Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 40
4** HeIgorblað I>"V LAUCARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 Sagan sem hafði aldrei verið sögð Á morgun hefði Tryggvi Emilsson rithöf- undur orðið 100 ára. DV hitti Þorleif Hauks- son sagnfræðing sem kynntist manninum sem skrifaði söguna um Fátækt fólk, sög- una sem hafði þá aldrei werið sögð og setti samfélagið á annan endann. Á morgun, 20. október, heföi Tryggvi Emilsson rithöfundur orðið 100 ára. Ævi Tryggva var um margt sérkennileg þótt hún væri hversdagsleg í þeim skilningi að þúsundir íslendinga deildu hlut- skipti hans. Tryggvi fæddist á Akureyri og ólst upp í sárri fá- tækt. Hann missti móður sína daginn sem hann varð sex ára, henni blæddi út eftir að hafa fætt átt- unda barn sitt. Eftir móðurmissinn varð faðirinn að láta börnin frá sér og þau dreifðust í allar áttir. Tryggvi var heppnari en flest hin systkinin fyrst í stað. Honum var komið í fóstur hjá skyldfólki sinu í Reykjavík þar sem hann naut góðs atlætis. En þegar hann var níu ára gamall var hann aftur sendur norður til föður síns sem sendi hann áfram í vist sem smala á Draflastöðum í Eyjafirði. Þar fékk Tryggvi að reyna hlutskipti sveitarómagans, vinnuþrælkun og kærleiksleysi og var sífellt svangur og kaldur. Loks gerði hann árangurslausa tilraun til að strjúka, sem varð til þess að faðir hans frétti af líðan hans og kom og sótti hann. Eft- Tryggvi Emilsson 9 ára gamall. Um þetta leyti lauk sakleysi æsku hans og góðu atlæti þegar hann var sendur í vist í sveit við hungur og vont atlæti. Þorleifur Hauksson sagnfræðingur þekkir vel verk Tryggva Emilssonar sein hefði orðið 100 ára á morgun. ir það fylgdi Tryggvi föður sínum þegar hann hóf búskap í öxnadal, fyrst á einu koti og síðan öðru. Þegar Tryggvi óx úr grasi vann hann lengst af fyrir sér með verkamannavinnu og var auk þess mjög virkur í verkalýðsbaráttunni. Frístundirnar fóru að miklu leyti í ólaunuð störf á vegum verka- lýðsfélaga, auk þess sem hann byggði þrisvar yfir fjölskyldu sína í hjáverkum, á Akureyri og síðar í Reykjavík. En Tryggva Emilssonar verður fyrst og fremst minnst fyrir ævisögu sem hann ritaði i þremur bindum. Hann byrjaði að skrifa hana vegna þess að hann veiktist af kransæðastíflu árið 1968 og varð þá að hætta allri líkamlegri vinnu. Fyrsta bókin kom út 1976 undir nafninu Fátækt fólk. Þar lýsir Tryggvi æsku sinni og uppvexti og dregur enga dul á þá fátækt og harðræði sem hann varð fyrir, þannig að sveitungar Draflastaðafólks- ins risu t.a.m. upp til andmæla. En bókunum var annars feiknavel tekið og allir ritdómar voru ein- staklega lofsamlegir. Hafði aldrei verið sagt áður Þorleifur Hauksson bókmenntafræðingur var út- gáfustjóri Máls og menningar þegar þessi verk Tryggva komu út á sínum tíma. DV spurði Þorleif hvað væri svona merkilegt við söguna af Fátæku fólki. „Það er svo margt. í fyrsta lagi er hún svo ein- staklega vel skrifuð. Það virðist ótrúlegt að þessi maður skyldi ekki hafa lagt fyrir sig skriftir alla ævi. í öðru lagi er söguefnið stórmerkilegt og heill- andi. Þarna eru sögð brot af þjóðarsögunni sem höfðu aldrei verið sögð fyrr. Það eru til í bók- menntunum sögur af sveitarómögum, t.d. í sögum eftir Einar H. Kvaran, Jón Trausta og Halldór Lax- ness, en aldrei hafði neinn slíkur fyrr sagt sína sögu. Svo höfðu líka verið skrifaðar raunsæjar, sósíalrealískar verkalýðssögur á kreppuárunum, en engin þeirra kemst í hálfkvisti við þetta verk þar sem höfundur lýsir eigin ævi og samferða- manna sinna án þess að fegra og án þess að draga neitt undan, en um leið er frásögnin full af fegurð og skáldskap og auk þess góðlátlegri gamansemi þar.sem það á við. í þriðja lagi eru bækurnar vitn- isburður um alþýðlega munnlega frásagnarhefð sem er svo merkilega þroskuð. Faðir Tryggva hafði engin efni á að kaupa sér bækur og hann ekki held- ur sjálfur lengi framan af ævinni. En þessir erfið- ismenn lifðu í heimi þókmennta og fræða. Áhuginn var allur á því sviði, enda kunnu þeir kynstrin öll af vísum og sögumi og fróðleik." Hverjar eru fyrirmyndimar? - Á þeim tíma þegar Tryggvi ritaði sína ævisögu var búið að skrifa mannhæðarháa stafla af ævisög- um og endurminningum sem voru sléttar og felld- ar. Hverjar voru fyrirmyndir Tryggva? „Ég held að þessar sögur hefðu aldrei orðið til í þessu formi ef Tryggvi hefði ekki haft þessa ríku hefð að styðjast við i fræðiiðkun og frásagnarlist. En hefðin er bara grunnurinn, það má ekki gleyma því að hann var sjálfur gæddur mikilli skáldgáfu og rikum mannskilningi. Sumt í þessum bókum er líka örugglega undir áhrifum frá skáldskap, ég nefni til dæmis náttúrulýsingarnar. Því að þegar Tryggvi var kominn á efri ár hafði hann auðvitað lesið allt sem hann komst yfir.“ - Mál og menning var stofnuö 1937 og gaf út mik- ið af hetjusögum um fátæka verkamenn og einnig ævisögur manna sem ólust upp við fátækt og sér- staklega má sjá líkindi með sögu Tryggva og ævi- sögu Martins Andersens Nexö sem var dönsk verkalýðshetja og rithöfundur og gaf út opinskáa ævisögu sem lýsti eymd og fátækt. „Ég man ekki eftir beinum hliðstæðum, en án efa hefur Tryggvi lesið æviminningar Nexö og ævi- sögu Maxim Gorki sem báðar lýsa erfiðum aðstæð- um. Það gæti því verið um óbein áhrif að ræða. Það sem er líka svo merkilegt við þessar sögur og ólíkt flestum þessum ævisögum sem þú varst að tala um er mannskilningurinn sem að baki býr. Tryggvi sér lífskjör sín og sinna líka í þjóðfélags- legu samhengi og getur sjálfur lyft sér svo yfir sár- indin að þegar hann til dæmis lýsir vinnumannin- um sem slær hann helst að óvörum án minnsta til- efnis, þá skýrir hann það með því hvað þessi mað- ur hafi sjálfur orðið að þola í bernsku. Þegar talað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.