Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 DV Fréttir Mögnuð salmonellusýking á bænum Ríp í Hegranesi. 50 kindur dauðar: Bóndinn óttast að sýkin berist í önnur beitarhólf - ákvörðun um að farga fénu ekki tekin fyrr en eftir helgi Mikiö tjón á Ríp Séð heim að Ríp í Hegranesi. Kirkja, íbúöarhús og fjárhúsin sem eru vinstra megin viö miöja mynd. Ljóst er aö bændur veröa fyrir tilfinnanlegu tjóni. Ákvörðun um fórgun fjár á bæn- um Ríp í Hegranesi, þar sem mikil salmonellusýking hefur komið upp, verður tekin strax eftir helgina. Bóndinn á bænum, Birgir Þórðar- son, hefði hins vegar kosið að búið væri að lóga fénu þar sem hann ótt- ast að sýkin geti borist í önnur beit- arhólf. í gær höfðu um 50 fullorðnar kindur drepist i beitarhólfmu sem er mjög afmarkað á mýrunum niður undan Ríp við Héraðsvötnin. Salmonella í skurðinum Á þessu svæði er mikið um geld- ar álftir í hópum og hefur óvenju- mikið af fugli verið á svæðinu í vor. Þá hafa engin vorflóð orðiö á þessu vori og vatn í skurðum því stöðugra en að jafnaði. Salmonellan greindist einmitt í vatni i skurði sem markar af beitarhólfið. Vart var við salmon- ellusýkinguna á fimmtudagsmorgni í síðustu viku þegar á annan tug kinda fannst dauður í hólfinu. Grunsemdir beindust í fyrstu að heyrúllum. Dýralæknir var kallað- ur á staðinn strax þann dag og tók hann sýni úr fóðrinu og einnig var tekið vatnsýni. Sýnin voru send suður til rannsóknar strax en ekki fékkst lesið úr þeim fyrr en eftir helgi og þá kom i ljós salmonellan í vatninu. Rannsóknaraðilar komu á vettvang á fimmtudag og var þá sett farbann og mælst til þess að umferð að bænum og frá honum yrði sem minnst. Öllu fénu slátraö í beitarhólfmu er ríflega þriðj- ungur fjárstofns Rípurbúsins, um 190 fullorðið og alls á fimmta hundr- að fjár með lömbum en það er að- eins fullorðna féð sem hefur drepist enda hefur einungis það drukkið vatnið. Telja verður liklegt að öllu fénu í hólfinu verði lógað, að minnsta kosti telja bændur á Ríp það nauðsynlegt. Þá hefur verið tek- ið sýni úr vatni í landi þriggja nær- liggjandi bæja og ef sýking hefur ekki borist í það verður lögð áhersla á að koma fé af þeim bæjum á fjall sem fyrst. Aðspurður sagðist Birgir á Ríp ekki hafa haft tíma til að hugleiða bætur vegna tjónsins sem vissulega er mjög mikið. „í minum huga er það forgangsatriði að hindra að sýk- ingin breiðist út og þar sem þetta er á afmörkuðu svæði er sem betur fer minni hætta á því.“ Gífurleg vinna Strax og grunsemdir vöknuðu var farið að beita sótthreinsibúnaði á fólk og tæki sem fór um beitarhólfið og umferð þar mn stöðvuð. Birgir bóndi segir að gifúrleg vinna hafi verið við það síðustu dagana að grafa dauð hræ í hólfmu til að hefta að fúgl komist í þau. Ekki hefði verið hægt að sinna öðrum verkum vegna þessa. Rípurfólk var óánægt með fyrstu fréttir af þessum atburðum en þar kom fram að hross hefði drepist úr sahnonellunni. Það er rangt, ekkert hross hefur drepist. -ÞÁ. Tröllaskipið Goðafoss nánast gleypti Oddeyrarbryggju í gær: Goðafoss með knatt- spyrnuhús Akureyringa Goöafoss nálgast Akureyrarhöfn Skipiö er 166 metrar aö iengd, 26 metrum lengra en viötegukanturinn á Oddeyrarbryggju. Má því segja aö skipiö hafi gleypt bryggjuna. Ný þjóðhagsspá: 2,7% verðbolga til næsta árs í nýrri þjóðhagsspá fyrir árin 2002 og 2003, sem Þjóðhagsstofnun gaf út í gær, er gert ráð fyrir 0,8% samdrætti landsframleiðslu á árinu 2002 sem er svipað og áður var spáð. Fyrsta áætl- un um árið 2003 gerir ráð fyrir að samdráttarskeiðið verði stutt og hag- vöxtur nemi 2,4%. Verðbólga lækkar hratt. Búist er við að verðlag hækki um 5% milli áranna 2001 og 2002 og um 2,7% milli áranna 2002 og 2003. Gert er ráð fyrir að halli á viðskiptum við útlönd nemi 1% af landsfram- leiðslu á þessu ári, samanborið við 4,3% halla á árinu 2001. Á árinu 2003 er gert ráð fyrir að viðskiptahaili auk- ist að nýju í takt við meiri umsvif og nemi l‘/2%af landsframleiðslu. -hlh Borgarfjörður eystri: Forsetinn opnar Kjarvalsstofu Forseti íslands opnar Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystri með formlegum hætti í dag. í Kjarvalsstofu er fjallað um ævi og störf listamannsins Jó- hannesar S. Kjarvals, sem ólst upp á Borgarfirði, og tengsl hans við stað- inn. Sýnd eru málverk sem Kjarval vann á Borgarfirði og frumflutt verð- ur leikverk um dvöl Kjarvals þar sem listamanns. Viðstaddir opnunina verða m.a. íslenskir ráðamenn, full- trúar menningar og lista og afkom- endur Kjarvals. í Kjarvalsstofu eru tvær sögusýningar, hannaðar af Jóni Þórissyni leikmyndahönnuði, auk þess sem aðstaða er fyrir böm til að spreyta sig á málaralistinni og setja sig í spor meistara Kjarvals. -hlh Goðafoss kom með knattspymuhús Akureyringa á áfangastað í gær eftir að hafa flutt það yflr hafið frá Rotterdam. Húsið er i fjörutíu 40 feta gámaeining- um og vegur samtals um 600 tonn. Þetta þykir lítilræði um borð í Goða- fossi því hann rúmar meira en tuttugu- falt fleiri gámaeiningar. Segja má að skipið, sem er 166 metr- ar að lengd, um einn og hálfur knatt- spymuvöllur, hafi gleypt Oddeyrar- bryggju á Akureyri í gær. Bryggjan þykir rúmgóð en er engu að síður 26 metrum skemmri en Goðafoss sem er systurskip Dettifoss. Þau em stærstu skip í íslenska kaupskipaflotanum - 14.664 brúttólestir að stærð og aðalvél- ar þeirra skila 20 þúsund hestöflum. Ástæða komu Goðafoss til Akureyr- ar var vegna tímabundinnar tilfærslu skipa í áætlanakerfl Eimskipafélags- ins. Mánafoss er á leið vestur um haf í stað Skógafoss sem varð fyrir vélarbil- un. Akureyri er eina haffæra höfnin á Norðurlandi fyrir svo stórt skip og var vörum frá nágrannahöfnum ekið til Akureyrar en innflutningsvöru á sama hátt ekið þaðan. Goðafoss losaði og lestaði á þriðja þúsund tonn af vörum í gær. Næstu vikur kemur leiguskip í siglingar Eimskips norður um land. Gert er ráð fyrir að væntanlegt knattspymuhús Akureyringa verði ris- ið í lok nóvember eða byijun desember á svæði Þórs á svokölluöum Hamri. ís- lenskir aðalverktakar reisa húsið. Skipstjóri Goðafoss í þessari ferð er Engilbert Engilbertsson. -Ótt Norskt hvalkjöt á íslenskan markað Norðmenn tilkynntu í gær að þeir hygðust hefja útflutning á hvalkjöti til íslands á ný eftir 14 ára hlé. í Ósló var tilkynnt að gefm yrði út út- flutningsleyfi til handa norsku hval- veiðifyrirtæki á næstu dögum fyrir um 10 tonnum af hvalkjöti og hval- spiki. Norðmenn hófu aftur veiðar á hrefnu 1993 og hunsuðu þannig al- þjóðlegt bann við hvalveiðum. í gær tilkynntu Norðmenn að þeir mundu leyfa útflutning á hvalkjöti til þjóða sem hlynntar væru hvalveiðum, eins og Japana og Islendinga. Ole Mindor Myklebust, hvalveiðimaður sem rek- ur útflutningsfyrirtæki, sagði Reuter- fréttastofunni að hann hefði þegar sölusamninga við íslendinga í hönd- unum og að útflutningurinn mundi byrja strax i sumar. Talsmenn High North Alliance, þrýstihóps um hvalveiðar, sögðu að þótt íslenski markaðurinn væri hlutfallslega lítill væri útflutningur þangað mikilvægt skref i rétta átt. -hlh Blaöíö í dag Eitt heilbrigðis- kerfi fyrir alla Jón Krlstjánsson Hófadynur á moldargötum Riðið að hætti forfeðranna Keypti kjólinn fimmárum fyrir brúðkaupið Bjartsýn brúður Kjarnorku- sprengjur í farangrinum Hættulegustu vopnln______ Lyst með list Listagóðlr pastaréttlr Lögfræðingurinn þarf enga vini Erlent fréttaljós Ökumenn þurfa að líta í eigin barm Innlent fréttaljós Umhverfisverðlaun Ómar Ragnarsson fréttamaður, Trausti Valsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, og Orri Vigfússon, áhugamaður um vemdim laxastofna í Norður-Atlants- hafi, eru meðal 31 einstaklings eða stofnana sem til- nefnd eru til umhverflsverðlauna Norðurlandaráðs i ár. Hlífi stórlaxi Veiðimálastofnun beinir þeim til- mælum til veiðifélaga og stanga- veiðimanna að stórlaxi verði hlíft eins og kostur er, svo vernda megi stórlaxastofna ánna. Mbl. sagði frá. Sker ekki á kortum Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðrúnu Gisladóttur KE-15, sem sökk við Lófót í Norður-Noregi, seg- ir að skerið, sem skipið steytti á, sé ekki merkt á sjókortum sem hann hafði yfir að ráða. Sturla lagði fram sjókortin við sjópróf sem fram fara í bænum Svolvær í Noregi í dag. Hol- ienskt fyrirtæki, Smith Salvage, íhugar að gera tilboð í björgun Guð- rúnar Gísladóttur en fyrirtækið sá um björgun rússneska kafbátsins Kúrsk. Mbl. og RÚV sögðu frá. Ráðherrafundur Ráðherrafundur EFTA verður haldinn á Egilsstöðum 26. og 27. júní nk. en á fundinum verður und- irritaður fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna við Singapúr. Mansal til íslands? Dómsmálaráðu- neytið kannar nú hversu áreiðanlegar upplýsingar banda- ríska utanrikis- ráðuneytisins séu um að konur séu seldar mansali frá Eistlandi til íslands. Fyrir Félagsdóm Félagsdómur fjallar um verkfalls- boöun Félags ungra lækna en verk- fall félagsins á að hefjast á miðnætti á sunnudagskvöld. Fjármálaráðu- neytið telur að verkfaúsboðunin sé ólögleg þar sem lagaskilyrði skorti fyrir samningsrétti Félags ungra lækna. Ekkert vændi Forsvarsmenn næturklúbbsins Óðals við Austurvöll mótmæla al- hæfingum um að vændi þrífist í Reykjavík í skjóli næturklúbba. Bæjarstjóri áfram Óli Jón Gunnars- son hefur verið end- uráðinn bæjarstjóri í Stykkishólmi til næstu fjögurra ára. Gengið var frá ráðningunni á fundi bæjarstjómar í fyrrakvöld en þá var einnig gengiö frá skipan í ráð og nefndir á vegum bæjarsins. Húsbréfasprenging Sprenging í húsbréfaútgáfu veld- ur því að vaxtalækkun Seðlabank- ans hefur ekki áhrif á ávöxtunar- kröfu húsbréfa. Útgáfa húsbréfa á árinu er þegar orðin jafnmikil og allt áriö 1997. Rúv sagði frá. Albani sýknaöur Albani, sem handtekinn var við komu til íslands nýlega, þar sem á honum fundust folsuö vegabréf, var sýknaður af ákæru um að hafa kom- iö með bréfin í því skyni að hjálpa hjónum með tvö böm, sem vega- bréfin vom ætluð, að dvelja ólög- lega hér á landi. Mbl. sagði frá.-hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.