Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2002, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 22. J Ú N f 2002 Helgarblctcli 33 V Brosmildur Brasilíumaður Ife Tolentino er fimmtugur Brasilíumaður. Síðustu ár hef- ur hann verið búsettur í London þar sem hann hefur unn- ið fyrir sér með gítarleik og söng. Fyrir tilviljun kynntist hann Óskari Guðjónssyni saxófónleikara og síðan þá hafa þeir leikið brasilíska tónlist saman. „ÉG VAR AÐ SPILA Á STAÐ í London ásamt vinkonu minni sem er Scixófónleikari. Hún bauð Óskari að koma og hlusta en bað hann jafnframt að taka saxófóninn sinn með. Sem betur fer gerði hann það þvi hann end- aði á að taka nokkur lög með okkur og þá þegar vissi ég að hér færi hæfileikaríkur maður. Við náðum strax í upphafi mjög vel saman og hittumst nokkrum sinnum eftir tónleikana til að spila saman. Ég fór síðan heim til Brasilíu í rúman mánuö og þegar ég kom aftur var Ósk- ar búinn að bóka okkur á fullt af stöðum. Þetta kom sér mjög vel fyrir mig þar sem mig vantaði einhvern til að spila á saxófón með mér. Óskar var því sannkölluð himnasending," segir Ife Tolentino, fimmtugur brasil- ískur tónlistarmaður sem hefur unun af tónlist frá heimahögunum og með henni hefur hann frcunfleytt sér síðustu árin í London. Hugljúft og rómantískt Ife er hingað kominn fyrir tilstuölan Óskars sem gengur í það heilaga næstu helgi. Óskar vildi ólmur fá Ife til að spila í brúðkaupinu og ákváðu þeir þvi aö hentugt væri að halda nokkra tónleika í leiðinni auk þess sem Ife hefur mikinn áhuga á að kynnast landi og þjóð. í kvöld munu þeir leika fyrir gesti Apóteksins þar sem flutt verða lög í rólegri kantinum en næstu tvö kvöld á eftir verða félagarnir á Hverfisbarnum. Þar munu þeir flytja ögn hressari tóna en með þeim í fór verður slagverksleikarinn Helgi Svavar. „Tónlistin sem við leikum er brasilísk að uppruna en ég fékk brennandi áhuga á henni fyrir rúmum 20 árum siðan. Síðan þá hef ég verið að fást við þetta. Áður hlustaði ég mest á rokk frá Bretlandi og Bandaríkjun- .um en þegar ég heyrði fyrst í snillingum á borð við Antonio Carlos Jobin og Joaó Gilberto var ekki aftur snúið. Bossanova var eitthvað sem átti við mig en þessi tónlist er einstaklega hugljúf og rómantísk. Lögin eru heldur ekki í föstum skorðum eins og t.d. flest dægur- lög heldur er hún opin og frjálsleg þannig að við fáum mikið rými til að impróvisera. Lögin sem við leikum eru þess vegna ólík í hvert skipti sem við spilum þau. Það fer bara eftir því hverng skapi við erum í hverju sinni hvernig útkoman verður. En oftast erum við í góðu skapi og þá hljómar þetta vel,“ segir þessi brosmildi Brasilíumaður og hlær. Hann er í sérlega góðu skapi þennan daginn enda var Brasilía nýbúin að leggja Englendinga að velli í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu þegar viðtalið fór fram. „Ég er að minnsta kosti í góðu skapi núna enda eru Ife Tolentino er brasilískur gítarleikari og söngvari sem er staddur hér á landi á vegum Óskars Guðjónssonar saxófónleikara. Sanian munu þeir flytja brasilíska bossanova-tónlist í kvöld á Apótekinu og næstu tvö kvöld á eftir á Hverfisbaruum. Ife vonast til að íslendingar kunni að meta brasilísku tónana en hann segir lögin vera einstaklega hugljúf og rómantísk. mínir menn komnir í undanúrslit. Við sjáum svo til hvernig skapið verður eftir næsta leik,“ segir hann að lokum og brosir.“ Ungur maður, Davíð Tong Li, missti alla fjölskyldu sýna í hörmulegu bíislysi við Blöndulón. Þar fórst eiginkona hans, tæplega ársgamall sonur og foreldrar hans á sviplegan hátt. Þetta var ung fjölskylda í blóma lífsins, stoltur afi og stolt amma. Öll voru þau lífsglöð og litu framtíðina björtum augum. Davíð stendur ekki einn eftir. Við vinir hans og vandamenn viljum reyna að gera líf hans eilítið bærilegra. Viljir þú sína stuðning þinn og taka þátt í þessu með okkur getur þú lagt lítilræði inn á reikning í eigu hans nr. 328-13-888, Búnaðarbanka íslands. Með fyrirfram þökk Vinir og vandamenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.