Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 32
32
Helgarhlacf JO'V LAUGARDAGU R 19. OKTÓBER 2002
Að snúa
aftur
Um þessar mundir mætti halda
að ískemmtanalífinu á Islandi
i/æri ekki árið 2002 heldur eitt-
hvert allt annað ár. Huert sem
litið er sjást miðaldra eða
rosknir skemmtikraftar sem eru
annað hvort staðnir upp eftir
áralanga hornsetu eða eru að
minnsta kosti komnir upp á
hnén.
Stundum mætti halda að það væri stórkostlega
áhættusamt að bjóða fólki upp á eitthvað nýtt. Þegar
litið er yfir skemmtanalífið í Reykjavík má hvarvetna
sjá hvar rosknir eða miðaldra skemmtikraftar eru að
bursta rykið af gamla hattinum eða gítarnum og eru í
þann veginn að brölta upp á sviðið aftur. Aðrir eru
þegar komnir á fljúgandi ferð og láta eins og ekkert
hafi í skorist og þeir hafi aldrei farið neitt.
Halli og Laddi trekkja gríðarlega á fjölum Loftkastal-
ans um þessar mundir. Allt bendir til að það verði
„eomebaek" ársins ef það á ekki eftir að teygja sig yfir
á næsta ár.
Ríó tríóið burstaði af sér rykið enn eina ferðina og
steig á svið í Salnum í Kópavogi á dögunum. Þessir
rosknu þjóðlagasöngvarar eiga sinn fasta sess í hjört-
um þjóðarinnar og eiga mörg „combökk" eftir.
Spaugstofan liefur nú snúið aftur á skjáinn eftir langt
lilé. Sumir æpa af fögnuði meðan aðrir tuldra um eitt-
hvað nýtt.
Kaffibrúsakarlarnir eru líka risnir upp frá dauðum og farnir að henda hömrum liver í annan í Iðnó í hádeginu.
Ekki er Ijóst ennþá hvort viðtökur eru góðar eða ekki.
Vestur í Loftkastalanum eru Halli og Laddi að fagna
30 ára grínafmæli sínu með samfelldri skemmtidag-
skrá þar sem þeir bræður standa tveir einir á sviðinu
og segja brandara eins og þeim einum er lagið. Ekki
hefur staðið á viðtökunum því bræðurnir eru bókaðir
fram undir jól svo greinilega vilja margir fara með
þeim í ferðalag um ferilinn og hlæja eins og þeir gerðu
í gamla daga.
Þeir bræður fá svolitla keppni frá öðru setti ríflega
miðaldra karlmanna sem einnig standa uppi á sviði og
segja brandara. Það eru hinir einu sönnu Kaffibrúsak-
arlar eða Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson sem
bjóða upp á hádegisskemmtanir í Iðnó og hafa vakið
talsverða lukku. Einnig hefur komið út diskur með
þeim félögum, Kaffibrúsakarlarnir snúa aftur, þar sem
þeir segja brandara á sinn sérstæða hátt.
Er árið 1972 komið aftur?
Þeir Kaffibrúsakarlar komu fyrst fyrir sjónir ís-
lensks almennings um líkt leyti og Halli og Laddi en
þetta hvort tveggja gerðist í Ríkissjónvarpinu haustið
1972. Halli og Laddi komu fyrst fram í gervi Gláms og
Skráms í Stundinni okkar en stigu fram sem sjálfstæð-
ir skemmtikraftar í skemmtiþættinum Kvöldstund og
síðar Ugla sat á kvisti sem var vinsæll skemmtiþáttur
í umsjón Jónasar R. Jónassonar.
Það var einmitt í þættinum Kvöldstund sem Kaffi-
brúsakarlarnir komu fram í dagsljósið nánar tiltekið í
september 1972 svo segja má að íslensk þjóö sé enn að
súpa seyðið af ákvörðunum sem umsjónarmenn þess-
ara skemmtiþátta tóku haustið og veturinn 1972 og
1973.
Þá er komið að þriðja hópnum af miðaldra mönnum
sem eiga sér langa sögu í skemmtanalífi Islendinga.
Það er hið ódauðlega Ríó tríó en þetta glaðbeitta tríó
úr Kópavogi var og er skipað þeim Helga Péturssyni,
Ágústi Atlasyni, Ólafi Þórðarsyni og síðar að auki
Gunnari Þórðarsyni.
Vinsældir þeirra Ríódrengja voru slíkar árið 1972 að
þeir voru fengnir til þess að vera umsjónarmenn
skemmtiþáttar í sjónvarpinu sem fékk nafnið Kvöld-
stund. Þannig var það undir handarjaðri Ríómanna
sem bæði Halli og Laddi og Kaffibrúsakarlarnir komu
fram.
Ríó tríó hefur oft stigið fram í sviðsljósið á ný eftir
misjafnlega löng hlé og eitt slíkt „comeback" átti sér
stað í Salnum í Kópavogi um síðustu helgi þar sem Ríó
kom fram fyrir fullu húsi tvisvar sinnum og fleiri
konsertar eru fyrirhugaðir.
Þannig má halda því fram með nokkrum rétti að sá
sem vill endurlifa skemmtanalíf haustsins 1972 fær all-
mörg tækifæri til þess þessa dagana.
Hvað er gott „eomeback"?
Þessi þi'jú tilvik sem nefnd eru hér að ofan eru í
slangri skemmtanaiðnaðarins kölluð „comeback" Til
þess að eiga gott „comeback“ þarf viðkomandi atriði
eða skemmtikraftur að hafa legið í láginni alllengi.
Það heppnast alls ekki allar endurkomur af þessu tagi
þvi stundum hefur markaðurinn einfaldlega ekki
áhuga þótt menn leggi sig alla fram. Þannig var fyrir
skömmu reynt að endurreisa stórhljómsveitina Pelic-
an sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum en
það féll um sjálft sig.
Það hlýtur aö mega teljast gott „comeback" þegar
Herbert Guðmundsson tónlistarmaður sneri frá því að
vera ísbúðareigandi í Sviþjóð og ruddist aftur inn í ís-
lenskan tónlistarheim og hefur notið allmikilla vin-
sælda síðan. Hljómsveitin Hljómar var endurreist fyr-
ir fáum árum eftir áratugahlé og hefur notið velgengni
og sama má segja um hina rosknu unglingahljómsveit
Pops sem var reist úr gleymsku fyrir fáum árum eftir
nærri 30 ára þögn.
Jet Black Joe og Ellý
Hin vinsæla hljómsveit Jet Black Joe var endurreist
í fyrra eftir fárra ára þögn og hefur átt mjög kraft-
mikla endurkomu. Hljómsveitin Utargarðsmenn átti
geysiöflugt „comeback" fyrir fáeinum árum en endur-
komu hennar hafði verið beðið með allnokkurri eftir-
væntingu. Það sama má segja um Þursaflokkinn sem
steig á svið á einum tónleikum í Laugardalshöll í hitti-
fyrra og fagnaði þá margur Þursaaðdáandi mikið en
það var aðeins þetta eina sinn.
Hin gríðarlega vinsæla söngkona Ellý Vilhjálms
hafði ekki sést á sviði áratugum saman en kom fram
við gífurlega fagnaðarlæti skömmu áður en hún lést
fyrir nokkrum árum. Einn af samtíðarmönnum henn-
ar, Kristján Kristjánsson eða KK eins og hann hefur
alltaf verið kallaður, hefur oft verið manaður til þess
að koma aftur fram með sinn saxófón sem hann þótti
þenja öðrum betur en þær áskoranir hafa enn engan
árangur borið.
í þessari upptalningu má ekki gleyma Hallbirni
Hjartarsyni sem hafði hengt upp sinn kúrekahatt og
gítar norður á Skagaströnd eftir alvarlegt slys 1985 og
hugðist ekki spila framar. Hallbjörn hefur komið aftur
af fítonskrafti og hátíðir hans og útvarpsrekstur njóta
fádæma vinsælda þótt kappinn hafi lítt sést á sviði
sjálfur síðustu ár.
Enn eitt „comebackið“ sem er að stíga sin fyrstu
skref þessa dagana er svo Spaugstofan en fimmmenn-
ingarnir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson,
Örn Árnason, Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson
hafa aftur tekið til við að skemmta landsmönnum eft-
ir alllangt hlé. í Ríkissjónvarpinu er lítt spurt um að-
sókn og tíminn verður að leiða í ljós hvort endurkoma
félaganna fellur í góðan jarðveg.
Um þessar mundir er verið að undirbúa endurkomu
hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum sem á 40
ára afmæli en ekki er að vita hvort það er upphafið að
góðu „comebacki".
Hver er ábyrgur?
Hér skal sú kenning sett fram að Ólafur Laufdal
veitingamaður í Broadway sé að hluta til ábyrgur fyr-
ir endurkomum tónlistarmanna en Ólafur hefur verið
iðinn við það síðustu 15 árin að skemmta landsmönn-
um með því að setja á svið ýmsar þematengdar
skemmtanir sem byggja á fortíðinni og þar hafa oft
stigið á svið skemmtikraftar sem ekki höfðu sést lengi.
Þessar vangaveltur mætti síðan enda á þvi að minna
á nokkra skemmtikrafta og tónlistarmenn sem ekki
hafa sést árum saman í því formi sem þeir voru vin-
sælastir og ættu því samkvæmt uppskriftinni góða
möguleika á öflugu „comebacki".
Þarna mætti minna á dúóið Magnús og Jóhann og ef
til vill hljómsveitina Change sem þeir voru báðir með-
limir í. Hljómsveit Steina spil á góða möguleika á end-
urkomu og það sama má segja um Mána og Óðmenn,
svo dæmi séu nefnd um tvær vinsælar hljómsveitir frá
sjöunda og áttunda áratugnum. Jafnvel mætti láta sér
detta í hug að B. G. og Ingibjörg ættu einhvern sjens.
PÁÁ