Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 46
50 HelQctrblaö JOV LAUGAÍÍÐAGUR 19. OKTÓBER 2002 Sakamál Gáfnagaukar slátruðu lær- dómsfólki Prófessor Roxanne Verono kennir við Dartmouth- háskóla íNew Hampshire. Hann er einn affínustu og dýrustu háskólum íNýja-Englandi og ekki ætlað- ur öðrum en efnuðu gáfufólki. Laugardaginn 27.jan- Half og Suzannc Zantop voru prófessorar við einn af fínustu háskóluni í Bandaríkjunum. Þau lifðu hainingjuríku lífi og voru vel látin af ölluiii sem þau þekktu. Það er enn ráðgáta hvers vegna þau voru myrt á hryllilegan hátt á friðsælu heimili síiiu. úar 2001 var henni boðið íkvöldverð hjá sampró- fessorum sínum, Suzanne og Half Zantops, sem voru gestrisin og vinmörg íháskólasamfélaginu. Þegar Roxanne kom að húsi gestgjafanna var allt hljótt og enginn gestur var kominn á undan henni. En kgrrðin var undarleg og dgrnar ólæstar. Gekk konan þvíinn og sá engan á ferli. En bráttsá hún hvar hjónin lágu íblóðisínu á gólfinu og voru líkin illa leikin eftir öflug eggjárn. Prófessorinn hljóp æpandi út úr hús- inu og barði upp ínæsta húsi þarsem fgrrum deild- arstjóri læknadeildar háskólans bjó. Roxanne, sem kennir þýsku og frönsku, var húsum kunn- ug á heimili Zantops-hjónanna. Þegar enginn kom til dyra og húsið var opið gekk hún hiklaust inn og hjónin fann hún í vinnustofu þeirra og voru teppi og húsgögn blóði drifm og aðkoman öll hin ömurlegasta. Fjölskylda læknaprófessorsins var að halda upp á 76 ára afmæli hans þennan dag. Hann hljóp þegar yfir til nágrannanna og varð fyrstur til að rann- saka vettvang. Hann sagðist oft hafa verið í námunda við dauðann vegna starfs síns en hafði aldrei á öllum starfsferl- inum séð neitt þessu líkt. Dauða hjónanna bar að af manna- völdum og bar þess öll merki að vera viljaverk. Haff Zantop var 62 ára gamall prófessor í jarðfræði. Hann lá á hægri hliðinni i blóðpolli og var höfuð hans inni í neðstu hiilu bókaskáps. Hann var með mörg stungusár og var skor- inn á háls. Skurðir á höndum hans sýndu að hann hafði varist með berum höndum en var ofurliði borinn. Kona hans Suzanne var 55 ára gömul og var deildarstjóri í germönskum fræðum í háskólanum. Hún lá á grúfu í blóði sínu. Hún var líka skorin á háls og var með stungusár á höfði, hálsi og bijósti. Blóðblettir voru á veggjum og bóka- skápum og blóðug fótspor á gólfum og fingraför voru á hús- gögnum. Greinilegt var að hjónin höfðu varist vasklega en ekki haft við vel vopnuðum árásarmönnum, því talið var nær óhugs- andi annað en fleiri hefðu staðið að verki. Húsgögnum hafði verið velt og allt var á rúi og stúi í vinustofunni. Lik hjónanna fundust kl. 18.30. Þau voru myrt síödegis á laugardegi þegar fólk var að sinna ýmiss konar erindum og undirbúa helgina. Nágrannar voru því ekki heima og enginn heyrði hávaða eða hróp eftir hjálp eða varð var við skarkala sem auðsjáanlega hafði verið nokkur miðað við aðkomuna. Slátrun í húsi hamingjunnar Morðin voru eins dularfuil og þau voru hryllileg. Ekki var vitað til að hjónin ættu sér neina óvildarmenn en samt var ráðist á þau af mikilli grimmd og var talið útilok- að að innbrotsþjófar hefðu staðið svona að verki og ekki þóttist lögreglan kannast við að atvinnuglæpamenn tækju fólk af lífi á svona hroðalegan hátt. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem ann- aðist frumrannsókn sagði að allt benti til að um einhvers konar ástríðuglæp væri að ræða. Verksummerki bentu öll til þess að hatur og ofsi byggi að baki svo viðbjóðsleg- um verknaði. Morðinginn eða morðingjamir höfðu notað tólf tomma langan byssusting og/eða mikla sveðju til að misþyrma hjónunum. Við nánari rannsókn kom í ljós að meira blóð fannst á vettvangi en aðeins úr þeim sem lágu í valnum. Á gamlársdag 2001 óku tveir piltar, 16 og 17 ára gamlir, frá heimilum sinum í Etnasveit í Vermont, en þaðan er um klukkustundar akstur til heimilis Zantops-hjónanna. Strák- amir heita Rob Tulloch og James Parker. Sá fyrmefndi haltraði vegna þess að hann var með djúpan skurð á hægra læri. Þeir vora nágrannar og höfðu verið nánir vinir í áratug og gerðu flesta hluti saman. Þeir sigldu flekum á ám, klifu fjöll, léku hafnabolta og vora í kappræðuliði skóla síns. En lögregluna grunaði að þeir gerðu sitthvað fleira hvor með öðrum. Eftir morðin reyndu piltamir að kaupa far með rútu til Kalifomíu en áttu ekki fyrir svo löngu ferðalagi og breyttu þvi áætluninni og keyptu farmiða til Texas. Bekkjarfélögum sinum heima sögðu þeir ferðinni heitið til Klettafjalla til að klífa björg. En sárið á fæti Tullochs greri iila og kvalimar urðu óbærilegar og það breytti öllum þeirra áætlunum. Heima sögðu þeir félögum sínum að sárið stafaði af því að Tulloch hefði dottið í skógargöngu og stúlkunni sinni sagði hann sárið stafa af veiðihníf sem hann hefði stungið sig óvart með. í hálfan mánuð stunduðu strákamir nám og létu eins og ekkert hefði ískorist. En háskólasamfélagið í háskólasetrinu í Hannover var skelfmgu lostið og enginn botnaði í hvers vegna hjónin, sem vora einstaklega vel látin og vegnaði vel í störfum sínum, vora myrt og á svo hroðalegan hátt. Þau vora bæði þýsk að upprana en vora orðin bandariskir ríkisborgarar. Þau vora búin að vera í hjónabandi í 30 ár og enginn vissi til að neinn skugga bæri á samlif þeirra eða einkalíf. Hver hafði myrt þau og hver yrðu næstu fómarlömb? vora spumingar sem enn var ósvarað nokkrum vikum eftfr ódæðið. Lögreglan var engu nær en grun- ur lék á að heimamenn hefðu verið að verki. Einu vísbendingamar vora sárin eftir hnífstungumar sem vora veitt með vopnum sem greinilega voru ekki eldhús- áhöld, heldur byssustingir eða sveðjur sem vora smíðaðar sem vopn. Rannsókn- arlögreglan lagði mikla vinnu i að kom- ast að því hverjir i nágrenninu hefðu keypt slík vopn. Fyrstu vísbendingar komu fram þegar pöntun fannst á Netinu þar sem vopnasali í Boston seldi James nokkram Parker tvær miklar sveðjur af tiltekinni gerð þann 7. janúar. Þær kost- uðu 180 dollara. Þegar Parker og Tulloch vora yfir- heyrðir 15. febrúar vora þeir samvinnu- þýðir og samþykktu að fingrafór þeirra væra tekin. En næstu nótt flúðu þeir frá Vermont í bíl systur Parkers. Hann skildi eftir miða þar sem hann bað fóður sinn að segja lögreglunni ekki frá að hann hefði skroppið heim til Tullochs og kæmi aftur síðar um morguninn. Bílinn skildu Parker er hæfileikaríkur ungur maður sem taldi sig ráða yfir Iífi og dauða. Tulloch var afburðanemandi og með niunninn fyrir neðan nefið, en grimmur og miskunnarlaus. þeir félagar svo eftir í Massachusetts og héldu til New Jers- ey og ætluðu að komast þaðan til Kalifomiu á puttanum. Þeir komust til Indiana og þar spurði vörabílstjóri í loft- skeytastöðinni hvort einhver gæti tekið tvo stráka áfram til vestúrstrandarinnar. Þá var búið að lýsa eftir flóttamönnun- um og árvökull lögreglumaður heyrði tilkynninguna og granaði hveijir væra þama á ferðinni. Hann hafði samband við greiðvikna bílstjórann og þóttist vera annar vörabílstjóri á leið vestur og lofaði að taka strákana með og myndi taka þá upp á fyrirframgefnum stað. Skömmu síðar voru piltam- ir handteknir. Þeir lugu til nafns en komust ekki upp með moðreyk og vora sendir til baka í jámum en sinn í hvora lagi. Hvers vegna? Miklar getgátur vora uppi um ástæður morðanna og sam- særiskenningar gengu um i blöðum og meðal fólks á svæð- inu. Stungið var upp á að Half væri hommi og hefði átt í sambandi við piltana og svo var pískrað um að kona hans væri gefin fyrir unga menn og svo var jafnvel nefht sem ástæða að hjónunum, sem vora virk í Amnesty Intemational og yfirlýstir friðarsinnar, hefði verið rutt úr vegi af skugga- legum agentum öryggisstofnana. Ekkert af þessu fékk staðist og lögreglan gekk út frá því að innbrotsþjófar hefðu ætlað að stela en allt farið úr böndunum þegar hjónin vora heima. Brotist var inn í húsið um bjartan dag en einskis var saknað eftir innbrotið. En að piltamir höfðu keypt hnífasett- ið og vora með það í höndunum þegar þeir ruddust inn benti til að þefr hefðu haft annað og meira í huga en að ræna ein- hveijum verðmætum. Við leit í herbegi Tullochs fundust bæklingar frá Ku Klux Klan og bækur um nasismann og ævisögur Hitlers og Mussolinis. En í rauninni gekk mjög illa að fá morðingjana til að skýra frá hvað fyrir þeim vakti og hvers vegna þeir hefðu raðst inn á heimili fólks sem þeir þekktu ekki og ráðist á það með vopn í höndum. I skóla bar mikið á félögunum. Parker lék það oft að trufla kennslu með framíköllum og var hann mjög orðheppinn og höfðu skólasystkin og jafnvel kennarar gaman af. Honum varð aldrei stelpna vant. Tulloch var afburðanemandi og ávallt hæstur í sínum bekk. Hann var fyrfrliði í mælskuliði skólans. En hann var hvassyrtur og illskeyttur og naut þess að láta kné fylgja kviði og niðurlægja andstæðinga sína á andstyggilegan hátt. Eftir handtökuna neituðu þeir báðir sök. Að venju reyndi saksóknari að láta þá vitna hvom gegn öðrum og að því kom að Parker vitnaði gegn félaga sínum og hlaut að launum lof- orð fyrir vægari dómi. Hann viðurkenndi eigin sök og var lofað dómi upp á 25 ára fangelsisvist eða lífstíð. Tulloch neitaði allri sök þegar málið var tekið fyrir í marsmánuði sl. Saksóknari staðhæfði að þeir hefðu skipulagt morðin sjö mánuðum áður en þeir létu til skarar skríða. Þeir völdu úr fjögur hús í heimabæ sínum og í Hannover, þar sem Dart- moutháskólinn er. En þegar þeir bönkuðu upp á í þessum húsum var ýmist enginn heima eða þeim var neitað um inn- göngu. Það var fyrir hreina tilviljun að þeir völdu síðan hús Zantops-hjónanna. Þar komust þeir inn undir því yfirskini að þeir væra að gera könnun varðandi umhverfismál. Upphaflega áætlunin var að brjótast inn, drepa heimafólk og ræna 10 þúsund dollurum til að komst til Ástraliu. í lang- an tíma ræddu þeir aðgerðir daglega sín á milli. Hlmögulegt var að sjá að ránið eitt hefði vakað fyrir ógæfumönnunum. Ef þeir hefðu aðeins ætlað að stela pening- um var óþarfi að panta lagvopn með löngum fyrirvara. Það var líka óþarft að stinga og höggva fólk í spað og skilja eftir sig blóðug fótspor og fmgraför um allt hús og stela svo engu þegar til kom. Ef til vill verður aldrei upplýst með skiljanlegum hætti hvað vakti fyrir ungmennunum að fremja svo alvarlegan glæp. Þeir sýnast hafa verið að ögra með framferði sínu. Þeir vora vanir að vaða yfir allt og alla með námsgáfum sínum og mælskuhæfileikum og álitu sér alla vegi færa í samfélagi hinna verr gefnu. En hver sem ástæðan kann að vera er víst að gáfnagauk- amir munu sitja í fangelsi um langa hríð, en dauðarefsing er ekki lögleg í þeirra heimaríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.