Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 38
Helgarblaö X3 V LAUGARDAGUR IS. JÚNÍ 2002 1 ■K Páll Magnússon flutti sig úrstarfi fréttastjóra Stöðvar 2 eftir um 20 ára starf i/ið fjölmiðlun og gerðist upplgsinga- fulltrúi íslenskrar erfðagreiningar. Þar gætir hann orðstírs umdeildasta fyrirtækis á íslandi og orðstírs umdeildasta forstjóra og frumkvöðuls á íslandi, Kára Stefánssonar, en þessir tveir hlutir eru eitt og hið sama. Páll talar við DV um bakteríu fréttanna, umdeilda yfirmenn og orðspor Kára Stefánssonar. ÍSLENSK ERFÐAGREINING ER ÁN EFA mest um talaða fyrirtæki á íslandi. Á venjulegu ári birtast ríf- lega 1300 fréttir af starfsemi fyrirtækisins í íslenskum fjölmiðlum. Það er nálægt því að vera þrjár og hálf frétt á dag. Það kemur því ekkert á óvart þótt fyrirtækið hafi á sínum snærum sérstakan starfsmann sem hefur það hlutverk að hafa hemil á eða stýra þessu fréttaflóði því í þessari tölu er ekkert tillit tekið til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum. Það vakti talsverða athygli seinni hluta síðasta árs þegar Páll Magnússon, gamalreyndur fréttahundur til nærri 20 ára í faginu, stóð upp úr stól sínum sem fréttastjóri Stöðvar 2 og gerðist framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs íslenskrar erfðagrein- ingar. Það er nefnilega þannig að meðal blaðamanna og fréttamanna eru þeir sem starfa við almanna- tengsl, talsmenn og fréttafulltrúar eða upplýsingafull- trúar eða hvaða nafni þeir eru nefndir, ekki sérstak- lega hátt skrifaðir. Þeir eru oftast í umbreyttu eöa lítt dulbúnu sölumannshlutverki og loða við fjölmiðla eins og kusk, sífellt á höttunum eftir auglýsingum, kynningum, umfjöllun um framleiðsluvörur, starfs- fólk eða málstað sins fyrirtækis. Fréttahaukar sem telja sig vera að elta sannleikann og flytja hann ómengaðan til almennings eftir faglegum reglum og siðareglum sem tíðkast i starflnu hafa ekki mikið álit á þessum mönnum og það liggur viö að innan stéttar- innar sé litið á þá sem hálfgerða svikara. Þegar ég þýfga Pál Magnússon um þessa hluti á glæsilegri skrifstofu hans í nýju og framandlegu húsi íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri þá kannast hann við þessi sjónarmið. „Ef ég hefði fengið tilboð um starf frá einhvers kon- ar almannatengslafyrirtæki eða einhverju þeirra hefðbundnu og grónu fyrirtækja í íslensku viðskipta- lífi sem halda úti slíkum störfum þá hefði ég alla jafna sagt: Takk en nei takk, því mér hefði ekki fund- ist að það væri neitt starf fyrir mig. Staðreyndin er samt sú að þegar Kári Stefánsson hafði samband við mig seint um sumarið 2000 og kynnti mér þá hugmynd sína að ég kæmi og ynni fyr- ir þetta fyrirtæki þá varð ég mjög hugsi. Ég var satt að segja orðinn svolítið leiður á fréttaharkinu og fannst ég ekki geta gert mikið meira á þeim vettvangi miðað við þann þrönga kost sem fréttastofunni var búinn. Ég var búinn að hugsa með sjálfum mér aö ef ég vildi gera eitthvað í því þá yrði það að gerast áður en ég yrði fimmtugur. Mér fannst einfaldlega aö þetta fyrirtæki væri svo einstakt í sinni röð bæði hérlendis og erlendis og til- urð þess öll og verkefni með þeim ólíkindum að ég gat ekki séð að ég fengi annað og meira spennandi tæki- færi til að skipta um starfsvettvang þegar ég yrði fimmtugur. Þess vegna sló ég til. Mig langaði einfald- lega til að vinna hjá þessu fyrirtæki," segir Páll og við horfum út um gluggann yfir hinn umdeilda Reykjavíkurflugvöll og síðan lengra til austurs þar sem hægt er að rekja samfellda línu eftir fjallabrún- um frá Bláfjöllum, um Grindaskörð, Lönguhlíð, Gull- bringu, Sveifluháls, Trölladyngjur, Fagradalsfjall og Keili. Frainboð og eftirspum Hann bætir svo við að hlutverk sitt sé svolítið öðruvisi en margir myndu ætla. „Ég stend ekki í því frá degi til dags að ýta þessu fyrirtæki inn í fjölmiðla eða koma þvi á framfæri, eins og það heitir. Það er meiri eftirspurn eftir fréttum héðan og um- fjöllun um fyrirtækið en framboð." Það er staðreynd að það er nánast aldrei talað um íslenska erfðagreiningu án þess að talað sé um stofn- anda og frumkvöðul fyrirtækisins, Kára Stefánsson, sem kom eins og vígahnöttur inn í íslenskt samfélag og viðskiptalíf og stofnaði fyrirtæki sem hefur orðið tilefni hatrammra deilna í samfélaginu um nánast allt sem fyrirtækið hefur gert. „Það er í sjálfu sér rétt að Kári er mjög rammgerð- ur persónugervingur íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Páll. „Annars vegar er það auðvitað vegna þess að hann átti hugmyndina að stofnun þess og gerði það að veruleika með fulltingi annarra. Hins vegar er það vegna þess að hann er, eins og fyrirtækið, mjög áber- andi, fyrirferðarmikill og umdeildur. Ég hygg að þessu sé oft svona farið um frumkvöðlafyrirtæki eins og þetta, en man í svipinn ekki eftir neinni hliðstæðu í íslensku viðskiptalífi. Þetta er reyndar einnig svona á erlendum vettvangi aö menn setja gjarnan sama- semmerki milli hans og fyrirtækisins. Ég geri hins vegar ráð fyrir að þetta breytist eftir því sem fyrir- tækið eldist og þroskast." Af framanskráðu má Ijóst vera að Páll Magnússon hefur meðal annars þann starfa með höndum að gæta orðstírs fyrirtækisins og lítur eftir þvi að umfjöllun um það sé með þeim hætti að ekki skaði orðspor þess . Þess vegna hlýtur það að vera jafnmikið í hans verkahring að gæta þess að orðstír Kára Stefánsson- ar skaðist ekki eða orðspor hans skaði fyrirtækið. Finn ekki fjöðrina Nánast allir íslendingar þekkja ýmsar skrautlegar sögur af persónulegu framferði Kára Stefánssonar og hafa heyrt þær jafnvel í ýmsum myndum. Hér verður ekkert dæmi nefnt um slíkar sögur enda eru þær oft varla eða ekki prenthæfar. Páll segir að þessi samtvinnun manns og fyrirtæk- is birtist í því að hann er nánast aldrei spurður hvernig sé að vinna hjá deCODE en allir spyrja hann hvernig sé að vinna með Kára. DV bætist í hópinn og vill endilega heyra svar við þessari algengu spurn- ingu. Hvernig er að vinna með Kára? „Það er bara gott og spennandi og gengur vel. Það er ögrandi upplifun og ég vil jafnvel segja að það sé þroskandi lífsreynsla. Ég hef á 20 ára ferli mínum í og við fréttamennsku aldrei orðið vitni að jafnmiklu umtali um nokkurn einstakling í samfélaginu eins og Kára. Ég hef séð menn koma og fara í sviðsljós frægðarinnar og marg- ir dvelja þar aðeins skamma stund og hverfa síðan. En ekki Kári. Hann hefur nú staðið í þessu sterka ljósi í sex ár og það er ekki heiglum hent.“ -En fylgist þú með sögunum af honum? „Sögur af Kára eru legíó og ég hef heyrt þær marg- ar og í ýmsum myndum. Flestum hef ég tekið með af- skiptaleysi en sumar hafa verið þess eðlis að ég hef mér til gamans gert svona nokkurs konar stikkpruf- ur á sannleiksgildi þeirra, eða öllu heldur reynt að grafast fyrir um hvernig þær gátu orðið til. Skemmst er frá því að segja að þær hafa reynst rakalaus uppspuni og ekki einu sinni verið flóarfótur fyrir þeim. Svo gripið sé til algengrar líkingar um fjöðrina sem varö að fimm hænum þá hef ég ekki einu sinni fundið fjöðrina. Menn eins og Kári verða aftur á móti að sætta sig við að af þeim verða sagðar sögur og um þá verða búnar til sögur. Við því er ekkert sérstakt að gera.“ Umdeildustu yfirmenn íslands Páll Magnússon er ekkert sérstaklega óvanur því að vinna með umdeildu fólki því sennilega er óhætt að halda því fram að þrír yfirmanna hans hafi verið og séu meðal umdeildustu og mest umtöluðu mönnum á íslandi seinustu tvo áratugina. Þetta eru auk Kára þeir Jón Ólafsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Stöðvar 2 til margra ára, og Jón Óttar Ragnarsson, stofnandi og frumkvöðull þeirrar sömu stöðvar. Allt eru þetta menn sem eru þekktir fyrir að fara sínar eigin leiðir og kæra sig lítt um álit almennings. En skyldi vera eitthvað líkt með þessum þremur mönn- um? „Það er nákvæmlega ekkert sem þessi þrír menn eiga sameiginlegt nema hvað þeir hafa allir verið þeirrar vafasömu gæfu aðnjótandi að hafa unnið með mér,“ segir Páll og er aldeilis ófáanlegur til að fara í einhvern nánari mannjöfnuð meðal þessara þriggja. Páll Magnússon ólst upp í Vestmannaeyjum við leik og störf. Hann varð nokkrum sinnum íslands- og bikarmeistari með yngri flokkum ÍBV í fótbolta og spilaði jafnan stöðu tengiliðar sem má kannski segja að hann geri enn. Hann tók fil.cand próf í stjórnmálafræði og hag- sögu frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð og í ljósi þess að Magnús H. Magnússon, faðir hans, starfaði að stjórnmálum áratugum saman er freistandi að spyrja hvort hann hafi ætlað að feta í fótspor gamla manns- ins og verða pólitíkus. Ekki vill Páll viðurkenna það og segist ekki hafa haft neitt sérstakt starf í huga með náminu heldur einungis lagt stund á þær námsgrein- ar sem vöktu áhuga hans. Þegar hann kom heim frá námi fékk hann starf viö afleysingakennslu og lenti síðan sem sumarmaður inn á Dagblaðið Vísi sem þá barðist enn harðri baráttu við DB þótt blöðin ættu síðar eftir að renna saman. Veturinn eftir var Páli boðið fast starf á Vísi og þá fór hið eiginlega starfsval fram þegar hann tók blaðamennskuna fram yfir kennslu. Og áframhaldandi rækt við fræðigreinina. „Þetta þótti mér skemmtilegt og spennandi starf. Þarna fékk ég bakteríuna sem ég hef eiginlega aldrei losnað viö síðan." Að grípa gæs Páll sat ekki alveg kyrr í starfinu því hann varð fljótt fréttastjóri á Tímanum en slapp þaðan kalinn á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.