Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 18
I 8 H&lgarblað X>"V" LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 Sr LAU Látum ekki beygja okkur - Matthías haföi starfað í Nóatúni í tæp 11 ár og seg- ist hafa verið þar lengur en hann í upphafi ætlaði sér. „Það var vegna þess að ég átti mjög gott og skemmti- legt samstarf við Nóatúnsfjölskylduna, Jón Júlíusson og börn hans. Það var sérstaklega ánægjulegur timi en þegar fjölskyldan seldi og verslunin varð hluti af stærra fyrirtæki þá breyttist margt.“ - íslenskum matvörumarkaði er lýst sem ljónagryfju þar sem fullkomið miskunnarleysi ríkir og menn svíf- ist einskis í samkeppninni. Er þetta rétt? „Samkeppni hefur auðvitað alltaf verið á markaðn- um en ég myndi segja að í dag væri hún fullkomlega miskunnarlaus. Það sem gerir okkur kleift að starfa á þessum markaði eru annars vegar þekking okkar á markaðnum og svo viöskiptasambönd okkar viö lagera Europris i Noregi.“ - Europris er í rauninni norsk keðja sem rekur 120 verslanir. Sérstaða keðjunnar á heimamarkaði felst í því að vera ekki meö ferskvörur heldur einungis þurr- vöru ásamt mikilli sérvöru. Matthías og félagar hans eru með leyfi til þess að nota nafnið en breyta hug- myndinni þannig að þeir versla einnig með ferskvörur eins og kjöt, grænmeti og mjólkurvörur en fyrirtækið er 100% í eigu þeirra. Þannig er þetta í rauninni sérís- lensk útgáfa af Europris. „Við erum líka með bús- áhöld, leikföng, verkfæri og fatnað. Okkar markmið er að fjölskyldan geti fundið allt sem hún þarf frá degi til dags í Europris. Við viljum geta klárað körfuna hjá kúnnanum með okkar góða vöruúrvali.“ Þrýstingur frá risunum - Aðstæður á íslenskum matvörumarkaði eru um margt ólíkar því sem þær voru fyrir tíu árum. Hverj- ar eru breytingarnar? „Það hafa aldrei áður verið svona fáir stórir aðilar á markaðnum. Þetta eru tveir til þrir sem ráða alger- lega yfir markaðnum og við óttuðumst að það yrði erfitt að komast inn.“ - Hefur það verið erfitt? Hefur samkeppnin reynt að setja fótinn fyrir ykkur? „Stóru aðilarnir hafa sett þrýsting á ákveðna birgja um að selja okkur ekki vörur. Hótunin er sú að þá komist þeir ekki inn hjá þeim stóru.“ - Þegar Matthias talar um stóru aðilana í þessu sam- hengi á hann við Baug annars vegar og Kaupás hins vegar. Hafa menn látið undan þessum þrýstingi? „Nokkrir stórir birgjar láta ekki beygja sig en það eru nokkrir minni aðilar á markaðnum sem þora ekki að láta sjá sig hjá okkur.“ Eltki heiðarleg vinnubrögð - Nú ert þú alinn upp á þessum markaði. Var þetta svona? „Nei, alls ekki. Þetta er breyting sem hefur orðið á fáeinum síðustu árum. Ef kaupmaður opnaði nýja verslun í gamla daga þá hjálpuðu kollegar hans honum við að koma búðinni í stand. En þetta var meðan kaupmaðurinn á horninu var og hét en hann er löngu horfinn." - Hvað finnst þér um vinnubrögð af þessu tagi? „Mér finnst þau auðvitað ekki heiðarleg. Þetta hefur ekkert skaðað okkur því við höfum alltaf fundið aðrar leiðir. Við erum inni í miðri Evrópu í þessum skiln- ingi og þurfum ekkert að láta beygja okkur í þessum efnum.“ Eklíi eðlilegt ástand - Aðföng, sem er innkaupa- og dreifingarfyrirtæki Baugs, og Búr, sem er sams konar fyrirtæki í eigu Kaupáss og nokkurra kaupfélaga, halda utan um mest- an hluta dreifingar í matvöru á íslandi. Átt þú einhver viðskipti við þessa risa? „Við eigum það ekki og stendur það ekki til boða. Við erum í viðskiptum við örfáa stóra heildsala og framleiðendur en flytjum annars inn sjálfir. Sá sem ekki hefur slík sambönd til innflutnings beint kemst eiginlega ekki inn á þennan markað. Búr og Aöföng selja einungis „sínum“ verslunum með örfáum undan- H- tekningum." - Það er því ljóst að Matthías er að lýsa markaði þar sem risar hafa tögl og hagldir og ótti manna við að missa viðskipti risanna marka ákvarðanir þeirra. Er þetta eðlilegt ástand? „Mér finnst það ekki. Hinir svokölluðu heildsalar báru ekki gæfu til þess á sínum tíma að stofna sam- eiginlegt vöruhús en þeir urðu of seinir vegna ósam- komulags og Aðföng urðu til í skjóli þess ósættis. Þetta er allt annað umhverfi en var fyrir fáum árum. Samþjöppun á heildsölustigi hefur orðið gríð- arlega mikil sem er ákveðið hagræði fyrir okkur sem erum að versla. En þeir sem ekki hafa aðgang inn í stóru samsteypurnar eiga hættu á að veslast upp. Hitt er svo annað mál að ég get ekki séð að sú samþjöpp- un sem hefur orðið í íslensku viðskiptalífi, hvort sem er í bönkum, verslun eða annars staðar, hafi orðið viðskiptavinum neitt sérstaklega hagstæð. Baugur er t.d. orðinn allt of stór fyrir okkar litla samfélag.“ Siðlaus vinnubrögð - Matthías er tregur til þess að ræða mjög mikið um samkeppnina og þau vinnubrögð sem tíðkast í harðri samkeppni. „Það er auðvitað kúnninn sem er húsbóndinn þeg- ar upp er staðið og samkeppni á að vera honum til hagsbóta. Það sem mér finnst ósanngjarnt og í raun- inni siðlaus vinnubrögð er þegar stórir aðilar niður- greiða ákveðnar vörutegundir markvisst i mjög lang- an tíma beinlínis í þeim tilgangi að gera öðrum erfitt fyrir á markaði. Síðan geta þeir í krafti stærðarinnar náð niður innkaupsverði á öðrum vörum og látið hátt verð á þeim jafna út niðurgreiðslurnar. Þetta finnst mér vera siðlaus vinnubrögð og hugsanlega ólögleg." Yfirgangur og undarleg vinnubrögð - Samkeppnin er meðal annars fólgin í þvi að stóru keðjurnar eru með starfsmenn sem fylgjast með verði á öllum vörutegundum hjá samkeppnisaðilum. Er þetta eitthvað sem Europris hefur tekið upp? „Við höfum reynt að fara okkar eigin leiðir í vinnu- brögðum. Baugur og Bónus hafa sett sér ákveðnar vinnureglur í þessu. Þeir senda menn til okkar á hverjum einasta degi sem eru þar hálfu og heilu dag- ana og skanna hvert einasta vörumerki með sérstök- um skönnum. Þessi vinnubrögð líðast hvergi annars staðar í heiminum. En aðrir spormenn hafa apað þetta eftir þeim. Mér finnst þessi yfirgangur í raun- inni varla sæmandi þótt það séu auðvitað allir vel- komnir í búðina. Þetta þætti áreiðanlega mjög undar- leg vinnubrögð í flestum öðrum samkeppnisgreinum. Ég held að dagblöðin, Alþýðusambandið og Neytenda- samtökin, sem gera sínar verðkannanir með heil- brigðum hætti, skapi í raun alveg nægt aðhald á þess- um markaði.“ Sætti mig ekki við þetta - Matthías hefur sitthvað við vinnubrögð stórra framleiðenda og birgja að athuga. „Það er mjög vont þegar stórir og markaðsráðandi birgjar selja stærstu aðilunum á miklu lægra verði en öðrum og ætlast síðan til að við þessir smærri borg- um mismuninn með því að við fáum aldrei jafngóða samninga. Þetta sætti ég mig ekki við og leita frekar annarra leiða heldur en að skipta við aðila sem sýna af sér slík vinnubrögð. Það er aldrei til góðs þegar einn stór aðili nær yfir- höndinni. Það eru hér á markaði fyrirtæki eins og Osta- og smjörsalan og Mjólkursamsalan sem eru al- gerlega einráð en þau hafa gegnum árin borið gæfu til þess að gera ekki upp á milli kúnnanna umfram það sem eðlilegt getur talist og það gætu margir af þeim lært. Ég er mjög óánægður með þaö t.d. að það skuli að- eins vera eitt stórt verksmiðjubakarí á markaðnum. Ég skipti reyndar ekki við það heldur handverksbak- ara en möguleikar mínir á þessu sviði eru takmark- aðir nema þá helst að ílytja inn brauð sem mér finnst vel koma til greina. Við eigum ekki að óttast innflutning. Ég veit ekki hvort menn muna eftir því þegar farið var að flytja inn erlent sælgæti í auknum mæli. Því var spáð að sælgætisframleiðsla innanlands myndi leggjast af en sú hefur síður en svo orðið raunin.“ Lengi að fá kjarkinn aftur Matthías ólst upp í Víði í Austurstræti sem Sigurð- ur faðir hans rak en Sigurður féll frá fyrir aldur fram og verslunarreksturinn lenti á herðum Matthiasar og Eiríks bróður hans sem ráku verslunina með mynd- arbrag allmörg ár en eftir að hafa ráðist í stórar fjár- festingar í Mjóddinni á óheppilegum tíma sigldi rekst- urinn í þrot og endaði í allstóru gjaldþroti sem kost- aði flesta fjölskyldumeðlimi og eigendur fyrirtækisins aleiguna. Eftir þá kollsteypu segist Matthías hafa reynt að starfa við annað um hríð en fljótlega verið boðið starf hjá Miklagarði sem hann þáði en fljótlega lá leiðin í Nóatún. Eiríkur bróðir hans fór aðrar leið- DAGUR 19. OKTÓBER 2002 Helcfarblað JOV )9 ir en eins og alþjóð veit stofnaði hann á miöjum síð- asta áratug verslunarkeðjuna 10-11 sem varð að stór- veldi i höndum hans. En varð þessi dýfa til þess að Matthías fór seinna út í sjálfstæðan rekstur en hann hefði gert? „Við vorum sennilega of ungir og kappsamir. Þetta var hluti af lífsins skóla þótt hann væri ef til vill harður. Þetta hafði mikil áhrif á mig og það tók tals- verðan tíma að fá kjarkinn aftur. En þetta er senni- lega í blóðinu og númer eitt tvö og þrjú er þetta gríð- arlega skemmtilegt og lifandi starf þar sem hlutirnir gerast hratt og þarf að taka ákvarðanir hratt. Ég held að mér hafi einfaldlega liðið svo vel í Nóatúni að ég gerði þetta seinna en ég ætlaði en ég hefði aldrei fyr- irgefið mér ef ég hefði ekki farið af stað aftur.“ Bræðumir - Eiríkur, bróðir Matthíasar, sem nú hefur selt verslanir sínar og er í hópi efnuðustu manna lands- ins, er yngri bróðirinn í dúóinu og eflaust halda margir að hann sé bakhjarl bróður síns í Europris. Matthías þvertekur fyrir það. „Það er gott samband milli okkar. Við erum sam- rýndir og samtaka og nógu líkir til þess að okkur hef- ur alla tíð verið ruglað saman og við erum löngu hættir að leiðrétta það. Við tölum mikið saman en Ei- ríkur á enga fjárhagslega hagsmuni í Europris.“ Hér mætti bæta viö þeirri gamansögu að þegar þeir bræður, Matthías og Eirikur, voru báðir í hvítum sloppum fyrir innan kjötborðið í Víði og hurfu báðir bak við til að sækja eitthvað þá vissu húsmæðurnar aldrei hvor þeirra það var sem kom til baka því þeir voru svo líkir. Af þessu reis oft kostulegur misskiln- ingur. Fjölskyldan dýrmæt Matthias er fjölskyldumaður, kvæntur Selmu Skúladóttur og þau eiga fiögur börn, Vigdís er 12 ára, Davíð er 20 ára verðandi viðskiptafræðingur. Sigurð- ur er tamningamaður og knapi og elsta dóttirin, Ragnhildur, hefur starfað mikið með föður sínum í verslun og Leifur eiginmaður hennar er fiármála- stjóri Europris. Þannig er Europris augljóslega að verða fiölskyldufyrirtæki ekki ósvipað og Víðir var á sínum tíma. „Það hefur verið mín gæfa í lífinu að eiga góða eig- inkonu og fiölskyldu sem hefur staðið með mér gegn- um þykkt og þunnt og alltaf stutt við bakið á mér. Það skiptir máli við svona uppbyggingu að sem flestir úr fiölskyldunni komi að því og það er þaö sem ég ólst upp við sjálfur. En það má heldur ekki gleyma því að ég er ekkert einn i þessu heldur með frábærum félögum, þeim Lárusi og Ottó, sem eiga sinn þátt i verkefninu. Fólkið á gólfinu er svo andlit búðarinnar og við höfum borið gæfu til að vera með frábært starfsfólk sem tekur þátt i þessu verkefni af lífi og sál.“ Líður vel undir álagi - Það hlýtur að vera stressandi starf að vera kom- inn í eigin rekstur í hörðum slag við risana á óvægn- um markaði og Matthías viðurkennir að þessu fylgi mikið stress. En hvernig skyldi hann afstressa sig? „Mér líður vel undir álagi. Þetta umhverfi er mér svo eiginlegt að ég þarf ekkert að afstressa mig með sérstökum aðferðum. Maður verður bara að halda sér réttum megin við strikið. Þegar ég er ekki að vinna þá hef ég mjög gaman af hestamennsku sem öll fiöl- skyldan tekur þátt í. Tíminn til að stunda hana hefur verið misjafnlega mikill gegnum árin en undanfarið enginn.“ - Hvert ætlið þið með þetta fyrirtæki? „Við stefnum að því að Europris verði vel rekið viðskiptavænt fyrirtæki á sínu sviði og um leið skapi það okkur atvinnu. Við teljum að ákveðin stærð þurfi að vera i rekstri sem þessum þannig að hagkvæmni verði. Ég held að það sem einu sinni var sagt að hent- ug stærð væri að hafa um það bil 10% markaðshlut- deild sé í rauninni alveg rétt. Það er engum hollt aö vera of stór.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.