Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 38
38
HelQarblað H>V
LAUGARDAGU R I 4-. DESEMBER 2002
Sakamál
Níðingur
loks staðinn
að verki
Eftir að hafa setið ídauðadeild í fangelsi á
Flórída dó 74 ára gamall karlmaður þar úr
krabbameini í fgrra. Hann uar dæmdur fgrir
að mgrða konu en 24 árum áður framdi
hann annan glæp sem varla getur talistsíð-
ur alvarlegur en morð. Hann nauðgaði og
limlesti unga stúlku á hrottalegri hátt en
orð fá Igst. Fgrir það hlaut hann væga refs-
ingu og gekk lengi laus þar til hann gekk af
annarri konu dauðri.
Það var ótrúleg sjón sem blasti við Jim Godder og
konu hans þar sem þau óku vörubíl nærri Del Puerto
Canyon, tæplega 200 km suður af San Francisco. Nakin
stúlka lá upp við klettvegg við veginn, handalaus, en blóð-
ugir stubbar báru þess merki að stutt var síðan hendumar
voru skomar eða höggnar af henni.
Þegar þau sáu stúlkuna fyrst leit helst út íyrir að þama
stæði stúlka nærri veginum i sundfötum og væri að sóla sig.
Þegar hjónin óku nær sáu þau að stúlkan var nakin og síð-
an að hún var handalaus og þau trúðu ekki sínum eigin aug-
um. Fyrst í stað voru hjónin svo agndofa að þau vissu ekki
hvað þau ættu að taka til bragðs.
Bílstjórinn sagði síðar svo frá að þau hjónin hefðu strax
áttað sig á að stutt var síðan sá sem aflimaði stúlkuna hafði
höggvið hendumar af henni. Hún stundi upp að sér hefði
verið nauðgað og þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega
komið fyrir muldraði hún eitthvað háffmeðvitundarlaus og
virtist ekki vera viss um hvað hefði gerst og hvemig komið
var fyrir henni.
Hjónin lyftu limlestri stúlkunni inn í bílinn og óku eins
hratt og þau komust að næsta síma þar sem þau hringdu eft-
ir hjálp.
í september 1978 var Mary Vincent á leið til Los Angeles
til að heimsækja ættingia þar. Hún fór á puttanum og var
með skilti sem á stóð ákvörðunarstaður hennar. Þetta var á
fremur fáfarinni leið. Tveir bílar óku fram hjá henni án þess
að stansa. Bílstjóri þriðja bílsins, sem sá skiltið, hafði ann-
an ákvörðunarstað í huga þegar hann stoppaði sendiferða-
bíl sinn og tók 15 ára gamla stúlkuna upp í. Hann sagðist
heita Larry. Bráðlega sá hún að maðurinn ætlaði sér eitt-
hvað annað en aka henni áleiðis til Los Angeles þegar hann
beygði inn á malarveg. Við hans stóð skilti sem sýndi að
fram undan væri 25 km vondur vegur.
Hvar eru hendumar mínar?
Nokkrum klukkustundum síðar rankaði hún við sér,
Þegar Mary Vincent var 15 ára var henni niisþyrmt á
hryllilegan hátt. Myndin er tekin rétt eftir að hend-
urnar voru höggnar af henni.
kvalin og mgluð, og rámaði í þungt högg sem henni var gef-
ið og skreiddist hún um nakin og hræðilega á sig komin.
Hún mundi líka að sterkar hendur tóku hana upp, bám að
skurði og hentu henni niður í hann, þar sem hún var skil-
in eftir til að deyja.
Mary lá grafkyrr og heyrði að sendiferðabílnum var ekið
á brott. Hún vissi ekki hve lengi hún lá í skurðinum en vissi
að henni blæddi en áttaði sig ekki á hvar sárin vom og
hvaðan blóðið kom. Hún gat hvergi séð bakpoka sinn eða fót
þegar hún fór að svipast um eftir eigum sínum. Stúlkan
vissi að hún varð að fá hjálp og skreið því upp úr skurðin-
um og skjögraði af stað, eins illa á sig komin og raun bar
vitni.
Hún var skilin eftir á afskekktum stað og var þar hvergi
nokkum mann að sjá en þar sem Mary slagaði um heyrði
hún umferðamið og þegar hún kom að hraðbraut var hún
orðin svo aðframkomin að hún gat ekki annað en lagst utan
í klett við veginn.
Vömbílstjórinn sem ók þama fram á hana sagði síðar að
þau hjónin hefðu strax séð að stúlkan var í því ástandi að
átta sig illa eða ekki á hvemig komið var fyrir henni. Eftir
að þau komust í síma leið ekki á löngu þar tft sjúkrabíll
kom og ók Mary á næsta spitala. Það var fyrst þar sem hún
varð þess meðvitandi að hún var handalaus. Hún hrópaði
upp: „Hendumar mínar. Hvar em hendumar mínar?“
Það vildu læknamir og lögreglan líka fá að vita. Nokkur
von var til þess að hægt yrði að græða hendumar á stúlk-
una aftur ef þær fyndust fljótlega. Leitað var á svæðinu þar
sem glæpurinn var faminn en hendumar fundust hvergi.
En hvers vegna blæddi Mary ekki út? Læknamir sem
önnuðust hana sögðu að hún hefði verið aflimuð svo harka-
lega að æðamar mörðust og blóðið storknaði og lokaði þeim
áður en blóðmissirinn varð lífshættulegur.
Væg refsing
Mary Vincent lýsti árásarmanninum svo að hann væri
hvítur á hörund, stórvaxinn og sver, á miðjum aldri og væri
að byrja að fá skalla. Hann var með gleraugu og ör á andliti
og kartöflunef eins og slagsmálahundar fá. Hún lýsti bil
hans og sagði meðal annars að í honum væri ljósbrúnt gólf-
teppi.
Læknar gerðu að sámm stúlkunnar sem grem vel og síð-
ar fékk hún gervihendur.
Gerð var teikning af árásarmanninum eftir lýsingu Mary
og sagði hún að myndin væri ágætlega lík manninum.
Myndin var send út í sjónvarpi og bar það þann árangur
að mæðgur í smábæ norðaustur af San Francisco þóttust
þekkja þar fyrrverandi nágranna, Larry að nafni. Móðirin
hringdi í lögreghma og spurði hvemig sendiferðabíllinn
sem hann ók væri á litinn. Henni var sagt að hann væri
blár. Það stemmdi við lýsingu Mary á bílnum. Eftirleikur-
inn var tiltölulega auðveldur og eigandi bílsins fannst í
bænum Sparks í Nevadaríki, þar sem hann dvaldi á heimili
fyrrverandi eiginkonu sinnar. Var Larry Singleton, 51 árs
gamall sjómaður á kaupskipum, handtekinn nokkrum vik-
um eftir að hann framdi ódæðið.
Blái sendiferðabillinn stóð á lóðinni og ljósbrúnt gólfteppi
hékk á snúm til þerris eftir þvott. Tvær axir fundust við leit
í húsinu.
Níðingurinn Larrv Singelton þegar hann var hand-
tekinn eftir að hafa myrt gleðikonu.
Larry viðurkenndi að hafa tekið Mary upp í bfl sinn og
haft við hana samfarir en neitaði að hafa höggvið hendum-
ar af henni. Hann sagðist muna illa hvað gerðist vegna þess
að hann var dmkkinn en bar að hann hefði líka tekið tvo
menn upp í bflinn og hefði annar þeirra greitt stúlkunni fyr-
ir að eiga með henni skamma ástarstund.
Náunginn reyndi að smeygja sér undan réttvísinni og
sagði rannsóknarlögreglumönnunum að þegar hann rank-
aði við sér eftir drykkjuna hefði annar mannanna sem hann
tók upp í verið undir stýri á leið tfl San Francisco en stúlk-
an var þá hvergi í bflnum.
En samkvæmt framburði Mary voru aldrei neinir aðrir
menn í bflnum á meðan hún var í honum en Larry. Hún bar
þegar í stað kennsl á hann þegar hún sá hann í vörslu lög-
reglunnar. Hann var ákærður fyrir mannrán, nauðgun og
morðtilraun.
Kviðdómurinn fékk einnig að heyra hvemig maðurinn
hafði svivirt stúlkuna með því að urgast í öllum líkamsop-
um hennar á hinn ruddalegasta hátt.
En samkvæmt hegningarlögum var hámarksrefsing fyrir
glæpinn ekki nema 14 ára fangelsi og leyfi tfl að sækja um
náðun mun fyrr.
Larry Singleton var fyrirmyndarfangi og sýndi af sér svo
góða hegðun í fangelsinu að honum var sleppt lausum eftir
átta ára innilokun.
Nýr vandi blasti þó við honum eftir frelsisgjöfina. Hann
var orðinn svo illræmdur og víða þekktur vegna meðferðar-
innar á stúlkunni að enginn vildi una við að eiga hann að
nágranna. Það mál var leyst með því að yfirvöld komu hon-
um fyrir í hjólhýsi á landarejgn San Quentin-fangelsis.
Þegar skilorðið var útruamið flutti Larry tfl æskustöðva
sinna, Tampa á Flórída. Skömmu síðar var sprengju kastað
í garðinn hjá bróður hans, þar sem hann fékk að búa.
Eftir það fékk hann nokkra samúð nágrannanna og að
því kom að þeir sættust við að hafa gamla sakamanninn í
námunda við sig. Hann vandist brátt og farið var að líta á
Larry sem góðan granna sem alltaf var tilbúinn að spjalla
og taka að sér smáviðvik fyrir nágrannana. Þeir fóru jafri-
vel að trúa þeirri sögu sem hann sagði þeim að stúlkan sem
hann var dæmdur fyrir að limlesta hefði verið eiturefnafík-
ill og ekki með sjálfri sér.
Eftir að Larry var látinn laus fór Mary Vincent í felur.
Hún óttaðist svo mjög að hann myndi gera henni og 10 ára
gömlum syni hennar mein að hún þorði ekki að dvelja
heima og fór að læra sjálfsvamarbrögð til að mæta honum
ef hann réðist á hana á nýjan leik.
En Larry gamli hafði öðrum hnöppum að hneppa. Hann
var tekinn fastur fyrir búðarhnupl en slapp með það þegar
hann sagðist bara vera gamalt fífl og varla ábyrgur gerða
sinna. Svo var honum bjargað frá sjálfsmorði þegar hann
var búinn að tengja slöngu frá útblæstri sendiferðabflsins
inn í hann og sat þar og andaði útblæstrinum að sér.
Engin undankomuleið
Svo var það 1997 að nágranni heyrði neyðaróp konu sem
barst frá húsinu sem Larry bjó í. Hann hljóp tfl og sá inn
um glugga hvar hann stóð nakinn og alblóðugur. Á gólfmu
lá kona, sömuleiðis nakin og blóðug. Kvalari hennar stóð
yfir henni og öskraði að hún ætti að þegja.
Nágranninn hringdi í neyðarlínuna og tflkynnti hvað
fram fór og að þar væri að verki sami náunginn og skar
hendumar af stúlkunni.
Þegar lögregluna bar að kom Larry til dyra og var nú
kominn í nærbuxur en var annars ber og blóðugur. Konan
á gólfrnu var látin. Hún var fiknieftianeytandi og fjármagn-
aði neysluna með því að selja sig. Hún hafði líka fyrir böm-
um að sjá.
Nú var morðinginn svo gott sem staðinn að verki og var
engrar undankomu auöið. Hann játaði verknað sinn og var
dæmdur til dauða. Þar sem Larry beið í dauðadeildinni
greindist hann með krabbamein og dó hann af völdum þess
áður en dómnum var fúllnægt. Rúmt ár er liðið síðan ill-
virkinn dó og getur Mary Vincent nú andað léttar því hún
þarf ekki lengur að óttast að kvalari hennar og niðingur
birtist á ný.