Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Ákærður þurrfiskútflytjandi úr Garðabæ sem lét sig hverfa sporlaust frá London: Dularfullt hvarf sem varö að ókláruðu sakamáli - ríkislögreglustjóri hefur reynt í þrjú ár að fá manninn framseldan Héraösdómur Reykjaness Þegar Þorgeir Ingi Njálsson héraösdómari sagöi rétt settan sat Ragnar Sigurjóns- son sem ákæröur maöur i máli Ríkislögreglustjórans gegn honum. Nigeríumaöur kæröi hann fyrir fjögurra milljóna króna Ijársvik. Þegar Ragnargekk út eftir fyrstu vitnaleiöslu sneri hann ekki aftur. Hann var á leiö til útlanda - ætlaöi ekki að koma aftur. Þrír og hálfur mánuður í óvissu á ár- inu 1999 gerði mál 58 ára þurrfiskút- flytjanda úr Garðabæ að einu sérstæð- asta mannhvarfs- máli aldarinnar hér á landi - mannsins sem sat fyrir framan Ní- geríumann í dóm- sal í Hafnarflrði fóstudaginn 26. mars þar sem út- lendingurinn lýsti því yfir að íslend- ingurinn hefði svikið tæpar fjórar milljónir króna út úr sér í viðskiptum með herta þorsk- hausa. Viku síðar, fóstudaginn langa, fór hinn ákærði fiskútflytjandi utan - flúði undan væntanlegum réttarhöld- um í fjársvikamáli þar sem sökin varð- aði við nokkurra ára fangelsi. Hann hefur enn ekki snúið til baka og kaus að fljúga til London þaðan sem hann lét sig hverfa án þess að láta nokkum vita. Ekki einu sinni eigin- konu og böm. Þess er enn beðið að maðurinn komi heim. Mætti ekki á fund Flókinn og miður farsæl fiskútflutn- ingsviðskipti urðu til þess að Ragnar Sigurjónsson var búinn að koma sjálf- um sér og öðmm á kaldan klaka í fjár- málum. Að auki hafði hann verið ákærður í fjársvikamáli og dómur var ffam undan án þess þó að nokkuð af hans fólki hefði hugmynd um það. Hann kvaddi fólk sitt og fóstudaginn langa flaug hann til London. Ástæðan fyrir sakamálinu var sú að Nígeríu- maðurinn hafði greitt Ragnari um 4 milljónir króna inn á reikning hans i Hamborg án þess að þorskhausar bær- ust til Nígeríu eins og íslendingurinn hafði lofað. Maðurinn lagði því fram kæra og Ragnar var svo ákærður. Ragnar mætti tvisvar fyrir dóm en áður en þriðja þinghaldið fór frarn hélt Ragnar til London á hoppmiða, hafði samband daglega heim um páskana eins og hann var vanur í viðskiptaferð- um en svo spurðist ekkert til hans eft- ir 5. apríl þegar hann ræddi síðast við konu sína. Daginn eftir, klukkan 11, hafði Ragnar ákveðið fund með Nigel Francis, umboðsmanni í skreiðarvið- skiptum, á hóteli sínu. En Ragnar mætti ekki. Nigel komst að því að ís- lendingurinn var búinn að tékka sig út, horfinn á braut. Lögreglan í Bretlandi og á íslandi rannsökuðu málið svo vikum og mán- uðum skipti. Það olli lögreglu ytra heilabrotum að Ragnar hafði átt ham- ingjuríkt fjölskyldulíf en menn vora líka uggandi yfir að hann hefði tekið hjartalyf reglulega. Hvað hafði gerst? Leitað var á sjúkrahúsum, í líkhúsum og rætt við viðskiptavini. Allt var gert en ekkert spurðist til Ragnars. Þegar tæpur mánuöur var liðinn frá hvarfmu rseddi DV við Peter Johnston, lögreglumann í Kensington í London. Honum fannst óneitanlega líkur á að Ragnar hefði látið sig hverfa af ásettu ráði - hann hefði ekki orðið fyrir slysi, honum rænt eða fyrirkomið. Þetta er algjör ráögáta „Vissulega hafa allir sitt frelsi og eiga rétt á aö láta sig hverfa. En við verðum að leita áfram,“ sagði Peter lög- reglumaður. „Við höfum enga hug- mynd um hvert Ragnar hefúr farið. Þetta er algjör ráðgáta. Okkur er sagt að Ragnar hafi átt í fjárhagsvandræð- um í viðskiptum sínum. Þess vegna er sá möguleiki alls ekki útilokaður að hann hafi farið í felur,“ sagði Peter. April leið án þess að spyrðist til Ragnars, siðan maí, þá júni en í júlí hringdi siminn á heimili á höfuðborg- arsvæðinu hjá einu bama Ragnars. Pabbinn var í símanum! Ragnar var í Taílandi. Hið dularfulla mannshvarf var upplýst. Neitaði að koma heim En málið hvorki var né er búið. Efhahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra- embættisins vann nú að því að fá Ragn- ar heim til að ljúka máli sínu fyrir dómi - svara til saka eins og öllum er skylt að gera sé opinbert mál höfðað. Jón Snorrason, saksóknari hjá ríkislög- reglustjóra, sagði við DV, 10 mánuöum eftir að Ragnar hringdi fyrst heim frá Taílandi, að unnið væri að því að fá hann framseldan þaðan. „Þegar kemur að þessu máli ytra og allt gengur eftir verður Ragnar líklega handtekinn, honum haldið og hann fluttur sem sakamaður á milli landa. Ég hef trú á því að þetta gerist - miðað við eðlilegan ffamgang," sagði Jón. Saksóknarinn sagði aö Ragnar hefði beinlínis neit- að að koma heim til að svara til saka þegar lögreglan fór ffarn á það. „Hann er ekki tilbúinn að koma samkvæmt beinni ósk okkar til hans.“ Beiðni var send um handtöku- skipun til stjómvalda í Taílandi en án árangurs. Ragnar sat sem fastast ytra. Skrifstofa Interpol hér heima fór fram á framsal en þar sem ísland er ekki með samning um ffamsal sakamanna við Taíland „hafði málið ekki forgang ytra“, eins og Jón orðaði það. Og það vora orð að sönnu. Málið hafði ekki forgang. Það var ekki einu sinni unnið í því. Þegar DV ræddi við Jón Snorrason í gær, fóstudag, sagði hann að mál Ragnars Sigurjónssonar hefði verið sent ffá Héraðsdómi Reykjaness til embættisins. Þar bíði það þangað tfl Ragnar kemur heim. Jón sagði málið „vera í farvegi" en svaraði ekki hvort embættinu væri kunnugt um hvar Ragnar væri niður kominn í dag. Hins vegar sagði Jón ljóst að kerfi taílenskra stjómvalda hefði ekki virkað með öðrum hætti en raun hefur borið vitni - það sé sein- virkt. Þegar Ragnar Siguijónsson fór frá íslandi varð mál hans að óupplýstu mannshvarfi. í dag, þremur og hálfu ári síðar, biður málið í hirslum ríkis- lögreglustjóra sem óklárað sakamál sem hófst með því að svikinn Nígeríu- maður kærði hinn íslenska þurrfiskút- flytjanda fyrir ijársvik. -Ótt Peter Johnston, lögreglumaöur í London Hann sagöi aö óneitanlega heföu líkur bent til aö Ragnar heföi látiö sig hverfa afráönum hug. Ragnar Slgurjónsson. Velta á Mlklubraut Tveir bílar ultu á Miklubraut ígær eftir aö annar ók í veg fyrir hinn þar sem þeim var ekiö í vesturátt. Bílarnir lentu uppi á umferöareyju þar sem þeir rifu niöur grindverk á 20 metra kafla. Annar bíllinn fór á hliöina á eyjunni en hinn fóryfir hina akbrautina og endaöi þar utan vegar. Báöir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild eftir óhappiö því þeir kvörtuöu yfir eymslum. Bæjarstjóri Akraness telur starfsmann hafa brotið af sér: Viðkvæmt í Ijósi pólitískrar stöðu mannsins Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness, hefur sent formanni starfsmannafélags bæjarins bréf þar sem hann tilkynnir að verið sé að undirbúa ákvörðun um viðurlög vegna brots hans í starfi. Hann hafi sem umsjónarmaður sorp- mála og forstöðumaður Gámu safiiað saman góðmálmum sem bárast stöð- inni til fórgunar og selt þá til Hringrás- ar og lagt á eigin reikning. Hér er um að ræða fjórar innlagnir á 5 ára tíma- bili, samtals að andvirði 331 þúsund krónur. Menn telja málið snúið og viðkvæmt í ljósi stöðu mannsins, Valdimars Þor- valdssonar, sem dugmikils forystu- manns starfsmannafélagsins en einnig í ljósi þess að hann er formaður Fram- sóknarfélags Akraness. í sveitarfélag- inu era framsóknarmenn í meirihluta ásamt Samfylkingu en sjálfstæðismenn í minnihluta (3-2). Bæjarstjórinn er hins vegar ráðinn. Valdimar fékk leyfi Hringrásar til að safna góðmálmunum af brotajámi fyr- irtækisins - samningur var svo m.a. gerður um að Hringrás fengi málmana keypta sjálf. Valdimar, sem vann starf- ið í eigin frítíma og leit á það sem aukavinnu, hefúr bent á að hefði hann ekki unnið þetta starf með þessum hætti hefði bærinn þurft að greiða fyr- ir söfnunina. Því sé hæpið að telja það brot á starfsskyldum þegar verið sé að spara fyrir bæinn. Gisli Gíslason bæjarstjóri sagði við DV að Valdimar hefði fengið frest til að skila greinargerð í samræmi við and- mælarétt stjómsýslulaga. -Ótt Sóiaf, sjl w&ii REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 17.55 17.40 Sólarupprás á morgun 08.32 08.17 Síódegisflóð 17.41 22.14 Árdegisflóð á morgun 05.57 10.29 Norölæg átt, víöa 8-13 metrar á sekúndu. Él noröan- og austanlands en léttskýjaö sunnan- og suövestan- lands. Vægt frost í nótt en hiti um eöa yfir frostmarki aö deginum. ViiÚJL Si JJJLtijllJJ Norölæg átt, víöa 8-13 metrar á sekúndu. Él norðan- og austanlands en léttskýjað sunnan- og suövestan- lands. Vægt frost í nótt en hiti um eða yfir frostmarki aö deginum. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur HHi 0“ tii 5° Vindur: 8-13"/» Hiti 2“ til 8» Vindur: 8-13 m/» Hiti 2° til 8“ Vindur: 8-13"«/* Slydda eða Slydda eða Slydda eða él él norðan- og él norðan- og norðan- og austanlands, austanlands, austanlands, en þurrt aö en þurrt aö en þurrt aö kalla suö- katla suö- kalla suð- vestan tll. vestan tll. vestan tll. ■i 7mm, m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kui 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stlnnlngskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvlöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 J iJíiJ' AKUREYRI snjóél 1 BERGSSTAÐIR úrkoma f grennd 1 BOLUNGARVÍK snjókoma 2 EGILSSTAÐIR skýjaö 2 KIRKJUBÆJARKL léttskýjaö 4 KEFLAVÍK léttskýjaö 5 RAUFARHÖFN snjóél 1 REYKJAVÍK léttskýjað 4 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 5 BERGEN léttskýjaö 6 HELSINKI alskýjaö -2 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 3 ÓSLÖ skúr 1 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN úrkoma í grennd 4 ÞRÁNDHEIMUR -1 ALGARVE skýjaö 20 AMSTERDAM skúr 9 BARCELONA léttskýjað 20 BERUN skúr 8 CHICAGO rigning 4 DUBLIN léttskýjaö 9 HAUFAX skúr 11 FRANKFURT þoka 8 HAMBORG 8 JAN MAYEN snjóél -1 LONDON skýjaö 9 LLJXEMBORG skýjaö 9 MALLORCA léttskýjaö 22 MONTREAL heiöskfrt 2 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -2 NEW YORK léttskýjaö 8 ORLANDO léttskýjaö ' 17 PARÍS skýjaö 10 VÍN skúr 10 WASHINGTON heiöskírt 1 WINNIPEG alskýjaö -1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.