Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Blaðsíða 57
LAUGARDACUR 19. OKTÓBER 2002 Helcjorblað DV J. Guðmundsdóttir ferðafræðingur á Selfossi er 60 ára í dag Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý), ferðafræðing- ur, Engjavegi 59, Selfossi, er sextug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist á Hofsósi en ólst upp í Reykjavik. Hún var í Melaskólanum í Reykjavik en flutti í Kópa- voginn 1955, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Kópavogs og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1984. Sigriður flutti til Selfoss 1965 og hefur átt þar heima lengst af síðan. Hún hefur stundað ýmis störf í gegnum tíðina en var lengst af ritari kaupfélagsstjóra KÁ á Selfossi auk þess sem hún sá um þjónustu fyrir Samvinnuferðir-Landsýn. Sigríður starfar nú á Ferðaskrifstofunni Suður- garður á Selfossi sem er söluskrifstofa Flugleiða, Úr- vals-Útsýnar og Plúsferða. Sigríður hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórnun- arstörfum á vegum verkalýðsfélaganna á Suðurlandi. Hún sat um árabil í stjórn Sjálfstæðiskvennafélags Selfoss, var formaður Leikfélags Selfoss og sat í stjórn þess auk þess sem hún var aðalbúningahönnuður fé- lagsins sl. tuttugu ár, var formaður íslendingafélags- ins í Lúxemborg þar sem hún bjó í þrjú ár, var for- maður Starfsmannafélags Kaupfélags Árnesinga, for- seti Inner Wheel Selfoss í tvígang og viðtakandi um- dæmisstjóri Inner Wheel ísland. Fjölskylda Sigríður giftist 12.5. 1963 Jóni Péturssyni, f. 4.11. 1936, tæknimanni Sjúkrahúss Suðurlands. Hann er sonur Péturs Brandssonar, f. 29.3.1902, nú látinn, loft- skeytamanns, og Hönnu Jónsdóttur, f. 7.3. 1904, d. 2.11.1986, húsmóður. Þau bjuggu lengst af á Vatnsstíg í Reykjavik. Alfa Kristjánsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur Börn Sigríðar og Jóns eru Guðmundur Pétur Jóns- son, f. 19.3. 1963, starfsmaður hjá Odda í Reykjavík; Hanna Björk Jónsdóttir, f. 26.1. 1965, húsmóðir en maður hennar er Egill Egilsson, f. 17.8.1964 og er dótt- ir þeirra Rakel Björk, f. 3.5. 1996, en fyrir á Hanna Björk synina Viktor Inga Jónsson, f. 28.2. 1983, og Jón Anton Stefánsson, f. 17.1. 1989. Viktor Ingi er jafn- framt fóstursonur Sigríðar. Sigurður H. Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður í Reykjavík Systkini Sigríðar: Ólöf Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 29.7. 1947, d. 20.1. 1989, nuddkona; Sigurlína Guð- mundsdóttir, f. 27.9. 1949, sérfræðingur við Lands- banka íslands; Guðmundur Þröstur Guðmundsson, f. 7.9. 1953, kerfisfræðingur. Foreldrar Sigríðar eru Guðmundur Jóhannsson, f. 18.12. 1919, fyrrv. fangelsisstjóri, og Ólöf María Guð- mundsdóttir, f. 20.9. 1919, húsmóðir. Eiginkona Guðmundar er Bryndís Magnúsdóttir, f. 24.12. 1934, húsmóðir. Ætt Guðmundur er sonur Jóhanns Benediktssonar og Sigríðar Jónsdóttur sem bæði eru ættuð úr Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Ólöf María er dóttir Guðmundar Péturssonar og Slgurlaugar Jakobínu Sigurvaldadóttur sem bæði eru Vestur-Húnvetningar. Höfuðstafir______________ í dag ætla ég að hefja þáttinn með visu eftir einn af ritstjórum blaösins, ljóðskáldið Sigmund Erni Rúnars- son. Einhverju sinni þegar hann stóð í útgáfumálum orti hann til útgefanda síns: Haföu frá mér heila þökk og heilsu alla daga. Þú veist vió erum skœld og skökk skáldin sem þig plaga Á hagyrðingamóti á Akranesi fyrir nokkru voru pallverjar látnir botna vísur eins og tíðkast gjarnan við slík tækifæri. Varð um það nokkur umræða að fyrripartarnir væru erfiðir og jafnvel illbotnanlegir sumir. Þá orti Hákon Aðalsteinsson: Hinn furöulegi fyrripartasmiöur finnst mér lítiö spennandi, því miöur. Hann hnoöar þessu saman eins og álfur. - Ætli hann geti botnaö þetta sjálfur? Alfa Kristjánsdótt- ir, bókasafns- og upp- lýsingafræðingur, Hlíðarhjalla 14, Kópavogi, er fertug í dag. Starfsferill Alfa fæddist í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1982 og BA-prófi í bókasafns- og upplýs- ingafræðum frá HÍ 1988. Alfa var spjald- skrárritari í tónlist- ardeild Ríkisútvarpsins 1983-87, starfaði við greina- safn Morgunblaðsins 1987-88, hefur starfað í eigin fyr- irtæki, Skipulagi og skjölum ehf. sem starfar á sviði skjalastjórnunar og þekkingarstjórnunar, frá 1989, er umsjónarmaður bóka- og skjalasafns Félagsþjónust- unnar 'í Reykjavik frá 2002 og er um þessar mundir að hefja störf í Skjala- og bókasafni Orkuveitu Reykjavíkur. Alfa hefur haldið fjölda námskeiða á sviöi skjalastjórnunar frá 1995. Ritstörf: Skjalastjórnun. Reykjavík: Framtíðarsýn, 1995 (Ritröð Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Islands og Framtíðarsýnar hf; 1995-5). Fjölskylda Eiginmaður Ölfu er Sigmar Þormar f. 19.10. 1957, þjóðfélagsfræðingur og starfsmaður í eigin fyrirtæki, Skipulagi og skjölum ehf. Börn Ölfu og Sigmars eru Valgeir, f. 1.8. 1987; Vig- dís, f. 16.12. 1988; Aðalsteinn, f. 28.6. 1996. Systkini Ölfu: Jóhanna M. Kristjánsdóttir, f. 1941, d. 2002, sjúkraliði, var gift Bárði Halldórssyni húsgagna- bólstrara; Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 1946, d. 2002, tækniteiknari, var gift Grétari Sveinssyni húsasmíða- meistara; Kristján E. Kristjánsson, f. 1950, pípulagn- ingameistari en sambýliskona hans er Áslaug Gísla- dóttir, húsmóðir; Brynhildur Kristjánsdóttir, f. 1955, hárgreiðslumeistari, gift Stefáni Sigurðssyni, veit- ingamanni í Sandgerði; Auður Kristjánsdóttir, f. 1959, leikskólakennari, búsett í Danmörku. Foreldar Ölfu: Kristján Jóhannes Þorkelsson, f. 29.6. 1917, vélvirki, vélstjóri og verksmiðjustjóri á Siglu- firði og Stykkishólmi, vatns- og hitaveitustjóri í Kópa- vogi, og k.h., Rannveig Kristjánsdóttir, f. 2.7. 1921, húsfreyja á Siglufirði, Stykkishólmi og Garðabæ. Sigurður Hreinn Sigurðsson, kvik- myndagerðarmaður og framkvæmda- stjóri Uss!, Sogavegi 78, Reykjavík, verð- ur fertugur á morg- un. Starfsferill Sigurður fæddist við Sogaveginn i Reykjavík og hefur átt þar heima. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1983, stund- aði nám í Raftónlist við Instituut voor Sonologie, í Utrecht í Hollandi og stundaði nám í kvikmyndagerð við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn 1989-93. Sigurður starfaði hjá Sjónvarpinu sem hljóðmaður og útsendingarstjóri 1986-89 og hefur frá 1993 starfað við kvikmyndagerð, oftast með hljóð sem viðfangs- efni. Hann hefur komið að gerð fjölmargra kvik- mynda í Danmörku, á íslandi og í fleiri löndum. Síð- astliðin tvö ár hefur hann verið í forsvari fyrir hljóð- fyrirbærið Uss! Einnig er hann meðlimur í alþjóðahljómsveitinni Jörð Bifast. Sigurður er hrellir hinn mesti, eindreginn um- hverfisverndarsinni og andstæðingur gróðahyggju og hryðjuverka, hvort sem þau beinast gegn fólki, dýr- um eða náttúrunni. Fjölskylda Sigurður kvæntist 20.4. 2001 dr. Elviru Méndez Pinedo, f. 18.12.1966, doktor í evrópskum lögum. For- eldrar hennar eru Antonio Méndez Garcia lögfræð- ingur í Madrid á Spáni, og María Dolores Pinedo Rozas, listakona þar. Systkini Sigurðar eru Ágúst Úlfar Sigurðsson, f. 18.9.1946, tölvunarfræðingur; Halldóra Sunna Sigurð- ardóttir, f. 27.3. 1949, dr. í liffræði í Svíþjóð; Sigrún Lóa Sigurðardóttir, f. 3.8. 1951, arkitekt í Noregi; Páll Ragnar Sigurðsson, f. 29.1. 1954, vélaverkfræðingur. Foreldrar Sigurðar: Sigurður Þórir Ágústsson, f. 7.12. 1922, d. 2.5. 1975, flugvirki í Reykjavík, og Odd- rún Inga Pálsdóttir, f. 22.8.1922, umsjónarmaður Dag- deildar Breiðagerðisskóla. Þau bjuggu lengst af á Sogavegi 78 í Reykjavík. Sigurður verður í sundi á afmælisdaginn. Næst er visa eftir Rósberg G. Snædal. Hún er eins konar tilbrigði við fræg orð Guðrúnar heitinnar Ósvíf- ursdóttur. Kort meó nesti, krappan skó, klafa og festar bar ég. En lengst og mest mig þreyttu þó þeir sem bestur var ég. Þá hefur mér borist nýleg vísa eftir Friðrik Stein- grímsson. Jarðskjálftar voru fyrir skömmu í nágrenni við Grímsey og íbúar þar um tima við öllu búnir. Um þetta orti Friðrik: Hristir Grímsey skjálftaskriö skal því enginn lá þeim bráöum þó aö bœtist viö barnahópinn hjá þeim. Og nú eru kosningar á næsta leiti og frambjóðendur famir að huga að atkvæðum sínum. Rifjaðist af því til- efni upp vísa eftir Hjálmar Freysteinsson: Ómar nú háreysti, urr og gelt um annes til fremstu dala, hlaupiö, rióiö og froöufellt, - framsóknarmenn aö smala. Ég rakst nýlega á merkilega vísu eftir þann þjóð- þekkta snifling Sverri Stormsker. Hún hljóðar þannig: Óljós draumur djúpt í hvers manns geöi drífur áfram lífiö, fœrt í hlekki. Vonin eftir varanlegri gleöi er varanleg - en þaö er gleöin ekki. Og Kristján Stefánsson, Gilhaga, orti nýlega: Baöast sólargeislagliti grund og vogur, fell og sker; sunnan þeyr og sumarhiti. Samt er kominn október. Að lokum er hringhend oddhenda eftir Rögnvald heitinn Rögnvaldsson, bæjarstarfsmann á Akureyri: Brims viö sand er búiö grand, brýtur aö vanda úr öldu. Klakabandi lýst er land, lífiö andar köldu. Umsjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.