Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 48
H&l c) a r b / a () H>'V' LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 Síðasti guðfaðirinn Uppáhaldsbófi Bandaríkjamanna veslaðist upp í fangelsi og dó íbgrjun vikunnar. John Gotti varð 61 árs gamall og sat inni síðustu tíu árin. Hann var dæmdur ílífstíðarfang- elsi fgrir margs konar afbrot, meðal þeirra nokkur morð. Samt var hann dáður af mörg- um sem síðasti guðfaðirinn sem eitthvað kveður að. Hann var líka hataður enda áttu margir honum grátt að gjalda og þjónar réttvísinnar litu á hann sem kaldrifjaðan morðingja sem sveifst einskis til að ná völd- um íglæpaheiminum og halda þeim. GOTTI VAR SÍÐASTI MAFÍÓSINN sem allir þekktu og dáðust að eða óttuðust. New York-blöðin minnast hans með vissri eftirsjá því hann var ávallt gott fréttaefni og naut þess að vera í sviðsljósinu. Flestum kemur saman um að Gotti sé maður 20. ald- ar og aö enginn muni taka við sem guðfaðir voldug- ustu glæpafjölskyldna stórborgarinnar. Eftirmælin eru að nú sé genginn síðasti mafíósinn sem sveipað- ur er rómantískum ljóma og óttablandinni aðdáun jafnvel heiðvirðra borgara. Gotti stjórnaði Gambino- veldinu og virtist um skeið ósnertanlegur með marg- milljóna dollara veltu og byggðist auðurinn eingöngu á glæpastarfsemi svo sem vændisútgerð, fjárkúgun, spilavitum, þjófnaði og fíkniefnasölu. Glæpaforinginn vakti mikla athygli fyrir klæða- burð sinn og framkomu. Hann gekk í rándýrum fót- um og fékk viðurnefniö Dapper eða sá fini. Hann barst mikið á og vildi sýna veldi sitt og auð með ótví- ræðum hætti. Þar var hann andstaða gömlu guðfeðr- anna, sem kusu að stjórna með þeim hætti að lítið bar á þeim og síst af öllu kærðu þeir sig um sviðsljósið eða fjölmiðlaathygli. Undantekningin var A1 Capone í Chicago, sem reyndar var illa séður af fjölskyldufeðr- unum í New York. Á uppleið John Gotti ólst upp í stórri fjölskyldu í Brooklyn og vann faðirinn fyrir 11 börnum í sveita síns andlitis við sorpheinsun. Strákur varð snemma ódæll og hætti í skóla og freistaði gæfunnar á götunum en á heimilinu var sífelldur peningaskortur og tækifærin til frama af skornari skammti. Pilturinn varð snemma efnilegur og varð brátt foringi í glæpaflokki jafnaldra sinna. Á þeim árum var hann handtekinn fimm sinnum fyrir ýmiss konar afbrot. Smáþjófnaðir og rán á götum úti voru fyrir krakka og Gotti stefndi hærra. Hann komst í kynni við einn af undirforingjum Carlo Gambino og gerðist honum handgenginn. Nýliðinn var einkar laginn að fást við ólögleg fjárhættuspil og okurlánastarfsemi. Það þurfti trausta handrukkara í þau störf. Hann vann sér álit glæpaforingjanna þegar hann tók að sér að hefna fyrir morð á frænda Gambinos. írsk glæpasamtök voru grunuð um að hafa rænt og myrt frændann. Gotti gekk frá foringja íranna, McBratney, með glæsibrag. En það var ekki fyrsta aftakan sem strákurinn stóð að, en samt sú sem tryggði honum frama innan glæpaheimsins. Þótt tvö vitni væru að morði írans fékk Gotti aðeins tveggja ára fangelsisdóm og hét afbrotiö manndráp af gáleysi. Ættlaus guðfaðir Á meðan Gotti afplánaði dóminn dó gamli Carlo Gambino og frændi hans, Paul Castellano, varö eftir- maður hans sem höfuð fjölskyldunnar. Þegar fanga- vistinni lauk varð Gotti brátt risandi stjarna í glæpa- fjölskyldum stórborgarinnar og hættulegur keppi- nautur Castellanos, sem þó áttaði sig ekki á að hann hafði eignast keppinaut. Castellano átti fylgi sitt aðallega meðal eldri mafiósa og stjórnaði hann samkvæmt gömlum hefð- um. Gotti aftur á móti sótti sína fylgjendur í raðir yngri fjölskyldumeðlima sem skynjuðu nýja tíma og vildu taka til sin gróða af sívaxandi eiturlyfjasölu. Gömlu mennirnir máttu ekki heyra að mafiufjöl- skyldur tækju þátt i svo svívirðilegum glæp sem þeir álitu heróinsölu vera. (Hér má minna á sama ágrein- ing sem upp kom í skáldverkinu Guðfóðurnum eftir Mario Puzo, sem byggist að nokkru leyti á sögulegum atburðum.) Ágreiningurinn kom upp á yfirborðið 1985. Castella- no og fylgjendur hans voru að draga sig út úr stórglæp- astarfsemi og töldu sig græða nóg á verktakastarfsemi og sorphreinsun og var samkeppni annarra á þeim sviðum ekki vel séð. (Munið Tony Soprano &Co). Castellano stóð höllum fæti þar sem félagar hans grun- uðu hann um að ætla að vitna fyrir þingnefndum og svo gerði hann skammarstrik sem enginn Don má láta eftir sér. Hann kastaði eiginkonu sinni á dyr. En eitur- efnaviðskiptin voru stóra ágreiningsmálið. Timi Gottis var upp runninn. Hann ákvað að ryðja Castellano úr vegi og krefjast þess að gerast æðsti maður Gambinofjölskyldunnar. Þá voru það óskráð lög að æskja samþykkis höfuðsmanna fjögurra stærstu mafíufjölskyldnanna í New York ef taka átti háttsettan foringja af lífi. Það æðsta ráð var kölluð Nefndin. En Gotti sótti ekki um veiðileyfi á Don Paul. Þess í staö átti hann f leynilegum viðræðum við tvær fjölskyldur sem ekki voru nógu öflugar til að eiga fulltrúa í Nefndinni og lét vita um fyrirætlun sína. Áhættan var mikil en strákurinn frá Brooklyn lét slag standa og hafði heppnina með sér. 16. desember 1985 biðu Gotti og nokkir samsæris- menn úr Gambinofjölskyldunni fyrir utan Sparks Steak House á Manhattan. Castellano komst aldrei út úr bíl sinum þegar skothríðin dundi á honum og þurfti ekki um að binda. Nokkrum vikum síðar kusu höfuðsmenn nokkurra mafiufjölskyldna John Gotti sem guðföður. í sviðsljósinu Nú var pilturinn kominn f sviðsljósið og naut þess. Klæðskerasaumuð ítölsk föt voru hans vörumerki, handsaumaðir skór og ofið fangamark í jökkum gerði hann að eftirlæti fjölmiðlanna og snaggaraleg tilsvör við blaðamenn rötuðu beint í fyrirsagnir æsifrétt- anna. Skipulögð glæpastarfsemi New York-borgar var komin á svipaðan stall og kvikmyndirnar f Los Ang- eles. Gotti tók sig út á breiðstrætum og brosti breitt framan í fjölmiðlana og þeir þökkuðu fyrir sig með því að fullnægja athyglissýki Donsins. Hann kunni vel við sig í réttarsölum og árið 1986 höfðaði saksóknari þrjú mál gegn honum fyrir glæp- astarfsemi og slapp Gotti frá þeim öllum og varð hvorki mæddur né sár. En sú árátta að vera sífellt í sviðsljósinu varð Gotti að falli. Á hátindi valdaferilsins hélt hann þing með öllum helstu foringum í glæpafjölskyldunum sem hann réði yfir og var samkundan haldin á Manhatt- an. Auk glæpalýðsins bauð Doninn fulltrúum alríkis- lögreglunnar að skoða dýrðina og voru allir myndað- ir og skráðir eins og geta má nærri. Innan tíðar voru saksóknarar reiðubúnir að hefja málaferli og voru kæruefnin gegn Gotti af ýmsum toga. Hann var ákærður fyrir fjögur morð, fyrir sam- særi og ráðabrugg um enn fleiri morð, fyrir að sýna dómstólum lítilsvirðingu, fyrir ókurlánastarfsemi, fyrir að reka ólögleg spilavíti og fyrir skattsvik. Rétt- arhöldin hófust 1990. Þótt áður hafi reynst erfitt að fá glæpaforingjann Klœöskerasaurnud ítölsk fót voru hans vörumerki, handsaumaðir skór og ofið fangamark í jökkum gerði hann að eftirlæti fiölmiðlanna og snaggaraleg tilsvör við blaðamenn rötuðu beint í fyrirsagnir æsifréttanna. Gotti var kominn af bláfátæku fólki en vann sig upp í að verða æðsti maður mafíufjölskvldna Ameríku. Til þess þurfti einstaka náttúru til glæpaverka. dæmdan fyrir aivarlega glæpi voru stjómvöld nú með leynivopn sem beitt var gegn Gotti. Sammy „Tuddi“ Gravano var næstráðandi í Gambinofjölskyldunni Hann var sterklega grunaður um morð og var lofað að hann myndi sleppa með vægan dóm ef hann segði allt hið létta um athafnasemi og glæpi Gotti guðfóður. Yfirheyrslurnar yfir Gravano voru allar teknar upp á hljóðbönd og kenndi þar margra grasa. Hann notaði aldrei orð eins og að drepa en sagði ávallt þegar á reyndi, aö þeir sem yfirheyrðu hann skildu hvað hann meinti, þótt talað væri undir rós. Enda var vitn- isburöinn ótvíræður. Úr umferð 2. apríl 1992 var Gotti ákæröur fyrir fjölda afbrota, meðal annars fimm morð. Hann var dæmdur í lifstíð- arfangelsi án réttar til að sækja um náðun. I fangelsinu tilnefndi Gotti son sinn, John yngri, sem eftirmann sinn og höfuð fjölskyldunnar. Ekki leið á löngu þar til eldri og reyndari menn hófu að stugga við piltinum og árið 1999 var hann dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir glæpastarfsemi. Peter, bróðir Gotti eldra, tók þá við en hefur ekki tekist að haida í horfinu. Völd og áhrif Gottis hurfu smátt og smátt meðan hann sat í fangelsinu og 1998 var greint krabbamein í hálsi glæpaforingjans og fór heilsu hans ört hrak- andi. Sömuleiðis fjaraði undan áhrifavaldi Gambino- fjölskyldunnar sem er ekki lengur nema skugginn af sjálfri sér. En hver veit nema að upp rísi fjörkálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.