Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Page 4
4 LAUGARDAGUR 22. JÚNl 2002 DV Fréttir Heimili kvikmyndaleikstjórans: Umsvif stöðvuð í laupi Hrafns - borgaryfirvöld funda með lögfræðingi Hrafns í næstu viku Laugarnestangi 65 Hús og lóð Hrafns Gunnlaugssonar að Laugamestanga 65 eru í stöðugri þróun og tekur sífelldum breytingum. Líkja sumir því við lifandi listaverk eða skúlptúr en aðrir tala um hreinan og kláran ruslahaug. Hrafn hefur staðið í stríði við borgaryfirvöld vegna skipulags og framkvæmda á lóðinni. Þar er nú enn unnið að fram- kvæmdum og í gær var undirbúin steypuvinna á stétt viö kjallara húss- ins. Samkvæmt heimildum DV er lóð- in nú undir stöðugu eftirliti borgaryf- irvalda og gefin hefur verið út skipun um að stöðvaðar verði allar fram- kvæmdir Hrafns utan hans lóða- marka. 1 fyrrakvöld var tilkynnt um bílkrana í fjörunni og að framkvæmd- ir væru þar í gangi. Munu þær hafa verið stöðvaðar i gærmorgun. Mikið fuglalíf er við heimili Hrafns enda er þar víða griðastaði að flnna, moldarhrauka og góðar tjamir fyrir endur og aðra fugla að svamla í. Þeg- ar tíðindamenn DV bar að garði voru þar þrjár gæsir við innkeyrsluna með 17 myndarlega unga. Fleiri gæsir með DVJHYNDIR GVA Umdellt helmill kvikmyndaleikstjóra Hús og lóö Hrafns Gunnlaugssonar aö Laugarnestanga 65 taka stööugum formbreytingum. í gær var unniö viö undirbúning steypuvinnu á stétt viö kjall- ara hússins en í næsta nágrenni vöppuöu gæsir meö ungaskara og nutu næöis / þessum griöastaö í borgarmiöju. Húsiö stendur á klöpp, rétt ofan viö fjöruborðiö. Skipulagsmál eigandans á lóö hússins hafa fariö í taugarnar á borgaryfirvöldum sem eru ekki hrifin af því að sneitt sé hjá settum skipulagsreglum. unga mátti sjá víðar á lóðinni. Þrátt fyrir að fuglamir laðist að hreiðri Hrafns eru borgaryfirvö'd ekki jafn hrifin af umsvifum hans. Hann sé glysgjam eins og nafni hans í ríki fugla sem dragi gjarnan alls kyns dót í laupinn. Þar sem slíkt mun ekki vera gert samkvæmt ýtrustu skipu- lagsreglum hafa borgaryfirvöld lengi haft horn í síðu kvikmyndagerðar- mannsins. Ekki náðist tal af Hrafni í gær en Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nýr formaður skipulags- og byggingar- nefndar, sagði að hún ætti eftir að kynna sér málið til hlítar. „Það verður að viðurkennast að þarna hafa verið í gangi klárar óleyf- isframkvæmdir utan lóðar. Þær hafa nú verið stöðvaðar. Það stendur til af hálfu embættis skipulagsfulltrúa að funda með lögfræðingi Hrafns út af málinu í næstu viku.“ -HKr. Fjölskrúöugt umhverfi Borgaryfirvöld lengi haft horn í síöu Hrafns vegna framkvæmda hans. Fæðingarorlof: Mikil þátttaka feðra Frá giidistöku nýrra laga um fæðing- arorlof hafa umsóknir feðra verið um 80% af umsóknum mæðra. Árið 2001 vom umsóknir feðra um fæðingarorlof 80% af umsóknum mæðra. Hlutfalliö er svipað á fyrsta þriðjungi árs 2002, eða 79%, en hægt er að taka út fæðingarorlof þar til bamið nær 18 mánaða aldri. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof er fæðingarorlof nú 8 mánuðir. Þar af skulu mæður taka þrjá mánuði, feður tvo og þrír mánuðir skiptast milli foreldra. í byrjun kom- andi árs bætist þriðji mánuðurinn við fæðingarorlof feðra. Foreldrar fá í orlof- inu 80% af heildarlaunum árið fyrir bamsburð. Á liðnu ári vom meðalor- lofsgreiðslur til mæðra 123 þúsund krónur á mánuðir, tæp 60% af greiðsl- um til karla, sem námu að meðaltali 212 þúsund krónum á mánuði. Kostaaðm: var 2,8 milljarðar árið 2001 en verður líklega 4,5 til 5 milljarðar i ár og um 5,5 milljarðar 2003. Það er um 45% meiri kostaaður en reiknað var með í fhun- varpi til laganna. -hlh EM í Salsomaggiore : Afhroð gegn ísrael íslenska karlalandsliðið galt mikið af- hroð gegn ísrael á sýningartöflunni í gær og 6 stig gegn 24 var uppskeran. Fyrr um daginn hafði það unnið sterkt landslið Frakklands með minnsta mun, eða 16-14. Kvennalandsliðinu gekk einnig illa, tapaði 14-16 fyrir Spáni og siðan 9-21 fyrir írlandi. Staðan i opna flokknum er sú, eftir 16 umferðir, að Ítalía er langefst með 342 stig, i öðru sæti er Noregur með 310, þriðja Búlgaría með 299, fjórða ísrael með 286 og fimmta Holland með 285. ísland er í tíunda sæti með 268 stig. í kvennaflokki er staðan sú eftir 6 umferðir að Þýskaland er efst með 132 stig, í öðru sæti er England með 125, jöfn í þriðja sæti eru Danmörk og Sví- þjóð með 113 og fimmta Holland með 111. ísland er í tólfta sæti með 87 stig. Um helgina spilar karlalandsliðið við Finnland, Ungverjaland, Pólland, Rúss- land, en kvennalandsliðið við Rússland, Austurríki, Ítalíu og Tékkland. -StG. Síðasti veggur Stálvíkur fallinn - ákvöröum ráðherra, dauöasprauta á skipasmíðar á Islandi Kani liöinn i skipasmiöasógu ianasins Síöasti veggurinn á húsi Stálvíkur í Garöabæ var rifinn klukkan um 10 í gærmorgun. Viö verkiö var notuö stórvirk grafa. Síðasti veggur smíðastöðvarinnar Stálvíkur var rifinn klukkan 10 í gær- morgun. í tuttugu ár voru tæplega 50 fiskiskip, þar af sex skuttogarar, smíð- aðir í skipasmíðastöðinni Stálvík, en fyrirtækið, sem var í Garðabæ, var lýst gjaldþrota árið 1990. Þegar fyrirtækið gekk sem best störfuðu u.þ.b. 250 manns hjá því en síðan 1990 hefur hús- næði stöðvarinnar staðið autt. Lengi vel hefur staðið til að rífa húsið og í maí síðastliðnum var hafist handa við að rífa það og i dag var síöasti veggur- inn, norðurgaflinn, felldur. Á svæðinu á að koma íbúðabyggð. Stálvík tók til starfa í ársbyrjun 1963 og voru tvö fyrstu skipin smíðuð fyrir Olíufélag íslands og Skeljung. „Bátarn- ir, sem eru enn í notkun, hafa reynst vel, eins og flest önnur Stálvíkurskip," sagði Jón Sveinsson, einn stofnenda Stálvíkur og framkvæmdastjóri lengst af. „Fyrirtækið gekk vel fram til 1983 eða þar til sjávarútvegsráðherra, sem var Halldór Ásgrimsson á þeim tíma, tók þá ákvörðun að þau skip sem væru í smíðum fengju ekki leyfi til fiskveiða. Sú ákvörðun hafði verið tekin í ljósi svartrar skýrslu Hafrannsóknastofn- unar sem kom út það ár,“ sagði Jón. Þegar bannið var lagt á var Stálvík með átta samninga um skipasmíði og eitt skip í smíðum. Öllum samningum var rift í kjölfarið á ákvörðun ráðherra og sagði Jón að ákvörðunin hefði verið sem dauðasprauta á skipasmíðar á Is- landi. „Þegar banninu var rift, þremur og hálfu ári seinna, voru íslenskar skipasmíðar komnar að fótum fram og á næstu árum gerðu íslenskir útgerð- armenn samninga um smíði á rúmlega 50 nýjum skipum, sem öll voru smiðuð í erlendum skipasmíðastöðvum. Jón er sannfærður um að ef ráð- herra hefði ekki sett bannið á sínum tíma hefði fyrirtækið og skipasmíða- iðnaðurinn hér á landi sem og útflutn- • ingur náð að dafna vel, en þess í stað lent f miklum erfiðleikum. -ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.