Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 Helcjctrblað DV 35 Bjarna úr Todmobile. Þær voru hugsaðar fyrir heimsmarkað en að sögn Selmu var „meikið" aldrei að veruleika því þær komu út á vit- lausum tíma. „Þetta gerðist allt of- boðslega hratt,“ segir Selma og hlær þegar ég spyr um afdrif „meiksins". „Við fengum samning og það gekk mjög vel fyrstu sex mánuðina. Við gerðum myndband og kláruðum diskinn og eins og vill verða með flesta íslenska listamenn sem hafa komist á samning erlend- is að þá vorum við ekki gefin út á réttum tima og popp úreldist mjög snemma. Viö vorum búin að bíða í eitt ár og þá riftum við samningn- um því við sáum ekki ástæðu til að halda þessu áfram. Og þetta er mál- ið. Áttatíu prósent þeirra lista- manna sem gera samning hjá er- lendum plötufyrirtækjum koma aldrei út. Síðan þetta gerðist hef ég séð marga lenda í nákvæmlega sömu sporum og ég. Það skiptir öllu máli að vera á réttum stað á réttum tíma og að miklu leyti um heppni." „Fyrir mig var þetta frábært," heldur Selma áfram. „Ég söng úti um alla Evrópu og skemmti og söng hjá sjónvarpsstöðvum og á tónlist- arhátíðum og gerði dýr og flott myndbönd. Þannig að ég lærði hell- ing á þessu.“ „En er „meikið" þá úr sögunni?" spyr ég. „Þetta var nú aldrei spurning um „meik“. Ég er mjög jarðbundin og áttaði mig á því að heimsfrægðin var ekki hinum megin við dyrnar. Þetta er erfitt og langt ferli en það var gaman aö fá að spreyta sig. Eins og stendur er það ekkert i bígerð aftur. En maður veit aldrei hvar maður lendir. Það er alla vega ekki skipulagt markmið eins og er.“ „Hvernig birtist þessi heimur þér. Var „bransinn" eins og slæmur og sagt er?“ spyr ég. „Ég kynntist því lítið en ég sá hins vegar hvað maður þarf að vera ofboðslega tilbúinn fyrir svona. Það eru svo margir sem reyna toga í þig og reyna stjórna þér. Maður þarf að hafa mjög skýra sýn á það hvað maður ætlar að gera og hvernig, því allir eru tilbúnir að segja þér hvernig þú átt að haga þér. Þetta fannst mér erfitt en ég náði ekki að kynnast neinum leiðinlegum hlið- um. Ég sá hins vegar hvað það er erfitt að koma sér áfram erlendis og þetta var mikið andlegt álag. Það eru allir að reyna græða og þú verð- ur að halda þér á jörðinni og hafa þitt á hreinu. Ef ég gerði þetta aftur væri ég örugglega mun harðari og ég myndi gera ýmislegt öðruvísi." Er að verða fullorðin Selma og unnusti hennar, Rúnar Freyr Gíslason, eiga von á erfingja um’ næstu jól. Selma þarf því að bregða sér í enn eitt hlutverkið fljótlega. Ég spyr hana hvernig henni lítist á að takast á við for- eldrahlutverkið. „Mér líst óskaplega vel á það. Þetta var allt planað og skipulagt þannig að ég er tilbúin til að takast á við þetta. Mér hefur eiginlega aldrei liðið betur, ef ég á að segja al- veg eins og er. Ég hef aldrei verið frjórri og hamingjusamari en á þessari meðgöngu og þetta hefur opnað algerlega nýjan heim fyrir mér. Fyrir mér er þetta skref í átt- ina að því að verða fullorðin og mér fannst ég verða kona þegar ég áttaði mig á því að ég væri að fara eignast bam. Þegar ég segi frjórri þá meina ég að hugmyndir eins og þessi plata, sem við vorum að gefa út, er oröin að veruleika, og ég er byrjuð að skrifa fyrir Stundina okkar ásamt Halldóri Gylfasyni. Mér finnst ég hafa ótrúlega orku til að takast á við alla skapaða hluti. Ég mæli með þessu,“ segir Selma að lokum og brosir eins og mjög ham- ingjusöm og fullorðin kona. ® TOYOTA betri notaðir bílar EICÐ'ANN EÐA LEIGÐ'ANN I fyrsta skipti á Islandi: Tvær auðveldar leiðir að öruggum bílaviðskiptum. Skráður: maí.01 Corolla Skráður: maí.Ol Rekstrarleiga á mán. frá: 19.200 kr.m/v24 mán. Bílalán á mán. frá: 12.564 kr. m/v60mán.‘ Rekslarleiga á mán. frá: 24.500 kr. m/vn mán. Bílalán á.mán. frá: 16.644 kr. m/v6ó mán.‘ Rekstarleiga á mán. frá: 29.000 kr. m/v24 món. Bílalán á mán. frá: 20.874 kr. m/v 60 mán.‘ Verðfrá: 820.000 kr. Verð frá: 1.090.000 kr. Verðfrá: 1.370.000 kr. *Bíla!án miðast við 30% útborgun af kaupverði og 9% verðtryggða vexti með 3.5% stofngjaldi. ““ ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- , ■ I ■ ■'" ■■ f , TOYOTA í fyrsta skipti á íslandi geta einstaklingar fengið sér bíl á rekstrarleigu. Toyota býður nú takmarkað magn bílaleigubíla á frábærum kjörum og þú velur hvort þú kaupir þér bíl til eignar eða tekur hann á rekstrarleigu, án útborgunar. Þú einfaldlega kvittar undir samninginn og ekur af stað. Þetta er því einstakt tækifæri til að fá sér betri notaðan bíl frá Toyota með auðveldum og öruggum hætti. Komdu strax í dag, hringdu í síma 570 5000 eða kíktu á www.toyota.is ..það sem fagmaðurinn notar! -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.