Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Side 27
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002
HelQctrb/ctcf 33'Vr
27
Arndís Björnsdóttir er mikill aðdáandi Leiðarljóss. Hún er ekki sátt við þá neikvæðu ímvnd sem þættirnir
hafa og í þeim tilgangi að bæta hana hefur liún stofnað sérstakan aðdáendaklúbb. Hún segir að þættirnir taki
á forsjárhvggjunni og afskiptaseminni sem hrjáir nútíma samfélag.
Leiðarljós
er mitt leiðarljós
ÞÁTTURINN LEIÐARLJÓS FJALLAR aðallega um
örlög fjögurra fjölskyldna í Springfield í Bandaríkjun-
um. Arndís reynir að missa aldrei af Leiðarljósi og
því er eðlilegt að spyrja af hverju þátturinn sé svona
heillandi.
„Það kannast allir við söguþráðinn í Leiðarljósi og
fólk getur tengt hann við sitt eigið líf. Hjónabönd
ganga misvel, leyndarmál geta eyðilagt líf okkar,
börnin lenda í ógöngum og þora ekki að segja foreldr-
um sínum því þau eru hrædd við fordæmingu. Svo
taka þættirnir líka á fordómum í samfélaginu. Fyrst
og fremst er Leiöarljós fjölskylduþáttur þar sem blása
um vindar ástar og afbrýði. Særðar tilfinningar valda
skaða og hefnigirni. Fáum er treystandi enda ekkert
jafnmisnotað og vináttan og ástin. Allt þetta sem ég
hef nefnt þekkjum við úr okkar eigin lífi og annarra
og þess vegna finnast mér þetta góðir þaettir."
Er einhver boðskapur í þessum þáttum?
„Þættirnir sýna vel hvað peningar geta spillt fólki.
Peningar veita fólki óeðlileg völd, valda hroka og
mannfyrirlitningu. Fólk í þessari aðstöðu finnst í lagi
að leika dómara, illgjarnt slúður og mútur eru sjálf-
sagðar til að eyðileggja líf annarra og jafnvel ryðja
fólki úr vegi. Líf þess sem hefur of mikla peninga
milli handanna brenglast. Þrátt fyrir að peningar séu
öllum nauðsynlegir er trúlega rétt að þeir eru undir-
rót alls ills. Boðskapurinn tengist þessari afskipta-
semi sem menn geta leyft sér í krafti auðvalds. Boð-
skapurinn er skýr: Láttu fólk sjá um sig sjálft. Enginn
þekkir hug, sálarlíf, samvisku, óskir eða þrár annarra
né hefur leyfi til að ráðskast með aðra þeim á bak.
Áhorfendur þáttanna þekkja þetta vel úr sínu eigin
lífi. Það þekkja allir afskiptasemina og forsjárhyggj-
una í sumum einstaklingum. í öllum fjölskyldum eru
slíkir einstaklingar til og yfirleitt gera þeir manni
meira illt en gott. Þættirnir kenna manni ýmislegt
um mannlegt eðli og sumar persónur, eins og Reva
Shayne, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, hefur
kennt mér mikið. Hún leynir á sér, er frábær kona,
göfuglynd og breytir alltaf rétt þegar upp er staðið
þótt hana langi til að sýna hörku. Reva er svo falleg,
kát og skemmtileg og út af þessu lendir hún í illu og
ómaklegu umtali öfundarfólks."
Verður að fylgjast með Leiðarljósinu
Þættir eins og Leiðarljós eru oft kallaðir í niðrandi
merkingu „sápuóperur" og þykja oft ekki merkilegt
sjónvarpsefni. Söguþræðirnir þykja slakir, leikararn-
ir lélegir og kannski umfram allt annað, áhorfendurn-
ir hafa þá ímynd að vera grunnhyggnir sjónvarpsfikl-
ar sem liggja límdir fyrir framan imbakassann og
meðtaka skilaboöin. Þeir eru óvirkir uppvakningar.
Arndís kannast vel við þessa orðræðu og finnst mið-
ur að þetta sé sú mynd sem fólk hafi af aðdáendum
Leiðarljóss.
„Mér finnst oft eins og fólk vilji ekki viðurkenna að
það hafi gaman af Leiðarljósi. Maður les viðtöl við
fófk þar sem það er spurt hvaða bók sé á náttborðinu
Leiðarljós eða Guiding Light er án vafa einn
lífseigasti sjónvarpsþáttur sem sgndur hef-
ur verið ísjónvarpi, þátturinn fagnar 65 ára
afmæli á árinu. Þættirnir eiga sér marga
trggga aðdáendur og einn þeirra erArndís
H. Björnsdóttir sem hefur fglgst með þátt-
unum um allnokkurt skeið. Arndís hefur nú
ásamt öðrum áhangendum stofnað aðdá-
endaklúbb Leiðarljóss en tilgangurinn með
stofnun hans er að kgnnast öðrum aðdá-
endum og jafnvel að skella sér til New York
og heimsækja mgndverið þarsem þættirnir
eru teknir upp. DV hitti Arndísi og ræddi við
hana um neikvæða ímgnd þáttarins, hvað sé
heillandi við hann og hinn ngstofnaða að-
dáendaklúbb.
og alltaf eru nefndar einhverjar torskildar bækur. Ég
hef lesið ótalmargar bækur sem teljast til heimsbók-
mennta en ég viðurkenni alveg að ég hef óskaplega
gaman af afþreyingu, eins og t.d. Leiðarljósi. Mér
finnst svo mikil hræsni og ósjálfstæði að fólk geti
ekki viðurkennt að það hafi gaman af þessum þætti. í
Leiðarljósi verður maður að fylgjast með og ég er oft
spurð að því hvort það sé ekki í lagi að missa úr þætti
en svo er ekki. Þú verður að fylgjast vel með - svo
margt nýtt fólk er alltaf að birtast," segir Arndís.
Hroki Ríkissjónvarpsins
Arndís telur að neikvæð ímynd Leiðarljóss rati alla
leið upp í Ríkissjónvarp sem haft hefur þáttinn á dag-
skrá í rúmlega tíu ár. „Einhvern tímann spurði ég
háttsettan starfsmann innan RÚV út af hverju Leiðar-
ljós væri alltaf látið víkja fyrir öðrum dagskrárliðum
eins og til dæmis umræðum frá Alþingi. Hann spurði
mig á móti hvort þetta skipti einhverju máli, hvort
það væri ekki búið að sýna fimm hundruð þúsund
þætti hvort eð er. Þetta er viðhorfið sem mætir
manni! Hvílíkur hroki og yfirgangssemi. Þegar ég
byrjaði að horfa á þáttinn voru þættirnir níu ára
gamlir en núna er ég að horfa á ellefu ára gamla
þætti. Þú sérð að Leiðarljós er aldrei látið ganga fyr-
ir.“
Eins og áður sagði hefur Arndís, ásamt öðrum að-
dáendum Leiðarljóss, stofnað aðdáendaklúbb. Mark-
miðið er ekki eingöngu að hitta aðra aðdáendur held-
ur hugsar Arndís félagsskapinn líka sem nokkurs
konar þrýstihóp sem gæti veitt RÚV aðhald. „Mér
finnst svo sjálfsagt að vera með eitthvað fyrir alla.
Yfir hátíðarnar er eingöngu sýnt þunglamalegt efni,
norrænar myndir af menningarlegum toga. Myndir
um fljúgandi hrafna, myrkrahöfðingja, og hvíta vík-
inga. Af hverju fáum við ekki blandað efni? Af hverju
er ekki tekið tillit til allra hópa? Eru stjórnendur
RÚV eða menningarhópar að eigin áliti sjálfskipaðir
til að ákveða hvað lýðnum er fyrir bestu!“ Þetta er
forsjárhyggja og afskiptasemi af sama toga og ég tal-
aði um áðan,“ segir Arndís.
Talímarldð að komast til New York
Arndís gengur með þann draum í maganum að fara
til New York en þar eru þættirnir teknir upp. „Hvert
haust er haldin nokkurs konar árshátíð í New York.
Hefð er fyrir því að gista á Hilton-hótelinu og taka
þátt í 4-5 daga dagskrá, þrautskipulagðri af leikurum
og forsvarsmönnum þáttarins. Hægt er að ræða við
leikarana um líf þeirra og störf og þeir sitja glaðir fyr-
ir og hvetja fólk til að taka myndir af sér með þeim.
Slík ferð yrði á við margar sólarlandaferðir. Þetta
væri til dæmis sniðugt fyrir fyrirtæki sem bjóða
starfsmönnum sínum á árshátíðir erlendis þar sem
rúsínan í pylsuendanum er knattspyrnuleikur eða
golfmót. Af hverju ekki að fara á árshátið Leiðarljóss?
Þetta yrði hápunktur ársins."
Hvernig fólk hefur þegar skráö sig í klúbbinn?
„Þetta er fólk á öllum aldri en mest er um ungt fólk,
karlmenn ekki síður en konur. En fólk virðist samt
vera hrætt við að viðurkenna að það hafi gaman af
Leiðarljósi. Af hverju erum við svona hrædd við að
vera við sjálf? Hæfilegur skammtur af afþreyingu í
fjölmiðlum er nauðsyn. Enginn er verri eða minna
menntaður þó hann hafi gaman af Leiðarljósi. Það
léttir lífið að brosa og hlæja og Leiðarljósið er hæfi-
leg blanda af gríni og alvöru. Hvers vegna ekki að
gera að leiðarljósi að hafa lífið skemmtilegt? Menn-
ingarvitamir þurfa líka á gleði að halda. Þeir verða
menn að meiri ef þeir fella niður mestu helgislepj-
una,“ sagði Arndis aö lokum. ,
-JKÁ