Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Qupperneq 31
LAUCARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 Helcjctrblað H>'Vr 31 eru víða til og efni eins og sesíum 137 eru notuð í sjúkrahúsum til að lækna krabbamein með geisla- virkni, kóbalt 60 er notað til að geisla matvæli til að þau geymist endalaust óskemmd og mörg önnur geislavirk efni eru notuð í iðnaðarframleiðslu og framkvæmdir. Eftirlit með dreifingu svona efna er af skornum skammti og enn minna þegar þau eru orðin verðlaus úrgangur. í Bandaríkjunum er vitað um hundruð dæma ár- lega þar sem geislavirk efni týnast, þeim er stolið eða einfaldlega hent einhvers staðar. Hryðjuverka- menn þurfa því ekki að smygla geislavirkum efn- um i gegnum toll eða annað eftirlit til að búa til sóðabombur sem nota á þar í landi. Leitarflokkur er nú að þefa uppi strontium 90 í Georgíu, sem er eitt af Kákasuslýðveldunum. Þar hvarf efnið úr vörslu þeirra sem áttu að koma því fyrir. I afskekktum héruðum Rússlands er vit- neskja um að sama efni sé á víð og dreif. Flest stjórnvöld í heiminum reyna að hafa eftir- lit með meöferð geislavirkra efna, en víða er það iila virkt. Árið 1987 hirti maður dós af sesíumdufti sem hann fann í yfirgefnum spitala. Hann opnaði dolluna og olli það dauða nokkurra manneskja og 28 manns hlutu alvarleg brunasár. Flytja varð burt 3.500 tonn af jarðvegi og efnahagur héraðsins sem óhappið varð í varð að rústum einum. í Rússlandi hefur verið tilkynnt um þjófnaði á efnum til kjarnorkuframleiðslu að minnsta kosti fjórum sinnum á árunum 1992 til 1999. Þjófnaður á síður geislavirkum efnum skiptir hundruðum. Þau eru ekki nothæf til að framleiða atómvopn en eru eigi að síður hættulega geislavirk ef þeim er beitt af einhverri kunnáttu. 1995 sýndu tsjetsjensk- ir uppreisnarmenn eyðileggingarmátt sinn með því að skilja eftir pakka sem innihélt 15 kíló af sesíum á bekk i almenningsgarði í Moskvu. Þau skilaboð fylgdu að þeir hefðu yfir að ráða svo miklu magni af efninu að duga myndi í nokkur Chernobylslys, eins og það var orðað. Plútónium og úran sem nothæft er i kjarnorku- framleiðslu, orkuver eða bombttr, er undir góðu eftirliti fyrirtækja og stjórnvalda i Bandaríkjun- um, en hið sama gildir ekki um minna geislavirk efni sem geta komið að góðu gagni í sóðasprengj- ur. Geislavirk efni eru notuð til ótrúlega margra hluta í atvinnulífi og jafnvel daglegu lífi. í reyk- skynjara er notað ofurlítið af americana, sem veld- ur engu tjóni í litlu magni og í matvælaverksmiðj- um er framleiðslan geisluð og þar brúka menn þykkar stengur af kóbalti sem hvorki eru barna meðfæri né hættulausar í höndum hryðjuverka- manna. Eftirlitsnefnd með kjarnorkuefnum tilkynnti í síðasta mánuði að bandarísk fyrirtæki hefðu ekki hugmynd um hvað orðið væri af 1500 líkum pökk- um siðan 1996. Umhverfisverndarstofnunin telur að 30.000 pökkum af geislavirkum efnum hafi ver- ið hent eða skilin eftir án eftirlits. Þar að auki eru mýmörg dæmi um geymslustaði þar sem þjófar eiga greiðan aðgang að og að það þrífst svartur markaður með geislavirk efni. Atómvopn ekki í dæminu Ef magnið af sesíum sem fannst á haugnum í Karólínufylki væri sett i pakka með fjórum kílóum af TNT-spengiefni myndi sú sóðasprengja gera þinghúsið í Washington ónothæft um óráðna fram- tið. í byggingunni er ekki aðeins aðsetur beggja deilda þingsins, heldur er hæstiréttur þar til húsa, stærsta bókasafn í veröldinni og ómetanlegt lista- safn. Geislun slíkrar byggingar myndi valda efna- hagstjóni sem varla er hægt að ímynda sér hve mikið yrði í dollurum eða krónum, auk þess sem eyðilegging þinghússins yrði gífurlegt áfallt fyrir bandariskt þjóðarstolt og þá miklu ættjarðarást sem blásin er út í þjóðfélaginu. Öflug sóðabomba getur auðveldlega gert borgar- hverfi óbyggileg um langan tíma og þarf því ekki að koma sprengjunni fyrir inni í byggingu, nóg er að kveikja í tundrinu eða sprengja hvellhettuna úti á götu, i farartæki eða á kroppnum á sjálfsmorðingja, eins og er í tísku hjá þeirri stétt um þessar mund- ir. Ekki er talin hætta á að hryðjuverkamenn geti húið til kjarnorkuvopn. Erfitt er að fá þau efni sem til þarf og þau eru flókin að allri gerð og ekki á færi nema sprenglærðra kunnáttumanna á vegum rikis- stjórna að búa slík tæki til. En séu nægir peningar fyrir hendi er ávallt hætta á að illa launaðir hers- höfðingar í fátækum kjarnorkuveldum selji kjarn- orkuvopn óg eins hitt að einræðisherrar fantaríkja afhendi hermdarverkasamtökum atómvopn til að lúskra á meintum óvinum. Efnavopn er auðvelt að búa til ef lágmarkskunn- átta er fyrir hendi. I þau er hægt að nota efni eins og áburð á tún og akra og skordýraeitur, rottueitur og margt fleira sem auðvelt er að kaupa i ómældu magni. En það þarf bæði sterk efni og áhrifaríkar dreifingaraðferðir ef nota á efnavopn til fjöldamorða. Þegar miltisbrandinum var dreift í Bandaríkjunum í fyrra veiktust aðeins 18 manns af hans völdum, sjö dóu. Sýklavopn eru sömuleiðis tiltölulega auðfengin en áhrifarík dreifing er ekki á færi hermdarverka- samtaka. Þau koma því að litlu gagni til að skapa örvæntingu og öryggisleysi meðal fjölmennra þjóða. Geislavirkar sprengjur eru því taldar áhrifarík- ustu tækin sem hryðjuverkamenn ráða yfir tú að koma á glundroða og grafa undan öryggiskennd fólks í ríkjum sem þeir telja sér óvinveitt. Fyrir- byggjandi varnaraðgerðir eru það eina sem hægt er að gera til að tapa ekki í því stríði þar sem hefð- bundin vopn eða hátækni dugar ekki gegn ofstopa- mönnum sem leggja allt í sölurnar til að ná settu marki. En útsendarar öflugra trúarsafnaða sem sagt hafa Vesturlöndum stríð á hendur eru úrræðagóðir og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, eins og þeir sýndu svo eftirminnilega þegar þeir breyttu farþegaflugvélum i stórhættulegar eldflaugar og unnu spjöll í háborgum eina risaveldisins sem teyg- ir anga sína um nær öll lönd veraldar. Hvort þeir nota sóðabombur eða önnur vopn í næstu árásum er ekki vitað. En jafnvel þótt þeir láti hvergi til skarar skríða með sprengingum og fjöldamorðum vinna þeir ómælt tjón með því einu að ala á hræðslu og kvíða vegna óunninna hermd- arverka. Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stríði gegn öllum hryðjuverkamönnum og hót- ar árásum á hvert það ríki sem skýtur yflr þá skjólshúsi eða veitir þeim hern- aðaraðstoð eða styrkir þá með ljárfram- lögum. En þegar bandarískir þegnar eru annars vegar og þeir grunaðir um að ætla að hrella þjóð sína með sóðasprengjum fer málið að vandast, enda veit enginn hvar næsta árás verður gerð og hvaða vopnum verður beitt. En eins og er eru geislavirku sprengjurnar áhrifaríkastar því hugsunin um þær er jafnvel meira niðurdrepandi en þótt þeim verði einhvern tíma puðrað í glæsibyggingu eða iðandi athafnahverfl stórborgar. (Heimildir: The Economist og Herald Tribune) HALLO^JÖRÐ Lægra fastagjald og ódýrari símtöl Loksins getur þú fengið heimtaugina hjá Halló. Heimtaug er koparlína sem tengir heimili þitt við símalögnina í götunni. Halló er fyrst símafyrirtækja til að bjóða almenningi þessa þjónustu í samkeppni við Landssímann. Dæmi: HallóJörð í HallóJörð: Verð samkeppnisaðila: 3,45 kr. + (0 kr. x 60 mín.) = 3,45 kr. 3,45 kr. + (1,56 kr. x 60 mín.)= 97,05 kr. Sparnaður viðskiptavina Halló = 96,45% Mínútugjaidið innan Halló-kerfisins er30% lægra en hjá samkeppnisaðila. aðeins eitt símtal... 53 50 500 ...og þú sparar! HALLO 0 SlMAFYRIRTÆKIÐ þitti Halló |i sími: 53 50 500 Frjáls Fjarskipti ehf. |j fax: 55 25 051 Skúlagötu 19 jj hallo@hallo.is 101 Reykjavík www.hallo.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.