Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 Helqarblað jy\r „Það er ekki nema uin aldarfjórðungur síðan fyrst var farið að beita nútímastjórnun í fyrirtækjum á íslandi með því móti sem við þekkjum í dag. Áður voru sjaldan við lýði einhverjar ákveðnar stefnur að því leyti. í seinni tíð er þetta orðið mikluni mun markvissara," segir Þorkell hér í viðtalinu. dv-mynd e.ól þetta smitað út frá sér og þróast frekar og hvers konar stefnumótunarumræða og markmiðasetning er raunar það sem er mjög einkennandi fyrir stjórnun Eimskips. Hugarfar gæðastjórnunar snýst talsvert um það að veita sem flestum starfsmönn- um ábyrgð og áhrif og þeir taki þátt.“ Eimsldp hefur haft áhrif á umhverfið Eimskip er eitt af stærri fyrirtækjum landsins og hefur í mörgu tilliti verið í fararbroddi í íslensku atvinnulífi i áratugi. Það er horft til þess sem gert er hjá Eimskip. Þorkell Sigurlaugsson segir að starfsmenn fyrirtækisins séu raunar mjög mót- tækilegir fyrir nýjum stefnum og straumum, ekki síst þar sem menntunarstig innan fyrirtækisins sé hátt. Þorkell hefur verið iðinn við að vekja máls á ýmsum nýjungum er lúta að nýjum stefnum og stjórnunarháttum í rekstri fyrirtækja - meðal ann- ars með greinum eins og hann hefur skrifað reglu- lega í Viðskiptablaðið um nokkurra ára skeið. Þar vék hann margsinnis að hlutverki leiðtogans í fyr- irtækjum og margvíslegum stjórnunarháttum og fyrirtækjabrag. Hugað að heildarmyndinni „Það er erfitt að alhæfa að einhver ein gerð stjórnenda eða stjórnunarhátta virki betur en önn- ur í atvinnulífinu í dag,“ segir Þorkell. „Það fer allt eftir eðli fyrirtækja og hvar þau eru á þróunar- brautinni; það þarf allt öðruvísi vinnubrögð og hugarfar við að stjórna sjávarútvegsfyrirtæki en banka, að ekki sé minnst á fjárfestingarfyrirtæki eða hlutabréfasjóð. En óneitanlega er það í öllu falli kostur að stjórnendur hafi breiða yfirsýn yfir reksturinn og beini sjónum sínum að heildarmynd- inni. Sé stóra myndin í lagi og meginstefnumál rétt þá hverfa mistökin frekar í skuggann. Það er hættulegt viðhorf að ætla aldrei að gera mistök og sætta sig aldrei við mistök." Þorkell segir að erfitt sé fyrir leiðtoga að reyna að vera fullkominn, óumdeildur og taka aldrei áhættu. Menn verði að geta stjórnað af röggsemi, tekið ákvarðanir og jafnframt deilt ábyrgð. Það á heldur ekki alltaf að taka sig of alvarlega og reyna að vera eitthvað annað en maður er. „Það fer mönnum illa að reyna að leika eitthvert ákveðið stjórnendahlutverk sem er þeim ekki eðlislægt. Það geta ékki allir orðið góðir leiðtogar eða stjórnend- ur og erfitt er að læra að sinna leiðtogahlutverk- inu; mönnum er þetta mismunandi eðlislægt. Það er nú samt þannig að árangur flestra fyrirtækja ræðst af forystumanninum. Þótt auðvitað séu það hinir almennu stjórnendur og starfsmenn sem vinna verkin og eru sú auðlind og afl sem knýr fé- lagið áfram, þá ræður skipstjóri för og föruneyti." -sbs Húsnæði og atvinna Leitum að konu til dvalar hjá fullorðinni konu á sveitaheimili skammt frá Flúðum. í boði er frítt húsnæði, en greitt er fyrir vinnu við umönnun og heimilisaðstoð. Einnig er möguleiki á að geta stundað vinnu í nágrenninu. Gæti verið góður kostur fyrir fólk með skerta starfsorku. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið vinsamlega hafi samband við: Pálmar, 486 6685/892 2370, og Aðalstein, 486 6605/898 1591. •r' UTBOÐ F.h. Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í akstur á nemendum grunnskóla Reykjavíkur. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 6. ágúst 2002, kl. 11.00 á sama stað. FRÆ 65/2 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í reglubundið viðhald brunaviðvörunarkerfa í 19 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 9. júlí 2002, kl. 11.00 á sama stað. FAS 66/2 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Raykjavík-Sími 570 5800 Fax 662 2616 - Netfang: isr®rhus.rvk.is Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 47. útdráttur 1. flokki 1990 - 44. útdráttur 2. flokki 1990 - 43. útdráttur 2. flokki 1991 - 41 útdráttur 3. flokki 1992 - 36. útdráttur 2. flokki 1993 - 32. útdráttur 2. flokki 1994 - 29. útdráttur 3. flokki 1994 - 28. útdráttur Koma þessi bréf tiL innlausnar 15. ágúst 2002. Ötl númerin verða birti Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu laugardaginn 15. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasiðu íbúðalánasjóðs: www.ils.is. s Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.