Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 54
5 -4-
He Iqo rb lað JOV
LAUGARDAGUR DESEMBER 2002
Töfrar
bók erfrá 1975 og allt fram á haustið
2002. Aðalhöfundur er lllugi Jökulsson og
útgefandi JPV útgáfa.
Út er komið þriðja bindi Islands íaldanna
rás. Tímabilið sem fjallað er um íþessari
Þegar sýknudómur Hæstaréttar lá fyrir fagnaði Kio Briggs ákaflega og féll í faðm lögmanns síns,
Helga Jóhannessonar, sem sat honum á hægri hönd.
Kio Briggs þegar mál hans var tekið fyrir í Hæstarétti.
inga með sér til að kosta dvöl sína á íslandi áður en
hann fengi togarapláss sagði hann að íslenskir sjó-
menn sem hann hefði hitt á Spáni hefðu tjáð sér að
ekkert mál væri að fá skipsrúm á Islandi. Honum
myndi duga að fara niður að höfn og fengi hann þá um-
svifalaust bæði pláss á skipi og nægjanlegt skotsilfur
upp í hendurnar. Lögreglan spurði þá hvers vegna
hann hefði einungis verið með léttan sumarklæðnað í
farangri sínum en engin skjólgóð fot. Kio Briggs sagð-
ist þá alveg eins hafa átt von á því að þrátt fyrir allt
myndi honum ekki líka vinnan, hann „yrði sjóveikur
og þess háttar", eins og haft var eftir honum. Auk þess
hefði sér skilist að sjómönnum væru útveguð hlífðar-
fót.
Fleira þótti nokkuð vafasamt og mótsagnakennt við
framburð Kios Briggs. Hann sat því sem fastast í
gæsluvaröhaldi og var ákærður í desember árið 1998
fyrir innflutning á e-töflum til íslands. Hinn 11. mars
kvað svo Pétur Guðgeirsson héraðsdómari upp dóm í
máli hans. Þá hafði hinn íslenski kunningi Kios Briggs
komið til landsins og borið vitni. Sagðist hann ekki
hafa átt neina aðild að málinu nema hvað hann hefði
séð Kio Briggs búa um e-töflur í farangri sínum áður
en hann hélt til íslands. Sem löghlýðnum borgara heföi
sér borið skylda til að láta íslensku lögregluna vita.
Pétur dómari kvað að vísu ótækt að byggja nokkuð á
framburði þessa „vinar“ Kios Briggs þar sem augljóst
væri að sá framburður mótaðist af vonum íslendings-
ins um ívilnun hjá lögreglunni. En vegna óstöðugs og
ótrúverðugs framburðar Kios Briggs og annarra aðila
málsins þætti sannað að Bretinn hefði fullvel vitað að
hann væri að flytja e-töflur til íslands. Var hann svo
dæmdur í sjö ára fangelsi.
Hæstiréttur dæmdi í málinu 20. mai. Fjórir dómarar
af fimm töldu Pétur Guðgeirsson ekki hafa staðið rétt
að málum i héraðsdómi. Þrátt fyrir að íslendingurinn
hefði komið upp um Kio Briggs í þágu eigin hagsmuna
hefði Pétri borið að taka afstöðu til framburðar hans
en ekki einfaldlega víkja honum til hliðar. „[Fjram-
burðurinn lýtur að atvikum, sem máli geta skipt um
skýringu á atferli ákærða og þeim verknaði, sem hon-
um er gefinn að sök. Telja verður ... að dómaranum
hafi... borið að leggja mat á trúverðugleika og þýðingu
framburðarins,“ sagði meirihluti Hæstaréttar. Var
málinu svo vísað aftur til héraðsdóms. Einn dómari
tók undir það að gallar hefðu verið á málsmeðferð í
héraðsdómi en þeir hefðu ekki verið nægjanlegir til að
ómerkja málið og því bæri Hæstarétti að taka málið til
efnislegrar meðferðar.
Meðan þessu fór fram fyrir dómstólum hafði Kio
Briggs setið í fangelsi, lengst af á Litla-Hrauni, og
stundað líkamsrækt af kappi. Nú vildi lögreglan halda
honum þar áfram meðan mál hans færi aðra umferð í
dómskerfinu og var farið fram á nýtt gæsluvarðhald
yfir honum. Því var hafnað og ekki talin hætta á að
hann styngi af úr landi áður en dómur félli. Hann
hefði verið sviptur vegabréfi sínu og kæmist því
hvergi. Var Bretinn því látinn laus.
Breskur maður var þetta sumar einhver dáðasti
sakamaður seinni tíma á íslandi. í héraðsdómi var
hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum
til landsins. Hann var síðar sýknaður í Hæstarétti en
því miður endaði saga hans illa.
Það var 1. september árið 1998 sem Kio
Alexander Ayobambele Briggs var hand-
tekinn í Leifsstöð þegar hann var að
koma til landsins með sólarlandaflugi
frá Spáni. í íþróttatösku sem hann bar
með sér reyndist vera 2.031 e-tafla en
neysla á því hættulega efni hafði auk-
ist verulega meðal ungs fólks á ís-
landi undanfarin ár.
Kio Briggs harðneitaði að hafa
vitað um töflurnar í töskunni og
sagðist vera kominn til íslands til
að leita sér að plássi á togara.
Hélt hann því fyrst fram að ein-
hver hlyti að hafa laumað töfl-
unum í íþróttatöskuna þegar
hann leit af henni um tiu mín-
útna skeið í flugstöðinni á
Benidorm á Spáni. Síðar
upplýsti hann að á
Benidorm hefði hann komist í
kynni við íslending sem hefði aug-
ljóslega stundað innflutning á fíkniefnum
til íslands og gaf nú í skyn að sá maður hefði
stungið e-töflunum í tösku hans.
Sjálfur stóð Kio ætíö á því fastar en fótunum að
hann hefði ekkert um töflurnar vitað. Þó kom í ljós að
íslenski kunninginn hafði borgað fyrir hann flugfarið
til íslands og þangað hélt hann með nánast ekkert fé á
sér. Þá höfðu fundist i vasa á stuttbuxum í tösku hans
teikningar af aðstæðum í komusalnum í Leifsstöð. Inn
á teikningarnar var merkt hvar löggæslumenn hefðu
aðsetur.
En Kio Briggs stóð enn fastur á sínu og sagöist
aldrei hafa séð þessar teikningar áður né heldur stutt-
buxurnar. íslendingurinn
hlyti að hafa laumað buxunum
í töskuna án þess að hann tæki
eftir.
Málið var verulega einkennilegt
vegna þess að það var einmitt
þessi íslenski kunningi Kios Briggs
sem hafði komið upp um hann. Dag-
inn áður en Bretinn lagði af stað til
íslands hringdi kunninginn frá Spáni
í íslensku lögregluna og tilkynnti að
Kio nokkur Briggs væri i þann veginn
að leggja af stað til íslands með heilmik-
ið af e-töflum í fórum sínum. í staðinn
fyrir þessar upplýsingar vildi íslendingur-
inn fá einhvers konar ívilnun af hálfu lög-
reglunnar en hann átti þá yfir höfði sér ýms-
ar ákærur fyrir fikniefnaviðskipti, sem hann hafði
fengist við af miklum áhuga bæði fyrr og síðar. Lög-
reglan mun ekki hafa viljað lofa manninum neinu að
launum fyrir upplýsingarnar en tók sem sé með við-
höfn á móti Kio Briggs.
Lögreglunni þótti sú saga Kios Briggs heldur ótrúleg
að hann hefði ekkert vitað um e-töflurnar og væri
kominn til íslands að leita sér að togaraplássi. Er hann
var spurður hví hann hefði ekki verið með neina pen-