Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 36
Helqctrblað 33 "V" LAUCARDAOUR 15. JÚNÍ 2002 Auðvitað er það alltaf smekksatriði hvort menn telji ákveðna einstaklinga prímfröt eður ei. Til dæinis er Herbert Guðmundsson ekki óuindeilanlegt prímfrat eins og Kevin Costner. Að slá í Hi/enær sastu síðast ígóðra vina hópi á kaffihúsi eða íheitum potti og einhver í hópnum sagði: „Mikið óskaplega hlakka ég til að sjá næstu mgnd Kevins Costners“? Sennilega hefur þú aldrei lent íþessu nema að fullgrðingunni hafi verið fglgt eftir með háværum hlátri. Hann Kevin er nefnilega „one hit wonder“ eða „prímfrat“. Verri örlög getur listamaður ekki hlotið þvíhann á sér ekki viðreisnar von ef hann hefur einu sinni verið stimplaður sem slíkt. Sn hvað þgðir þetta hugtak og getum við íslendingar stát- að afsvona fgrirbæri? Sagan geymir ótal dæmi um prímfröt en höfuðskil- yrðið er að slá í gegn fyrir eitthvert eitt lag, eina kvikmynd o.s.frv. Ekki skemmir ef þetta er frumraun listamannsins en það er þó ekki nauðsynlegt skilyrði. Listamaðurinn kemst á forsíður allra tímarita og dag- blaða, hann veröur eftirsóttasti einhleypingurinn í bænum og menn slúðra um hann á öllum götuhorn- um. Með öðrum orðum: hann er tekinn í guðatölu í nokkrar vikur eða mánuði. Það er meira að segja til heil stofnun sem framleiðir prímfröt. Sú stofnun kall- ast Evróvisjón og meðal afkvæma hennar eru Dana, sú írska sem söng All kinds of everything og Nicole, sú þýska sem geröi Ein bisschen frieden ódauðlegt. Kerfið virkar þannig að annaðhvort mun listamað- urinn lifa um ókomin ár á toppi frægðarinnar eða, sem er mun líklegra, hann bætist í hóp mishæfileika- ríkra listamanna á borð viö Del Shannon (sá sem samdi og flutti Runaway), Vanilla Ice (Ice, Ice baby) og strákana sem sungu In the year 2525 fyrir 30 árum. Ég man ekki hvað þeir síðustu heita en það er ekkert undarlegt eðli málsins samkvæmt. Bransinn er miskunnarlaus því oft er heilmikið í ^6^11 ••• einu sinni listamennina spunnið. Fljótlega verður prímfratið það allra hallærislegasta sem til er og enginn vill við- urkenna að hafa haldið upp á það. Það þykir í besta falli fyndið að hafa fllað það en yfirleitt þora menn ekki að viðurkenna það fyrr en mörgum árum síðar. Fjölmörg dæmi eru t.d. um listamenn sem hafa átt fína spretti eftir smellinn sem skaut þeim upp á stjörnuhimininn en öllum var nákvæmlega sama. Örlög listamannsins sem verður fyrir stimpluninni eru oft sorgleg en þó með undantekningum sem betur fer. Hann treður upp á litlum klúbbum og kynntur sem náunginn er söng hinn eða þennan smellinn. Ef hann er sæmilega áhugaverður kemst hann í ein- hverjan ódýran spjallþátt og segir þar frá hlutskipti sínu. Eftir tuttugu mínútna frægð beið hans tuttugu ára þunglyndi með öllu tilheyrandi, drykkju, eitur- lyfjaneyslu og fleiri hræðilegheitum. Téður Del Shannon tók sitt eigið líf fyrir tólf árum eftir marga áratugi í myrkrinu. Hann er ekki eina prímfratið sem gafst upp. íslensk prímfröt af ýmsum toga Einsi áttavillti (þú vilt ganga minn veg o.s.frv.) er sennilega okkar frægasta prímfrat en við eigum ann- að sem fylgir fast á eftir. Fratið kallast Alda. Hún er ekki hæfileikalaus stúlka hún Alda Björk Ólafsdóttir en ég er ekki viss um að unnendur tónlistar fjölmenni í Skífunni þegar næsta afurð hennar lítur dagsins ljós. Hún tröllreið flestum vinsældarlistum Evrópu sumarið 1998 með tónlist sem hún kallaöi „trölla- popp“ og eflaust eru einhverjar skynsamlegar ástæð- ur fyrir þeirri nafngift. Hittarinn kallaðist Real good time. Skemmtileg og grípandi tónsmíð með viðlagi sem maður læröi undireins. Fleiri urðu smellirnir hins vegar ekki. Það sáu flestir að hér var á ferðinni dæmigert primfrat. Tröllapoppið yrði sum sé ekki klassískt. Við eigum auðvitað fleiri prímfröt þó þau séu ekki eins gríðarleg. Það finnst tU dæmis engum gaman að Herberti Guðmundssyni í raun og veru þótt hann haldi það sjálfur, en menn syngja kannski með þegar Can’t walk away heyrist í útvarpinu. Og þá á mjög kaldhæðnislegum forsendum. Auðvitað má líka víkka skUgreininguna. Við getum tU dæmis sagt að allir sem eru mikið í sviðsljósinu á einhverjum vettvangi um nokkurt skeið séu að vissu leyti prímfröt. Hver man tU dæmis ekki eftir Friðriki 2000, sá sem lék í EgUs-orku auglýsingunum? Hann getur í besta falli snúið aftur eftir nokkur ár og leik- ið sömu figúruna aftur og annaðhvort hlæjum við eða, sem er mun verra, við fyllumst nostalgískri gleði. Annar í afþreyingarbransanum sem ekki hefur náð aö endurtaka fyrsta smellinn er hinn mistæki en ágæti leikstjóri Júlíus Kemp. Ég held að enginn geti haldið því fram með góðri samvisku að hann hafi gert eitthvað sem komst með tærnar þar sem Veggfóður hafði hælana. Við skulum bíða og sjá. Og það leynast prímfröt víða í þjóðlífinu. í pólitík- inni mætti nefna Júlíus Sólnes, þingmann Borgara- flokksins frá 1987 tU 1991 og umhverfisráðherra og ekki má gleyma flokksbróður hans, Óla Þ. Guðbjarts- syni sem var dóms- og kirkjumálaráðherra í sama ráðuneyti. Ef maður vill tala sæmUega ábyrgðarlaust þá má kannski segja að Borgaraflokkurinn í heUd sinni hafi verið primfrat. Og reyndar öU svona fýlu- framboð eins og Þjóðvaki og félagsskapurinn sem Stefán Valgeirsson stofnaði þegar hann varð súr út í Framsókn. Ágætur þjóðfélagsrýnir sem ég ræddi við um dag- inn taldi Þorstein Pálsson, fyrrum forsætisráðherra, vera pólitískt prímfrat par exeUence. Rökin voru þau að Þorsteinn hefði leitt Sjálfstæðisflokkinn í gegnum kosningarnar 1987 og niðurstaðan var ... ja-, ekki góð. Svo ákvað hann að það væri góð hugmynd að leiða ríkisstjórn og hún geispaði golunni eftir rúmt ár. Síð- an hvarf hann. Ég legg þessa útnefningu undir dóm lesenda. Nú, það verður spennandi að sjá hvort Helgi Seljan hinn ungi og félagar hans í Biðlistanum verði prím- fröt. Þeir tóku kommana í nefið í sveitarstjórnarkosn- ingunum í Fjarðabyggð um daginn og feUdu lifseig- asta meirihluta landsins. En verða þeir jafn langlífir sjálfir? Það er auðvitað hugsanlegt að íslendingar eignist primfrat allra prímfrata. Það gæti kallast Kári Stef- ánsson en við þurfum að bíða í nokkur ár tU að sjá hvort hann endi sem nóbelsverðlaunahafi eða falsspá- maður á ruslahaugum sögunnar. Það skiptir engu máli hve hetjulega hann reynir að telja okkur trú um að allt sé í lagi hjá íslenskri erfðagreiningu. Við vUj- um lyf við sjúkdómum eins og geöklofa undir eins. Ég vona að hann fái verðlaunin. Jæja, hvaða lærdóm getum við dregið af þessari sögu? Jú, hann er einfaldur. Sígandi lukka er best, hvort sem það eru listamenn, pólitíkusar eða bara fólkið í landinu almennt. Maður á bara að taka þessu rólega. Jóhanna Sig orðaði þetta vel þegar hún sagði einhverjum misserum áður en hún stofnaði Þjóðvaka: „Minn tími mun koma!“ Úbbs. -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.