Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 39
h LAUCARDACUR 15. JÚNf 2002 Helqorbloö 3DV 43 Páll Magnússon liefur haft þrjá umdeilda yfirmenn á ferlinum, Kára Stefánsson, Jón Ólafsson og Jón Óttar Ragnarsson. Hann segist eiga gott með að vinna með fólki en það verði að setja mörk í samskiptum allra. bæði yfirmanna og undirmanna. Sé stigið yfir þau geti hvesst snögglega. DV-mynd ÞÖK „Stöð 2 var auðvitað einstakt fyrirbæri sem var gríðarlega gaman að móta með góðu fólki þegar ríkis- einokun í sjónvarpi var aflétt. Ég tel að við höfum að mörgu leyti brotið blað í íslenskri sjónvarpsfrétta- mennsku og breytt Ríkissjónvarpinu heilmikið í leið- inni gegnum samkeppni. Hitt er svo annað mál að þetta fyrirtæki hefur alla tíð verið óheppið með eigendur sina og þarna hafa meirihlutar og minnihlutar tekist á í gegnum tíðina, oft með slæmum afleiðingum fyrir fyrirtækið sjálft.“ Stríðin hörðu Saga Stöðvar 2 er of mikil, löng og flókin sápuópera til þess að hún verði rakin hér en Páll fluttist um tíma úr stól fréttastjóra í stól forstjóra og gegndi starfi forstjóra fyrirtækisins í nærri fjögur ár. „Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti ekki að skrifa bók um þetta stríð.“ Hann lenti engu að síður milli stafs og hurðar í þeim skilningi að um miðjan tíunda áratuginn, þegar átökin um eignarhaldið urðu einstaklega hörð og ill- víg, sá Páll sér þann kost vænstan að standa upp og ganga á dyr. „Fram til þess höfðu menn í þessum litlu heims- styrjöldum hluthafanna borið gæfu til þess að skemma ekki það sem slegist var um en þarna varð heiftin svo mikil að ég sem forstjóri var kominn í óþolandi stöðu og sagði upp. Þetta var langversta stríðið." Páll kom síðan aftur eftir um ár og tók við því verk- efni að koma Sýn á laggirnar og eftir ár við það verk- efni tók hann aftur við fréttastjórastarfinu og gegndi því til hausts 2000 þegar hann settist í þann stól sem hann nú situr I. „Mér fannst enn að ég ætti sitthvað ógert í frétta- harkinu. Þótt ég hefði horfið á braut tímabundið og gegnt starfi forstjóra í nærri fjögur ár þá var frétta- mennskan enn það skemmtilegasta sem ég hafði gert.“ Það hafa verið fluttar fréttir af því að staða Norð- urljósa sem rekur Stöð 2 er alls ekki góð og hangir að sögn sumra á bláþræði. Páll segist vera sannfærður 4- hjarta þegar ljóst var að sú tilraun til endurreisnar sem þar átti að gera myndi ekki takast því flokkurinn vildi ekki sleppa hendinni af blaðinu. Þaðan lá leiðin til Iceland Review með ritstjórn á Storð sem var skammlíft en afar metnaðarfullt tímarit um ísland. Síðan kom staða þingfréttaritara RÚV og fréttamaður í ígripum þar. Þegar Ingvi Hrafn Jónsson varð frétta- stjóri RÚV gerði hann Pál að aðstoðarfréttastjóra en vegna veikinda Ingva varð Páll fljótlega í reynd frétta- stjóri Rikissjónvarpsins þótt hann væri einna yngstur starfsmanna þar og tiltölulega reynslulítill miðað við marga aðra. „Þótt engin undirmál væru í gangi þá var lítil hrifn- ing með þessa ráðstöfun meðal þeirra sem þarna voru í fleti fyrir. Ég sat þarna kornungur og reynslulítill og þetta varð töluverð lífsreynsla og eldskírn." Það var síðan á vordögum 1986 sem Jón Óttar Ragn- arsson hringdi í Pál og sagðist ætla að fara að stofna sjónvarpsstöð og bauð honum að búa tH fréttastofuna. Páll þekkti manninn ekki neitt, vissi aðeins að hann kenndi matvælafræði við Háskólann og afþakkaði pent og viðurkennir að honum hafi ekkert litist á þessar ráðagerðir. En Jón hélt áfram að hringja. „Ég hugsaði svo málið í minu sumarfríi og varð ljóst að þótt ég hefði gaman af starfmu á fréttastofu RÚV var ég hundóánægður með mjög margt í stofnuninni. Breyt- ingar voru nær ómögulegar og útvarpsráð var álykt- andi í sífeHu um hluti sem það hafði ekki hundsvit á og ég þoldi til dæmis ekki að þurfa að eiga það undir at- kvæðagreiðslu pólitískrar nefndar hverjir væru reknir og ráðnir þarna. Svo taldi ég mér trú um að þótt mér þætti aUt tal matvælafræðingsins hálfgeggjað þá fengi ég aldrei annaö eins tækifæri og þetta. Að smiða heUa fréttastofu frá grunni samkvæmt eigin hugmyndum. Ef ég gerði þetta ekki myndi ég naga mig i handarbökin það sem eftir væri ævinnar. Að þessari sölumennsku gagnvart sjálfum mér lokinni ákvað ég að slá til og fara út í óvissuna. Ég hef aldrei séð eftir því.“ Síðar í samtali okkar viðurkenndi PáU að með svip- uðum rökum hefði hann ákveðið að yfirgefa Stöð 2 fyr- ir tæpum tveimur árum og sér fyndist þessi tímamót um margt svipuð. um að rekstur Stöðvar 2 sé í sjálfu sér traustur en hafi stundum goldið átakanna um eignarhaldið. „Fyrirtækið hefur hins vegar tvisvar sinnum farið í gegnum það sem er kaUað „levereged buyout“ sem þýðir í raun að það þarf að fjármagna kaup á sjálfu sér. Fá fyrirtæki þola slíkt einu sinni hvað þá tvisvar og þess vegna er fyrirtækið eins skuldsett og raun ber vitni." Páll segist sannfærður um að Stöð 2 muni ekki lifa í óbreyttri mynd á óbreyttum markaði. Samkeppni frá Skjá einum hafi gert lif fyrirtækisins enn erfiðara en það var fyrir og við óbreyttar aðstæður muni hvor- ugt fyrirtækið lifa af. „Þetta er tímaspursmál að mínu viti.“ PáU er 48 ára gamall og segist hafa verið dálitla stund í nýju starfi að venjast því að geta ekki mælt árangur dagsins í jafn sýnUegu formi eins og klukku- tíma fréttaþætti. Það er vani fjölmiðlamanna sem mæla árangur starfsins í dálksentimetrum eða fréttamínútum og prentuðum síðum. Fyrst í stað gerði þetta hann óöruggan í starfi því hann hafði enga handfasta sönnun í lok dags um að hann hefði gert nokkurn skapaðan hlut! En svo segist hann hafa farið að skynja starfið á annan hátt. Hann viðurkennir að stundum hafi hann saknað gamla starfsins þegar mikið var um að vera í þjóðfélaginu og viðurkennir jafnframt að sér hafi orðið ljóst við umskiptin að hann var orðinn leiðari á fréttaharkinu en hann leyfði sjálfum sér að viðurkenna. „Staðreyndin er sú að þótt þetta starf sé auðvitað baktería sem maður losnar seint eða aldrei alveg við þá er starf fréttastjóra ekki eins skemmtUegt og það að vera fréttamaður og fá að fara á vettvang. Ég vildi að það sem ég gerði væri skemmtUegt og þess vegna viðurkenndi ég ekki fyrir sjálfum mér að ég væri orð- inn leiður þótt ég væri farinn að hugsa málið alvar- lega.“ Af starfsferli Páls má eiginlega ráöa að þar fari maður sem vfll helst kljást við ný og framandi verk- efni og leiðist kyrrstaða og lognmoUa. Hann er kapp- samur og þekktur veiðimaður í frístundum sínum og það ber einnig nokkrum metnaði vitni. Margir segja að Páll Magnússon sé metnaðargjarn frekjuhundur og orðhákur sem verði alltaf að hafa síðasta orðið en hann segir að sér hafi alltaf gengið vel að vinna með fólki. Þó með þeim formerkjum að hann sagðist fljótlega hafa gert sér grein fyrir því að honum þyrfti ekki aö líka þersónulega vel við alla fréttamenn sem hann réði tU starfa því hann segir að í stéttinni séu afar margar primadonnur. „Ef ég hefði látið það ráða hverja ég kynni persónu- lega vel við þá hefði ég farið á mis við marga prýði- lega góða fréttamenn í gegnum tíðina!“ Að brjóta húsgögn með Jóni Hann segist setja fólki sem hann vinnur með, bæði yfirmönnum og undirmönnum, einhvers konar ósjálf- ráð mörk í samskiptum og meðan báðir virði þau gangi allt vel. Sé látið reyna á mörkin eða landamær- in geti vel hvesst og hann kannast við rómuð rifrfldi sín við Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóra sem fóru fram á hverju misseri og þátttakendur í þeim brutu iðulega húsgögn, smámuni og hurðir orðum sínum tU áréttingar. Páll smakkaði vín í fyrsta skipti þegar hann var 16 ára og segist árum saman hafa notað það sér tU skemmtunar og gleði en á síðasta ári komst hann að þeirri niðurstöðu að hann hefði af neyslu þess meiri ama en gleði og fór í áfengismeðferð. Blaöamenn og fréttamenn hafa skuggalegt orðspor að þessu leyti. Fólk sem vinnur undir miklu álagi og hefur iðulega meiri aðgang að veisluhöldum en almennt gerist. Gerði starfið hann að alkóhólista? „Nei. Það gerir ekkert starf menn að alkóhólistum og ekki heldur í mínu tilfelli. Mér fannst jöfnuðurinn miUi gleði og ama af neyslu þess vera orðinn mér óhagstæður og hætti. Mér finnst þetta vera prívat ákvörðun og vU ekki hafa nein sérstök orð um hana. Sporin hræða í þeim efnum.“ PÁÁ < %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.