Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002
Helgorblaö 33"V"
51
Afganistan:
Leikbrúður til
bjargar barnslífum
/ Afqanistan Hqqja 10 millj-
ónir af i/irkum jarðsprenqj-
um íjörðu. Þar að auki liqqja
einhver ósköp af ósprunqn-
um sprenqjum á vettvanqi
eftir árásir Bandaríkja-
manna oq fqlqismanna
þeirra. Helminqur þeirra sem
slasast oq látast af völdum
þessara stríðstóla eru börn.
Það er ekki vandalaust að kenna börnum að var-
ast jarðsprengjur og koma þeim í skilning um hve
hættulegar þær eru. Þau þurfa að læra að þekkja
hættumerki sem sums staðar er komið upp, hvað
þau merkja og síðan að varast að fara um þau svæði
þar sem sprenginga er von. Til þessa hefur gengið
illa að koma því inn í höfuðið á börnum að jörðin
geti allt í einu sprungið undan fótum þeirra og
hvaða afleiðingar það hefur. Nú er fundin lausn á
málinu sem kemur væntanlega að einhverjum not-
um, þó enn eigi mörg börn eftir að stíga á jarð-
sprengjur og missa útlimi og jafnvel deyja. Endan-
leg lausn er ekki önnur en algjört bann við fram-
leiöslu og notkun jarðsprengna, en um þaö tekst
seint samkomulag. Að minnsta kosti ekki á meðan
helstu lýðræðisríki heims, sem þykjast vera i for-
svari mannréttinda, eru helstu framleiðendur
vopna sem drepa og limlesta fleiri börn en her-
menn.
Nú hafa fyrrum starfsmenn Jim Henson, höfund-
ar Prúöuleikaranna, komist að því að börn í
Afganistan eru mjög móttækileg fyrir leikbrúðum
og spennt að sjá brúðuleikhús. Hjónin Fraggie Rock
og Kathlyn Mullen hafa skapað átta nýjar brúður til
að hafa áhrif á börn í Afganistan. Michael Frith-sem
var hægri hönd Hensons á sínum tíma er einnig
einn af höfundum brúðukennslunnar í Afganistan.
Þegar farið var að senda stríðshrjáðum börnum
brúður frá Vesturheimi kom í ljós að þau tóku þeim
af miklu ástfóstri og var greinilegt að brúðurnar
höfðu mikil áhrif á hugmyndaheim þeirra. Þegar
þau hjón fóru austur að sýna brúður og leik þeirra
vaknaði hugmyndin um að nota aðferðina til að
kenna börnum að varast jarðsprengjusvæði, en
áður kunnu menn lítið til að leiða huga barnanna
að þeim hættum sem þar bíða og að varast þær.
Börn læra meira af skemmtilegum leikbrúðum og
Þessi leikbrúða er gerð til að kenna unglinguni í Suð-
ur-Afríku hvernig varast eigi að smitast af HlV-veiru.
Víðar er í undirbúuingi að nota brúðuleikhús til
þeirrar uppfræðslu.
Leikbrúður eru vel til þess fallnar að kenna börnum. Auðvelt er að ná atliygli ungdómsins nteð fjörugu atferli
þeirra og koma þannig boðskap á framfæri. Leikbrúðurnar vekja mun meiri áhuga en leiðinlegar viðvaranir full-
orðna fólksins.
uppátækjum þeirra en leiðinlegum kennslustundum
fullorðna fólksins sem ekki veit hvernig á að fanga
barnshugann.
illa og ódýrra leikhúsa. í frumstæðu og sárafátæku
landi eins og Afganistan er þetta einföld og áhrifa-
rík leið til að fræða börn.
Gosi á afgönsku
Fundinn er upp afganski strákurinn Chuchi sem
er búin til úr teppi og er persónan að nokkru leyti
sótt í söguna af Gosa neflanga.
Verið er að gera tilraunir með hvernig strákurinn
fer i afgönsku börnin og ef vel tekst til verður hann
og félagar látnir annast margs konar kennslu. Til
dæmis er þegar farið að undirbúa hvernig á að vara
unglinga við HlV-veirusmiti.
í brúðuleikhúsinu er pilturinn leiddur út á víða-
vang um jarðsprengjusvæði. Sá sem fer með hann á
þennan hættulega stað er óvættur sem er vel þekkt
í afganskri þjóðtrú. En strákurinn bjargast gegnum
hættusvæðið vegna hrópa barna sem leiðbeina hon-
um og segja honum hvar varast eigi að stíga niður
fæti.
Verið er að safna fé til að koma á fót og reka
brúðuleikhús á þeim stöðum sem jarðsprengjur
hafa verið lagðar og mikil striðsátök hafa átt sér
stað.
Snillingarnir sem störfuðu að sköpun Prúðuleik-
aranna vinna að því að koma verkefninu af stað en
síðan mun Mullen verða eftir til að kenna heima-
fólki að búa til brúður og reka leikhúsin.
Fleiri hópar leikbrúðuhöfunda og starfsfólks leik-
húsanna eru í Afganistan til að freista þess að nota
kunnáttu sína til kennslu á fleiri sviðum en það er
löngu vitað að börn eru sérstaklega móttækileg fyr-
ir látbragði leikbrúða og hægt er að hafa áhrif á
þroskaferil þeirra með þvi sem fram fer á sviði lít-
Aninian vefur bamabamið
Brúðubíll sem verið er að undirbúa til að aka á
milli þorpa er málaður skærum litum og því mjög
áberandi innan um gamla ryðskrjóða og ryklituð
hergögn á hjólum. Þar sem leiksýningar eiga að
hefjast er bílnum breytt snarlega i tæknilega full-
komið brúðuleikhús og persónurnar lifna á sviðinu.
Söguhetjan, strákurinn Chuchi, er 75 sentímetrar
á hæð. Hann er oflnn af einmana ömmu, en barna-
barn hennar dó þegar það sté á jarðsprengju.
Chuchi er með kollhúfu, svipaða þeim sem strák-
ar í Afganistan nota. Amman er með andlitshlæju
en er ekki hulin frá toppi til táar eins og talibanar
gerðu sínum konum að hylja sig.
Höfundar brúðuleiksins vonast til að börnin
þekki strákinn þegar hann birtist á sviðinu, eða
kannist við að hann er einn af þeim. Hann er send-
ur til manns sem veit lengra en nef hans vísar og
fær þar kennslustund í hvernig á að forðast jarð-
sprengjur.
Brúðustráknum eru sýndar myndir af jarð-
sprengjum og sagt í einfóldu máli og með látbragði
hvernig á að forðast þær, en svo er hann leiddur af-
vega af illum verum.
Þegar vondu vættirnar fara með hann um jarð-
sprengjusvæði og hann gleymir því sem hann lærði
til að varast þær, glymja við viðvörunarhrópin frá
áhorfendum og hann er leiddur á réttar brautir.
(Heimild: BBC-fréttir)
1