Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 37
LAUGARD AGU R 19. OKTÓBER 2002 37 HeÍQarblacf H>"Vr Ákærður fyrir að hafa stolið persónulegum munum frá Díönu prinsessu: Brytinn á sakamannabekk Díana prinsessa heitin kallaði hann klettinn í lífi sinu. Núna situr sami maður á sakamannabekk í Old Bailey dómhúsinu í London, ákærður fyrir að hafa stolið rúmlega þrjú hundruð munum sem voru í eigu Díönu. Hann neitar ákæruatriðum. Maðurinn sem hér um ræðir heitir Paul Burrell, 44 ára gamall vörubílstjórasonur. Hann er fyrrum bryti prinsessunnar ástsælu, bæði fyrir og eftir að hjónaband hennar og Karls ríkisarfa á Englandi fór út um þúfur fyrir margt löngu. Réttarhöldin yfir Burrell fara ffam í dómsal eitt í Old Bailey, sama sal og réttað hefur verið í mörgum æsilegustu sakamálum Bretlands. Þar voru til dæm- is haldin réttarhöld yfir Ruth Ellis, síðustu konunni sem var hengd á Bretlandi. Blaðamenn fjölmennir Reiknað er með að réttarhöldin yfir Burrell standi yfir í allt að sex vikur. Þau hófust í byrjun þessarar viku og strax á fyrstu dögunum dró til tíðinda. Dóm- arinn gerði sér nefnOega lítið fyrir og leysti kvið- dóminn frá störfum á miðvikudag og skipaði nýjan. Ekki hefur gerið greint opinberlega frá ástæðum þessarar ákvörðunar dómarans, enda ekki leyfdegt. Mál Burrels hefur vakið mikla athygli víða um heim. Erlendir blaða- og fréttamenn eru fjölmennir í Old Bailey. í þeim hópi er einhver frægasti blaða- maður og rithöfundur Bandaríkjanna sem skrifar um ríka og fræga fólkið og vandræði þess. Dominick Dunne heitir hann og skrifar reglulega fyrir tímarit- ið Vanity Fair. Hann skrifaði meðal annars um rétt- arhöldin yfir ruðningshetjunni og kvikmyndaleikar- anum O.J. Simpson sem var sýknaður af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína. Fyrir þá frásögn var Dunne verðlaunaður. Díana prinsessa og allt sem henni við kemur held- ur því áfram að vekja áhuga almennings, þótt nú séu liðin rúm fimm ár frá því hún fórst í bílslysi í Paris. Og ekki spiilir fyrir að mál Burrells er allt hið ólik- indalegasta. Það var um klukkan hálfíjögur að nóttu, skömmu eftir dauða Díönu prinsessu, aö lögregluþjónn á vakt við Kensingtonhöll, heimili Díönu, kom að Paul Burrell þar sem hann var að bera muni úr höllinni í Ford Escort-bifreið sína sem hann hafði bakkað að hallarinnganginum. Lögregluþjónninn spurði þá Burrell hvað hann væri að gera. „Ég er að fjarlægja muni sem fjölskyldan hefur beðið mig um að farga,“ svaraði Burrell þá að bragði. Laganna vörður spurði þá hvort það væri til siðs að gera það á þessum tíma sólarhringsins. Burrell sagði svo vera, þegar það þyrfti að gera svo lítið bæri á. Það var látið gott heita. Díana örlát kona Það var svo ekki fyrr en snemma á síðasta ári að persónulegir munir úr eigu Díönu prinsessu fundust á heimili Burrels. Hann haföi þó þrætt fyrir að hann geymdi nokkuð slíkt á heimili sínu. Þegar hið rétta kom aftur á móti í ljós hafði brytinn fyrrverandi á reiðum höndum alls kyns skýringar, meðal annars að hann hefði ekki enn komið sér til að skila þeim Paul Burrell, fyrrum bryti Díönu prinsessu, og eiginkona hans, Maria, voru heldur þung á brún þegar þau komu til hins fræga dómhúss Old Bailey í London í vikubyrjun. Þar mun Burrell svara til saka næstu vikurnar fyrir að hafa tekið mörg hundruð muni úr eigu Díönu traustataki eftir dauða hennar. Díana hcitin prinsessa er nú aftur á allra vörum vegna málaferlanna gegn fyrruin brvta hennar. til konungsfjölskyldunnar. „Ég var mjög tregur til þess vegna þess að minn- ingar mínar um dauða hennar voru enn of erfiðar," ku Burrell hafa sagt lögregluþjónunum sem yfir- heyrðu hann, að því er fram kom í réttarsalnum. Þá sagði Burrell lögreglu að Díana hefði verið af- skaplega örlát kona og að hún heföi áreiðanlega lagt blessun sína yfir að hann tæki munina. Munirnir sem Burrell hafði í sínum fórum voru af margvíslegum toga. Þar voru nokkur bréf, meðal annars bréf frá prinsessunni til Johns Majors, þáver- andi forsætisráðherra Bretlands, og bréf frá Móður Teresu, nunnunni frægu á Indlandi. Þá tók Burrell traustataki fót af Díönu, meðal annars undirfot, og ljósmyndir sem að sögn saksóknara eiga hvergi heima nema í fjölskyldualbúminu. Tesía frá Díönu fannst einnig við húsleitina, svo og salt- og pipar- staukar. Alveg ómissandi Paul Burrell var meira en bara bryti Díönu. Hann var trúnaðarvinur hennar og dyggur með eindæm- um. Til þessa hefur hann ekki í eitt einasta skipti látið uppi þaö sem hann kann að hafa orðið vitni að í vist sinni hjá prinsessunni sem átti æði storma- sama ævi. Traustið sem Díana bar til hans sést best á því að þegar hún var eitt sinn spurð hverju hún vOdi bjarga úr mislukkuðu hjónabandi sínu og Karls rík- isarfa, skrifaði hún aðeins tvö orð á blað: Paul Burrell. Óhætt er að segja að Paul Burrell hafi snemma ákveðið hvar hann ætlaði sér að vinna. Strákurinn var ekki nema tólf ára þegar hann fór eitt sinn með foreldrum sínum að fylgjast með vaktaskiptum varð- mannanna við Buckinghamhöll Elísabetar drottn- ingar. Hinn ungi Paul var svo upprifinn að hann lýsti fjálglega því yfir þar og þá að þarna ætlaði hann sér að vinna þegar hann yrði stór. Tæpum sex árum síðar fékk hann vinnu við höll- ina en þá hafði hann stundað nám í hótelstjórnun og veisluþjónustu í Buxton. Burrell frétti þó ekki fyrr en eftir lát móður sinn- ar að hún hefði átt sinn þátt í því að höllin varð vinnustaður hans. Þegar hann var átján ára bárust honum nefnilega tvö atvinnutilboð. Annað var frá höllinni en hitt frá Cunard-skipafélaginu. Mamma sá bréfin fyrst og brenndi bréfið frá Cunard. Heimshomaflakk Burrell gekk í þjónustu konungsfjölskyldunnar ár- ið 1976 sem þjónslærlingur. Innan árs var hann skip- aöur persónulegur þjónn Elísabetar (jrottningar. Á árinu 1984 gekk hann að eiga eiginkonu sína, Mariu, sem á þeim tíma var þerna Filippusar drottningar- manns. Þau eignuðust tvo syni, Alexander sem nú er ellefu ára og Nicholas sem er níu ára. Strákamir tveir voru oft hafðir með þegar Díana fór eitthvað út með syni sína tvo, prinsana Vilhjálm og Harrý. Burrell og Maria voru síðan flutt í starfslið Karls og Díönu árið 1986 og störfuðu á sveitasetrinu High- grove. Hann gegndi þar starfi bryta en hún var bæði þema og kjólakona. Burrell hélt tryggð við Díönu á meöan hjónaband hennar var að leysast upp og var í þjónustu hennar allt þar til hún lést 1997. Eftir andlát Díönu var honum falið að stjóma minningarsjóði prinsessunnar og hann flaug heims- homa á milli til að safiia fé fyrir málefiii sem hún hafði barist svo ötullega fyrir í lifanda lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.