði hana við að giftast Lenglet þar sem hún þekkti hann ekki og væri að taka mikla áhættu. „Ég vil taka mikla áhættu," svaraði hún. Hún giftist Lenglet og bjó með honum í Par- ís. Þau eignuðust son sem dó þriggja vikna gamall úr lungnabólgu. Tveimur árum seinna fæddist dóttirin Mar- vyonne. Eiginmaður hennar var handtekinn fyrir fjárdrátt og dæmd- ur í fangelsi og eftir fangavistina var hjónabandi þeirra lokið. Jean skrifaði dagbók sem hún sýndi vinkonu sinni sem sýndi rithöfundinum, ritstjóranum og gagnrýnandanum Ford Madox Ford sem hafði samband við Jean og hvatti hana til að halda áfram að skrifa. Þau áttu í ástarsambandi og hún lýsti sambandi sínu við hann og eiginkonu hans í skáldsögunni Quartet. Hún skrifaði smásögur og skáldsögur undir nafninu Jean Rhys og sagði sjálf að hún hefði ein- ungis skrifað um sjálfa sig. Hún sagði líka að hún hefði aldrei hafa viljað vera rithöfundur, vildi Ljóð vikunnar______________| Varaáœtlun - eftir Andra Snæ Magnason Ef heimurinn hryndi af elnhverjum ástœðum þá œtlaði ég alltaf að flýja norður á Melrakkasléttu og lifa af landinu kringum eyðibýlið eins og forfeður mínir höfðu gert í þúsund ár en þá rann upp fyrir mér að í verkfœrakassanum var ekkert nema 7 sexkantar sem fylgdu IKEA-húsgögnum og ef ég kœmlst yfirleitt norður þá stœði ég með þessa sexkanta innan um svamlandi selinn og gaggandi mávinn og vaxandi grasið og ég myndi öskra á sellnn og mávinn og grasið og lœsa tönnunum í rekaviðinn og deyja hœgt. Kolbeinn kafteinn og fleiri hetjur - Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður er einlægur aðdáandi Tinna og Ástríks „Þær fagurbókmenntir sem hvað mest áhrif hafa haft á mig gegnum tíðina eru tvímælalaust myndasög- umar um Tinna annars vegar og Ástrík hins vegar. Þetta er ekki tilraun tO hótfyndni. Ég ólst upp við þessar bækur, beið spenntur eftir að fá nýjustu eintök- in á bókasafninu í Hafnarfírði (tók stundum tímann sinn) og þóttist himin höndum hafa tekið þegar mér (eða bræðrum mínum) hlotnaðist eintak að gjöf. Fjöl- margar persónur, uppákomur, setningar og sýnir úr þessum bókum standa enn þá hjarta mínu nær, lík- lega umffam flestar aðrar bækur. Hvað Tinnabækurnar varðar þykir mér vænst í um Kolbein kaftein, drykk- felldan og skapstóran sjóara með hjarta úr gulli. Auðvitað er Tinni sjálfur mér einnig kær, enda pilturinn hug- rakkur, ráðagóð- ur, réttsýnn, húmoristi og blaðamaður með afbrigðum. í bók- unum gegnir hann fyrst og ffemst hlutverki merkisbera skynseminnar til að stjama allra furðufuglanna í kringum hann geti skinið sem skærast. Hann er gluggi okkar að ástandinu í heimin- um. Tinnabækumar em nefnilega gott sýnishom af sögu 20. aldarinnar, þar er drepið á fyrirbrigði eins og geimferðir, nýlendustefnu, fasisma, skipulagða glæpi, smygl, olíusölu, þrælahald, gereyðingarvopn, eitur- lyflaneyslu og snjómanninn ógurlega, svo eitthvað sé nefht. Fyrstu bækumar em reyndar afskaplega næv- ar póhtískt séð (enda skrifaðar út frá frekar íhalds- sömum og fordómafullum viðhorfúm almennings á fyrri hluta síðustu aldar) en þegar á líður finnur höf- undurinn, Hergé, sína eigin rödd og tekur ávallt mál- stað þeirra sem minna mega sin í sönnum anda jafh- aðarmannsins. Ástríksbækumar eru öllu villtari og sprengfyndn- ari. Ástríkur er að vísu, líkt og Tinni, hetja með hjart- að á réttum stað, en finnst skemmtilegast að lemja Rómverja og veiða villisvín ásamt Steinríki sálufélaga sínum. Lengi er hægt að tina til eitt og annað í þessum bókaflokkum sem báðir bjóða upp á æsileg ævintýr og exótíska áfangastaði en það ásamt ískrandi húmor og hæfilegu alvöruleysi þegar um grafalvarleg samtíma- málefni eða sögutúlkanir er að ræða, gerir það að verkum að þessar bækur skipa heiðurssess í mínu hjarta.“ Fullkomin sumarlesning Dagbók Bridget Jones er komin út i kilju. Þeir sem ekki hafa þegar lesið þessa stórskemmti- legu bók ættu að nálgast hana núna því þetta er hin full- komna sumarlesning. Engin tilvilj- un að þessi hressilega og mein- fyndna bók hefur hlotið metsölu um allan heim. Á köflum nálgast hún að vera glettnisleg stæling á Jane Austen og þar er ekki leiðum að líkjast. Engum sem hefur húmorinn i lagi getur leiðst að lesa þanka hinnar seinheppnu Bridgetar. iö Barátta andans verður aldrei unnin með vöm. Þar verður að vera sókn. Kaj Munk Allar bækur 1. LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN ÞIG. Anna Valdimarsdóttir 2. STANGVEIÐIHANDBÓKIN. Eiríkur St. Eiríksson 3. HANN VAR KALLAÐUR ÞETTA. Dave Pelzer 4. KOKKUR ÁN KLÆÐA. Jamie Oliver 5. ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN. Bókaútqáfan Stönq 6. FIMMVÖRÐUHÁLS. Siqurður Siqurðarson 7. DAGBÓK BARNSINS. Setberq 8. KONAN í KÖFLÓTTA STÓLNUM. Þórunn Stefánsdóttir 9. EYÐIMERKURBLÓMIÐ. Waris Dirie 10. (SLENSKUR FUGLAVÍSIR. Jóhann Óli Hilmarsson Skáldverk 1. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 2. Alveg dýrlegt land. Frank McCourt 3. ÆVINTÝRI GÓÐA DÁTANS SVEJK. Jaroslav Hasek 4. NAPÓLEONSSKJÖLIN. Arnaldur Indriðason 5. ANNA, HANNA OG JÓHANNA. Marianne Fredrikson 6. ASKA ANGELU. Frank McCourt 7. DÍS. Bima Anna, Oddný oq Silja 8. SUNNUDAGSMORÐ. Aqatha Christie 9. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA. Hallqrimur Helqason 10. STÚDÍÓ SEX. Liza Marklund Metsölulisti Eymundsson 6. -12. júní KIUUR 1. FACE THE FIRE. Nora Roberts 2. DIVINE SECRETS OF THE YA-YA SISTERHOOD, Rebecca Wells 3. THE SUM OF ALL FEARS. Tom Clancy 4. „P" IS FOR PERIL. Sue Grafton 5. THE SUMMERHOUSE. Jude Deveraux Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.