Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 14
Innlendar fréttir vil
|
LAUGARDAGUR 15. JÚNt 2002
I>V
Helgarblað
Hátíðarkvöldverður forseta Kína:
Silungur, lamb og
súkkulaðikaka
Hátíðarkvöldveröur til heiðurs
Jiang Zemin, forseta Kína, og Wang
Yeping, konu hans, var haldinn í
Perlunni í gærkvöld og voru alls 183
manns á gestalista. Meðal viðstaddra
voru að sjálfsögðu kínversku forseta-
hjónin og gestgjafar þeirra, þau Ólaf-
ur Ragnar Grimsson, forseti íslands,
og Dorrit Moussaief, heitkona hans.
Einnig voru mættir Quian Qichen,
varaforsætisráðherra Kina, og Tang
JiaXuan, utanríkisráðherra Kína.
Allir ráðherrar í ríkisstjórn og
makar þeirra nutu kvöldverðarins, að
undanskildum Tómasi Inga Olrich
menntamálaráðherra, og Páli Péturs-
syni félagsmálaráðherra, sem báðir
eru staddir fyrir norðan, og Sólveigu
Pétursdóttur dómsmálaráðherra, sem
er erlendis. Halldór Blöndal, forseti
Alþingis, og Markús Sigurbjömsson,
varaforseti Hæstaréttar, voru á staðn-
um ásamt eiginkonum sínum.
Meðal annarra gesta má m.a. nefna
fyrrverandi forseta Islands, frú Vig-
disi Finnbogadóttur, fyrrverandi for-
sætisráðherra, Steingrím Hermanns-
son, starfsmenn ýmissa ráðuneyta,
auk annarra háttsettra embættis-
manna bæði frá Islandi og Kína.
Matseðillinn var íslenskur og jafti-
framt gómsætur; í forrétt var boðið
upp á silungatartar með silunga-
hrognum á blómkálsbeði, í aðalrétt
fengu gestir lambahrygg með rótar-
grænmeti og kantarellusveppum, og
loks var boðið upp á heita súkkulaði-
köku með vanilluís í eftirrétt. Sigrún
Hjálmtýsdóttir söng fyrir gesti undir
píanóleik Önnu Guðnýjar Guðmunds-
dóttur.
-vig
Fundur Jians Zemins og Ólafs Ragnars Grímssonar:
Mikilvægt að gagn-
kvæmur skilningur ríki
Heft tjáningafrelsi
Á fjóröa þúsund mðtmælendur sem komu samn á Austurvelli í gær, andmæltu skoöanakúgun kínverskra stjórnvalda meö táknrænum hætti.
Forsetinn og Falun Gong
Forseti Kína,
Jiang Zenim, hóf
opinbera heim-
sókn sína hingað
til lands á flmmtu-
dag og stendur
hún enn yfir.
Kröfug mótmæla-
alda hefur risið
vegna þeirrar
ákvörðunar ís-
lenskra stjómvalda að meina kín-
verskum iðkendum Falun Gong að
koma hingað til lands en ætlun
þeirra var að mótmæla mannrétt-
indabrotum í heimalandi sínu á
sama tíma og heimsókn forsetans
stæði yfir. Rúmlega sjötíu Falun
Gong-menn voru i stofufangelsi 1
Njarðvíkurskóla á þriðjudag en var
um miðnætti aðfaranótt miðviku-
dags sleppt inn í landið með því for-
orði að þeir færu í öllu eftir fyrir-
mælum lögreglu. Fleiri af þessu
sauðahúsi fengu hins vegar ekki að
koma inn 1 landið og hefur þess ver-
ið vandlega gætt, meðal annars af is-
lenskum lögreglumönnum sem stað-
ið hafa vakt á erlendum flugvöUum.
Byggðastofnun
Iðnaðarráðherra veitti Theódóri
Bjarnasyni, forstjóra Byggðastofnun-
ar, á fimmtudag lausn frá störfum.
Sama dag gaf Kristinn H. Gunnars-
son, stjórnarformaður stofnunarinn-
ar, út að hann gæfi ekki kost á því að
sitja lengur í formannsstólnum. Deil-
ur mftli þessara tveggja manna hefur
borið hátt að undanfornu. í DV sagði
forstjórinn að hann hefði mátt þola
„stöðuga áreitni og sálrænt ofbeldi"
af hálfu stjórnarformannsins. Sá
sagði í blaðinu á mánudag að hann
hygðist sitja sem fastast í formanns-
stól en hafði fyrir vikulok skipt um
skoðun.
Laxveiðin dræm
Laxveiðin fer dræmt af stað en nú
hafa veiðst á miUi 50 og 60 laxar í
þeim ám sem hafa verið opnaðar. Á
sama tíma í fyrra voru laxarnir
orðnir helmingi fleiri. Veiðimenn
segja að tveggja ára laxinn skili sér
ekki enn en binda þó vonir við að
hann gangi upp í ár á næstu dögum.
Þúsund á biðlista
AUs eru 967 aldraðir á öUu land-
inu á biðlistum eftir plássi, ýmist í
þjónustuhúsnæði eða hjúkrunar-
rými sjúkrahúsanna. Þetta er skv.
nýjustu tölum úr vistunarskrá heU-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytis-
ins frá i maí. Talsmenn aldraðra
segja ástandið vera geigvænlegt.
Blíðskaparveður var í gærmorg-
un þegar Jian Zemin, forseti Kína,
heimsótti Ólaf Ragnar Grímsson,
forseta íslands. Fundurinn var, að
sögn Ólafs, árangursríkur og með-
al þess sem rætt var voru málefni
er vörðuðu sjávarútveg, jarðhita
og ferðamennsku. Ólafur taldi
gríðarlega mikilvægt fyrir ís-
lensku þjóðina að rækta samskipti
sín við Kína, ekki eingöngu í við-
skiptalegu tiUiti heldur einnig
menningarlegu.
Mannréttindamál voru jafn-
framt rædd á fundinum og sagði
Ólafur að ítarlegar umræður
hefðu átt sér stað um stöðu lýð-
ræðisins. „Ég lýsti því fyrir forset-
anum að hið opna lýðræðislega
samfélag væri mjög ríkur þáttur,
ekki aðeins í stjórnkerfi okkar ís-
lendinga heldur einnig í viðhorf-
um okkar og menningu og að það
væri okkur kappsmál að leggja
áherslu á þessa þætti í viðræðum
okkar við aðrar þjóðir," sagði
Ólafur.
í viðræðum forsetanna tók Ólaf-
ur það einnig fram að mikilvægast
væri að mannréttindamál i Kína
þróuðust í réttar áttir og gagn-
kvæmur skilningur ríkti á milli
hópa með ólíkar skoðanir. Til
dæmis yrðu mótmælendur að hafa
tækifæri til að hafa áhrif á þróun-
ina með opnum hætti.
Ólafur taldi það ánægjulegt hve
hið íslenska samfélag hefði verið
opið fyrir Falun Gong og gefið
þeim tækifæri til að koma sínum
skoðunum á framfæri. „Mér finnst
það í raun ekki sanngjörn gagn-
rýni á stjórnvöld að við höfum
ekki gefið Falun Gong tækifæri til
þess að láta rödd sína heyrast. Ég
held að margar mótmælendahreyf-
ingar hefðu fagnað því að hafa jafn
greiðan aðgang að fjölmiðlum og
fengið jafn víðtækan stuðning
meðal þjóðarinnar og Falun Gong
hefur fengið á Islandi," sagði Ólaf-
ur. -JKÁ
Falun Gong og forseti Kína
Liðsmönnum Falun Gong tókst aö komast í sjónlínu forseta Kína. Hér
situr hann í BMW bifreiö á leið frá Bessastööum.
Nýir bæjarstjórar
Lúðvík Geirsson tók við starft bæjar-
stjóra í Hafnarfirði á þriðjudag og sama
dag settist Ámi Sigfússon í bæjarstjóra-
stólinn i Reykjanesbæ. Mikil uppstokkun
er í röðum bæjar- og sveitarstjóra þessa
dagana eftir bæjarstjómarkosningamar og
auglýst er eftir átta slíkum til starfa víða
um landiö.
Deilt nm bætur
Lögfræðingar Síldarvinnslunnar
og Baltasars Kormáks leikstjóra deila
mn bætur vegna eldsvoða sem upp
kom í geymsluhúsi fyrirtækisins
eystra í janúar þegar Baltasar og
hans fólk unnu þar að upptökum á
myndinni Hafrnu. Tjón vegna elds-
voðans nemur 70 milljónum króna.
Forstjóri Síldarvinnslunnar vonast til
að málið leysist án atbeina dómstóla.
DV-MYNDIR ÞOK
Jian Zemin, forseti Kina við komuna til íslands
Hér heilsar hann Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráöherra ásamt Davíö Oddssyni forsætisráöherra
og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands.
Velkominn, Jian Zemin
Kínverjar á íslandi fögnuöu komu forseta síns til landsins á á
Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn.
Ekkl fara of nærri
Hér er kínverskur fréttamaöur
leiddur burt af iögreglu eftir aö
hafa hætt sér of nærri í
móttökunni á Keflavíkurflugvelli.