Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 34
34 H&lgctrblað 33 "V LAUGARDACUR l<=). OKTÓBER 2002 Aldrei liðið betur Selma Björnsdóttir söngkona stendur í ströngu um þessar mundir. A dögunum kom út platan Sögur af sviðinu þar sem hún sgngur þekkt söngleikjalög ásamt vin- konu sinni, Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. Og þar að auki á hún von á barni ídesem- ber. Hún settist niður með blaðamanni DV og sagði frá plötunni og meðgöngunni sem hefur fgllt hana lífskrafti. Selma Björnsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn árið 1999 þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar og Evrópu í Evróvisjónkeppninni. Lagið hét eins og allir vita „AU out of luck“ en Svíar stálu sigrinum með lagi og söngkonu sem enginn man eftir lengur. Síðan eru liðin þrjú ár og tvær sólóplötur en nú á dögunum kom út plata með Selmu og Jóhönnu Vigdísi Arnar- dóttur (Hönsu) sem heitir Sögur af sviðinu. Á henni eru lög úr ýmsum söngleikjum frá öldinni sem leið, m.a. úr Chess, Fame og Rent. Salan nú þegar gefur til kynna að líklega muni hún rata í marga jólapakka í ár. Fáráiileikinn lieillandi Samstarf Selmu og Hönsu byrjaði árið 1998 þegar þær stöllur sungu saman í söngleiknum Grease. Þá myndaðist vinátta á milli þeirra sem m.a. var byggð á sameiginlegum áhuga þeirra á söngleikjatónlist. „í fyrra ákváðum við að setja saman dagskrá. Við sett- umst niður og hlustuðum og söngleikjaplöturnar okk- ar og völdum nokkra dúetta og lög. Síðan héldum við litla jólatónleika í Vesturporti og síðar Borgarleikhús- inu. Tónleikarnir heppnuðust vel og Skífan sýndi þessu verkefni áhuga og vildi gefa út disk með þessum lögum í okkar flutningi. Megnið af lögunum á plötunni er af þessum tónleikum en sumt af þeim hefur ekki heyrst áður í okkar flutningi. Við eigum svo mörg uppáhaldslög að við gætum örugglega gefið út þrjátíu laga disk.“ „Hvað er það við söngleikjatónlist sem heOlar þig?“ spyr ég. „Hún er eitthvað svo melódísk og ævintýraleg en það sem er kannski dásamlegast við söngleiki er þessi fáránleiki, þ.e. að bresta allt í einu í söng við minnsta tilefni. í söngleikjunum sameina ég mín þrjú helstu áhugamál: söng, dans og leiklist. Svo finnst mér út- setningarnar oft svo fallegar, þessi ævintýrabragur. Þegar ég fer til London er það algjört forgangsatriði fyrir mig að komast alla vega á einn söngleik." „Upp á hvaða söngleik heldurðu helst?“ spyr ég. „Ég hef verið spurð að þessu sjálf og ég svara eins og þá að ég á yfirleitt ekki neitt eitt uppáhalds, hvort sem það er söngleikur, plata eða eitthvað annað. Ég fæ æði fyrir einum söngleik í einu og hlusta mikið á hann í ákveðinn tíma. Svo flyt ég mig yfir í næsta og svo koll af kolli. Sá síðasti sem ég fékk æði fyrir var Chigaco og síðan hef ég náttúrlega gaman af Singing in the rain og Rent. Þeir söngleikir sem maður vinnur að hverju sinni fanga hjarta manns og núna er ég að vinna í barnasöngleiknum Benedikt búálfur þannig að ég hlusta mikið á hann núna.“ Gagnrýnin ósanngjöm Eins og áður sagði hefur Selma unnið að fjölmörgum hljómplötum en að þessu sinni er unnið öðruvísi að því leytinu til að reynt að var taka sem flest upp „læf ‘ þ.e. að öll hljóðfærin eru tekin upp í einu. „Þetta fannst mér mjög skemmtilegt. Flest lögin eru tekin upp í einni töku i Stúdíó Sýrlandi og maður heyrir þennan lifandi keim á plötunni." Á síðustu árum hefur verið áberandi útgáfa á plöt- Selma um meðgönguna: „Mér finnst ég hafa ótrúlega orku til að takast á við alla skapaða hluti.“ DV-myndir Hari um með áðurútgefnu efni, svokölluð, en í flutningi annarra listamanna. Þekktustu dæmin hér á landi er líklega plötur Páls Rósinkranz sem komu út í fyrra og hittifyrra. Gagnrýnendur hafa oft á tíðum ekki verið par hrifnir af slíkum plötum og kallað þær í niðrandi merkingu „karaoke-plötur.“ Finnst þeim að þessar plötur beri vott um hreina sölumennsku þar sem list- rænt gildi tónlistarinnar sé látið litlu skipta. Eins og oft áður er almenningur ekki sammála gagnrýnendum og plötur af þessu tagi seljast í bílfórmum. Selma kannast vel við þessa gagnrýni en finnst hún ósann- gjörn. „Þetta hefur verið mikið í umræðunni og fólk er annaðhvort algerlega á móti þessu og skilur ekkert í þessu fyrirbæri eða þá að fólki finnst þetta óskaplega skemmtilegt. Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að al- veg eins og píanóleikari æfir sig til að getað spilað Rakhmanínov á sviði eða á plötu þá eru þetta lög sem mig og Jóhönnu langar til að syngja og við höfum sungið þau inni í stofu heima hjá okkur i mörg ár. Okkur dreymdi um að syngja þessi lög rétt eins og það er draumur margra óperusöngvara að geta sungið ein- hverja ákveðna aríu. Mér finnst í raun hið sama eiga við um okkur. Ég hef t.d alltaf haldið mikið upp á George Michael og mér finnst æðislegt að hlusta á plöt- una hans, Songs from the last century, en á henni syngur hann eingöngu lög eftir aðra tónlistarmenn. Það virðist vera viðurkenndara að klassískir tónlistar- menn gefi út plötur með þekktum aríum. Popparar virðast ekki vera settir undir sama hatt. Ég hef alla vega ekki heyrt gagnrýnisraddir hvað varðar klassíska tónlistarmenn sem syngja lög eftir aðra. Páll Rósin- kranz hefur verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en af hverju? Hann selur gríðarlega mikið af plötunum sín- um og hann er frábær söngvari. Ég sé ekkert að þessu.“ „Meikið“ er spurning uin heppni Selma gaf út tvær plötur á ensku. Sú fyrri, I am, kom út árið 1999 í kjölfar velgengninnar í Eurovision en henni var síðan fylgt eftir árið eftir með plötunni Life won’t wait. Báðar plöturnar þóttu prýðisgóðar poppplötur enda unnar undir styrkri stjórn Þorvalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.