Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR l<3. OKTÓBER 2002
Helcjorbloö ÐV
25
DV-myndir ÞÖK
Hér skellir Stefán hunangi út á
pönnuna áður en hann byrjar
að hrista hana létt á hellunni
svo að kaktusstrimlarnir lijúp-
ist en hann segir kaktusstrimla
vera að ryðja sér til rúms í ís-
lenskri matargerð. Steinbítur-
inn krauinar á pönnunni við
hliðina.
Steinbíturinn er alíslenskur
þótt matreiðsla hans á Si Senor
hafi yfir sér framandi blæ. Hér
er hann lagður nett ofan í
rauða blóðappelsínu og chili-
sósuna.
Einbeitingin skín úr andliti
Stefáns þegar hann kemur
gljáðu kaktusstrimlunum og
grænmetinu fyrir ofan á neðra
fiskstykkinu. Síðan kcniur
hinn bitinn þar ofan á.
Á íslendingaslóðum í
Bordeaux-héraði
stendur Guðlaugu Baldursdóttur hjá Vínvali nær
Vínin að þessu sinni bera íslensku handbragði við
víngerð fagurt vitni að þvi leyti að þau eru gerð af Jóni
Armannssyni víngerðarmanni með dyggri aðstoð eig-
inkonu hans, Guðlaugar Baldursdóttur, sem hér kynn-
ir þessu ágætu vín. Cháteau de Rions-víngerðin er í
hjarta hins virta vínhéraös Bordeaux í suðvesturhluta
Frakklands. Vínin frá Cháteau de Rions eru fjölbreytt
og ólík að gerð. Þau bera vott um vönduð vinnubrögð
Jóns sem hefur gæðin ætíð að leiðarljósi, virðir gaml-
ar og góðar hefðir en notar einnig nútímatækni.
Til rauðvínsgerðarinnar eru ræktaðar Merlot,
Cabernet Sauvignon og Cabernet Franc þrúgur.
Sauvignon Blanc og Sémillon eru hins vegar notaöar til
hvitvínsgerðarinnar. Vínin hafa gæðastimpilinn App-
ellation díOrigine Controlée, skammstafað AOC. Til að
hljóta þá náð verða vínin að gangast undir strangt eft-
irlit og prófanir fagmanna. Til að gefa rauðvinunum
aukna dýpt og fágun liggja þau á eikartunnum í allt að
18 mánuði áður en þau eru sett á flöskur. Spéciale
Réserve hvítvínið frá Cháteau de Rions er gerjað og
tekur út þroska sinn á nýjum eikartunnum. Aðeins ör-
litið brot af hvítvínum Bordeaux-héraðsins eru gerð á
þennan hátt. Vín Cháteau de Rions hafa hlotið lof og
hrós fagmanna og unniö til margra verðlauna og er
ánægjulegt að kynna þau á þessum vettvangi.
Hvítvínið, Cháteau de Rions - AOC Bordeaux, er
lagað úr Sémillon- og Sauvignon Blanc-þrúgum. Hvítu
Sauvignon-þrúgurnar gefa víninu ilm og snerpu en Sé-
millon fyllingu og mýkt. Til að laða fram sem mestan
aldinkeim og einkenni berjanna er beitt sérstakri
tækni við víngerðina, langvinnri gerjun við lágt hita-
stig. Tært vínið er ilmríkt, þrungið ferskri angan
ávaxta og blóma. Líflegt bragðið er snarpt, þurrt og
með fyllingu. Þetta er vín fyrir þá sem vilja létt og
lífleg hvítvín. Það fellur vel að öllu sjávarfangi og er
tilvalið að reyna það með steinbítnum hér að ofan.
Einnig léttum pastaréttum. Góð kaup eru í
flösku af þessu hvítvini en hún kostar aðeins
980 krónur í ÁTVR.
Rauðvínið, Cháteau de Rions - AOC
Premiéres Cötes de Bordeaux er, er gert úr
Merlot-, Cabernet Sauvignon- og
Cabernent Franc-þrúgum. Merlot-þrúgan er í
forgrunni og setur einkennandi svip á vínið
sem slegið er faUegum rúbínrauöum litblæ. Af
því er seiðandi og þokkafull angan og fínlegur
eikarkeimur enda vínið haft á eikartunnum
samkvæmt gömlum og góðum Bordeaux-gild-
um. Bragðið er blæbrigðarikt, eilítið krydd-
kennt og hefur góða fyllingu. Vinið er vel
þroskað og tilvalið að njóta þess nú en það
gengur t.d. vel með lambakjöti og Ijósu kjöti.
Flaskan kostar 1.240 krónur í ÁTVR.
Auk ofantaldra vína má fá sérvalin vín frá
Cháteau de Rions í ÁTVR, Spéciale Réserve-
hvítvín á 1.280 krónur og Spéciale Réserve-
rauðvín á 1.480 krónur. Verða þau kynnt til
sögunnar síðar.
Umsjón
Haukur Lárus
Hauksson