Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 31
LAUGARDAGU R \<3. OKTÓBER 2002 Helqarblaö I>V 3 ítalska landsliðið hefur byrjað vel: Framtíð Trappatonis hangir á bláþræði Framtíö Giovanni Trappatonis, landsliösþjálfara Ítalíu, hangir nú á bláþræði eftir tap liðsins gegn Wales í und- ankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á miðviku- dagskvöld. Helgina þar á undan gerði liðið aðeins jafn- tefli gegn Júgóslavíu á heimavelli sínum. Þessi úrslit þykja ekki ítalska liðinu sæmandi og eru fjölmiðlar og al- menningur á Ítalíu ævareiðir vegna frammistöðunnar og viija sumir hverjir karlinn burt. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins hefur þó lýst yfir stuðningi sínum við Trappatoni, en hann gerði það reyndar fyrir leikinn gegn Wales. Nú hins vegar segir hann að liðið sé tvímælalaust komið í erfiða stöðu í riðl- inum og það verði að fara vandlega yfir alla þætti ítalska liðsins til þess að tryggja það að liðið mæti sterkt í næsta leik, sem er gegn Finnum í mars næstkomandi. Ef allir legðust á eitt myndi liðið tvímælalaust komast í úrslita- keppnina í Portúgal. Varðandi þá gagnrýni að það eigi að reka Trappatoni eftir aðeins þrjá leiki i riðlinum, þá seg- ir hann að það væri eins og að reka blaðamann eftir að hann væri búinn að skrifa þrjár lélegar greinar. Afsökunarbeiðni í grein sem ég skrifaði í DV mánudaginn 14. október síðastliðinn og bar yfirskriftina „Jón og séra Jón“ fer ég með rangt mál þar sem ég vísa til reglugerðarbókar Jóhanns. Þar átti ég að sjálf- sögðu við reglugerðarbók Knattspyrnusambands Evrópu sem Jóhann Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, fer eftir i hvívetna. Bið ég Jó- hann Kristinsson hér með afsökunar á þessum leiða misskilningi og vona að ég hafi ekki valdið honum tilfinningalegu tjóni eða öðru hugarangri með þessum skrifum mínum. Ég vil þó ítreka þá skoöun mína að Jóhann gengur einum of vasklega fram í samskiptum sínum við fjölmiðlamenn, þá sérstaklega ljómyndara, og ætti að tileinka sér orð Einars Benediktssonar, „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Óskar Hrafn Þorvaldsson Boniek til í að segja af sér Pólski landsliðsþjálfarinn Zbigniew Boniek sagði í gær að ef pólska liðið kæmist ekki í úrslita- keppni Evrópukeppninnar i knatt- spyrnu árið 2004 myndi hann segja af sér. Boniek tók við starfinu eftir slaka frammistöðu i úrslitakeppni HM í sumar, en þrátt fyrir að hafa breytt liðinu talsvert hefur honum ekki tekist að rífa liðið upp, en lið- ið tapaði fyrsta leiknum í riðlinum fyrir Lettum 1-0. Þegar Boniek tók við liðinu í sumar var hann varaforseti pólska knattspyrnu- sambandsins en steig úr því sæti til að taka við landsliðinu. -PS Kýpurmenn gráðugir ísraelsmönnum þykir Kýpur- menn vera gráðugir, en þeir hafa sent ísraelum reikning vegna ör- yggisgæslu í leikjum í Evrópu- keppninni í knattspyrnu sem leiknir hafa verið á Kýpur vegna ástandsins í ísrael. Vegna leiks Maccabi Haifa og Olympiakos fékk Haifa-liðið reikn- ing upp á um 200 þúsund dollara og eru ísraelsmennirnir allt annað en ánægðir með framkomu Kýpur- mannanna, en völlurinn sem leikið var á tekur aðeins um 24 þúsund manns þegar hann er fullsetinn. -PS Prestur ráðinn til Dinamo Zagreb Króatíska liðið Dinamo Zagreb hefur ákveðið að ráða prest til liðs- ins, en þjálfari liðsins segir að fé- lagið sé fullt af illum öndum sem prestinum sé ætlað að reka á dyr. Presturinn mun ferðast með lið- inu jafnt innanlands sem erlendis og verða til reiðu fyrir leikmenn sem þurfa á andlegri aðstoð að halda eða þurfa að skrifta með litl- um fyrirvara. Hann myndi einnig halda andlegar æfingar sem og að reyna að efla fjölskylduandann innan liðsins. Forráðamenn liðsins leita nú að heppilegum starfsmanni til verk- efnisins og segja þeir að nauð- synlegt sé að vanda valið enda sé verkefnið mikilvægt. Dinamo Zagreb leikur í Evrópu- kepnninni gegn Fulham og sagði þessi sami þjálfari að nú væri kom- inn tími til að hefna fyrir þátttöku Breta í framsali þúsunda Króata til Eystrasaltsríkjanna að lokinni síð- ari heimsstyrjöldinni. -PS Opið virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 *Miðast við að greitt sé með Visa- eða Euroraðgreiðslum Verð miðast við staðgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.