Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002
H (> / cj C3 r b / o ö 31>V
sjúklingur utan vinnunnar þar sem ég reyni að fylgj-
ast með hverju fótmáli á fréttasviðinu.
Eitt af mínum áhugamálum er heimildarmyndagerð
og þar fæ ég meiri útrás fyrir sköpunarþörfina. Núna
er ég meðal annars með í smíðum mynd um fólk með
Downs-heilkennið. Það hefur verið frábært verkefni og
veitt mér nýtt sjónarhorn á hlutina.
Ég er áhugamanneskja um íslendingasögur og sit
núna á Njálunámskeiði hjá Jóni Böðvarssyni. Forn-
konan Elin Hirst, er hægt að vera leiðinlegri!" segir
Elín og hlær við. „Við Jón ætlum að búa til mynd af
Njáluslóðum og erum að reyna að fjármagna það núna.
Svo ákvað ég í haust að skrá mig í sagnfræði i Háskól-
anum. Þar er komið fínt hobbí.“
Er Hallgerður langbrók í uppáhaldi hjá þér?
„Neinei. Hún hefur svo marga galla, sú ágæta kona:
hún er þjófótt, ákaflega illvíg og kemur mönnum fyrir
kattarnef með því að klaga í fóstra sinn. Svo láta hún
og Bergþóra í frekjugangi sínum vega mann og ann-
an.“
Er þetta eitthvað likt lífinu á RÚV?
„Nei, ekki neitt. Njála er frábær saga. Ég held ég
hefði samt tosað úr mér einhverjar hárlufsur og reynt
að búa til bogastreng fyrir Gunnar karlinn."
Á skólabekk
Var það ekki undarlegt fyrir þjóðþekkta manneskju
í áberandi starfi að setjast á skólabekk?
„Ég var að stríða syni mínum, sem er á öðru ári í
MR, á því að innan skamms yrðum við skólasystkin í
Háskólanum. Honum leist ekki illa á það en þurfti
samt að melta það.
Það var mjög skrýtið að koma í fyrsta tímann. Flest-
ir eru um tvítugt en einnig eru þar nokkrir jafnaldrar
mínir og eldri. Annars reyni ég bara að láta lítið fyrir
mér fara; hlusta bara á kennarana. Sá kennari sem
hefur kennt mér mest er Eggert Þór Bernharðsson. Það
hefur verið virkilega gaman í tímum hjá honum."
Þú ert sem sagt ekkert að trana þér fram í tímum?
„Nei. Ég tilkynnti Eggerti Þór að ég myndi hafa mig
hæga. Mér leiðist fólk sem er gasprandi í tímum. Ég
vil hverfa inn í fjöldann enda kann ég ekkert í sagn-
„Ég geri mér grein fyrir því að vinahópur minn tengist
Sjálfstæðisflokknum. Þegar menn hafa verið að draga
fagmennsku mína sem fréttamaður í efa, sem reyndar
gerist mjög sjaldan, þá hef ég spurt hvernig það væri
ef ég væri læknir. Myndi einhver láta sér detta í hug
að læknir sem tekur starf sitt alvarlega vildi lækna
ineinta skoðanabræður sína betur en aðra sjúklinga
sem til hans leituðu? Hvers konar læknir væri það?“
segir Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins.
DV-mynd Hari
fræði og veitir ekki af að hlusta og fylgjast með nýjum
heimi opnast."
Hefur sagnfræðinámið breytt viðhorfi þínu til vinn-
unnar?
„Ég finn strax breytingu. Ég hef meiri áhuga á því
hvernig efni er geymt. Ríkisútvarpið býr yfir ómetan-
legum munnlegum heimildum og myndheimildum.
Það er algjör fjársjóður sem verður að gæta vel að.“
Erfitt að taka persónulegri gagnrýni
Starf þitt í sjónvarpinu gerir það að verkum að þú
ert undir smásjánni. Þú ert alltaf nefnd þegar valin er
kynþokkafyllsta kona landsins og ýmist ertu valin best
eða verst klædda konan. Hvernig kemur það við þig?
„Það venst. Maður fær smám saman skráp og umtal-
ið hættir að hreyfa við manni eins og öll gagnrýni
gerði fyrst. Það er alltaf erfitt að taka mjög persónu-
legri gagnrýni og fyrst þurfti ég að melta það í nokkra
daga þegar sett var út á útlit mitt og klæðaburð. Mér
finnst þessi umræða ná síður til mín nú en áður.“
Þú átt tvo drengi sem hafa heyrt þessa umræðu líka.
Hefurðu beitt einhverjum sérstökum aðferðum í upp-
eldi vegna þessa?
„Ég hef unnið í fjölmiðlum frá því þeir fæddust og
þeir þekkja mömmu sína ekki öðruvísi en svona. Mér
hefur ekki fundist það hafa áhrif á þá og þeir kvarta
ekki yfir því þótt þeir nöldri stundum og biðji mig til
dæmis að koma ekki á íþróttamót því allir horfi á mig.
Mér hefur ekki fundist starfið lita heimilislíf okkar.“
Vinatengslin ekld erfið
Hefurðu einhvern tíma haft pólitískan metnað og
tekið þátt í flokksstarfi?
„Ég var í Vöku í Háskólanum en þegar ég lauk námi
sá ég að pólitík og fréttamennska gæti ekki farið sam-
an. Og þá ekki bara flokkspólitík heldur líka eig-
endapólitík.
Margir vilja að fréttamenn séu hlutlausir en enginn
maður getur verið hlutlaus. Það elst enginn upp í
tómarúmi, allir eru litaðir af umhverfi sinu, menntun
og uppeldi. Fréttamenn eiga hins vegar að vera hlut-
lægir og vinna á hlutlægan hátt. Það er grundvallarat-
riði. Það er dálítið út í bláinn að tala um hlutleysi."
Þú hefur oft verið orðuð við Sjálfstæðisflokkinn.
„Ég geri mér grein fyrir því að vinahópur minn
tengist Sjálfstæðisflokknum. Þegar menn hafa verið að
draga fagmennsku mína sem fréttamaður í efa, sem
reyndar gerist mjög sjaldan, þá hef ég spurt hvernig
það væri ef ég væri læknir. Myndi einhver láta sér
detta í hug að læknir sem tekur starf sitt alvarlega
vildi lækna meinta skoðanabræður sína betur en aðra
sjúklinga sem til hans leituðu? Hvers konar læknir
væri það? Ef ég vildi kalla mig fagmann yrði ég að
starfa sem slíkur. Það er lika að fleiru að hyggja í
þessu sambandi. Hvernig yrði ferill blaðamanns sem
starfaði ekki faglega? Hann fengi engan frama neins
staðar; enginn hefði áhuga á hans verkum, almenning-
ur hlustaði ekki á hann og ritstjórnir myndu hafna
honum. Það er svo einfalt.“
Hafa þessi vinatengsl gert þér erfitt fyrir?
„Nei.“
RÚV er nauðsynleg
stofnun
Þú hafðir áður sótt um starf
fréttastjóra og verið hafnað af út-
varpsráði.
„Bogi Ágústsson fór í leyfi frá
störfum árið 1996 og þá var aug-
lýst eftir afleysingafréttastjóra. Þá
sótti ég um en Helgi H. Jónsson
varafréttastjóri fékk fleiri atkvæði
í útvarpsráði og var ráðinn af út-
varpsstjóra.“
Er ekki erfitt að þurfa að leggja
feril sinn fyrir apparat eins og út-
varpsráð?
„Ef manni líkar ekki við stjórn-
sýslu stofnunar þá sækir maður
ekki um. Ég ákvað að sækja um og
samþykki þar af leiðandi þetta
ferli. Útvarpsráð er pólitískt skip-
að eins og mælt er fyrir í íslensk-
um lögum. Annars ætla ég ekki að
tjá mig um þetta ferli og atkvæða-
greiðsluna; ég er búin að fá starf-
ið og mun halda mínu faglega
striki hvernig sem hlutir hafa
æxlast í aðdraganda þess.“
Kom þér niðurstaða ráðsins á óvart?
„Nei. Ég hafði vonast til að fá fleiri atkvæði en það
hafði kvisast út að ráðið væri búið að ákveða sig og að
þetta yrði niðurstaðan."
Logi Bergmann Eiðsson sagði í viðtali í Helgarblaði
DV að það væri pirrandi fyrir fréttamann að vera póli-
tískt ráðinn.
„Það er eitthvað sem maður gengst undir. Það hefur
hver sjálfdæmi í þessu máli; það er enginn neyddur til
að sækja um. Við búum í lýðræðisríki. Við kjósum
þing sem býr til lög sem síðan er framfylgt. Ef þar er
vilji til breytinga þá verða breytingar. Ef menn treysta
sér ekki til að sækja um undir þessum kringumstæð-
um þá sækja þeir ekki um. Baráttan fyrir öðru fyrir-
komulagi verður að fara fram á öðrum vígstöðvum."
Hvert er draumarekstrarform fjölmiðils að þínu
mati?
„Ég sé alltaf betur og betur hvað Ríkisútvarpið er
nauðsynleg stofnun. Öryggishlutverk þess er gríðar-
lega mikilvægt; að hér sé einhver sem hefur þær skyld-
ur að fylgjast með og flytja tíðindi sem til dæmis tengj-
ast öryggi þjóðarinnar. Það er einnig mikilvægt að
hafa miðil til að flytja þjóðinni svokallaða þjóðarvið-
burði, hvort sem það eru ólympíuleikar, kosningar eða
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. í litlu landi
þarf að vera til fjölmiðill sem hefur burði til að vera
slík miðstöð. Menningarlegt hlutverk RÚV er einnig
afar mikilvægt. Ég finn það vel í sagnfræðinni hversu
dýrmæt íslensk menning er fyrir okkur sem þjóð og
hvað Ríkisútvarpið getur komið sterkt inn í varðveislu
hennar og viðgang.
Núna tek ég við frábæru búi frá Boga Ágústssyni
sem er að skila fjórtán ára starfi. Við höfum aldrei
staðið betur í samkeppninni við fréttastofu Stöðvar 2
og fréttastofa Sjónvarpsins nýtur mests trausts ís-
lenskra fjölmiðla. Ég þarf því að vanda mig að stýra
fleyinu áfram. Við höfum einvalaliði á að skipa hér á
fréttastofu Sjónvarps. Sá sem verður minn nánasti
samstarfsmaður og staðgengill er Logi Bergmann Eiðs-
son varafréttastjóri og keppinautur um fréttastjóra-
stöðuna. Það er traustur bakhjarl." -sm
„pqo eist engmn upp i
tómarúmi, allir eru lit-
aðir af umhverfi sínu,
menntun og uppeldi.
Fréttamenn eiga hins
vegar að vera hlutlægir
og vinna á hlutlægan
hátt. Það er grundvall-
aratriði. Það erdálítið
út íbláinn að tala um
hlutleysi.“