Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 83

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR DESEMBER 2002 Helgarblacf DV 83 Þórir Sigurðsson 1931-2002 Fyrir stuttu lést Þórir Sigurös- son veðurfræðingur, góður vinur og bridgefélagi til margra ára. Leiðir okkar lágu fyrst saman nokkru eftir að hann kom heim úr námi frá Noregi. Það kom fljótt í Ijós að hann hafði lært fleira í Noregi en veðurfræði því hann lét strax að sér kveða í bridgelífi landsmanna. Ekki leið á löngu áður en hann vann fyrsta íslandsmeist- aratitilinn og á næstu árum fylgdu fleiri slíkir í kjölfarið. Afls vann Þórir íslandsmeistara- titilinn i sveitakeppni sex sinn- um og í tvímenningi einu sinni. Einnig vann hann bikarmeist- aratitilinn einu sinni. Þá eru ótaldir fjölmargir Reykjavíkur- meistaratitlar ásamt félagstitlum hjá Bridgefélagi Reykjavíkur, en Þórir var meðlimur þess um langt árabil. Af þessari upptaln- ingu má ljóst vera að Þórir var einn af fremstu bridgemeisturum þjóðarinnar, enda var hann fljót- lega valinn til þess að spila í landsliði íslands á Evrópumótum og Norðurlandamótum. Bar þar hæst þátttaka hans í landsliði ís- lands á Evrópumótinu í Dublin 1967, þegar ísland náði sjöunda sæti af tuttugu þjóðum eftir glæsilegan endasprett þar sem mörg af bestu landsliðum Evrópu urðu að lúta í lægra haldi. Við Þórir spiluðum oft sam- an í sveit og tvimenningi. Við vorum saman í sveit þegar hann vann fyrsta íslandsmeistaratitil- inn og margoft vorum við saman á verðlaunapalli Reykjavíkur- mótsins. Einnig spiluðum við saman í landsliðum íslands. Þórir var einn tæknilegasti spilari sem ég hefi kynnst. Enda- spil og kastþröng voru hans ær og kýr og ekki síst þess vegna vegnaði honum sérstaklega vel í tvímenningskeppni. Hann hafði yndi af spilinu og eftir vel heppn- aða kastþröng ljómaði hann all- ur. Kímnigáfa hans var einnig mjög sérstök og þótt hann væri ekki galsafenginn að eðlisfari þá var skemmtilegt að spila við hann. Aldrei brá hann skapi þótt á móti blési eins og gengur held- ur brosti góðlátlega í kampinn. Árið 1965 vann Þórir Reykja- víkurmeistaratitilinn í tvímenn- ingskeppni ásamt Eggert Benón- ýssyni heitnum, en Eggert var ásamt mér og Halli heitnum Sím- onarsyni helsti meðspilari Þóris. Ég birti þá spil með Þóri í bridgeþætti Vísis og læt það fylgja með, enda ágætt dæmi um hæfileika hans í endaspili. Sagnir gengu þannig með þess að spila. Og hér kemur upprunalegi textinn: „Austur spilaði út lauf- kóng og skipti síðan yfir í tíguln- íu. Þórir drap á kónginn heima, tók tvisvar tromp og spilaði laufi úr blindum. Austur fékk slaginn og spilaði tígultvisti. Þórir drap á ásinn í blindum, trompaði síð- asta laufið og spilaði spaða. Nú var sama hvað austur gerir, a-v fá aldrei nema tvo slagi í viðbót, einn á spaða og einn á tígul. Með svona spilamensku verða menn Reykjavíkurmeistarar og eiga það skilið.“ Stefán Guðjohnsen 4 876 * G9752 S/A-V 4. K83 *92 ♦ D3 *106 ♦ D10765 V A ♦ D1074 s é K104 * AKD3 ♦ AG4 * 653 * AG9S2 A*84 * 92 * AKG8 Þóri og Eggert í n-s: Suður Vestur 1 grand pass 3 pass Norður 2 ** pass Austur 2 * pass í þá daga spiluðu menn ekki yfírfærslur á móti grandi og þess vegna segir Þórir tvö hjörtu til Stcfán Guðjohnscn Munið að slökkva á kertunum Yfirgefum aldrei híbýli okkar án þess að slökkva á öllum kertum. ^ \ vv in EINN EINN TVEíR NEYÐARLlNAN ORYGGISNET SECNET Rauði kross íslands Rikistögreglustjórinn LÖGGÍLDINGARSTOPA /7ZT slökkvilið HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.