Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 50
5 Helgorblciö JO’V LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 ► [ .> M. K fer Það er engin tiluiljun að ati/innuástand er bágt íþeirri stétt manna sem stoppar upp fiska. Metnaðarfullir 1/eiðimenn hafa nefnilega miklu meiri áhuga á þi/íað segja frá 30 pundaranum sem þeir fengu á fluguna heldur en að benda á tittinn með spúninn fsporðinum á stofuveggnum. £n allar veiðisögur, sannar sem lognar, eru runnar afsömu rót - nefnilega bakk- anum sjálfum. Það væri að minnsta kosti bfræfinn Iggari ímeira lagi sem segði frá hetjudáðum með stöng án þess að hafa nokkurn tímann kastað fgrir fisk. Nú geta hvorir tveggja unað sáttir við sitt, menn sem hgggja á veiðiferðir og aðrir sem hugsanlega vilja koma sér upp fgrirhafn- arlftið þekkingu á staðháttum og aðferð- um ítilhæfulausa montsögu. Út er nefni- lega komin Stangaveiðihandbókin. Hún er allt f senn hafsjór af praktfskum fróðleik, staðregndum og veiðisögum um nánast hvern fiskgengan vatnsdropa á sunnan- verðu landinu. Helgarblaðið ræddi við höfundinn, Eirfk St. Eiríksson. Stangaveiðibiblían og áttunda boðorðið EIRÍKUR HEFUR ÁÐUR SKRIFAÐ bókina Á ís- landsmiðum. Hún kom út hjá Skerplu, sama forlagi og gefur út Stangveiðihandbókina, fyrir jólin. Sú bók var byggð á viðtölum hans við skipstjóra, úrval nýj- ustu viðtalanna eftir 16 ára starf sem blaðamaður á Fiskifréttum. Skerpla hefur nýlega gefið út Hálendis- handbókina, sem notið hefur mikilla vinsælda, og í kjölfar var ákveðið að gefa út bók um stangaveiði á svipuðum nótum. Boltinn var þá sendur til Eiríks og hann gerði út um leikinn upp á sitt eindæmi. Það hljómar kannski ankannalega en ekki er annað hægt en inna Eirík eftir hvort hann sé sjálfur haldinn veiðidellu. „Já, allt frá því ég byrjaði að geta gengið. Þetta er í fjölskyldunni, sérstaklega fóðurættinni þar sem eng- inn hefur verið talinn maður með mönnum nema hann hafi bæði veitt á stöng og skotið af byssu.“ Bókina byggir Eiríkur að einhverju leyti á eigin reynslu og einnig á upplýsingum frá stærri veiðifé- lögum. Þar sem hins vegar er um að ræða hverja ein- ustu sprænu og poll frá Brynjudalsá i Hvalfirði aust- ur á Skeiðarársand, alls um 170 ár, lækir og vötn, er augljóst að Eiríkur varð að leita fanga víðar. „Ég hafði einnig samband við landeigendur og veiðiréttarhafa þar sem þörf var á og spurði eftir upp- lýsingum um viðkomandi vatnsfall. Þær upplýsingar sem ég hafði voru komnar nokkuð til ára sinna og i flestum tilfellum nauðsynlegt að komast að hvernig staðan væri í dag. Því hringdi ég í eitthvað um 95% eða meira þess fólks sem tengt er viðkomandi veiði- svæði á einhvem hátt. Oftar en ekki var viðkvæðið reyndar „Æ, elskan min, það er engin veiði hérna!“ Léstu það þá bara gott heita? „Já, en ég tók þá oft mið af eldri upplýsingum og tók fram hvort einhvern tímann hefði öldin verið önnur á viðkomandi svæði. í svona bók verður aö segja satt og rétt frá. Mönnum sem nota svona bók er engin þægð í því að logið sé til um veiðivonina,“ seg- ir Eiríkur og hlær. Hann lýsir því næst viðbrögðum gamallar konu, ábúanda á jörð við Hestvatn við Hest- fjall, við fyrirspurnum um hvernig veiðin væri í vatn- inu: „Hún sagði okkur að því miður væri nú engin veiði í vatninu. Hins vegar væri þar nóg af minki og spurði hvort við vildum ekki bara veiða hann.“ Miinchhausen í vöðlum Eiríkur tekur fram að drjúgur hluti bókarinnar sé byggður á hans eigin reynslu og sérvisku sem veiði- maður. „Ég hef veitt í fjöldamörg ár. Sú reynsla og einnig samræður við aðra veiðimenn í áranna rás hefur byggt upp ákveðið magn fróðleiks og upplýsinga. Eitt- hvað af þessu reynir maður að láta fylgja með ..." Nú, þú átt við veiðisögur. Eru þær ekki frægar fyr- ir karlrembu, ýkjur og samviskulausar lygar - eigin- lega næst því sem nútíminn kemst Múnchhausen bar- óni? Er þá nokkurt mark takandi á bókinni?!“ Eirikur glottir: „Auðvitað var ég afar gagnrýninn á það sem ég lét frá mér fara í bókinni. Veiðisögur eru auðvitað veiðisögur og maður tekur þeim með eðlileg- um fyrirvara. Margar eru stórlega ýktar en þó sann- leikskorn í einhverjum, kannski flestum. Ef málin eru skoðuð í samhengi og bornar saman upplýsingar úr mörgum áttum fæst þó, að ég held, nokkuð raun- sönn mynd, sérstaklega þegar sá háttur er hafður á að hafa beint samband við fólkið sem býr á viðkomandi svæði, eins og ég lýsti áöan. Ég vil samt vekja athygli á þvi að bókin segir oft frá hlutunum eins og ég upp- lifi þá. Hún er því enginn stórisannleikur, fjarri því, heldur tekur iðulega mið af þeim áhrifum sem ég hef orðið fyrir.“ Mesti kostur Stangaveiðihandbókarinnar er, að sögn Eiríks, sá að ekki vantar mikiö upp á að umfjöll- unin sé tæmandi fyrir svæðið sem tekið er fyrir. Einnig komi þar fram praktiskar upplýsingar - verð, símanúmer, stangafjöldi, kort, upplýsingar um hent- ugar flugur og annað agn - sem komið geta að góðum notum fyrir þá sem hyggja á landvinninga í veiðinni. Bókin sé þvi góður grunnur til að byggja á. Maðurinn er breyskur og því vaknar spurningin hvort hugsanlegt sé að einhverjir hafi annaðhvort ekki sagt allan sannleikann eða málað sitt svæði öðr- um og bjartari litum en efni eru tU? TUgangurinn væri þá annaðhvort að fæla fólk frá góðum svæðum sem viðkomandi vUl sitja einn að eða þá, þveröfugt, að gabba fólk til að fjölmenna í Dauðahöfin? „Einn maður sagði við mig: Nú ertu að rústa leyni- staði fyrir mörgum. En það verður þá bara svo að vera. Það er hagur þeirra sem eiga og/eða leigja út svæðin að koma þeim tU vitundar almennings. Áhugi á stangaveiði er líka svo mikill að mér sýnist ekki veita af að menn geti farið sem víðast tU veiða. Við ákváðum líka í upphafi að reyna eftir megni að gera minna þekktum veiðisvæðum hærra undir höfði en hingað tU hefur verið gert, þó án þess að það væri á kostnað þekktari svæða.“ Hringnum lokað Eins og fyrr er getið tekur hin nýútkomna Stanga- veiðihandbók fyrir hluta af landinu og því kannski eðlUegra að kalla hana fyrsta bindi bókarinnar. Vit- anlega verður ekki látið staðar numið þar heldur er ætlunin að segja frá afgangjinum af veiðisvæðum landsins í tveimur öðrum bindum. „í þessu bindi eru tekin fyrir svæðin i námunda við stærstu þéttbýliskjarnana. Þetta eru Gullbringu- og Kjósarsýsla, Árnessýsla, RangárvaUasýsla og Vest- ur-SkaftafeUssýsla. í næsta bindi verður farið norður á bóginn frá Reykjanesskaga og sagt frá Vesturlandi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum og væntanlega aUa vega Vestur-Húnavatnssýsiu. Sú bók kemur sennUega út eftir ár. Hringnum verður svo lokað með þriðju bók- inni síðar meir. Nú vonum við bara að viðtökurnar við þessari bók verði það góðar að þær blási okkur í brjóst stórhug, bjartsýni og dugnaði með framhaldið." -frn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.