Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Side 14
14
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002
Helgarblað
r>v
Meðalhraði á vegum úti á landi hefur aukist stórlega:
Okumenn þurfa að
líta í eigin barm
- til að koma í veg fyrir fleiri hörmungarslys
Slapp meö skrekklnn
Fólkiö sem var í þessari bifreiö var meö belti og slapp meö lítils háttar meiösl. Þó haföi fólkiö aöeins sett á sig beltin
skömmu áöur en slysiö varö vegna þess aö lögreglubill ók fram hjá því.
Nýleg könnun sýnir aö 25% ökumanna í Reykjavík nota ekki bílbelti.
Eins og DV greindi frá í vikunni
hafa 52 af 69 dauðaslysum í um-
ferðinni frá aldamótum orðið í
dreifbýli. Það sem af er ári hafa
orðið 17 dauðaslys og 16 af þeim á
þjóðvegum landsins. Eins og sjá
má á meðfylgjandi línuriti hefur
þróunin snúist algjörlega við á síð-
ustu 30 árum. Árin 1971-1975 hafði
rétt rúmlega þriðjungur dauða-
slysa orðið í dreifbýli en undanfar-
in ár um 70 prósent.
Hraði eykst
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni hefur meðalhraði á
þjóðvegum landsins hækkað und-
anfarin ár. Meðalhraði allra öku-
tækja hefur farið úr um 89
km/klst í rúmlega 94 km/klst. Ef
ökutæki sem af einhverjum ástæð-
um aka hægar en gengur og gerist,
s.s. vinnuvélar, snjóbílar og fleiri,
sem eru almennt talin um 15%
allra ökutækja, eru tekin út úr
þessu úrtaki má sjá hraða sem er
mun líkari raunveruleikanum. Þá
kemur i ljós að hann hefur aukist
úr 99 km/klst í tæpa 105 km/klst.
Það þýðir að meðalökumaður ekur
venjulega á um 15 km/klst meiri
hraða en leyfilegt er.
Tölfæðin sýnir einnig að þeir
sem aka allra hraðast aka mim
hraðar nú en fyrir nokkrum árum.
Nægir þar að nefna frétt um 18 ára
pilt sem var stöðvaður af lögregl-
unni á Akureyri á 195 km hraða í
Öxnadal. Hefði sá ökuníðingur
misst stjórn á bílnum hefði ekki
þurft að spyrja að leikslokum.
Umferð úti á landi hefur aukist
mikið. Eknir kílómetrar á stofn-
og tengivegum voru rúmlega 1300
milljónir árið 1994 en árið 2000
voru yfir 1700 milljónir kílómetra
eknir. Vegagerðin segir þessa gíf-
urlegu aukningu m.a. stafa af al-
mennri fólksfjölgun, batnandi veg-
um, betri bílum og ýmsum öðrum
samverkandi þáttum.
Ungir sem aldnir
Aldurshlutfall ökumanna í
banaslysum frá 1998-2001 er hæst
á aldrinum 17-34 ára þar sem um
65% ökumanna eru á þeim aldri.
Aðrir aldursflokkar eru með mun
lægra hlutfall þar til kemur að
ökumönnum sem eru 65 ára og
eldri en þeir eru í 14% tilfella.
Þetta styrkir þær rannsóknir sem
sýnt hafa að það eru einkum þeir
sem yngstir eru og elstir sem eru
mest áberandi í umferðarslysum.
Það er ekki síður mikilvægt að
beita forvömum að þeim sem elst-
ir eru. Eldri ökumönnum mun
fjölga hlutfallslega á næstu árum
samfara aldursþróun í samfélag-
inu og mikilvægt er að bregðast
við því. Hækkandi aldri fylgir lík-
amleg hrörnun, sjón og heyrn
dofna, auk þess sem viðbragðsflýt-
ir er minni.
Þegar litið er á hvenær á sólar-
hringnum dauðaslys undanfar-
inna ára verða sést að flest verða
þau að degi til og er það í sam-
ræmi við fjölda ökutækja á ferð.
En um nætur er mikið ósamræmi
og má til að mynda nefna að á
meðan aðeins 4 prósent af umferð-
arþunga sólarhringsins er á nótt-
unni eiga tæp 20 prósent dauða-
slysa sér stað á þeim tíma.
Helstu orsakir
Vanhöld á notkun bilbelta er ein
meginorsök þess að fólk lætur lífið
í umferðarslysum. Undanfarin ár
hefur i kringum helmingur þeirra
Það er ekki síður mikil-
vægt að beita forvömum
að þeim sem elstir em.
Eldri ökumönnum mun
fjölga hlutfallslega á
nœstu árum samfara ald-
ursþróun í samfélaginu
og mikilvœgt er að bregð-
ast við því. Hækkandi
aldri fylgir líkamleg
hrömun, sjón og heym
dofna, auk þess sem við-
bragðsflýtir er minni.
sem létust verið án bílbelta og frek-
ari greining á bílbeltanotkun i
dauðaslysum leiðir í ljós að hún er
kynbundin, þar sem karlar nota
beltin í minna mæli en konur.
í aðeins um þriðjungi tilfella á
árunum 1998-2001 eru það konur
sem farast. Karlmenn eru og hafa
ávallt verið fleiri þegar kemur að
fjölda látinna og tekur það undir
fyrrnefnda staðreynd um bílbelta-
notkun.
Skipting kynja í dauða-
slysum 1998-2001
80%
64%
48%
32%
16%
QQ^I
1998 1999 2000 2001Meöaltal
Karlar Konur
Mat á gögnum Rannsóknar-
nefndar umferðarslysa frá árunum
1998-2000 bendir til þess að 18 ein-
staklingar eða um 30% látinna á
því tímabili hefðu lifað slys af
hefðu þeir notað bílbelti og jafnvel
sloppið með litla áverka.
í könnun sem umferðarfulltrúar
Slysavamafélagsins Landsbjargar
tóku dagana 3.-6. júní, þar sem
hátt í 3000 ökumenn voru skoðað-
ir, kom í ljós að um 25% öku-
manna í Reykjavík nota ekki bíl-
belti. Eru þar í meirihluta at-
vinnubílstjórar eða ökumenn á
merktum bílum en þeir virðast
ekkert þurfa á bílbeltum að halda.
Mannleg mistök eru algengustu
orsakir umferðarslysa á íslandi.
Um helming aðalorsaka og undir-
þátta má rekja til rangrar hegðun-
ar fólks í umferðinni. Þar ber hæst
hraðakstur, ölvunarakstur og ekki
næga bílbeltanotkun. Einnig er
vert að minna á að hið léttúðuga
viðhorf margra ökumanna til akst-
urs endurspeglast í orsökum slysa.
Ökumenn sofna undir stýri, þeir
tala í síma á meðan á akstri stend-
ur, kveikja sér í sigarettu, virða
fyrir sér útsýni og mörg fleiri smá-
vægileg atriði mætti nefna í þessu
sambandi.
í norskri rannsókn sem gerð var
fyrir örfáum árum á framaná-
keyrslum og útafakstri, þar sem al-
varleg slys urðu á fólki, kom í ljós
að algengasta orsökin var þreyta,
fólk ýmist dottaði eða sofnaði í 30%
tHvika. Þennan þátt þarf að taka
fastari tökum og brýna fyrir íslend-
ingum að gæta sín betur á honum.
Hugarfarsbreyting
Aldrei hefur verið brýnni þörf á
forvarnarstörfum en nú. Trygging-
arfyrirtækin eru flest með umferð-
arátak í gangi og má þar nefna
þjóðarátak gegn umferðarslysum
sem Vátryggingafélag íslands
bindur miklar vonir við og átakið
„Akstur krefst athygli" sem Sjóvá-
Almennar stendur fyrir. Einnig
eru umferðarfulltrúar Slysavama-
félagsins Landsbjargar á stöðugri
ferð við að koma almenningi til
hjálpar í nánast öUum atriðum
sem við koma akstri og umferð.
Sjóvá-Almennar og VÍS hafa
einnig starfrækt undanfarin ár
námskeið fyrir fólk sem nýkomið
er með bílpróf og þar er reynt að
breyta viðhorfi þess tH umferðar-
innar. Hefur 26% lægri tjóntíðni
verið hjá þeim sem sækja þessi
námskeið hjá VÍS og 34% hjá Sjó-
vá og er það svo sannarlega eftir-
tektarverður árangur.
Skiptar skoðanir eru um störf
lögreglu og hefur verið rætt um hve
lögreglubílar eru lítiö sýnUegir á
vegum utanbæjar nú orðið. Stað-
reyndin er hins vegar sú að kærum
vegna ölvunar- og hraðaksturs hef-
ur fjölgað á landsvísu. Lögregla er
farin að vera meira á ómerktum bU-
um sem hafa reynst mjög vel og
miðað við mannafla þá virðast þeir
vera að vinna gott starf.
Eins og réttilega var sagt í
leiðara DV i vikunni er bifreið í
höndum ökuníðings drápstól. Það
erum við ökumennimir sem þurf-
um á hugarfarsbreytingu að halda,
að lita í eigin barm og átta okkur
á því að akstur er dauðans alvara.
Það sanna 17 dauðaslys sem öU
hefði verið hægt að koma í veg fyr-
ir. 17 dauðaslys eru einfaldlega 17
of mikið.
Skipting dauöaslysa eftir dreifbýli og þéttbýli 1971-2002
Þéttbýli
Dreifbýli
*Þaö sem af er ári
Guðrún sökk
Tuttugu manna áhöfn var bjargað
þegar nóta- og togveiðiskipið Guð-
rún Gísladóttir strandaði á skerjum
í Norður-Noregi á þriðjudag. Gerðar
voru tilraunir tU að losa skipið og
sjó dælt úr stöðugleikammum
skipsins tU að létta það. Á fimmta
tímanum á miðvikudagsmorgun
sökk skipið og er tjónið metið á aUt
að 2,1 miUjarð króna. Norski sjóher-
inn sá um stjóm björgunaraðgerð-
anna. Einn hluthafa útgerðar Guð-
rúnar Gísladóttur segir að það hafl
verið vafasöm ákvörðun að sigla
svona stóru skipi um þær slóðir við
Lofoten þar sem það strandaði. Vit-
að var að sjókort væra ófuUnægj-
andi á þessum slóðum.
Of strangir dómar
Sú einstaka staða er upp komin
að tugir einstaklinga á landinu, sem
hafa verið sviptir ökuleyfi vegna
ölvunaraksturs síðustu 10 mánuði,
hafa verið látnir sæta hálfs tU eins
árs lengri ökuleyfissviptingu en
heimUt er í lögum. Komið hefur í
ljós að fyrirmæli rikissaksóknara
tU allra lögreglustjóra landsins á
síðasta ári, um að þeir krefðust
þyngri ökuleyfissviptinga fyrir
dómi á hendur þeim sem teknir era
fyrir ölvunarakstur, teljast ekki lög-
leg nema sérstök lagabreyting komi
tU á Alþingi.
Evrópuárekstur
Skarpur meiningarmunur í af-
stöðunni tU Evrópumála kom fram í
ræðum forystumanna stjómarflokk-
anna sem þeir fluttu hvor á sínu
landshorninu 17. júní. Davíð Odds-
son forsætisráðherra sagði á Aust-
urveUi að ævinlega famaðist betur
þeim þjóðum sem byggju við frelsi í
stjómarháttum en þeim sem væru í
fjötrum. Síðdegis var svo HaUdór
Ásgrímsson vestur á Hrafnseyri við
Amarfjörð, á fæðingarstað Jóns for-
seta, og sagði þar að sjálfstæðið sem
hugtak mætti „...aldrei verða tU
þess að myndaðir séu um það
ímyndaðir pólar, tU dæmis land-
sölumanna annars vegar og sjálf-
stæðissinna hins vegar.“
Aldraðir í gíslingu
Veruleg
vandræði virð-
ast vera í sam-
skiptum ríkis
og bæja þegar
kemur að þjón-
ustu við aldr-
aða. Uppi eru
miklir hags-
munaárekstrar
þar sem báðir
aðUar vísa
hvor á annan
tU að koma sér
undan því að
sinna nauðsyn-
legri þjónustu.
Þetta kemur
glögglega fram í orðum forystu-
manna samtaka aldraðra. Heildar-
kostnaður vegna öldrunarþjónustu í
Reykjavík árin 1987-1994 og
1995-2002 er nánast sá sami, eða
tæpir 7,3 miUjarðar hvort tímabU.
Þetta er um miUjarður króna á ári
og hefur aðeins hækkað um 0,05%
þrátt fyrir yfirlýsta aukna og brýna
þörf í þessum málaflokki. -hlh