Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 15. JÚNl'2002 Heicjarblað DV ^ ,.Ég tel að það sé mikilvægt fyrir Svíþjoð, land sem ekki er með í neinum hernaðarbandalögum, að við getum unnið fagmannlega að hernaðarleguin inarkmiðum og tekið þátt í hernaðarsamstarfi með öðrum þjóðum. Það er mikilvægt fvrir okkur að sýna fram á getu okkar og kunnáttu," segir Anna Lind sem hér tekur t hönd Colins Powell. verkum. En eins og margir e.t.v. vita eru Svíar afar stoltir af því að geta kallaði sig „hlutlausa" og „óbundna" í hernaðarmálum. Þeir eru ekki með í NATO, en eiga þó í miklu samstarfi við NATO; sænski herinn æfir reglubundið með NATO, öll hergagnafram- leiðsla Svía er skv. NATO-stöðlum og Svíar eru með í PFP (Partnership For Peace), sem er samvinnnuvett- vangur NATO og annarra ríkja. Eftir 11. september hét Göran Persson Bandaríkjunum fullum stuðningi og fljótlega sendu Svíar, með mikill leynd, hóp sænskra hermanná til Afganistans, til að vinna þar að njósnum og upplýsingaöflun. Svíar vinna því með Bandaríkja- mönnum og bandamönnum þeirra í Afganistan og hef- ur dvöl sænsku hermannanna verið framlengd. í því opna samfélagi sem Svíar tala stoltir um er því nánast engar upplýsingar að finna um þessa sveit sænskra hermanna (v. öryggis hermannanna, er sagt) og sumir halda því reyndar fram að Svíar, hin hlut- lausa þjóð, standi í stríði um þessar mundir. En hvern- ig lítur Anna Lind á þetta, hvað ætla Svíar að hafa her- menn lengi í Afganistan? „Við verðum bara að sjá til í þeim efnum, dvöl þeirra hefur verið framlengd þar og við tökum bara eitt skref í einu. Ég tel hins vegar ekki að Svíþjóð standi í stríði, við tökum þátt í alþjóðlegri baráttu gegn hryðjuverk- um, en ekki stríði. Ég tel að það sé miklvægt fyrir Sví- þjóð, land sem ekki er með í neinum hernaðarbandalög- um, að við getum unnið fagmannlega að hernaðarlegum markmiðum og tekið þátt í hernaðarsamstarfi með öðr- um þjóðum. Það er mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á getu okkar og kunnáttu." Svíar eru ekki á þeim buxunum að ganga í NATCL en það hafa grannar þeirra Finnar e.t.v. í hyggju. Athygli Svía beinist fyrst og fremst að Evrópusambandinu og hafa þeir verið þar innanborðs í sex ár. Það eru skipt- ar skoðanir um ágæti þess í Svíþjóð og Svíar hafa ver- ið litnir hornauga af öörum þjóðum og ekki þótt vera nógu miklir ESB-sinnar og ekki hegðað sér eins og með- limir í „klúbbnum". Til dæmis eru Svíar ekki með í myntbandalaginu, EMU, og hafa verið gagnrýndir fyrir það. Þeir segjast þó vera á leiðinni. Almennt vilja Svíar hafa góð sámskipti við nágranna sína, en að undanförnum hefur blásið harkalega á milli Dana og Svía vegna innflytjendamála. Svium líkar alls ekki sú harða lína sem dönsk stjórnvöld hafa tekið upp, sem setur innflytjendum harkalega stólinn fyrir dyrn- ar. Anna Lind segir einnig að Norðurlöndin eigi að íhuga það að taka Eystrasaltslöndin enn meira inn í norrænt samstarf og hvað varðar Rússland, þá fagnar hún hinu nýja samkomulagi milli NATO og Rússlands um aukið samstarf þessara aðila á sviði öryggismála. „Allt sem eykur á upplýsingastreymi milli landa er af hinu góða og gott að Rússland er meira með en áður. Ég vona einnig að ESB auki samstarf sitt við Rússland. Á sama tíma má þó ekki hika við að gagnrýna Rússland ef landið brýtur gegn sameiginlegum reglum og viðmið- um á alþjóðavettvangi," en sem kunnugt er hafa Rúss- ar um .100.000 hermenn í Tsjetsjeníu (S-Rússlandi) sem taka þar þátt í „aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum" eins og þeir sjálfir segja. Trúir virkilega á norrænt samstarf En að lokum, hvernig sérð þú fyrir þér norrænt samstarf í framtíðinni? „Ég tel að það hafi mikla þýðingu og ég trúi á nor- rænt samstarf, en ég segi þetta ekki bara til þess að segja eitthvaö fallegt um þessi mál. Það er mikill munur á norrænu samstarfi miöað við fyrir nokkrum árum. Vegna þess að við þekktumst svo vel dró úr samstarfsviljanum og áhuganum. Og þegar við geng- um í ESB tók það mikinn tíma og orku frá okkur, og ekki bætti úr skák að svo urðu Eystrasaltslöndin frjáls og það hafði sitt að segja. En ég tel að ef Norð- urlöndin eigi að hafa áhrif í framtíðinni verði þau að vinna vel saman og vera virk. Þó svo að ísland og Noregur séu ekki með í ESB, hlutur sem ég mjög gjaman myndi vilja sjá gerast, verða löndin að vera mjög virk á sviði samtarfs. Það sama á við um okkur sem erum í ESB. Það er hægt að mynda alls konar bandalög og efna til samstarfs, en samstarf sem bygg- ir á menningarlegum forsendum og landfræðilegri legu landa, eins og hið norræna gerir, tel ég mjög af hinu góða og því verður að halda vel á lífi,“ sagði Anna Lind, utanríkisráðherra Svía, að lokum. Viötal og myndir: Gunnar H. Ársœlsson, DV, Svíþjóö. Þú færð allt sem fylgir en á afmælisverði! • í 50 ár hafa gæðabílarnir frá Volkswagen notið fádæma vinsælda hjá íslendingum. Af því tUeftii stendur þjóðinni tU boða að þiggja einstaka afmælisgjöf frá Volkswagen. Þú færð VW Golf Highline 1.600cc með sportinnréttingu, sóUúgu, 15” álfelgum, langtímaolíubúnaði, samlituðum stuðurum og hliðarlistum, hlífðarpönnu undir vél og gírkassa, sérstyrktri fjöðrun og aksturstölvu, svo fátt eitt sé talið, á alveg sérstöku afmæUsverði. VoUcswagen Golf Highline 1,6 beinskiptur: kr. 1.850.000,- Volkswagen Golf Highline 1,6 sjálfskiptur: kr. 1.995.000,- Komdu strax og fáðu sumarbílinn í ár! ammmr Volkswagen ór á fslandi HEKLA • Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is 4. -8680208-0G4 VJS / XBV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.