Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 39
38 HelcjarblacS X>"Vr LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 / /c / c) a rh / a c) X>V 43 + Pólitíkin ræður RÚV Logi Bergmann, varafréttastjóri RÚV, vill verða fréttastjóri þar á bæ en telur að pólitískar atkvæðagreiðslur útvarps- ráðs muni ráða úrslitum þess máls. Hann talar um skoðanir, trúverðugleika, kgnþokka og dellurnar í lífinu. Það er sanngjarnt að segja að Logi Bergmann Eiðs- son sé heimilisvinur allrar þjóðarinnar. í ríflega áratug hefur hann vakað á skjánum í Ríkissjónvarpinu, fyrst í hlutverki íþróttafréttamanns, síðan sem fréttamaður og hin síðari ár sem vaktstjóri, varafréttastjóri og frétta- lesari. Logi getur augljóslega hugsað sér að fara lengra upp metorðastigann því hann er einn umsækjenda um starf fréttastjóra Sjónvarpsins en starfið er laust eftir að Bogi Ágústsson var ráöinn yfirmaður fréttasviðs RÚV í kjölfar skipulagsbreytinga. Einn mótumsækjenda Loga er Elín Hirst, samstarfs- kona hans til margra ára, sem einnig gegnir starfi vara- fréttastjóra og er staðgengill fréttastjóra. Orðrómurinn í samfélaginu segir að umsókn Loga sé nánast formsat- riði því löngu sé ákveðið að Elín fái starfið og fullyrt að þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði muni greiða henni atkvæði og það muni duga en það er út- varpsráð sem veitir umsögn. Pólitíkin ræður Getur verið að Logi sé kominn upp að einhverju póli- tísku glerþaki sem stöðvi frekari frama hans í starfi? „Ég geri mér alveg grein fyrir því að meðan Ríkisút- varpinu er pólitískt stjómað þá verða ráðningar póli- tískar. Menn eru valdir til starfa í útvarpsráði á þeim einu forsendum að þeir standa einhvers staðar í pólitík og meðan svo er þá ræður pólitík öllu og það væri bjánalegt að blekkja sig með þvi að svo sé ekki. Munurinn á því að pólitískum ráðningum og þeim samsæriskenningum sem menn henda á loft er hins vegar talsverður. Það hefur tíðkast árum saman hjá rík- inu að ráða menn eftir pólitík en þegar fólk síðan kem- ur til vinnu þá skilur það sína pólitik eftir. Ég hef aldrei staðið neinn vinnufélaga minna að því að gera fréttir pólitískar eða beita sér á einhvern pólitískan hátt og á örugglega aldrei eftir að gera það. Mín sam- skipti við útvarpsráð hafa verið þannig að ég bíð mjög rólegur eftir niðurstöðu þeirra,“ segir Logi þegar hann ræðir þessi mál við DV yfir kaffibolla á háværu veit- ingahúsi. Hann er bindislaus og órakaður og einhvern veginn ekki eins sléttur og felldur og hann virðist vera á skjánum. Gengilbeinan þekkir hann og er á hjólum i kringum okkur meö vatn og kaffi. SkeUi eldíi á eftir mér - En skyldi Logi verða svekktur ef hann fær ekki starfið? „Ef Elín verður ráðin þá er það í flnu lagi. Hún er góður vinur minn, mikill fagmaður og fullkomlega hæf sem fréttastjóri. Ég er ekki svo mikil prímadonna að ég skelli á eftir mér og fari. En þetta er. pólitísk ráðning, sama hver verður ráðinn og sá byrjar sinn feril sem fréttastjóri sem maður sem var ráðinn á pólitískum for- sendum. Hvort sem það verður ég eða hún eða einhver annar. Það er pirrandi.“ Útvarpsráð gegn RÚV „Allt þetta fólk sem situr í útvarpsráði er ekkert endilega að vinna að hagsmunum Ríkisútvarpsins held- ur fyrst og fremst að ganga erinda síns flokks og það er dapurlegt að horfa upp á það hvernig það vinnur á stundum hreinlega gegn hagsmunum RÚV. Þeir eru í vinnu hjá flokknum og telja það sitt hlutverk að tryggja að flokkurinn og hans sjónarmið komist til skila. Þarna hefur setið fólk sem beinlínis hefur unnið gegn Ríkisút- varpinu og það á við um alla flokka,“ segir Logi og er greinilega mikið niðri fyrir en telur augljóst að allir séu pólitískir á einhvem hátt. „Ef þú vildir ráða íþróttafréttamann sem ætti að vera svo hlutlaus að hann hefði aldrei farið á leiki, haldið með liði eða verið í félagi, þá fengir þú ekki góð- an íþróttafréttamann. Það sama á við um fréttamenn. Ef þú vilt fá fréttamann sem aldrei hefur komið nálægt pólitísku starfi eða myndað sér pólitíska skoðun þá færðu ekki góðan fréttamann. Það hafa allir hugsandi menn skoðanir eða grunnhugsun sem eru pólitískar.“ Gólandi kommúnisti „Ég var gólandi kommúnisti á mínum unglingsárum. Pabbi minn, Eiður Bergmann, var framkvæmdastjóri Þjóðviljans og ég leit mjög upp til hans og er meira og minna alinn upp á Þjóðviljanum. Mín skoðun er sú að ef þú ert ekki pabbapólitíkus á unglingsárum þá ertu annaðhvort mjög undarlegur eða það er eitthvað að sambandi ykkar feðga. Munurinn á þeim sem hafa póli- tískar skoðanir sem lita viðhorf þeirra og hinna sem eru flokksbundnir er að þeir flokksbundnu halda bara með flokknum eins og fótboltaliði á hverju sem gengur og það er gjarnan svoleiðis fólk sem situr í útvarpsráði. Sem betur fer getur útvarpsstjóri gengið gegn áliti ráðs- ins, ef hann er á öðru máli, og það hefur hann gert.“ Lidar þakkir Logi segir að með starfsháttum sínum sé útvarpsráð ekki aðeins að vinna gegn hagsmunum RÚV og baka því tjón heldur setji virinubrögö þess einnig blett á starfsheiður og mannorö einstakra starfsmanna. „Tökum Boga Ágústsson sem dæmi. Hann er að skila af sér fréttastofu sjónvarps með meira en 50% áhorfi sem er sennilega heimsmet miöaö við markaðsstærð. Ég hef aldrei vitað hvar hann stendur í pólitík nema vegna þess að fólk er alltaf að segja að hann sé sjálf- stæðismaður. Hann er alger fagmaður í sínu starfi. Hvaða þakkir fær hann frá útvarpsráði í það starf sem hann er að taka við? Hann fær þrjú atkvæði. Meirihluti útvarpsráðs sem sagt treystir honum ekki vegna þess að hann var í Vöku fyrir 30 árum. Þetta er auðvitað grin. Það er af ástæðum eins og þessum sem við viljum losna við útvarpsráö." - Umræða um Ríkisútvarpið er mjög oft á þeim nót- um að menn halda því fram að fréttastofa þess dragi taum Sjálfstæðisflokksins og sumir hafa notað uppnefn- ið Bláskjár í þessu samhengi. Samkvæmt því sem Logi segir er það fjarri sanni. „Ég á erfitt með að sætta mig við að menn slái fram slíkum gífuryrðum og reyna að klína einhverjum stimpli á menn án þess að geta nefnt nein dæmi. Með þessu er aðeins verið að hræða menn til einhvers kon- ar ósjálfstæðis í skoðunum og sjálfsritskoðunar. Mér finnst þessi málflutningur barnalegur en tek hann sennilega of mikið til mín því ég er vaktstjóri og stjórna þess vegna fréttaröð og fleiri þáttum sem geta haft áhrif.“ Fyrirgefðu, Logi minn - Logi byrjaði í blaðamennsku á Þjóðviljanum og skrifaði um íþróttir og fór síðan á Morgunblaðið og var þar í fjögur ár. Þaðan lá leiðin á Sjónvarpið og var hann búinn að vera þar i eitt og hálft ár þegar umsókn hans um fastráðningu í starfið fór fyrir útvarpsráð. „Mér skildist fyrst að þetta væri nánast formsatriði því mér hafði gengið vel í starfl. Það gekk ekki betur en svo að ég fékk ekki eitt einasta atkvæði. Þó hafði ég hitt eina konu í ráðinu sem sagði að ég þyrfti engar áhyggj- ur að hafa. Ári seinna hitti ég svo útvarpsráðsmann sem gekk frá atkvæðum sjálfstæðismanna í þessu máli og spurði hann kurteislega hvers vegna hann hefði ekki stutt mig. Hann svaraði: Fyrirgefðu, Logi minn, en ég var bara búinn að lofa þessu. Svo núllaði ég nokkrum sinnum áður en ég var ráðinn fyrir rest. Svona vinnur útvarpsráð einfaldlega.“ - Lögum samkvæmt er skylt að auglýsa allar stöður og þótt 100 umsóknir berist um tvær stöður frétta- manns eins og gerðist nú í sumar þá er á allra vitorði að verið er að fastráða starfsmenn sem verið hafa í lausráðningu. Logi segist telja að þarna sé eingöngu verið að dansa eftir bókstafnum og sé þetta óþarfa sýnd- armennska. - Ef þaö sem Logi kallar pólitískar ráðningar spillir mannorði fréttamanna og rýrir álit Ríkisútvarpsins, hvernig ætti þá að standa að mannaráðningum? „Það á einfaldlega að treysta yfirmönnum fréttastof- unnar og Ríkisútvarpsins fyrir því. Ef þeim er treystandi til að halda úti fréttastofunni allan ársins hring þá ætti þeim að vera treystandi til að velja sér starfsfólk í staðinn fyrir að draga þær í gegnum asna- legar atkvæðagreiðslur sem eru ákveðnar annars stað- ar. Útvarpsráð tók sér tveggja mánaða sumarfrí í sum- ar sem er mjög einkennilegt ef þeir telja sig hafa eitt- hvert hlutverk í stjórnun RÚV.“ Menn kaupa sér völd - Meö reglulegu millibili verður mönnum tíðrætt um hlutverk og tilvist RÚV. Hvernig á þá að losa stofnun- ina úr viðjum útvarpsráðs? „Þessari stofnun verður alltaf stjórnað pólitískt með- an hún er í rikiseigu. Við skulum viðurkenna að menn vilja ráða yfir fjölmiðlum og eiga þá vegna þeirra valda sem því fylgir. Það er ein helsta ástæða þess að menn kaupa fjölmiðla og takast á um yfirráð yfir þeim. Það er hægt að fá betri ávöxtun á fé í flestum öðrum atvinnu- greinum. Við skulum ekki vera að telja okkur trú um að þetta snúist um neitt annað en völd.“ - Eftir nokkrar hafnanir hjá útvarpsráði var Logi far- inn að svipast um eftir öðru starfi en þá lenti hann við hliöina á Boga Ágústssyni við barinn á árshátíð RÚV og þar var það fastmælum bundið að Logi flytti sig af íþróttadeild yfir á fréttastofuna og þar hefur hann ver- ið síðan. „Þetta gerðist rétt fyrir tvö og sjálfsagt höfum viö báðir verið orðnir þéttir. Ég var eiginlega búinn að fá pláss í íþróttum uppi á Stöð 2. Ég hef ekki misst úr dag síðan.“ Ertu biinbó? - Logi hefur ekki verið í vandræðum með að fá at- kvæði á ýmsum öðrum vígstöðvum en í útvarpsráði því hann hefur ítrekað verið kosinn kynþokkafyllsti karl- maður landsins í kosningum á opinberum vettvangi og eins og það sé ekki nóg þá bárust nýlega fréttir af því að hann hefði sigrað í slíkri kosningu innanhúss á RÚV. Nýjasta staðfestingin á kyntöfrum hans barst svo í skoðanakönnum DV. Hefur þessi nafnbót aðeins kosti en enga galla? „Ég hef kosið að líta á þetta á jákvæðan hátt þótt grínið og stríðnin geti orðið svolítið þreytandi. Þetta þýðir ekki að ég gangi um þrútinn af kynþokka en auð- vitað kitlar þetta egóið svolitið.“ - Hefur þetta áhrif á trúverðugleika þinn? Ef kona í þínu starfi væri ítrekað kosin kynbomba ársins myndu femínistar án efa segja að þaö drægi úr trúverðugleika hennar. Kemur fólk fram við þig eins og „bimbó“? „Ég hef ekki orðið var við það. Ég hef ekki velt mik- + Logi Bergmann hefur verið heiniilisvinur á skjá Ríkissjónvarpsins í 11 ár. Hann segir að stofnuninni sé stjórnað með pólitískum liætti og það sé barnaskapur að lialda öðru fram. DV-myndir E. Ó1 ið fyrir mér trúverðugleika mínum. Ég velti því lítið fyrir mér hvað sæmi minni stöðu og geri bara það sem mér finnst skemmtilegt. Ég les ekki bara fréttir, heldur lýsi golfi, Eurovision og hverju sem mér dettur í hug og geri aðallega það sem ég hef gaman af.“ Sextán í forgjöf - En hvað skyldi það nú vera sem Logi hefur gaman af? Heimildir DV segja að hann sé mikill keppnismaður og dellukall sem hellir sér í áhugamál af ástríðu. Logi segist hafa mikinn áhuga á íþróttum en ekki hvaða íþróttum sem er. „Ég hef mikinn áhuga á golfi og hef sextán í forgjöf. Ég tók framforum í sumar og held að ég geti spilað á móti flestum án þess að verða mér til skammar." - Sagan segir líka að Logi sé með heiftarlega bíladellu og aki um á kraftmiklum Porsche sportbíl. Logi vill ekki alveg gangast við því aö hann sé með hefðbundna bíladellu. En hvað þá? „Ég keypti þennan bíl fyrir tveimur árum og hann er sá þriðji í röðinni. Ég gæti hins vegar ekki bent þér á neitt sem skiptir máli í bílnum. Ég bara keyri hann en aðrir sjá um að gera við hann.“ - Logi segist ekki nostra við bílinn og halda honum stífbónuðum og glansandi. „Ég lenti í smáóhappi með hann um daginn. Ungur piltur sem kom í heimsókn ákvað að „lita“ bílinn með steini á báðum hliðum og þá þurfti hann sprautun. Þeg- ar hann kom úr þeirri yfirhalningu bónaði ég hann og það var í fyrsta sinn sem ég bónaði bíl og þótti það hundleiðinlegt.“ - Svo ljóstrar Logi því upp hver sé stóra dellan í lífi hans. „Mín della er eiginlega fyrst og fremst sjónvarpið. Ég kann ekkert annað og finnst það skemmtilegast af öllu. Ég ætlaði að verða blaðamaður en endaði uppi í sjón- varpi og hef verið þar í ellefu ár. Ég vinn mjög mikið og er alltaf með einhver verkefni í gangi og líður best ef ég er með aðeins of mikið að gera.“ Á skólabekk - Logi segist þó reyna að verja tíma með fjölskyld- unni en hann er kvæntur maður og á þrjár dætur barna. Eiginkona hans er Ólöf Dagný Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur og dæturnar heita Elín Tinna, 14 ára, Fanndís Birna, 7 ára og Linda Björg, 5 ára. Fyrir utan vinnuna er Logi þó að feta í fótspor eiginkonunn- ar og stefnir að því að ljúka prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands í vor. „Ég byrjaöi á þessu fyrir nokkrum árum fyrir rælni og hef bitið það í mig að klára í vor og á að geta það. Ég mæti ekki í tima en reyni að loka mig af fyrir próf. Ég er þarna í harðri samkeppni viö Gísla Martein, vin minn og félaga, og tel að ég sé að hafa hann á loka- sprettinum.“ - Logi er ekki með stúdentspróf og þótt hann hafi ekki látið þá vöntun tefja sig í starfi þá segir hann að skortur á háskólaprófi hafi oft verið notaður sem afsök- un til að veita honum ekki brautargengi t.d. í atkvæða- greiðslum hjá útvarpsráði. En var hann með einhvern komplex yfir menntunarleysi? „Ég vildi vita hvort ég gæti þetta og þegar ég sá að ég gat þetta þá hætti það eiginlega að vera eins spennandi. Svo kemur þrjóskan inn og nú vil ég klára þetta mál.“ Ég er bara svona - Starf Loga er undarlegt að því leyti að hann er inni í stofu hjá landsmönnum á hverju kvöldi. Andlit hans er því nógu þekkt til þess að hann þarf áreiðanlega aldrei að kynna sig neins staðar. Sumir telja frægð af þessu vera hálfgert dóp og menn haldi dauðahaldi í sviðsljósið eins lengi og kostur er en aðrir telja að frægðin svipti menn frelsinu til að ferðast óþekktur um samfélagiö. Hvað finnst Loga? „Ég hef ekki uppplifað frægðina sem dóp. Ég held að þetta snúist frekar um miðilinn og mörgum flnnist erfitt að hætta að vinna í sjónvarpi því það er svo skemmtilegt. Ég hef samt séö menn sem eru fegnir að hætta. Ég er ekkert stressaður í þessu starfi og hef mjög gaman af því og held að ég myndi sakna þess ef ég hætti en ég myndi ekki sakna frægðarinnar. Ég myndi sakna spennunnar sem stundum liggur í loftinu i beinni út- sendingu og er betri en nokkurt dóp. Ég hef heyrt menn væla yfir því að þeir geti ekki farið út að skemmta sér af því að allir þekki mann. Þá er eitthvað að, annað- hvort ofsóknaræði eða feimni. Það truflar mig ekki neitt. Það koma margir og tala við mann og ég tala við marga. Það virðist sem fólki komi stundum á óvart að ég sé svona eða hinsegin, öðruvísi en það hélt. En ég er bara svona.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.