Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 36
36
Helga rblað X>"V
LAUGARD AGU R 14. DESEMBER 2002
Það verður einhver
að deyj
Herjólfur er hættur að elska
nefnist nij bók Sigtryggs
Magnasonar. Hann talar um
ástina, guð og óhamingjuna.
„Herjólfur er hættur að elska er fyrst og
fremst verk um ástina, hamingjuna og
óhamingjuna," segir Sigtryggur Magnason
skáld þegar hann er spurður um efhi bók-
ar sinnar, Herjólfur er hættur að elska.
„Verkið er blanda af ljóði, leikriti og sögu.
Upphaflega skrifaði ég þetta sem leikrit og
það verður sett upp í Þjóðleikhúsinu eftir
áramót. Það má hins vegar segja að ljóð-
skáldið hafi dregið leikskáldiö uppi.“
Af hverju skrifa menn leikrit í dag? Eru
ekki tímar kvikmyndarinnar og skáldsög-
unnar?
„Því er haldið fram. Ég er hins vegar
fyrst og fremst áhugamaður um leikhús.
Ég held að ég hafi þá bakteríu ffá ömmu
sem átti leikskrár frá öllum þeim sýning-
um sem hún hafði séð. Og þær voru ófáar.
Ég vann líka á stóra sviði Þjóðleikhússins
ffá 1994-1997 og kynntist þar fólki og verk-
um sem höfðu mikil áhrif á mig. Ég held
að sjónarhom sviðsmannsins hafi haft
mikil áhrif á verkið sem kemur nú út á
bók. Ég fann hvernig sumar setningar
urðu áleitnari eftir því sem ég heyrði þær
oftar og þeirri klifún reyni ég að beita í
Herjólfur er hættur aö elska.“
Hverjir heldurðu að séu helstu áhrifa-
valdar þínir?
„Það er flókið að greina það í sundur.
Ljóðræna Dylans Thomas, abstrakt-orð-
ræða Samuels Becketts og leikstjómarstill
Rimasar Tuminas held ég að hljóti að hafa
haft mikil áhrif á mig.
Ég tel þó fullvíst að ef ekki væri fyrir
vin minn, Andra Snæ Magnason, þá væri
ég löngu hættur að skrifa. Hann hefúr ver-
ið mér dýrmætt bakland."
Orðið er eilíft
Skúringakonan í verkinu segir: TO að ástin verði edíf
verður einhver að deyja á undan ástinni.
„Já, þær era góðar þessar skúringakonur. Það hefúr
reyndar vakið athygli mína hversu margir virðast hjartan-
lega sammála þessum orðum hennar. Kannski er ástin sem
slík mest spennandi á tveimur stigum: í byijun ævintýrsins
og svo undir lok þess.
Það er oft spurt hvort ljóöið sé ekki í dauðateygjunum og
álíka spumingar era bomar upp varðandi leikhúsiö. Trúin
hefur líka verið sett á gjörgæslu. En það er eins með ljóðið og
manninn að hann berst aldrei jafii hart fyrir lífi sínu og ann-
arra og þegar dauðinn er sagður nálægur. Þess vegna liflr ást-
in og ljóðið og leikhúsiö og trúin og maðurinn. Því þegar
maðurinn deyr er ástin sett í orð i minningargreinum. Orðið
er eilíft og í gegnum það lifir maðurinn áfram.“
Þú ert nýr í iðu jólabókaflóðsins, hvemig líkar þér það?
„Það er hræðdegt. Þar td maður uppgötvar að þetta snýst
ekki svo mikið um bókmenntir.“
Það hefúr verið talað um öld afþreyingarinnar.
„Æi já. Þess vegna gleðst ég í hvert sinn sem ég hitti mann-
eskju sem gefur sig í að lesa það sem ég skrifa. Það gíeður
mig ósegjanlega þegar fólk segir mér að það hafi lesið eitt-
hvað eftir mig. Tími fólks verður æ dýrmætari og afþreying-
in er beint í æð allan sólarhringinn ef því er að skipta. Það
sem ég hef skrifað er ekki metsöluefhi og ég sætti mig við
það. Ég hef ekki skdgreindan markhóp þótt ég hafi sagt í ein-
hverjum upplestri að markhópurinn væri óhamingjusamt
fólk; það væri mjög stór og þakklátur hópur.“
Tengdó dæmir
Hvað finnst þér um bókmenntagagnrýni?
„Gagnrýni? Af hveiju era listamenn adtaf spurðir um
gagnrýni? Það er svipað og að krefja lömb álits á starfi kjöt-
iðnaðarmanna!
Gagnrýni er þegar best lætur bókmenntaumræður og um-
ræða um bókmenntir er af hinu góða. Hins vegar er aðstaða
höfundarins erfið. Að gefa út bók er ekki ósvipað því að ala
af sér bam. Þegar bamið verður átján ára verður það sjáif-
ráða eins og bókin verður þegar hún kemur úr prentsmiðju.
Sumir líta á gagnrýni eins og einhvem stóradóm. Bók er hins
vegar eins og manneskja. Við myndum hrökkva við ef tekið
yrði upp nýtt kerfi í makaleit. Ef ungur maðrn- sýndi ungri
stúlku áhuga og hún segði: ég myndi vdja að mamma mín
myndi kynnast þér fyrst. Ungi maðurinn setti sig í samband
viö móður stúlkunnar og þau færa saman í vikuferð td Kaup-
mannahafnar. Þegar þau kæmu td baka væri móðirin með
greinargerð um unga manninn. Kannski myndi hún segja að
hann væri ör og ákafur, ekki skemmtdegur með víni og hefði
undarlegar hugmyndir þegar kæmi að kynlífi. Kannski
myndi hún segja: hann er yndislegur!
En tæki dóttirin mark á því? Ég er ekki viss.“
Þægilegt fyrir \iðkvæma
Það er nokkuð fiölmennur hópur ungra höfunda að gefa út
bækur í ár.
„Já. Ég var mjög ánægður þegar einhver talaði um okkur
sem nýja kynslóð þótt við séum aö fást við mjög ólíka hluti
og séum sjálfstæð í útfærslu þeirra. Ég hef adtaf horft öfúnd-
araugum td módemistanna. Þessi hreyfmg átti sameiginlegt
baráttumál þótt listamennimir væra ólíkir innbyrðis. Það er
þægdegt fyrir viðkvæma að finnast þeir tilheyra einhvetjum
hópi alveg eins og það er meiri von fyrir alkóhólistann í AA
félagsskapnum en einn með sjálfum sér inni á klósetti á
heimdi sínu."
Landakotsspítali í stað Landakotskirkju
Ert þú Heijólfur? Ertu hættur að elska?
„Ef svo væri þá værir þú annaðhvort að skrifa minningar-
grein eða taka viðtal við mig um undursamleika geðdeyfðar-
lyfia.“
Er þér ida við geðdeyfðarlyf?
„Nei, ads ekki. Þau geta eflaust bjargað mannslífum. Ég
held bara að þau séu ekki lausn á vanda fiórðungs þjóðarinn-
ar. Geðdeyfðarlyf era eins konar staðdeyfmg á vandamálum;
flóttaleið undan sjálfum sér og umhverfi sínu. Og vandinn
mun að endingu draga slíka flóttamenn uppi.“
Sálfræðingurinn I bókinni á ekki mörg svör þegar Heijólf-
ur leitar td hans.
„Nei, því miður. Heimsókn Heijólfs td sálfræðings er þó
tímanna tákn. Það er gott að fólk leiti td sálffæðinga. Áður
leitaði fólk td guðs og hann var oftast upptekinn við drepsótt-
ir og stríð og stóð ekki við tímapantanir. Hedbrigðiskerfið
hefúr tekið við af honum; Landakotsspítali í stað Landakots-
kirkju. Guð er orðinn að geðhedbrigðissviði."
Það er mikid dauöi í þessari bók.
„Já, líklega er það svo. En í dauðanum er líka mikd feg-
urð: blómin blómstra áður en þau deyja. Mér hefúr adtaf
fundist haustið fegursti tími ársins. Þegar myrkrið og kuld-
inn taka völdin er brýnt að hiúa að sálinni. Þá kemur bóka-
flóðið að góðum notum."
Textinn er mín spennitreyja
Hugsarðu mikið um dauðann?
„Já.“
Af hverju?
„Líklega af því hann er það eina sem er öraggt í þessu lífi.
En ég þrái hann ekki. Dauðinn er grimmur og ég kviði
komu hans. Grimmd dauðans er þó mest við þá sem eftir lifa.
Og um það fiadar Herjólfúr er hættur að elska.“
I fyrri ljóðabók þinni, Ást á grimmum vetri, var líka mik-
dl dauði. Af hveiju?
„Kannski má segja að ég hafi mottó í skáldskap: það verð-
ur einhver að deyja. Ég held ég hafi aldrei lokið verki þar
sem enginn hefur dáið. Þessi frasi nær þó ekki út fyrir skrif-
in. Textinn er mín spennitreyja." -PÁÁ
a
„Gagnrýni? Af hverju eru listamenn alltaf spurðir um gagnrýni? Það er svipað og að krefja lömb álits á starfi kjödðnaðarmanna!“
l)V-mynd Hari