Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 Hc > / q a rh / a ö H> V 9 mm mm Ragnar Aðalsteinsson er orðinn löggilt gamalmenni í skilningi laganna en hann segist ætla að halda áfrani að berjast f>rir rétti þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Hann er enn í eldlínunni vegna Falun Gong. DV-mvnd ÞÖK staðar og tekur lögin um miðlægan gagnagrunn sem dæmi. „Hér sögðu menn,: Það mega allir vita allt um mig, ég á engin leyndarmál. Menn frá öðrum Norðurlönd- um t.d. töldu af og frá að lög eins og þessi yrðu sam- þykkt þar.“ Leiftursókii stjómvalda Ragnar telur að leiftursóknaraðferðir stjórnvalda við að koma lögunum í gegn um þingið hefðu komið í veg fyrir raunverulega umræðu um grundvallarat- riði málsins. „Átökin pólaríseruðust og urðu mjög pólitísk. Þess vegna varð siðferðileg umræða nánast engin. íslensk- ur ráðherra sem var ekki ánægður með vísindasiða- nefnd breytti einfaldlega reglugerð um skipan hennar og hætti að skipa hana hlutlausum fagmönnum en setti pólitíska jábræður inn í staðinn. En Islendingum virtist vera alveg sama og þeir átt- uðu sig engan veginn á áhrifum þessa gjörnings sem var mjög ólýðræðislegur." Ragnar segir að íslenskir stjómmálamenn séu and- vígir ýmsum þeim ákvæðum í lögum sem til mann- réttinda geta talist. „Þeim virðist sérstaklega uppsigað við jafnræðisá- kvæði stjórnarskrárinnar sem hefur haft mikil áhrif á niðurstöðu margra mála og ég hef heyrt menn segja að þeir hafi alls ekki ætlast til þess að breytingar á stjórnarskránni hafi þessi áhrif.“ Hættuleg blanda stjóm- og þýlyndis Ragnar segist krefjast þess af stjórnvöldum að þau upplýsi almenning fyrr og betur og almenningur taki virkari þátt i umræðunni. „Við búum við mjög stjórnlynd yfirvöld um þessar mundir og hlýðinn almenning. Þetta held ég að sé hættuleg blanda. Mér finnst ég verða í auknum mæli var við ótta borgaranna við stjórnvöld. Fólk sem á ákveðin réttindi sem það gæti náð með því að beita sér t.d. fyrir dómstólum kýs að gera það ekki af ótta við reiði stjórnvalda sem það telur þá geta lagt stein í götu sína.“ En skyldi Ragnar oft á sínum ferli hafa orðið fyrir vonbrigðum með íslenskt dómskerfi? „Það hefur oft gerst og það hefur oft hvarflað að mér að hætta að skipta mér af ákveðnum málaflokk- um og ég hef alltaf hugsað sem svo að mín aðferð til þess að hafa áhrif og taka þátt í samfélaginu með virkum hætti sé að flytja mál og fá fram niðurstöðu sem hefur áhrif. En ég hef fengist við margt annað en mannréttinda- mál enda segja lögfræðingar að það geti enginn tekið að sér of mikið af opinberum mannréttindamálum án þess að verða gjaldþrota." Einstæðir atburðir Það er ekki hægt að skiljast viö þetta samtal án þess að bera í tal þá atburði sem eru að gerast á göt- um bæjarins og síðum blaðanna, á sjónvarpsskjánum og snúast um komu forseta Kína og tilraunir ís- lenskra stjómvalda til að takmarka aðgengi Falun Gong að landinu. Eru þetta svartir dagar í íslenskri réttarsögu? „Þetta eru einstæðir atburðir og virðist hafa sært réttlætiskennd nánast allra 1 samfélaginu. Réttlæting- ar stjórnvalda hafa ekki verið heiðarlegar og beinlín- is ósannar í flestum atriðum og stjórnvöld hafa beitt þögn og blekkingum til að verja málstað sinn. Ég kann ekki að meta það hvernig ríkisstjórnin riftir samningum Flugleiða við farþega sina með einu bréfi. Þetta er mismunun af verstu gerð sem við höf- um séð og undarlegt að Flugleiðir skuli hlýða þessum skipunum mótmælalaust eins og gerist í góðu einræð- isriki. Allar aðrar þjóðir hleypa þessu fólki inn sem segir okkur að reynslan af því sé ekki slæm. Hvað myndu aðrir íslendingar sem hafa starfsréttindi gera ef þeir fengju bréf frá ríkisstjórninni yfir óæskilega viðskiptavini? Myndu menn hlýða því? Ég vO fá að sjá áhættumatið sem aðgerðirnar eru sagðar byggjast á og ég vil fá að sjá bréfiö sem ríkis- stjórnin sendi Flugleiðum. Ég hef krafist þess í krafti upplýsingalaganna." Óttast afleiðiiigar En mun þetta draga dilk á eftir sér í íslensku sam- félagi? „Það sem ég óttast mest er að nú þegar stjórnvöld sjá að þau komast upp með þetta og geta þetta þá eru þau komin á bragðið. Þessar aðgerðir gætu hæglega beinst gegn íslendingum sjálfum og þessum sömu að- gerðum er hægt að beita á Islendinga sjálfa með öðr- um hætti. Viðhorfin sem leynast þarna að baki eru sennilega það hættulegasta en hvort þetta er það versta sem hef- ur gerst á íslandi er ofmælt. Það hefur margt gerst sem enginn hefur enn þorað að segja frá. Ég vona að þetta hafi samt jákvæð áhrif og fólk verði hér eftir gagnrýnna á aðgerðir stjómvalda og láti til sín heyra en líti ekki á ákvarðanir þeirra eins og náttúruhamfarir." Játar á sig skógrækt Þegar Ragnar er spurður um það hvort hann hygg- ist setjast í helgan stein og sinna áhugamálum sínum hlær hann og segir mér frá lögfræðingum sem hafa sótt mál langt fram á níræðisaldur. Ragnar segist eiga ósinnt ýmsum fræðastörfum en hann segist hvorki stunda golf, veiðar né hestamennsku en játar á sig skógrækt við sumarbústað sem þau hjónin hafa lengi átt við Selvatn, rétt fyrir utan Reykjavik. Auk þess nefnir hann bóklestur, leikhús, kvikmyndir og göngu- ferðir til tómstundaiðkana sinna. „Það er allt hægt ef maður hefur góða heilsu og ég býst við að halda eitthvað áfram," segir hann að lok- um. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.