Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 46
50 HgIqorblaö DV LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 Sakamál Umsjón Páll Ásgeir Asgeirsson Skipulögð dráp án tilgangs „Éq er að tilkqnna morð“ sagði rödd í síma lögreqlustöðwarinnar íbænum Raleigh í Norður-Karólínuríki. „Tilkgnna hvað?“ spurði lögreglustöðin. „Það var framið morð við járnbrautarteinana rétt hjá aðal- fangelsinu. Þar getið þið fundið mann í rauðri stuttermaskgrtu, bláum qallabuxum og ííþróttaskóm, hann er dauður.“„Hvernig veistu þetta?“spurði löqreglan. „Það var ég sem drap hann.“ SÍMTALIÐ ÁTTI SÉR STAÐ KL. 4 aö morgni 3. júní 1997. Sá sem hringdi kallaði sjálfan sig Ljósberann og kvaðst tilbiðja satan. Það tók lögreglumenn aðeins nokkrar mínútu að komast á staðinn sem vísað var á í símanum. Líkið lá á grúfu yfir járnbrautarspor og mörg tóm skothylki fundust einnig á staðnum sem ná- unginn í símanum benti á. Lögreglan fann fleira en líkið og skothylkin. Á þess- ■f- ar slóðir sækja umrenningar og hafast þar við í lengri eða skemmri tíma. Einn þeirra var vitni að morðinu. Hann skýrði svo frá að um nóttina um kl. 1.45 hafi hann tekið eftir hvítum bíl með dökku striki á hliðinni sem ekið var inn á bílstæði sementsverksmiðju sem þar er. Bílstjórinn kom auga á mann sem gekk eftir járnbraurarspori sem liggur með fram verksmiðjunni og fór út úr bílunum og æpti á göngumann. Þá fór hann út úr bílnum og kastaði grjóthnullungi á eftir mannin- um. Síðan settist hann aftur inn í bílinn og sat þar í um hálfa klukkustund. Síðan sté hann út úr bílnum og opn- aði farangursgeymsluna og leit rannsakandi kringum sig og tók fram riffil og gekk í átt að brautarteinunum. Flækingurinn heyrði byssuskot og síðan hvert af öðru. Þá flúði hann af vettvangi. Myrti maðurinn reyndist vera Francisco Gutierrez, 29 ára gamall ólöglegur innflytjandi sem var nýkominn til Bandaríkjanna. Eins og hans líkar stundaði hann ígripavinnu og svaf stundum á þeim slóðum sem hann mætti örlögum sínum. Morðinginn kom að honum sof- andi og skaut hann fyrst í öxlina. Maðurinn hrökk upp og tók á rás. Tólf byssukúlur til viðbótar hæfðu hann í bakið. Krufning og rannsókn á líkinu leiddi í ljós að mikið alkóhólmagn var í blóðinu en maginn tómur. Eft- ir að hann fékk fyrsta skotið í sig var maðurinn ekki í því ástandi að hann gæti forðað sér undan skothríðinni sem á eftir fylgdi. Lögreglumenn yfirheyrðu afgreiðslumenn í verslun- um í nágrenninu og umrenningana sem héldu sig á svæðinu en enginn kannaðist við bílinn sem leitað var. Ár leið án þess að nokkuð miðaði í rannsókn máls- ins. Fimm önnur óleyst morðmál voru í rannsókn hjá lögreglunni í Raleigh og var fastlega búist við að hið sjötta hefði bæst við og voru menn úrkula vonar um að úr rættist. Einnig var óleyst dularfullt dráp á hestum sem skotnir voru á landi háskólans i Norður-Karólínu nærri Raleigh. Hestarnir voru þekktir í nágrenninu fyrir hve þeir hændust að mannfólki og komu óðara að girðingu þegar einhver stansaði þar og heilsuðu upp á gestina. En ókunni maðurinn sem kom að girðingunni nótt nokkra milli kl. eitt og tvö hafði annað í huga en að láta vel að skepnunum. Hann skaut tvo þeirra svo að þeir drápust samstundis. Fylfull meri var líka skotin en dýralæknir gerði að sárum hennar og vakti yfir henni í fleiri sólarhringa þar til sýnt þótti að hún myndi lifa árásina af. Skilja varð tvær byssukúlur eft- ir í skrokki merarinnar þar sem ekki var hægt að ná i þeim án þess að stofna lífi hennar í enn meiri hættu. Skothríðin á hrossin var aðalfréttaefni staðbundna sjónvarpsins í einn dag og síðan ekki söguna meir. Þess var ekki einu sinni getið þegar særða merin kastaði mánuði síðar og var folaldið sprelllifandi og heilbrigt. Lögreglan hafði ekki hugmynd um hver vann illvirkið og sinna þurfti öðrum alvarlegum glæpamálum og var enginn skortur á verkefnum fyrir rannsóknarlögreglu- * menn á svæðinu. Litið var á árásina á hestana sem Samuel Scott Covington er einfari, rnikill vexti en heldur veimiltítulegur til höfuðsins. Hann hefur vndi af hryllingssögum og sjónvarpsréttarhöldum, en á erfitt með að gera grein fyrir eigin hrottaskap. hvert annað illskufullt atvik sem búast má við í millj- ón manna lögsagnarumdæmi. Skriður á málin Þá varð það að klukkan átta að kvöldi var hringt í lögreglustöðina í Raleigh og hótaði sá sem var f sím- anum að myrða borgarstjórann. Símtalið var rakið í fundarherbergi dagblaðs í borginni, sem var f opin- berri andstöðu við Fetzer borgarstjóra. Lögreglu- menn hópuðust í byggingu blaðsins en enginn fannst sem líklegur þótti til að hafa hringt og hótað morði þrátt fyrir að starfsmenn blaðisins veittu lögreglunni alla þá aðstoð sem þeir voru færir um. Aftur var hringt og morði hótað en símamaður fannst hvergi. Lögreglan lagði málin sem hér eru talin til hliðar og engum datt í huga að tengja þau saman. Það var ekki fyrr en seint á árinu 1999 að kona í Raleigh sem var að vafra á Netinu kom skriði á málin. Hún var að skoða gamlar fréttir úr staðbundna sjónvarpinu og var að fara yfir hvað sagt var um morðið á Gutierrez og hlustaði á röddina sem tilkynnti lögreglunni um verknaðinn. Hún hlustaði aftur og aftur á manninn sem játaði að hafa myrt manninn en enginn vissi hver var. Hún þekkti röddina og hringdi í lögegluna. Daginn eftir bönkuðu lögreglumenn upp á hjá Samuel Scott Covington með húsleitarheimild upp á vasann. Samuel var þá 29 ára gamall piparsveinn sem bjó hjá móður sinni. í herbergi hans fannst biblía satansdýrkenda. í bílnum var riffill og síðan fundudt fleiri rifflar og skammbyssur í fórum mannsins. Einnig komu í leitirnar úrklippur úr blaði þar sem skýrt var frá rannsókninni á morði Gutierrez. Önnur sönnunargögn bentu til þess að sami maður hefði skotið hestana á háskólalóðinni fyrir þrem árum. Síðar um daginn var Samuel handtekinn í húsi blaðisins sem morðhótanirnar komu frá. Þar starfaði sá grunaði annað slagið við að stinga auglýsingapés- um inn í blaðið. Honum var stungiö fangelsi og ákærður fyrir morð og fyrir að drepa hestana. Þótt Samuel væri undarlegur um margt var hann talinn sakhæfur. Þegar á barnsaldri skar hann sig úr jafnöldrum sínum og virtist aldrei eiga samleið með öðru fólki. Hann óx hratt og bar höfuð og herðar yfir bekkjarsystkini sín í skóla. Hann var tregur nemandi og þurfti að vera i sérstökum tossabekkjum. Hann var vinalaus og einmana og sökkti sér í eigin hugar- heim. Hann dvaldi löngum í herbergi sinu og las hryll- ingssögur Stephen King og fylgdist með sjónvarps- þáttum sem fóru að mestu fram i réttarsölum, las blöð af stakri nákvæmni og hlustaði á spjallþætti í út- varpi. Eftir framhaldsskólanám vann Samuel við ýmis létt láglaunastörf. Hvorki móðir hans né sambýlis- maður hennar vissu af byssusafni heimilissonarins eða af öllu hans næturrölti. Eftir að upp komst um ódæði hans sagði móðir hans aðeins að hún léti lög- mönnum og læknum eftir að annast hagsmuni sonar síns. Nágrannakona kvaðst oft hafa tekið eftir þegar hún kom heim úr vinnu eftir miðnætti að Samuel sat þá í bil sínum. Hún þorði ekki annað en læsa dyrum og gluggum vandlega og þegar hún leit út löngu eftir að hún var komin inn sá hún hvar nágranninn sat enn í bílnum og hafðist ekki annað að en að horfa út í myrkrið. Þannig sat hann iðulega klukkustundum saman. Eftir að Samuel Scott Covington var úrskurðaður sakhæfur var mál hans tekið fyrir árið 2000. Hann samþykkti uppástungu verjanda sins að semja um að játa á sig morðið á farandverkamanninum og vera samvinnuþýður í réttarhöldunum gegn því að fá dóm upp á lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun. Annas átti hann líflátsdóm yfir höfði sér. Hann játaði sig sekan um morðið í byrjun réttarhaldanna án þess að gefa neina ástæðu fyrir verknaðnum. Stóri sein- þroska maðurinn sagðist ekki vita hvað kom yfir sig, það væri ólíkt sér að vilja vinna öðrum mein. En hann kvaðst vona að Gutierrez væri nú á betri stað en hann yfirgaf á járnbrautarteinunum á sínum tíma. Ekki var minnst á hestadrápin eða morðhótanirnar í garð borgarstjóra þegar dómur var kveðinn upp og þau mál látin niður falla. Samuel er nú lokaður inni í ríkisfangelsi Norður- Karólína í Raleigh og er þar í aðeins örfárra km fjar- lægð fá þeim stað á brautarteinunum sem hinn óham- ingjusami, ólöglegi innflytjandi, Francisco Gutierrez, féll fyrir morðingja sem hann hafði aldrei séð eða heyrt og var fáfræði þeirra hver um annan gagn- kvæm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.