Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 11 Tvífari Gunnars á Hlíðarenda Jónas t*' Haraldsson aðstoöarritstjóri Laugardagspistill „Bíddu nú aðeins, mín kæra, ef hann er ekki að lýsa þínum heittelskaða þá veit ég ekki hvað.“ Við hjónin sátum saman á fjórtánda bekk Borgarleikhússins og hlýddum á þann mikla meistara Jón Böðvars- son fræða okkur um Njálu, söguna mögnuðu og helstu persónur. Við vorum þar meðal rúmlega fimm hundruð dolfallinna áheyrenda sem fylltu stóra salinn í Borgarleikhús- inu. Námskeið Jóns um Brennu- Njáls sögu dregur fleiri að en bestu leiksýningar. Fræðaþulurinn var í miðri mannlýsingu þegar ég hvisl- aði að frúnni. Hún sussaði á mig, vildi njóta stundarinnar og koma um leið í veg fýrir að ég truflaði aðra nemendur, fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum. Fólk- ið allt í kringum okkur var komið til að fræðast og upplifa. Margir glósuðu, punktuðu fróðleiksmola hjá sér, ýmist á rissblöð eða spássi- ur hinna ýmsu útgáfa Brennu-Njáls sögu. Engu gleymt Lengi höfum við ætlað á slíkt námskeið. Jón hefur frætt almenn- ing um Njálu á nokkurra ára fresti hin síðari ár við mjög vaxandi vin- sældir en tekið fyrir aðrar íslend- ingasögur þess á milli. Við létum drauminn loks rætast í haust og var ekki seinna vænna því þetta er í síð- asta sinn sem Jón kennir Njálu með þessu hætti. Fleiri hugsuðu eins. Sagnameistarinn er einn á stóra sviði Borgarleikhússins og fer létt með að sprengja utan af sér þann stóra sal. Færri komust á námskeiö- ið en vildu. Biðröð var út á götu fyrsta kennslukvöldið en Jón hefur þann hátt á að kenna Njálu tvær kennslustundir á hverju mánudags- kvöldi í vetur. Þar höfum við hjóna- komin setið sem dáleidd þrjú und- anfarin mánudagskvöld og getum vart beðið hins næsta. Þetta loka- námskeið Jóns um Njálu varðveitist í minningu þeirra sem á hlýða en jafnframt með varanlegri hætti því það er tekið upp á myndband. Fleiri munu þvi njóta í framtíðinni. Jóns Böðvarssonar hef ég notið sem kennara áður. Hann kenndi mér og skólafélögum í Menntaskól- anum við Hamrahlíð forðum daga. Að öðrum ágætum lærifeðrum og mæðrum ólöstuðum er Jón eftir- minnilegastur. Brennu-Njáls saga lifnaði í meðförum hans. Hann gekk um kennslustofuna, sagði frá og lék í senn. Honum tókst það sem aðeins kennurum af guðs náð tekst, að halda athygli unglinga óskiptri frá upphafi tima til enda. Ljóslifandi voru í stofunni konur sögualdar jafnt sem karlar, höfðingjar og hetj- ur, vígamenn, þrælar og skúrkar. Meistari Jón er enn uppáhald hóps- ins sem sést best á því að á þrjátíu ára stúdentsafmæli okkar á liðnu vori fengum við hann með til sögu- slóða á Þingvöllum. Kennarinn hafði engu gleymt. Hann náði sömu tökum á okkur og forðum daga. Jón hefur líka þessi tök á nemendum sínum í Borgarleikhúsinu, jafnvel þótt þeir séu fnnm hundruð, miklu fleiri en við í gamla MH-árgangn- um. Kunnugleg lýsing „Hlustaðu," hélt ég áfram og sætti mig ekki við suss konunnar. Jón hafði í fyrstu tímum sínum lokið yf- irferð tveggja forleikja Brennu- Njáls sögu, kynnt til sögunnar Mörð gigju, Unni Marðardóttur, bræð- uma Hrút og Höskuld og fríðleiks- konuna Hallgerði, dóttur Höskulds, auk tveggja eiginmanna hennar, Þorvald og Glúm. Þeir létu að vísu „Takið eftir“ héltjón áfram, „hann var Ijós yf- irlitum. sem fegurst þótti á þessum tíma, og nefið var uppbrett. Fegurð er að vísu afstœð en svona var þetta þá, nefið upp- brett, endurtók hann, og hárið gult, gott ef ekki Ijósrautt. “ Það var á þessum tímapunkti sem ég gaf konunni olnboga- skot á miðjum fjórtánda bekknum. ekkert nema lífið og voru úr sög- unni. Nú var komið að aðal frásögn- inni og helstu söguhetjum. Jón Böðvarsson lyfti höndum og lýsti magnaðasta kappa sögunnar. Sá var vænn að yfirliti og ljóslitaður, rétt nefiö og hafið upp í framanvert, blá- eygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið og gult, og fór vel. Manna var hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góð- gjam, mildur og stilltur vel, vinfast- ur og vinavandur. „Takið eftir,“ hélt Jón áfram, „hann var ljós yfirlitum, sem feg- urst þótti á þessum tíma, og nefið var uppbrett. Fegurð er að vísu af- stæð en svona var þetta þá, nefið uppbrett, endurtók hann, og hárið gult, gott ef ekki ljósrautt." Það var á þessum tímapunkti sem ég gaf konunni olnbogaskot á miðjum fjórtánda bekknum. „Þú sérð þaö, elskan," sagði ég svo hátt að fólk á tveimur bekkjum framan við okkur sneri sér við, „að þetta gæti allt eins átt við mig. Ég er með uppbrett nef, það þarf ég ekki að segja þér, og eft- ir að ég tapaði háralitnum og grán- aöi svo fagurlega verður ekki annað sagt en ég sé ljós yfirlitum. Um það má deila hvort augun séu blá eða grá en það er bita munur en ekki fjár. Varla neitarðu því að þinn ást- kæri eiginmaður sé mairna kurt- eisastur, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel?“ Þrjú sverð á lofti? Konan horföi á mig í forundran, leit bæði á nefið í prófíl og hárið grátt en sagði ekkert um stund. Fólkið á fremri bekkjunum sneri sér fram og beindi athyglinni á ný að fyrirlesaranum. „Ertu,“ hvíslaði konan þegar hún hafði jafnað sig, „í alvörunni að líkja þér við Gunnar á Hlíðarenda, mesta og glæsilegasta kappa Islandssögunnar?" „Ja,“ sagði ég á lægri nótunum, „ég hlustaði bara á það sem kennar- inn sagöi. Miðað við það gat hann allt eins verið að lýsa mér. Hárið er kannski ekki gult en það fer vel auk þess sem ég má fullyrða að ég sé manna kurteisastur, góðgjam, mild- ur og stilltur." „Það er með þig eins og venju- lega, góði minn,“ hvíslaði konan, „að þú heyrir bara það sem þú vilt heyra. Ég hlustaði líka á kennarann og heyrði hann lýsa Gunnari Há- mundarsyni. Það mætti kannski, og í allri vinsemd, spyrja þig hvort öll lýsingin eigi við þig. Ég tók nefni- lega eftir því að Jón sagði að Gunn- ar hefði verið mikill maður vexti og sterkur og allra manna best vígur. Hann hjó báðum höndum og skaut ef hann vildi og vó svo skjótt með sverði að þrjú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna best af boga og hæfði allt það sem hann skaut til. Þekkir þú sjálfan þig, minn kæri, af þessari lýsingu eða man ég það rétt að þú hafir ekki einu sinni getað snúið líflitla dúfu úr hálsliðnum þegar krakkamir báru hana heim. Vóru þá þrjú sverð á lofti?" Frekar lundarfarið „Þetta verður á engan hátt borið saman,“ sagði ég og hallaði mér að konunni í bekknum. „Þjóðfélagsað- stæður era allar aðrar en þá. Nú þarf hvorki að vega mann né annan né drepa dýr og fugla nema sér til skemmtunar á fjöllum uppi.“ Konan glotti þegar hún horfði út undan sér á mann sinn. „Var hann ekki sterk- ur?“ spuröi hún og átti við Gunnar. Um leið greip hún um upphandlegg minn. „Heldurðu ekki að Hallgerð- ur hafi gripið í eitthvað stæltara?" Þótt ég kreppti vöðvann fann ég að konan náði að kalla utan um hann. Hún er handsmá. „Líkingin á kannski frekar við lundarfarið," sagði ég og bakkað ör- lítið út úr kappahlutverkinu. „Ertu þá framsóknarmaður? Hélt Guðni ráðherra því ekki fram í sumar að Gunnar á Hlíðarenda heföi verið fyrsti framsóknarmaðurinn?" Það tísti svo í konunni að fólkið á fremri bekkjunum sneri sér enn við, hvasst á svip. Hún sleppti upp- haldleggsvöðva hins meinta tvífara Gunnars á Hlíðarenda. Atgeirinn næst „Getið þið landnámshjónin ekki verið úti?“ spurði maður beint fyrir framan okkur, svipljótur nokkuð. Hann hafði greinilega heyrt slitrur úr hvíslingum okkar og lét sér illa líka. Ég varð þegar sem Gunnar í framan, snareygur og rjóður í kinn- um og bað hann hafa sig hægan. Mildin og kurteisin var gleymd. „Þá er við finnumst næst skalt þú sjá at- geirinn," hvæsti ég og vitnaði beint í Gunnar. Svipljóti maðurinn leit undan. Kannski mundi hann örlög Otkels. Konan horfði á mig. Svipurinn var breyttur. „Hetjan min,“ hvislaði hún og greip um mig aftur, „þú lést mannfýluna heyra það.“ Ég leit til hennar bláum (eða gráum) augum og strauk uppbrett nefið. „Margt er líkt með skyldum, elskan mín, með skyldum, sjáðu til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.