Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 20
20 / / c> l cj a rb l ct ö 33 "V" LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 ...kíkt í snvrtibudduna Glimmerbleikur varalitur „Ég þoli ekki varaliti sem gera var- irnar þurrar og þess vegna er ég mjög hrif- in af „Watershine Diamonds" varalitunum frá Maybelline. Nr. 109 er ómissandi á djammið en sá litur er ekki bara flottur á litinn heldur er hann einnig með glimmeri í.“ Gucci-ilmvatn „Fyrir einu ári var ég í Japan og þá var ilmur- inn Gucci Rush 2 algjört „hitt“ þar og ég féll al- veg fyrir honum. Ég veit ekki beint hvernig ég á að lýsa þessum ilmi nema hann er voða pæjulegur. Hann virðist þó ekki vera sér- lega vinsæll hér á landi, ég þekki t.d bara eina konu sem notar hann, en mér finnst gam- an að vera með ilmvatn sem allir eru ekki með. Svo eru umbúðirnar líka svo góðar, þær eru úr plasti þannig að það er hægt að þeytast með glasið hvert sem er án þess að eiga á hættu að það brotni.“ Brjostin þreifuð Flestor konur hafa einhvern tímann heyrt um mikilvægi þess að þreifa brjóstsín reqluteqa. Flestar okk- Sólarpúður frá Kanebo „Þetta sólarpúður frá Kanebo er alveg ómissandi Nj* til að fríska upp á andlitið í prófunum þegar manni finnst maður vera alveg úldinn.“ ar qleyma hins veqar oftar en ekki þessari sjálfskoðun sem ætti íraun að fara fram einu sinni ímánuði. Þarsem októ- bermánuður er helqaður árvekni um brjóstakrabbamein er Burst Beewax lip balm „Ég vil helst nota varasalva með pipar- myntu og hef veriö mjög hrifin af þessum býflugnavarasalva síðan vinkona mín kynnti mér hann. Það er svona piparmyntutyggjólykt af honum og eiginlega minnir hann á brjóstsykur. Hann fæst í apótekum." Maskari frá Maybelline „Ég er alltaf með maskara, hvort sem „i‘J ég er að fara á djammið eða bara dags daglega. Þessa dagana nota ég maskara frá Maybelline sem kallast One By One. Þessi maskari er sérlega auðveldur í notkun þar sem hausinn á honum er boginn og burstinn er svo mjór að hann litar öll hárin, líka þessi litlu.“ Mariko Margrét Raqnarsdóttir málaði sig fyrst 12 ára qömul, þá fór hún í bíó með vin- konum sínum með qóðan skammt afsvört- um auqnblýanti krinqum auqum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Maríkó er orðin 22 ára nemi í viðskiptafræði í Háskóla Reykjavíkur oq á mun fleiri snyrtivörur en svartan auqnblýant ísnyrtibuddunni eins oq sjá má hér að ofan. ekki úr veqi að fara yfir hverniq þessi sjálfskoðun er fram- kvæmd enda qóð vísa aldrei of oft kveðin. Ár hvert greinast um 160 ís- lenskar konur með brjóstakrabba- mein, þar af er nær helmingurinn á aldrinum frá 30 til 60 ára. Sam- kvæmt nýjum útreikningum frá Krabbameinsskránni getur tíunda hver kona búist við að fá brjóstakrabbamein einhvem tím- ann fyrir 85 ára aldur. Röntgen- myndataka er öruggasta aðferðin til að finna krabbamein í brjóst- um en með því að skoða og þreifa brjóst sín reglulega geta konur þó sjálfar áttað sig á breytingum. Slíka skoðun ættu allar konur sem orðnar eru tvítugar að fram- kvæma einu sinni í mánuði og er mælt með því að brjóstin séu þreifuð um það bil viku til 10 dögum eftir að blæðingar hefjast. Áður en brjóstin eru þreifuð eru þau fyrst skoðuð í spegli, bæði með hendur niður með hliðum og með hendur spenntar á hnakka. Þreifa skal hvort brjóst- ið fyrir sig og nota til þess alla höndina nema þumalfingur. Til að koma í veg fyrir að ein- hver hluti brjóstsins verði út undan eru fing- urnir hreyfðir eftir reglubundnu mynstri. Ekki skal þrýsta of fast en auðveldast er að þreifa brjóstin í sturtu eða liggjandi. En hverju er maður eiginlega að leita að í þessari sjálfs- skoðun? „Hnútum eða þykkildum. Einhverju afbrigðilegu. Þessir hnútar eru oft á stærð við baun,“ segir Laufey Aðalsteinsdóttir hjá Leitarstöð Krabbameins- félagsins. Einnig geta verkir eða eymsl í brjóstum verið merki um að eitthvað sé að en þó er vert að benda á það að flestir hnútar í brjóst- um eru góðkynja. Silíkonbrjóst verður líka að þreifa Konum á aldrinum 40-69 ára er boðið að fara í röntgenmyndatöku annað hvert ár en yngri konur fara venjulega ekki í slíka myndatöku nema grunur leiki á um að eitthvað sé að. Að sögn Laufeyjar geta konur þó beðið um brjóstaþreifingu um leið og þær fara í leghálsskoðun og einnig farið í sérskoðun á brjóstum ef grunur leikur á að eitthvað sé að. Það er ekki úr vegi að spyrja Laufeyju út í hvernig það sé fyrir þær konur sem eru með silíkon að finna breytingar á brjóstunum. „Þær verða náttúrlega að læra að þekkja brjóst sín upp á nýtt eftir slíka aðgerð til þess að geta greint breytingar,“ segir Laufey og bendir um leið á þá staðreynd að eftir að farið var að setja silí- konpúðana bak við brjóst- vöðvann í staðinn fyrir framan hann þá eigi konur mun auðveld- ara með að fylgjast með breyting- um á brjóstunum. Ókeypis sturtuspjöld Konur geta nú nálgast sturtupjöld með leiðbeiningum um það hvernig framkvæma eigi sjálf- skoðun á brjóstum og haft spjaldið í sturtunni heima til að minna sig á að skoða brjóstin reglulega. Spjöld þessi liggja frammi á heilsuvernd- arstöðvum, í apótekum, verslunum og víðar og eru ókeypis en einnig verða hengd upp veggspjöld á sund- stöðum og í íþróttamannvirkjum með sömu upplýsingum. Það er snyrtivörufyirtækið Estée Lauder sem safnaði fyrir þessum spjöldum með hanskasölu í fyrra. í ár býður fyrirtækið skoska ullartrefla til sölu sem eru með hinu alþjóðlega tákni fyrir átak um ár- vekni um brjóstakrabbamein, bleikri slaufu. Öll- um ágóða af söl- unni verður varið til brýnna verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélag- ið og Samhjálp kvenna sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein i brjóstum. í fyrra seldi snyrtivörufyr- irtækið leður- hanska í sama til- gangi en fyrir ágóð- ann af þeirri sölu hafa verið búin til sturtuspjöld með leiðbeiningum til kvenna um sjálfs- skoðun brjósta. Þannig að ef ein- hver er að leita að góðri og hlýrri gjöf þá er gott að hafa þessa hugmynd á bak við eyrað. -snæ Snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder selur skoska ullartrefla í október til styrktar átakinum árvekni um brjóstakrabbamein. í fyrra seldi fyrirtækið leðurhanska og var ágóði þeirrar sölu notaður til þess að búa til sturtuspjöld sem kenna konum hvernig þreifa skal brjóst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.