Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 29
LAUCARDAGUR 15. J Ú N { 2002 HelQoröfaö DV 2<3 inlegt að aðrir fjölmiðlar þögðu um þessa þætti og tóku því ekki fagnandi að umræðu um kynlíf hefði verið lyft á hærra plan. Áfram héldu fjölmiðlar að tala um súlustaðina, vændið og klámvæðingu Nets- ins. Þeir nýttu sér ekki tækifærið sem gafst til að koma af stað umræðu heldur gerðu frekar grín að þessu. Grinið var oft mjög gott, til dæmis var skets- inn eftir Þorstein Guðmundsson mjög fyndinn. Það var lika gaman að koma í áramótaskaupinu. Ég hef örugglega hlegið manna mest að þessu. Það var gam- an að fá þau viðbrögð en hefði líka verið gaman að fá alvarleg viðbrögð." Elíki tantra-meistari Leitar fólk ekki til þín sem sérfræðings í kynlífi eft- ir þetta? „Ég er ekki tantra-meistari. Ef ég væri dýralæknir eða eróbikkkennari myndi enginn setja orðið meist- ari eða snillingur á eftir titlinum. Ég er ekki jóga- meistari og ekki tantrameistari. Ég hef lesið mikið um tantra og stunda það heima hjá mér en er ekki að fjalla um það opinberlega. Mér þótti eðlilegt að tala um tantra í þáttunum en ef ég hefði viljað leggja það fyrir mig að kenna tantra þá hefði ég tekið boðinu um að gera aðra þáttaröð. Ef ég hefði viljað græða á þessu hefði ég haldið námskeið og skrifað aðra bók. En ég er fyrst og síðast jógakennari og það er það sem ég ætla mér að gera - hvort sem ég næ að lifa af því eða ekki, það verður að koma í ljós. Ég mun halda áfram að nema jógafræðin það sem eftir er.“ En tantrað hefur borið árangur, þú átt von á barni? „Ég kvæntist Jóhönnu Bóel í nóvember í fyrra og við eigum von á barni í desember. Jóhanna á fyrir þrettán ára stelpu, Báru Steinunni. Þetta verður mitt fyrsta barn. Það verður geysilega gaman. Ég hef búið mig undir foðurhlutverkið alla mina ævi. Öll fjöl- skylduboð hafa farið í leiki með börnum, ég vann á leikskóla í níu mánuði og tapaði þá hálfri milljón þvi launin eru svo lág. Ég hlakka mjög til að takast á við föðurhlutverkið sem er væntanlega stærsta hlutverk sem maður getur tekið að sér í lífinu. Ég hef stúder- að mikið hvaða áhrif uppeldi hefur á börn. Það ætla sér allir stóra hluti í uppeldinu og ég mun gera mitt besta. Ég er vel undirbúinn." Mystíkin horfin „Það skemmtilegasta við þróunina í jóga hér á landi er að mystíkin í kringum það hefur horfið. Þetta er líkamsrækt, öndun og slökun sem hjálpar fólki til að líða betur. Svifandi menn og naglabretti hafa ekk- ert með jóga að gera. Jógar sitja ekki mikið i hellum nútildags. Ég hef reynt að ná jóga niður á hversdags- planið. Fólk hefur lítinn tima til að hreyfa sig og sinna sjálfu sér. Ef líkamsrækt, hugareinbeitingu og slökun er hægt að stunda á sama tima er mikill tíma- sparnaður í því. Ég hef sterka tilfinningu fyrir þvi að jóga sé líkams- og hugrækt 21. aldarinnar. Jóga er ekki tískusveifla. Jóga hefur staðið af sér tiskusveifl- ur síðustu fimm þúsund ára.“ Þurfum við ekki á jóga að halda í öllum þeim hraða og spennu sem er í vestrænum þjóðfélögum? „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti og dæma samfélagið. Það eru margir góðir hlutir í samfélaginu. Fólk verður sífeUt meðvitaðra um mikilvægi þess að rækta sjálft sig í stað þess að keyra sig endalaust áfram. Fólk getur ekki sett sjálft sig og fjölskyldu sína til hliðar. Það er alveg sama hvað ég segi, fólk mun leita inn á þetta svið því þörfin er fyrir hendi. I góð- ærinu er minni þörf fyrir hugrækt en hún er mest áríðandi í kreppu. Þjáningin er góð svipa tU að reka menn til að gera eitthvað í sínum málum. Margir hafa skrifað bækur sem fordæma vestrænt samfélag. Sumir halda því fram að stóllinn sé versta uppflnning sögunnar og svo framvegis. Ég lærði einu sinni áð tU að vera góður kennari þurfi fyrst að kaUa fram bros hjá nemandanum. Þá opnar hann sig og tekur betur við. Það gengur ekki að ráðast á fólk og ætlast svo til að það hlusti á mann. Það hjálpar aldrei að dæma aðra en fólk gerir það til að upphefja sjálft sig.“ Jóga er vísindi „Ég hef tekið eftir því að eftir því sem fólk gerir meiri æfingar þá eykst áhugi þess á jógaheimspekinni. Fólk þarf ekki að notfæra sér jóga meira en það viU. Það er ekki skylda að breyta um lífsstíl og mataræði. Það er nóg að gera æfingar, það þarf ekki að fara lengra. En ef fólk viU þá er margt í boði sem það getur tileinkað sér. Fólk spyr oft hvort jóga sé trúarbrögð. Ég svara því neitandi. Trúarbrögðin segja „trúðu!“ en í jóga eru æf- ingarnar vísindalegar rannsóknir á manni sjálfum. Maður prófar og ef maður uppsker ekki þá hættir mað- ur. Þess vegna eru jógafræðin vísindi en ekki trúar- brögð. Það eru engir kennibálkar um hvernig maður eigi að vera heldur byggist jóga á persónulegri reynslu sem kemur í framhaldi af tilraunum og æfingum." Ertu grænmetisæta? „Eins og með allt þá er ég smám saman að breyta hlutum. Það tók smátíma að hætta að drekka og reykja. Það tók smátíma að hætta að borða kjöt en ég borða enn fisk og mjólkurvörur. Maður verður að spyrja sig af hverju maður borðar. í dag vil ég halda mér í formi og þá finnst mér gott að borða fiskinn. Með tímanum mun ég borða meira með það að leiðar- ljósi að halda mér hreinum fyrir hugleiðslu og breyta mataræði mínu í samræmi við það.“ Lífið á að vera erfitt Þú hlýtur að lifa mjög meðvituðu lífi: „Það er stefnan að vera meðvitaður um lífið og um sjálfan mig. Stærstu vandamálin í lífi mínu hafa sprottið af því að ég hef verið ómeðvitaður um sjálf- an mig, reiður út i fortíðina og reynt að deyfa mig fyr- ir óþægindum. Núna flnnst mér viturlegra að takast á við verkefnin; horfast í augu við vandann í stað þess að líta á þau sem óyfirstíganleg. Lífið er erfitt og það á að vera erfitt. Það var dálítið fyndið en þegar ég hætti að reykja og drekka spurðu sumir mig að því hvort ég ætlaði að verða alveg heilagur. Er slæmt að stefna í þá átt? Það er betra en stefna í hina áttina og þá niðurrifsstarf- semi sem fylgir því. Margir eru óánægðir með eigið líf og þá finnst þeim gott að geta bent á „þennan hálf- vita sem þykist vera heilagur og yfir aðra hafinn". Ég vandist umtali þegar ég var yngri; það var ekki lítið talað um foreldra mína. Ég hef mjög sterk bein gagnvart umtali og ég held að það hafi gefið mér mik- ið frelsi þegar ég uppgötvaði að mér myndi aldrei líka við alla og öllum myndi aldrei líka við mig.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.