Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Þolir ekki þennan barlóm og endemis bull í kartöflubændum: Þeirra eigin sölufyrir- tæki eru að drepa þá - segir Karl Ölafsson, kartöflubóndi á Lyngási Karl Ólafsson, kartöflubóndi á Lyng- ási 4 skammt frá Hellu, furðar sig á barlómi Sigurbjartar Pálssonar, kart- öflubónda og stjómarmanns í Kartöflu- verksmiðju Þykkvabæjar hf. „Þetta er endemis bull. Það em þeirra eigin sölu- fyriræki sem em að drepa þá en ekki lágt verð frá stórmörkuðunum," segir Karl og vill að bændur hendi út þess- um milliliðum. Sigurbjartur Pálsson sagði í DV í fyrradag nánast útilokað fyrir kartöflu- bændur að selja sína vöm beint. Tveir aðilar væm langstærstir á markaðnum í hópi kaupenda, Baugur og Búr. Auk þeirra eru Samkaup líka nokkuð stór kaupandi en samanlagt segir hann að þessir þrír aðilar kaupi um 90% af allri kartöfluframleiðslunni. „Verðið fyrir afurðimar er bara handónýtt. Smásölu- verslunin tekur svo stóran hluta af verðinu tfl sín að lítið er eftir fyrir okk- ur,“ sagði Sigurbjartur Pálsson í DV í fyrradag. Hann segir að kartöflubændur hafi verið að fá um 35 krónur fyrir síðasta árs uppskem í sumar. Venjulega hef- ur verðið síðan farið eitthvað upp með nýjum kartöflum á markaði. Hann segist þó ekki sjá annað en það verði áfram um 35 krónur fyrir kíló- ið sem síöan er selt út úr búð á um 150 krónur. Þoli ekki þetta væl „Ég er búinn að selja mínar kart- öflur sjáifur í 12 ár,“ segir Karl Ólafs- son. „Ég get því ekki kvartað yfir að geta ekki selt á eigin spýtur eins og Sigurbjartur er að kvarta undan. Ég sel t.d. mflliliðalaust tfl Bónus og kvarta ekki fyrir því. Ég er líka með allt á einni hendi, framleiðsluna, flokkunina og pökkunina. Hagræð- ingin hjá mér er því mikil þar sem engir milliliðir era í þessu ferli. Þama sleppi ég alveg Sölufélaginu og Ágæti sem era miIlUiðir og eru að taka alveg gríðarlega mikið tfl sín. Þama er flöskuhálsinn í kerfi bænd- anna. Það eru þeirra eigin sölufyriræki sem eru að drepa þá. Ég er margbú- inn að segja þeim þetta en þeir hlusta ekki á mig. Þeir eiga sjálfir að taka þama völdin - henda þessum mönn- um af spenunum og láta þá fara að vinna á gólfinu. Ég þoli ekki þegar DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Á fullu við kartöfluuppskeruna Karl Ólafsson, kartöflubóndi á Lyngási 4, segist vera meö allt á einni hendi, framleiösluna, flokkunina og pökkunina. Hann skammar kollega sína fyrir aö hafa ekki dug til aö henda út þeirra eigin milliliöum sem séu aödrepa þá, Sölufé- laginu ogÁgæti. menn eru að væla og líta ekki í eigin barm. Hvað mig varðar þá er alveg sama hvar ég kem að bændakerf- inu. Það er alltaf lokað á mig hurð- um vegna þess að ég passa ekki í kramið. Mínar kartöflur fara milli- liðalaust i Bónus þar sem þeir selja tvö kUóin út á 124 krónur með virö- isaukaskatti." - Hvað færð þú fyrir þinn snúð? „Ég fæ mjög gott verð. Ég vU ekk- ert fara nánar út í það, en ég veit að álagningin hjá Bónusi er mjög skor- in við nögl,“ segir Karl og fuUyrðir að þar sé ekki lagt meira en 3-9% á hans framleiðslu, misjafnt eftir því hvenær ársins það er. Karl segist einnig selja sína framleiðslu til annarra kaupmanna en hann verði þó að hafna viðskiptum þar sem hann anni ekki eftirspurn. Karl gagnrýnir harðlega það sem hann kaUar bruðl í stéttinni. „Mik- ið kaupa þessir bændur af nýjum vélum, það vantar ekki. - Nær væri hjá þeim að samnýta þær í stað þess að halda uppi óbreyttu eyðslu- stigi sem þeir telja sig svo geta fjár- magnað með því að moka inn pen- ingum frá neytendum." -HKr. Símafélög sameinast Íslandssími og Tal sameinast á næstunni í kjölfar samninga sem undirritaðir vora í gær. Fullrúar íslands- sima og Westem Wirel- ess Intemational Inc. hafa náð samkomulag um kaup Íslandssíma á 57,3% hlutafjár í Tali af WWI, en gert er ráð fyr- ir að íslandssimi muni í framhaldinu kaupa ÖU bréfi í Tali. „Hið nýja félag hef- ur náð þeirri lágmarkstærð sem nauð- synleg er tU að veita markaðsráðandi aðfla virka samkeppni," sagði Óskar DV-MYND: ÞOK Sameinlng kynnt Á blaðamannafundi í gær. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, mun ekki starfa hjá hinu sameinaöa félagi. Magnússon, sem verður forstjóri sam- einaðs félags. Þórólf- ur Ámason, forstjóri Tals, víkur af vefli en hann sagði í gær að þörf fyrir samstarf og samrana á síma- markaði hefði lengi verið augljós. Sam- einað félag mun veita yfir 120 þúsund við- skiptavinum ijöl- breytta þjónustu. Kaupin á Tal era íjár- mögnuð með sölu á nýju hlutafé í ís- landssíma upp á 1,9 mUljarða króna. -sbs Óvinurinn EMMANUEL CARRÉRE Sönn frásögn af skelfilegum blekkingum og mordum „Að morgni laugardagsins 9. jonúar 1993, ó sama tímo og Jean-Claude Romand var að myrða konu sína og börn, var ég með f jölskyldu minni ó foreldra- fundi í skólanum." Þannig byrjar Carrére, meistari sálfræöispenn- unnar, frásögn sina. Jjj'O JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstíg 7 Sími 575 5600 m Óvinurinn SlGUHDUH PÁL6SON »»VDOI DV-MYND HARI Lena Cronqvist tók við 2. verölaunum úr hendi Davíös Oddssonar Lena er ekkja hins heimsþekkta rithöfundar og íslandsvinar Görans Tun- ströms og verðlaunamálverkin fjalla um sorgina viö ótímabæran dauöa hans. Carnegie-sýningin opnuð í fimmta sinn: Listin er yndisleg - þó enn megi deila um hana „Art is wonderful,“ sagði Lars Nittve, formaðm' dómnefndar Camegie-verð- launanna, og brosti breitt þegar hann hafði lýst fyrir blaðamönnum inntaki og gUdi verka þeirra myndlistarmanna sem í ár hljóta önnur og þriðju verð- launin, Lenu Cronqvist frá Svíþjóð og Tal R frá Danmörku. Brosið var ekki eins áreynslulaust þegar hann varði handhafa fyrstu verðlaunanna, Troels Wörsel frá Danmörku, fyrir ágengum spumingum. Wörsel er ekki einlægur í list sinni eins og hin tvö heldur má líta á verk hans sem (vel heppnaðan) listrænan brandara, ekki óskyldan hvita listaverk- inu í leikriti Yasminu Reza um árið. Wörsel festir striga á ramma en í stað þess að mála ffaman á strigann eins og venjan er málar hann aftan á hann - og þar með rammann líka - með grófum pensUdráttum. „Bakhliðin sem við sjá- um yfirleitt ekki skiptir hér höfuðmáli," sagði Nittve og bætti við að Wörsel hefði óskaplega gaman af að mála og elda mat! Um þetta mat dómnefndar eiga gest- ir Listasafns Reykjavíkur - Hafharhúss eflaust eftir að deUa beisklega, en því miður komst Wörsel vegna veikinda ekki tU að taka við verðlaununum, ávísun á um fimm mUljónir ísl. kr. Lars Nittve tjáði DV að þótt val verð- launahafa væri yfirleitt erfitt hefði aldrei verið nokkur vafi í huga dóm- nefndar að Wörsel væri best aUra að fyrstu verðlaununum kominn. Þetta er í fyrsta skipti sem Camegie- farandsýningin kemur hingað í heUu lagi, áður hefur hún aUtaf verið skert á leiðinni. Ástæðan er sú að nú eram við fyrst í röðinni, og verðlaunin voru af- hent í Hafnarhúsinu í gær að viðstöddu fjölmenni. Þrir íslenskir listamenn vora valdir tfl þátttöku aö þessu sinni, Kristín Gunnlaugsdóttir, Katrín Sigurðardóttir og Georg Guðni sem Ulrika Levén sýn- ingarstjóri sagði að málaði kjama ís- lensks landslags. Sýningin stendur tU 10. nóvember og aðgangur er ókeypis. -SA Ógeðfellt Tilraunir Alcoa til að troða sér inn í umræður um út- færslu verndar- svæða eða þjóð- garða á hálendi ís- lands eru óviðeig- andi og ógeðfelld- ar. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, vegna ummæla Alcoa um þjóðgarð á hálendinu norðan Vatnajökuls. Mikið um rjúpnaskyttur Mikið hefur verið um rjúpna- skyttur í Dölum síðustu daga, en veiðitímabilið hófst á þriðjudag. Undantekingalítið hafa veiðimenn verið með sín mál í lagi en mikil umferð rjúpnaskyttna var fyrstu dagana. Veiði á ríkisjörðum sem ekki eru í ábúð er bönnuð, en í Dölum ræðir þar um Ólafsdal í Gilsfirði. Vilja skjóta hreindýr Hreindýraráð hefur óskað eftir að umhverfisráðuneytið heimili að fella 24 hreindýr á Nesjum og í Suðursveit í nóvember og desem- ber. Þetta eru dýr sem ekki náðist að fella á hefðbundnum veiðitíma sem lauk 15. september. Á Horn.is segir að mikfivægt þyki að halda stofnstærð í skufjum og því sé leit- að heimUdar til að klára kvótann. Fjórir læknar hætta Það er forgangsverkefni stjórn- valda að leysa vandann í heU- brigðisþjónustunni segir bæjar- stjórn ísafjarðarbæjar, en fjórir af sex heUsugæslulæknum þar vestra hætta störfum um áramót- in. Enginn hefur enn verið ráðinn í þeirra stað og telur bæjarstjórn málið mjög alvarlegt. Stofna kvótasjóð Byrjað er að undirbúa stofnun kvótasjóðs Lands- sambands smá- bátaeigenda. Öm Pálsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, kveðst að því er » fram kom í RÚV binda vonir við að sjóðurinn tryggi aukna hlut- deUd smábáta í heildaraflanum Schengen upp og ofan Reynsla íslend- inga af Schengen- samstarfinu um sameiginlegt landamæraeftirlit og fleira er upp og ofan. Þetta sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Hann segir það vera ávinning að vera hluti af stærri heild en líka verði að gæta að fuUveldi þjóðar- innar. íslendingar verði nú að treysta á önnur ríki tU að gæta ytri landamæra svæðisins og afar mismunandi sé hvernig þau sinni þvi hlutverki. Afleiðingin sé með- al annars mun fleiri hælisleitend- ur hér á landi. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.