Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. JÚNl 2002 DV Fréttir Jiang Zemin: Blómapotturinn og vindhaninn Föstudaginn 17. ágúst árið 2001 voru fjórir liðsmenn Falun Gong hreyfmgarinnar dæmdir í allt að lífstíðarfangelsi fyrir „morð að yfir- lögðu ráði“. Málavextir voru þeir að sjö Falun Gong-iðkendur kveiktu i sér á Torgi hins himneska friðar í höfuðborg Kína, Peking, í janúar á sama ári. Einn þeirra sem kveiktu í sér, Wang Jindong, hlaut 15 ára fangelsi og Liu Yunfang, meintur skipuleggj- andi atviksins, var dæmdur í lífstið- arfangelsi. Hinir tveir hlutu vægari dóma en kona ásamt 12 ára dóttur sinni létust við framkvæmd gjörn- ingsins. Opinberir fjölmiðlar í Kína voru fljótir til að brennimerkja Falun Gong sem „illan sértrúarsöfnuð" og ógn við opinbert skipulag þjóðar- innar. Dagblað kommúnistaflokks- ins sagði að liðsmenn Falun Gong sem fremdu glæpi myndu „berja hausnum við stálvegg laganna þar til þeim blæddi." Þetta mál var notað sem vopn yf- irvalda til að fá kínverskan almenn- ing til að snúast gegn fylkingunni, meðal annars með því aö segja að atburður þessi hefði „ofboðið heim- inum“. Þeir liðsmenn Falung Gong sem eru í útlegð sögðu hins vegar að sjömenningamir væru ekki liðs- menn í fylkingunni og að Li Hongzi, andlegur leiðtogi Falung Gong, leyfði ekki sjálfsvíg. Sumir segja þó að ummæli Li sé auðveldlega hægt að mistúlka en hann hefur meðal annars talað um „fullkomnun" og að öðlast „æðra tii- verustig". Það þótti áþreifanlegt hversu mikið forseti Kína, Jiang Zemin, lét sig þetta mál varða á meðan aðrir leiðtogar þarlendir létu lítið sem ekkert á sér bera. Vinsældirnar eru miklar Starfsemi Falun Gong hefur verið mikið í sviðsljósinu hér á landi und- anfarið vegna opinberrar heimsókn- ar forsetans hingað til lands. Sjálfir segjast Falun Gong-iðkendur vera friðarsinnar sem leggja áherslu á umburðarlyndi og auðmýkt en eru um leiö miklir andstæðingar yfir- valda í Kína og vilja meina að illa sé farið með sig og aðra landa sina. Þar spilar Jiang Zemin lykilhlut- verk enda helsti fjandmaður hreyf- ingarinnar sem á örfáum árum starfsemi sinnar hefur öðlast mikið fylgi og eru fræði hennar kennd og stunduð í öllum heimshomum. Einungis til skreytingar Jiang Zemin er arftaki Deng Xiaoping í forsetastólnum í kjölfar þess að Zemin, þáverandi borgar- stjóri í Shanghai, vann sig upp í áliti hjá Xiaoping. Eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar í Pek- ing, árið 1989, þar sem stúdentar kröfðust lýðræðislegra umbóta, komst hann til mikiila metorða hjá fyrirmönnum landsins í Peking fyr- ir hrekja úr starfi lýðræðissinnaðan ritstjóra dagblaðs þar í bæ og kveða niður á ofbeldislausan hátt mótmæl- in í Shanghai sem þóttu mjög mikil. Sama ár tilnefndi Xiaoping borg- arstjórann í Shanghai sem aðalrit- ara kommúnistaflokksins og kom sú ákvörðun mörgum á óvart. Hann var tiltölulega óþekktur á landsvísu en í Shanghai hafði hann öðlast við- urnefnið „blómapotturinn" sem Kínverjar nota oft fyrir þá sem eru taldir vera meira til skrauts en gagns. I fyrstu afskrifuðu stjórnmála- skýrendur Zemin sem ljúfmenni sem var hentugur flokknum á þeim tíma. Enn fremur var talið að hann DV-MYND ÞÖK Jiang Zemin við komuna til Islands Kínaforseti kom til íslands í opinbera heimsókn á fimmtudag og sést hann hér heilsa Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra en þeir Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Davíð Oddsson forsætisráðherra fyigjast með. Heimsóknin hefur vakið sterk viðbrögð hér á landi enda Zemin og stjórnarhættir hans í Kína mjög umdeildir. væri algerlega háður stuðningi Dengs Xiaopings og eftir að hann léti af störfum myndi hann fljótlega hverfa af sjónarsviðinu. En síðar á árinu 1989 þegar Xiaoping settist í helgan stein skip- aði hann Zemin sem yfirmann her- máladeildar kommúnistaflokksins þó svo að Zemin hefði aldrei veriö hermaður. Hann notaði það vald til Eiríkur Stefán Ásgeirsson blaðamaður að þóknast hemum og vinna sér inn góða stöðu í valdatafli flokksins. Árið 1993 var Zemin gerður að forseta og þó svo að það tæki hann nokkuð ár að festa sig almennilega í sessi í því embætti hefur hann nú öðlast virðingu landa sinna og þyk- ir bráðsnjail. Sfðan 1997, þegar Xia- oping lést, hefur hann veriö óhagg- anlegur í starfi og verið meira i sviðsljósinu í heiminum. Maður stöðugleika Jiang Zemin hefur ætíð forðast hugmyndafræðiiega baráttu og hæfileiki hans til að láta aðgeröir ráðast af aðstæðum hefur orðið til þess að hann hefur öðlast annað viðurnefni, „vindhaninn". Hans helsta verk sem valdamesti maður landsins er að viðhalda því sem Xiaoping og Mao Zedong, for- maður á undan honum, höíðu byggt upp síðan 1949 þegar Mao komst til valda. Hann fylgir þeirri stefnu sem Xiaoping mótaði, að bæta sífellt efnahaginn i landinu og viðhalda um leið taki flokksins á valdinu í Peking. Að því leyti til er hann frábrugð- inn forverum sínum. Mao undirbjó byltinguna, Xiaoping gerði þjóðina að stórveldi í heiminum í lok 20. aldar en Zemin hefur einbeitt sér að því að viðhalda þeirri stööu. Kapítalista í flokkinn Þó svo að svo virðist sem Zemin sé hið mesta ljúfmenni sem grípur í karaoke-hljóðnemann af og til og semur ljóð í sinum frístundum, ger- ir hann það sem þarf til aö viðhalda valdatökum kommúnistaflokksins í Kina. Aðgerðir hans gegn Falun Gong-liðum, líkt og þær sem hér á undan er lýst, eru dæmigerðar fyrir valdatroðning flokksins í landinu en um leið seður hann fólk með því að vera sífellt að leitast við að end- urbæta flokkinn, efnahaginn og stjórnarhætti. Á síðasta ári sagði Zemin í ræðu að það væri kominn timi til að hleypa kapitalistum inn í kommún- istaflokkinn - nokkuð sem hefði verið með öllu óhugsandi fyrir 5 ár- um, hvað þá 50. Þótti þetta vera merki um sterka stöðu hans innan flokksins en sífellt heyrast há- værari raddir þess efnis að evrópskt jafnaðarmannalýðræði, það sem oft- ast hefur verið kennt við Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, eigi erindi inn i stjórnarfar Kina. Zemin segist þar með vilja sameina kosti Blairs og Karls Marx, annars höf- unda kommúnistaávarpsins. Sem er vitaskuld ótrúlegt og sjálfsagt hefði fáum dottið í hug að „þróa“ marx- isma í þá átt. Á svipuðum tíma og þetta kom fram voru liðin 25 ár síðan Mao for- maður lést. En bæði stjómvöld og almenningur láta sér fátt um finn- ast og sjá ekki ástæðu til að minn- ast hans í tilefni af því á einn eða annan hátt. Fólk á fomum vegi sem spurt var hvort það vissi hvaða dag Mao dó haföi ekki hugmynd um það og sagðist frekar vilja beina at- hyglinni að breytingum Xiaopings á lifsháttum Kínverja og nýjum hug- myndum Zemins um stjórnarhætti í landi sínu. „Sósíalismi er bara slagorð," sagði tölvunemi í Shanghai þegar rætt var við hann. „Það sem við höf- um í dag er kapítalismi." Á dögum sínum hefur Jiang Zem- in ferðast um heiminn og dvalið í löndum eins og Rússlandi, Rúmen- íu, Búlgaríu, Þýskalandi og Póllandi sem og talar hann auk kinversku ensku, rússnesku, japönsku, frönsku og rúmensku. Kínverjar kunna vel að meta heimsborgarann í Zemin og telja hann siðfágaðan einstakling sem sé kjörinn í starf leiðtoga landsins. REUTERSMYND Stórvinir í Sankti Pétursborg Jiang Zemin telst vera hrókur ails fagnaðar hvar sem hann kemur og á góðum stundum þykir honum ekki slæmt að grípa i karaoke-hijóðnemann. Hér er hann með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Nursultan Nazarbayev, forseta Kasakstans. SBKi Sprengjutilræði í Karachi Að minnsta kosti átta manns týndu lífi þegar bílsprengja sprakk fyrir utan bandarisku ræðis- mannsskrifstofuna í Karachi í Pakistan á föstudagsmorgun. Hátt á þriðja tug manna slasaðist, að sögn lögreglu. Allir hinir látnu voru pakistanskir. Að sögn talsmanns bandaríska sendiráðsins i Islamabad slasaðist einn bandarískur starfsmað- ur ræðismannsskrifstofunnar lítil- lega, svo og fimm pakistanskir. Lög- reglan sagði að svo virtist sem um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða, svipaða þeirri og varð ellefu Frökk- um að bana í byrjun mai. Rumsfeld farinn heim Donald Rumsfeld, landvamaráð- herra Bandaríkjanna, lauk heim- sókn sinni til Indlands og Pakistans á fimmtudag með þeim orðum að sér fyndist sem leiðtogar landanna tveggja hegðuðu sér á ábyrgan hátt. Rumsfeld fór austur þangað til að reyna að draga úr þeirri miklu spennu sem hefur verið um nokkra hríð í samskiptum Indlands og Pakistans, sem bæði ráða yfir kjarnorkuvopnum. Rumsfeld sagði fréttamönnum á leiðinni heim til Washington að nauðsynlegt væri að vinna að því að afstýra stríði milli landanna. Al-Qaeda liði tekinn Bandarísk yfir- völd tilkynntu í vik- unni að bandarísk- ur ríkisborgari, Abdullah al Muhaj- ir, hefði verið hand- tekinn við komuna til Chicago frá Pakistan í síðasta mánuði. A1 Muhajir er sagður vera útsendari hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda og hann mun hafa í samvinnu við æðstu menn samtakanna lagt á ráð- in um að sprengja geislavirka sprengju í Bandaríkjunum. Talið er að sprengja hafi átt sprengjuna í höfuðborginni Washington. A1 Muhajir hét áður José Padilla og var smáglæpamaður í Chicago áður en hann gerðist múslimi. Karzai kjörinn forseti Hamid Karzai, forsætisráðherra bráðabirgöastjórnarinnar í Kabúl, var kjörinn forseti Afganistans á samkundu ættbálka landsins undir vikulok. Karzai mun gegna forseta- embættinu þar til boðað verður til kosninga eftir tvö ár og á þeim tíma mun nýi forsetinn vinna að því að reisa Áfganistan úr rústunum eftir rúmlega tveggja áratuga styrjaldar- átök. Karzai, sem nýtur stuðnings Vesturveldanna, fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða fulltrúa ætt- bálkasamkundunnar. Vinstrimenn steinlágu Vinstriflokkarnir í Frakklandi steinlágu fyrir mið- og hægri- flokkunum, banda- mönnum Jacques Chiracs forseta, í fyrri umferð þing- kosninganna síðast- liðinn sunnudag. Síðari umferðin fer fram á morgun, sunnudaginn 16. júní, og ef að líkum lætur munu hægri- flokkarnir hafa yfirgnæfandi meiri- hluta á þingi þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Þjóðfylk- ingin, flokkur hægriöfgamannsins Jeans-Marie Le Pens, fékk ekki jafn- mikið fylgi og vænta mátti, miðað við úrslit forsetakosninganna í maí, fékk meira að segja minna fylgi en í þing- kosningunum 1997. Hungurráðstefnu lokiö Umdeildri ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna lauk í Róm fyrir helgi. Þar var tekist á um hvemig útrýma ætti hungri í heiminum. Fram kom við setningu ráðstefnunnar að átta hundruð milljónir manna í heiminum svelta. Heldur treglega hefur gengið að ná markmiði fyrri ráðstefnu um að draga úr hungri í heimi hér um helm- ing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.